Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 25

Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ VÍSIS 25 Frú Pálína. ■(Frh. af bls. 10) stjórnarinnar, sem kominn var, Júlíus Kárason. Hann var rauð- ur í framan og lítið eitt móður eftir hraða göngu. Um leið og hann tók ofan derhúfuna, hrundia tærir dropar af dökk- um, samvöxnum augnabrúnum hans, annað hvort sviti eða vatn. ..Göðan daginn, frú! Er Ragn- ar Nijálsson heima?“ Hún skildi, að fresturinn var útrunninn, og það hafði ekki verið neinn frestur, heldur streymdi rás viðburðanna misk- unnarlaus og hröð og hreif hana með sér. Hún stóð í skrifstofu- dyrunmn, með vinstri hönd á hurðarsnerli, í svo greinilegri varðstöðu, að gesturinn hlaut að taka eftir því, — svipur hennar eins og hún stæði and- spænis lymskum óvini, andar- drátfcurinn dálítið slitróttur og sogkenndur og mikil og niður- bæld reiði fyllti brjóst hennar og varnaði henni máls. .r.Nei,“ svaraði hún loks, ,,hann er ekki heima.“ ,,Ekki það, nei. En þér vitið kannske hvar hann heldur sig, frú Pálína?“ .,.NeL Ég veit það ekki.“ ,,Jæja, þá það. Annars hef ég fulla ástæðu til að spyrja, — sem formaður sparisjóðsstjórn- arinnar: Ragnar hefur nefnilega ekki mætt til vinnu í morgun, né heldur tilkynnt forföll. Við- skiptamenn sparisjóðsins komu að lokuðum dyrum klukkan tíu og það var sent til mín.“ Hun horfði á hann þegjandi meðan hann talaði, augnafáð hennar stjarft og ópersónulegt, eins og það væri ekki hann, sem hún væri að horfa á, held- ur eitthvað á bak við hann, langt.— langt í burtu: skip úti í hafsauga, reyk við hafsbrúp,.. ., Maðurinn tvísté lítið eitt og velti húfunni milli handanna, hætti að tala og leit hvasst nið- ur fyrir fætur sér, það var auð- séð, honum fannst sér að ein- hverju leyti misboðið — að hann tók orðfæð konunnar og augljósa sálarkvöl sem persónu- lega móðgun við sig. ,,Ég hef kannske skotið yður skelk í bringu, frú Pálína, en það var ekki minn tilgangur," sagði hann allt í einu. „Eftir- grennslan mín er heldur ekki sprottin af persónulegri hnýsni í annarra einkamál, eins og' þér virðist álíta, heldur er ég — ef svo mætti segja -—- að gegna minniháttar embættisskyldu. Jæja, adjö!“ Hann dembdi á sig derhúfunni með snöggu hand- taki, snerist á hæli líkt og dáti á æfingu og skundaði brott stuttum, föstum skrefum, eins og í marsi. „Hann veit það ekki, og ég sagði honum ekki neitt,“ hugs- aði konan,' og hún fann að hún var byrjuð á einhverju, sem hún hafði aldrei gert áður: að falsa skjöl sín, mátti víst nefna það, því hún var byrjuð að leyna því, að Ragnar Njálsson hafði svikið hana og svikið sjálfan sig og alla, sem voru honum vandabundnir eða höfðu treyst honum, og hún fann að hún mundi halda áfram að gera það og að einmitt nú yrði hún að hafa hraðan á, áður en um- talið, getgáturnar og fordóm- arnir fengju ráðrúm til að kvikna og breiðast út. Hún hljóp upp á loft til sonar síns og sagðist þurfa að bregða sér frá, hún kynni að verða úti fram yfir hádegið. Að því búnu klæddi„húm-sig í regnkápu og fór í vaðstígvél og laumaðist síðan inn 1 skrifstofuna til að sækja veiðipqkann og stöngina. Hún festi þessa hluti við belti sitt innan undir kápunni og gekk þannig frá, að enginn gæti séð hvað hún hefði meðferðis. Regnsuddinn og þokan höfðu færzt í aukana. Það var gott. Hún kaus gjarna að verða vot og illa verkuð í þetta sinn og koma þannig útlits fyrir augu fólksins að lokinni þeirri ferð, sem hún var nú að hefja. Og gekk hratt af stað og stefndi í vestur, ekki alfaraleið, held- ur skemmstu leið, gegnum sandhólana og yfir mýrarnar ofan við kauptúnið, í átt til ár- innar, sem nú átti að verða þög- ult Ijúgvitni hennar til bjargar einhverju, sem hún vissi ekki hvað var — til þess að bjarga í dauðanum því, sem annars myndi lifa við skömm — um aldur og ævi: svikaranum Ragnari