Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 13

Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ VtSIS Ð-almatíuströndin er rómuð íyrir fegurð og talin í hópi Mnna sérkennilegustu og feg- rorstu staða við norðanvert- Mið- Jarðarhaf. Hún er ákveðinn og ihættulegur keppinautur hinn- iar fjölsóttu og heimsþekktu Bivierustrandar og margt eiga Jpær sammerkt, en um fleira eru þær þó ólíkar. Strax og komið er til Triest —• landamæraborgarinnar — sem skilur Ítalíu og Júgóslavíu Jhefur ferðalangurinn á tilfinn- ingunn að landið' hafi breytt um svip. Og þannig er. það líka. .Landfræðilega á Dalmatíu- ströndin öll að tiLheyra sama landi, enda þótt hún breyti . nokkuð um svip því sunnar sem dregur. í Triest verður ströndin bégar sæbrött og þannig er hún alla Leið suður til Albaníu. En svipur strandarinnar tek- .ur þó sífelldum breytingum. Og merkiiegasta breytingin er í'ólgin í þvi að' þeim mun sunn- ar, sem dregur á ströndina verður Landið æ hrjóstugra, svo að þegar kemur suður að albönsku landamærunum er það naumast ánnað en ber- angursleg klappaklungur og : sförgrýtisurðir. Samt er þama jt-á foattnatíq eftir auðlindum landsins. Úr þessu varð Dalmatíuströndin að sannkölluðu þrætuepli milli ríkjanna, sem lágu að landinu að austan, norðan og vestan — þrætuepli, sem aldrei naut friðai- og aldrei fékk næði til að dafna eða þróast, Ýmist var landinu skipt í marga hluta, eða þá aó eitthvert erlent her- veldi réð yfir því öllu lengri eða skemmri tíma. Stundum voru það Feney.ingar, . stundr um Ungverjai’, jaínvel Frakkar, stundum voru það Tyrkir og síðást voru það Austurríkis- menn. Hverskonar ógæra sótti þessa þjóð heim, blóði hennar var úthellt miskunaxlaust, þorp breimd og heilar borgir lagðar í rúst, skógarnir ey ddir og :nikil’náttúriifegurð, því sj álf gróðurlendi breytt í auðn. strandlengjan er girt grózku- Landið stóð örfoka eftir. miklu gróðurkögri, sem er næstum einstætt í sinni röð. — Fyrir ofan það rísa sæbrattir, tindar, veðraðír ög- SVÍpmikHr og undarlegir í litum. Syðst við ströndina heita Svörtufjöll, en Svörtufjöil eru lögmálum háð hvað lit snertir líkt og geð- brigðaríkur maður varðandi lundarfar. Svörtufjöll eru ekki Morðin Eftír daga Napóleons ttjikla komst Dalmatíuströndin, ásamt mestiun hluta Júgóslavíu, und- ir austurrísk yfirráð og hélzt svo í heila öld, eða þar til í heimsstyrjöldinni fyrri. En vört nema stundum, en und- frelsisþrá rann í blóðí Þessarar arlegu dimm verða þau þegar ský dregur fyrir sólu eða undir sólsetur. En á sólbjörum degi myndi maður kalla þau Ljósu- fjöll eða Rjörtutinda og ekki getað hugsað sér annað nafn er betur ætti við. Grikkir og Rómverjar. Strandlengja Dalmatíustrand- arinnar er sem næst 2000 km. löng og á henni lifa um 800 þúsund íbúar, Er sögur hófust á þessuxn slóðum byggðu Illyríubúar Dalmatíuströndina, en svo nefndu Grikkir þá, sem byggðu Adriahafsströndina, norðan Grikklands. Illyríubúar þóttu herská þjóð, en þeir skiptust í smærri þjóðflokka. Einn þeirra nefndist Dalmatar og eftir hon- um heitir Dalmatíuströnd. Á' 9. öld fyrir Krist sóttu fönískir kaupmenn landið heim, en á 4. öld eftir Krist taka Grikkir að flytja þangað og myndu vafalítið hafa lagt land- ið undir sig, ef Rómverjar hefðu ekki stöðvað framrás þeirra og sjá-lfir sezt þar við völd. En R.