Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 12
12
JÓLABLAÐ VÍSIS
óhappaatvik, og vonleysi setti
aö mörgum. En í hvert skipti
huggaði fararstjórinn okkur
með hinum skozku flöskum,
sem geymdar voru í gúmmí-
stígvélunum. Þá létti jafnan
dálítið yfir hópnum og kom
þetta í veg fyrir, að við gæfum
upp alla von. Stundum voru
Staddir í
völundarhúsi.
•
.huggunarorð leiðsögumannsins
þó ekki nægileg, og menn urðu
að gera borð á flöskurnar, og
sá sjúki fékk góðan sopa sér til
hressingár. Þetta varð náttúr-
iega til þess að menn báru sig
enn aumlegar, til að fá að
dreypa á guðaveginum, en far-
arstjórinn lét ekki leika oft á
sig þannig.
Ferðin tók margfalt lengri
tíma en gert hafði verið ráð fyr-
ir, og þegar við riðum hina
■endalausu troðíiinga, sem
hlykkjuðust meðfram Lang-
jökli, var myrkrið næstum
skollið á. Og bölvunin var sú,
að einmitt nú lá leiðin út á
mýrarfláka, og gátum við því
■ekki lengur rakið götuslóðann,
■og enginn kostur var að fylgja
neinum vörðum eða vegvísum.
Við urðum því að láta hestana
ráða ferðinni, en hinir litlu, ís-
lenzku hestar eru líka fótvissir
•og öruggir, og fetuðu þeir nú
þúfu af þúfu og þræddu þurr-
ustu rimana.
Stöðugt vorum við að svipast
■eftir „byggðinni", en hvergi var
néitt að sjá. Langt úti í sortan-
um greindum við þó hæðir, lág
fjöll eða hvað það nú var, og
gaf þetta okkur illan grun um,
að við værum í völundarhúsi,
sem við myndum aldrei komast
út úr. Þannig héldum við ferð-
inni áfram nokkrar klukku-
strmdir, umvafðir myrkri, svo
að við urðum stöðugt að kallast
á, til þess að við týndum ekki
hver af öðrum.
Baggahesturinn, sem bar hin-
ar dýrmætu skozku whisky-
flöskur, hét Blesi, og áður en
myrkrið skall algjörlega á, sá-
um við að leiðsögumaðurinn var
farinn að teyma hann, svo að
hann týndi honum ekki út í
myrkrið. Og Blesi gekk trú-
verðuglega við hlið hans, eins
og honum væri það ljóst, hvert
dýrmæti hann bar. Samt sem
áður bárum við kvíða í brjósti
út af því, að eitthvað kynni að
koma fyrir hestinn, og þess
vegna kölluðum við öðru
„BSesi er horfinn"!
hverju: „Hvar er Blesi?“
„Gættu Blesa vei“, o. s. frv.
Og fararstjórinn svaraði jafn-
an um hæl: „Blesi er í góðum
höndum.“ Og gladdi það okk-
ur stórlega, að vita það.
Þegar við höfðum riðið
nokkrar klukkustundir í niða-
myrkri, og sífellt skimað og
blínt, til þess að svipast um
efth- „byggðinni", fórum við
bókstaflega að sjá ofsjónir.
Okkur fannst við sjá bóndabæi
og hús allt í kringum okk-
ur. Að lokum kom að því, að
tveir eða þrír gáfust upp sam-
tímis. Þeir námu staðar og
kváðustekki geta haldið lengra.
T'ararstjórinn sleppti þá
taumnum á Blesa, en sneri reið-
skjóta sínum við, til að hafa tal
af þeim, sem féllust hendur. Og
þetta virtist ekki vera nein
uppgerð. Var þá einróma sam-
þykkt, að nú skyldi grípa til
whiskysins, og láta ílöskurnar
ganga á milli okkar. Það var
eina ráðið til 'þéás1 að “hréSsa
söfnuðinn, svo að hann gæti
haldið þessu vonlausa ferðalagi
áfram í biksvartri nóttinni.
Við biðum nú þarna í sorta
næturinnar, meðan leiðsögu-
maðurinn fór eftir sopanum.
Við sáum ekki handaskil, en
sperrtum eyru eins og hest-
arnir í myrkrinu og heldkuld-
anum. Þannig biðum við nokkr-
ar mínútur, en heyrðum ekkert
nema andvörp og stunur okkar
sjálfra — en svo hljómuðu allt
í einu úti í myrkrinu hróp og
formælingar, og það var eins
og þetta væri tekið beint upp úr
Njáls sögu: „Andskotinn! —
Helvíti!" hrópaði leiðsögumað-
ur okkar. „Blesi er horfinn!"
Þetta var nú það versta, sem
fyrir gat komið. Engin von til
þess að Blesi fyndist. Whisky-
hesturinn var horfinn út í
myrkrið! Og nú tókum við allir
að leita af þvílíkum ákafa, sem
okkur væri horfið ástfólgið
barn. Við riðum fram og aftur
og kölluðum út í myrlcrið, en
Blesi kom ekki í leitirnar. Þá
hrópaði leiðsögumaðurinn til
okkar, og bað okkur að tryllast
ekki svo, að við ykjum á ógæf-
una og týndum hver öðrum.
