Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 10
10
JÓLABLAÐ VÍSIS
'©ðir höfðu verið gulir. Á sumrin
px hávaxin baldursbrá upp á
milli steinanna og jafnvel upp
Úr sjálfum gangstígnum, en að
baki þessara hvítu blóma þétt-
ar breiður af dimmbláu um-
feðmingsgrasi. Það var fólk að
.setja niður í kálgarðana sína
suður við sjógarðinn og menn á
.veginum að aka áburði á hest-
vögnum og einn og einn hjól-
reiðarmaður á ferð. En vegur-
inn lá of fjarri til þess að hún
þekkti fólkið héðan úr stofu-
glugganum, aðeins vissi hún að
það var allt saman heimafólk,
iiún sá það á hreyfingum þess
©g öllu háttalagi—það hrærðist
í takt við þorpið, það sté eftir
hinu sérstaka hljóðfalli þess,
hvað sem það hafði fyrir stafni.
Ferðafólkið ofan úr sveitunum
skar sig alltaf úr. Það kom í
‘iöngum lestum og fas þess bar
svip af fjarlægðinni, sem það
hafði að baki sér eða stefndi
inn í. Langir, seinfærir þjóð-
vegirnir höfðu mótað það, hinn
jafni, togandi klyfjagangur með
hiaðna vagna og áburðarhesta
runnið því í merg og bein. Fyr-
ir fáeinum dögum hafði liún
séð marga slíka ferðalanga fara
um veginn, það var fyrir lokin
og eftir að útlenda skipið lagð-
ist í höfn, en nú var aftur fátt
um þá í þorpinu, flestir farnir
heim.
Fáeinir regndropar féllu og
hún heyrði að golan tók að
þjóta í þakskegginu, hafgolan
úr suðri. Einnig var orðið mjög
fágskýjað, grár þokumökkurinn.
veltist án afláts inn yfir strönd-
inaogfyllti himininn niðurund-
ir jörð. Allt í einu komu nokkr-
ar kríur flöktandi suðvestan yf-
ir seftjörnina — þær fyrstu, sem
frú Pálína hafði séð í vor. Þær
staðnæmdust ekki, en héldu í
dreifðum hóp fram hjá húsinu
og hurfu í suddann. En þetta
voru aðeins forystufuglarnir,
fáeinum augnablikum síðar sá
konan að loftið yfir sjógarðjn-
um og yfir kálgörðunum og
austustu húsunum í þorpinu ið-
aði af hundruðum gráhvítra
vængja, sem flöktu upp og nið-
ur og út á hlið. Þeir komu út
úr þokunni og létu vota haí-
goluna fleyta sér áfram inn yf-
ir ströndina, óstöðvandi, fram
hjá mannlífi strandarinnar, í
átt til landsins, með þessu létt-
færa hirðuleysi, sem einkennir
kríuna, hinn langförula og stað-
lausa fugl vætunnar, með sína
mjóu vængi og klofna stél.
Borgundarhólmsklukkan í
stofunni sló tíu og minnti kon-
una enn á húsbóndann, sem ekki
hafði látið sjá sig síðan í gær-
kvöldi, en átti í þessari andrá að
vera að opna sparisjóðinn og
byrja dagsverkið. Því miður
var ekki sími í þessu húsi, ann-
ars hefði hún nú hringt, því að
óvissan um Ragnar firrti hana
allri ró. í annað sinn frá því hún
kom á fætur varð henni reikað
inn í skrifstofuna og nú þurfti
hún ekki lengur að bíða vit-
neskjunnar um, hverju þessi
morgunn hafði leynt hana til
þessa: Ragnar Njálsson var far-
inn frá henni. Það lá pappírs-
örk á skrifborðinu hans, fáein-
ar línur til hennar — vísa:
Ég sigli í nótt. Við sjáumst
aldrei meir.
Söngvana rómi kveðjast
fuglar þeir,
er skildu, en þráðu að
búa saman tveir.
©
Það var engin kveðja og að-
eins nafnið hans undir þessum
línum. Flýtislegt hrip með blý-
anti á óstrikað blað, línurnar
hölluðust niður á við.
Hún stóð andartak grafkyrr,
lét blaðið falla á borðið, beitti
styrk sínum öllum til að standa
af sér þetta högg — að það yrði
ekki rothögg , ekki veina,'
ekki gráta, stánda kyrr, bara
einbeita sér að því 'að gera ekki
neitt, leyfa hjartanu að berj-
ast, láta svimann líða hjá, bíða
þangað til hugsunin kæmi til
manng, — nei, ekki gera neitt
fjnr en maður gæti hugsað. En
hún fann fælur sína dofna,
einkum knén, það var líklega
rétt að setjast sem snöggvast,
meðan fæturnir kæmust í lag.