Njálssyni, sem aldrei mátti verða með svikurum tal- inn, af því að hann hafði verið eiginmaður hennar í þrettán ár og tengt líf hennar sínu lífi, svo að engin ráðsnilld nægði til að aðskilja þau meir, hvorki lif- andi né dauð. Áin — áin! — konan heyrði niðinn í strengjum hennar langt í austur á mýrina, kr-ldan vor- þyt straumanna á leið til hafs; vissulega höfðu þeir grandað mörgu lífi á vegferð sinni, en myndu þeir einnig fást til að granda sannleikanum? — Kon- an gekk fram á slútan gras- bakkann og starði andartak of- an í eggjandi flaum vatnsins, sem dansaði í hringiðum og bólgnaði í röst, því að nú leysti fjallsnjóa í þessu landi, og kom- ið vor. Hún hneppti frá sér'káp- unni og leysti af belti sínu hluti þá, sem hún hafði meðferðis, hnýtti fluguna á færið og rakti það langt út, lét strauminn j taka það, — sleppti síðan stöng- inni og lét strauminn taka hana líka. Það varð að ráðast, hvort hann skilaði henni nokkru sinni til baka, eða hvort hafið gerði það — áin og hafið í samein- ingu — en yrðu þau skilvís, ætlaði frú Pálína að þýða það svo, að þau væru sér hliðholl. Hún jós vatni á veiðipokann, að hann liti út sem hann hefði leg- ið næturlangt á árbakkanum og rignt, og svo var ekki fleira að gera, nema að komast heim og bera fólkinu slysafregn frá ánni — um manninn, sem var horfinn, og sýna því blautan pokann, fundinn á árbakkan- um. Kannske yrði það ekki öllu fleira, sem hún þyrfti að'gera: bara að segja, að hann hefði gengið út með veiðistöngina sína í gærkvöldi og' ekki komið heim aftur, og í morgun hefði hún farið að leita og fundið þetta, ekkert meir. Hún var aftur á göngu gegn- um sandhólana og yfir mýrina, heim, en skref hennar nú þyngri og seinni en að lieiman, reiðin nú tekin að sjatna og harmur hennar einn eftir, orka reiðinnar að þrotum komin og í barm hennar seitlaði van- megni, eins og þungt og dautt vatn, eins og kalt rökkur. Hún sneiddi ekki hjá alfaraleið þessu sinni, heldur veik inn á braút- ina, sem þorpsbúar höfðu. lagt út í engjalönd sín í vestri. —• Klukkan í kirkjuturninum sló tólf, þegar hún kom á aðalgöt- una, sem lá gegnum kauptúnið endilangt. Það var saJlarigning og mjög dimmt í lofti, hafgolan sönglaði í símavírnum og þaut tuldrandi um þakskegg og húsa- sund, og' yfir túnunum handan við húsin flögruðu dreifðir kríuhópar með fjörugu gargi og höfð'u hrakið burt fugla vetrar- ins, hinn hyg'gjuþunga svart- bak og skaplausa, léttúðuga fænku hans, rituna. En gatan var nálega auð, það var mat- málstími og fólkið gengið inn til að borða fiskinn sinn, og x gluggunum sást eitt og eitt and- lit gægjast út undan tjaldi og hörfa til baka, ef vagfarandinn leit upp. En konan, sem nú gekk eftir götunni, leit aldrei upp, heldur leyfði hinum fælnu aug- um nágranna sinna að horfa lyst sína. Unz hún kom að húsi Júlíusar Kárasonar. þar nam liún loks staðar. En búðarholan í kjaliaranum var læst, hún sá sig því tilneydda að trufla mat- frið eigandans, það var víst kominn tími til að stjórnarfor- maður sparisjóðsins 'fengi ein- hverja skýringu á fjarveru. gjaldkerans í stofnuninni. Ándartaki síðar stendur hún uppi á tröppunum og ber að dyrum, og það skiptir engum togum, hurðin er opnuð: Júlíus. Það var svo undarlegt, hann stóð andspænis henni í opnum Búnaðarbanki Íslands Austurstræti 5, Reykjavík. Sínii 81201). Austurbæjarútibú, Laugavegi 114. Sími 4812. Útibú á Akureyri Trygging er nauðsyn! Bankinn er s-jálfstæð stofnun, undir sérstakri stjórn, og er eign ríkisins. í aðalbankanum eru geymsluhólf til leigu. — Trygging fyrir innstæðu er á ábyrgð ríkisins, auk eigna bankans sjálfs. — ^.... BANKINN annast öll innlend bankaviðskipti - tekur á móti fé í sparisjóð og hlaupareikning ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. Austurstræti 10, Reykjávík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.