Hann safnaði okkur saman eins
og góður hirðir sauðum sínum
og eftir um hálftíma vorum við
allir — að því er við bezt gát-
„Hvar eru bá
baggarnir?"
um séð — saman komnir í ein-
um hóp.
Loks gáfum við upp alla von
og"héldum ferðinni áfram bug-
aðir og dasaðir. Sárir verkir,
kuldi og dauðans þreyta höfðu
gagntekið okkur, og sumir gátu
hreint ekki tára bundist, en sem
betur fór var svo dimmt, að
enginn sá til annars, og vissi
því enginn, hver bar sig verst.
En allt í einu kveður við
hróp frá einum félaga okkar.
Baggahesturinn, sem hann
teymdi, hafði farið ofan í keldu
og brauzt nú um i dýkinu. Leið-
sögumaðurinn kom þegar á
vettvang og gaf fyrirskipanir.
Tveir eða þrír menn fóru af
baki og tóku baggana af hest-
inum og fleygðu þeim út í
myrkrið — og loksins heppn-
aðist að ná hestinum upp úr.
Kom þá í ljós að þetta var
Blesi! En hvernig á því stóð,
að hann var kominn í hendur
eins okkar frá leiðsögumannin-
um, sem áður hafði teymt hann,
var ráðgáta, sem aldrei heíur
upplýst verið. En staðreynd var
þetta samt — því að hesturinn
var enginn annar en Blesi.
Fagnaðarkliður hljómaði nú
í myrkrinu. Okkar kæri og á-
kaflega harmaði whisky-hestur
var fundinn, en mitt í gleði-
glaumnum varð einhverjum á
að spyrja:
„Hvar létum við baggana?"
Og enn á ný urðum við gripn-
ir lamandi angist. Enn á ný
heyrðum við uppáhaldsorð leið-
sögumannsins: „Andskotinn! —
Helvíti!" — Og hér verð ég að
skjóta því inn í, að „andskotinn1'
er íslenzkt blótsyrði frá heiðn-
um tíma og þýðir eitthvað á
þessa leið: „Sá, sem skýtur af
boga sínum á eitthvað", — það
Hvað er andskotinn?
er gamalt tákn um fjandann, en
frá þeim tíma, áður en hann var
uppgötvaður!
Andskotinn! — Helvíti! Það
var ógerningur að finna aftur
baggana í þessu brúnamyrkri.
Við leituðum þeirra langa
stund, hálfgrátandi og gnístandi
tönnum, en svo sagði leiðsögu-
maður okkar, að við yrðum að
hugsa um líf okkar og heilsu,
og halda áfram á ákvörðunar-
stað.
Þessi fáheyrða óheppni — að
einmitt við sjálfir gkyldum
verða til þess að kasta frá okk-
ur hinum mikilsverðu hlutum
— fór alveg með síðustu krafta
okkar, og þögn og sár harmur
þrúguðu hópinn. Við héldum nú
ferðinni áfram, og þegar liðið
var langt fram á nótt náðum.
við loksins til „byggðarinnar“,
sem reyndist þó aðeins vera eitt
hús, er að vísu var svo langt,
eins og um stóran bóndabæ
væri að ræða.
Við vöktum húsráðanda, og
því næst hjálpuðum við hver
öðrum af baki. Það var sem
sumir okkar væru orðnir grónir
við hnakkinn, og komust ekki
af baki hjálparlaust. Við skulf-
um og vorum illa haldnir og
(Frh. á bls. 27)
Bréfaskúli
Námsgreinar:
íslenzk réttritun,
íslenzk bragfræði,
Danska fyrir byrjendur,
Danska, framhaldsflokkur,
Enska fyrir byrjendur,
Enska, framhaldsflokkur,
Franska,
Þýzka,
Esperantó,
Sálarfræði,
Skipul. og starfsh. samvinnuiélaga
Fundarstjórn og fundarreglur,
Búreikningar,
Bókfærsla í tveimur flokkum,
Reikningur,
Algebra,
Eðlisfræði,
Mótorfræði í tveim flokkum,
Landbúnaðarvélar og verkfæri,
Siglingafræði,
Skák í tveim flokkum.
ÆnHinprent h.i.
Sími 1640 — Pósthólf 757 — Reykjavík.
Frflíii Iniðir
í allt að 4 litum og einnig með vaxi öðrú- eða báðummegin:
• Súkkulaði og- aðrar sælgætisumbúðir.
• Ivaramellupappír í rúllum og örkum.
• Umbúðapappír í rúllum og' örkum,
fyrir kjöt, fisk, brauð o. fl.
- • Smjör- og' smjörlíkisumbúðir úr
r staniol — folíu — cg' pergamentpappír.
• Flösku- og' glasamiða.
• Sellophan-umbúðir í rúllum og' örkum.
• Límrúllur áprentaðar í öllum breiddum
frá 5 cm.
V 'ó’ f.
Hér er aðeins talið hið helzta, sem hægt er
að framleiða.
Fáið upplýsingar hjá oss ef þér þurfið á ofangreindn
prentun að halda eða annarri.
ÆniMÍMtprent h.i.
Sími 1640 — Pósthólf 757 — Reykjavík.