Hún seig hægt niður í auðan
stólinn hans, handleggirnir á
borðbrúninni, og hafði ekki
augun af málverki uppi á
veggnum beint á móti, án þess
að vera -að horfa á þetta mál-
verk, sein var af henni sjálfri
í brúðarskarti, án þess að vera
að horfa á nokkuð. En ekki
lengi þannig, hægri hönd henn-
ar hvíldi á pappírsörkinni, allt
í einu krepptust fingur hennar
utan um þetta plagg og breyttu
því í ólögulega bréfkúlu, eitt-
hvað, sem enginn mundi fram-
ar líta á, heldur fleygja hugs-
unarlaust í eldinn eða- í sorp-
tunnuna að húsabaki. Og um
leið reis konan á fætur, eins og
nú væri hún búin að prófa
þennan stól og ekki þörf á að
sitja í honum lengur, og ekki
langur tími til að sitja, heldur
kölluðu að önnur verkefni og
kannski fleiri en svo, að hún
vissa á hverju hún ætti að
byrja, og líklega erfiðari en
svo, að líkindi væru til að hún
gæti leyst þau, — og eigi að
síður staðráðin í að leggja til
atlögu við þau, eins og óvitinn,
sem missir gullið sitt í sjóinn
og ræðst samstundis í að ausa
hann upp með skelinni sinni,
eða eitthvað svoleiðis. Hún var
mjög föl og drEetth'nir í andliti
hehnar strengdir, svipur henn-
ar nú með hörkudráttum, fyrst
óljósum, en æ greinilegri eftir
því sem hugsunin skýrðist og,
dofinn eftir höggið leið frá:
„Ragnar Njálsson hlaupinn
burt frá konu og börnum —
strokinn af landi burt eins og
óbótamaður. Og í hverju koti
verður talað um fi'ú Pálínu og
ólán hcnnár, og sá ræfill ekki
til, að hann telji sig ekki hafa
efni á að smána hana með vor-
kunnsemi sinni, sem undir
niðri og öðrum þræði verður þó
tvinnuð hlakkandi meinfýsni:
Svona fór þá fvrir henni! Hún
hefði átt að hreykja sér hærra!"
Þannig mundu menn almennt
tala vegna þess að Jhann
hafði svikið hana og laumast á
brott í fullu fjöri. Öðru máli að
gegna, ef slys hefði borið að
höndum, ef sjálfan dauðann
hefði borið að höndum, því að
dauðinn er mikilúðlegur og
minnkar engan, — sá, sem
dauðinn kaliar, hann hverfur á
brott með særnd og eftirlætur
óstvinum sínum sorg, sem tím-
inn sefar fljótlega. I autt sæti
fjölskyldusvikarans sezt hins
vegar afturganga smánarinnar
með háðsglott ,á blóðlausum
vörum og víkur þaðan ekki
framar.
En því þá ekki að telja hann
dauðan •—- leita sannana fyrir
því og finna þær, leggja þær
fram? — Hún minntist þess,
hversu oft hún hafði fyrrum
óttast að slys kynni að henda
hann við ána, þar sém hann
dorgaði stundum saman fyrir
lgx, og mörg vornóttin leið fram
um óttu án þess hann kæmi
heim. Hvað mælti á móti því,
að eininitt í gærkvöldi .hefði
hann tekið veiðistöngiha sína
úr skápnum og gengið á vit ór-
innar, sem áður hafði -heillað
hann langtímum? Undir hálum
bökkum hennar byltist fram
mikið vatn og þungstreymt, og'
aðeins spölur til hafs. — Hún
gekk hröðum skrefum að vegg-
skápnum úti í horninu og lauk
honum upp: veiðipokinn og
stöngin voru á sínum stað. En
nú heyrði hún gengið um úti-
dyrnar, svo hún flýtti sér að
loka skápnum. Innihald hans
var skyndilega orðið bannvara.
Leyndarmál. Allt að því glæp-
ur. Sjálf var hún einnig á
fleygiferð inn í nýtt hlutverk,
sem hún hafði enn ekki gert
sér mikla grein fyrir, en hún
yrði þó sennilega farin að leika
fyrir opnum tjöldum eftir fáein
augnablik. Það var þetta, að
bjarga einhverju, missa ekki
alveg allt, halda einhverju eft-
ir, bjarga — bjarga, — kannski
var það mannorð hans, kannski
heiður hennar, stolt hennar; en
til þess yrði hún að fela og hún
yrði að Ijúga og beita blekking-
um og hún yrði að — —? nei,
hún vissi ekki hv.ersu margt það
kynni að verða, né hvers eðlis,
én allt saman fjarskylt sér-
hverri reynslu hennar til þessa
dags — öllu, sem snerti líf
hennar þangað til nú.
Það var formaður sparisjóðs-
Frh. á bls. 25)
»••••••••••••••••••••••«•••
m
m
m
m
m
*
m
Tímbtir
Þilplötur
fiárðar og mjúkar
Krossviður
iír éik, birki og gabon
Þakpappi
Saumur
allar stserðir
Utiti urðir
Innihurðir
Gluggaefni
Listar
alls konar
átœtt
íimbumnlunin Völundur b.f.
iilapparstíg 1 - Simi 81430
»
t
m
m
»
»
»
*
»
«
»
«
»
»
*
*
m
«
m
«
• ■■*»#• ••••*••»*«••*»»**•««*-• £»s »•«•«•••