ómVbl'jar sköpuðu þarna menningarríki með blómlegri verzlun, siglingum og öðrum arðbærum atvinnuvegum, er kom í stað menningarsnauðs hérríkis. Við þessa breytingu urðu íbúarnir vellauðugir og i ríki þeirra döfnuðu listir, fagr- ar menntir og vísindi. Ilúnar og Germanir. En hamingjúhjólið snerist áður en varði. Veldi Róm- verja hrundi og ágjöm og ó- fyrirleitin herveldi svo sem Húriar og Germanir sóttust undirokuðu þjóðar, oftar en einu sinni brauzt hún út í upp- reistum, en var jafnan kæfð með vopnavaldi í fæðingunni. En loks- skeði örlagaríkur at- burður í lítilli borg, sem heitir Sarajevo, einn fagran sumardag árið 1914. Blóðheitur Serbi, sem unni ættjörð sinni heitar eigin lífi, réðst að Ferdinand ríkis- arfa Austurríkis á brú einni í Sarajevo og skaut hann til bana. Þetta varð neistinn að héimsstyrjöldinni miklu og konungsblóðið sem þarna rann undanfari sameiningar Júgó- slavíu. íbúar Dalmatíustrandarinnar hafa löngum verið rómaðir fyr- ir glæsileik og hermennsku. Þeir voru taldir hávaxnari en aðrar þjóðir við Miðjarðarhaf og einhver mestu hraustmenni og hetjur í allri álfunni, er til bardaga og styrjalda dró á mið- öldunum. Þegar á tímum Rómaveldis voru Dalmatíu- menn rómaðir og eftirsóttir hermemi, og sjómenn voru þeir taldir yfirburða góðir. Þeir þykja í betra lagi gáfaðir, vizkufúsir og er létt um nám. Svo sem aðrir Suðurlándábúar gera þeir litlar kröfur tik lífs- þæginda, eru aftur á móti gestrisnír, riddaralegir í fram- komu og heiðarlegir, en sé gert á hluta þeirra eru þeir uppstökkir og heiftúðugir og, búa í senn yfir grimmd ög slægð. Landbúnaður er undirstaðan. Dalmatíubúar 1-ifa aðallega á landbúnaði og sjósókn, en nokkuð, einkum í, seinni tíð, á verzlun, iðnaði og ferðar mannastraumi. Sá litli jarð- j vegur sem þarna fyrir fínnft er frjór og í honum rækta íbúarnir hveiti, mais og bygg, ennfremur ávexti ýmiskonáf, etnkum þó vínvið, olíuvið og tóbak. Lítið er um nytjatré á þessum slóðum, en aftur .á móti mikið af lágvöxnum runnum og kjarri,. sem -til einskis er nýtt. Mikill hlutj íbúanna lifir á sauðfjár- og geitfjárrækt, en bæði kindunum og geitfénu er beitt miskunarlaust í skógana og' fyrir bragðið eru þeir illa farnir, þ. e. a. s. þær skógar- leifar, sem ekki var áður búið að höggva upp. Að nokkuru leyti lifa Dalma- tíubúar á fiskveiðum. Mest veiða þeir af sardínum, tún- fiski, smokkfiski og krabba. Há- karlar gera oft usla í veiðar- færum þeirra og er tilsvarandi vágestur og háhyrningurinn er í veiðarfærum reknetabátanna hér í Faxaflóa og við Suðurnes. I síðustu styrjöld var um 70% skipastóls landsins eyði- lagður, en siglingar hafa frá öndverðu og eru enn virkur þáttur í atvinnulífi Dalmatíu- manna. Fyrr á öldum voru þeir fræg siglingaþjóð, sem færði óhemju auð inn í landið og sér þess enn minjar, einkum í skrauthýsum og höllum, sem ejtir Þorsíein Jósepsson. Svipmy8t«IÍB‘ lir fes*d sndur fii Svartfsallalsntis. reistar hai’a verið af niiklum ibui’ði og sýnilegu ríkidæmi. ! Skrautlegir þjóðbúningar. I sambandi við iðnaö má geta i þess að í landinu eru töluverðar brúnkolanámur, þar eru mestu aiuminiumhráefni sem vitað er um á þessari jörð, þar eru sementsverksmiðj ur miklar, saltvinnsla og niðursuðuverk- smiðjur fyrir fiskafurðir. Loks ' ■er-u nokkur brögð að fram-‘ Virkisveggirnir í Dubrovnik. Svratf jallasonur. leiðslu og útflutningi á bygg- iugarsteini. Listiðnaður og heimilisiðnað- ur er á háu stigi. í gegnum yf- irráð margra og ólíkra þjóð- flokka hefur þjóðin einnig kynnzt mörgum ólíkum lista- stefnum og jafnan tileinkað sér úr þeim það sem henni ver að skapi og fannst falla í þann jarðveg sem fyrir hendi var. Þetta kemur ekki hvað sízt fram í skrauti þjóðbúninga þeirra og natni kvenfólksins við útsaum og hverskonar hannyrðir. Fer saman hjá því iðni, smekkvísi og listhneigð. Þá er útskurður karlmanna heimsþekkt fyrirbæri og fræg útflutningsvara. Svipuðu máli gegnir um silfursmíði, sem í mörgu minnir á víravirkið ís- lenzka. t>ans og söngur. f nánum tengslum við þjóð- oúnmga eru svo þjóðhættir msir og siðh-. En vegna þess ÍLve þjóðarbrotin eru mörg og renning þeirra í ýmsu ólík eru : jóðhættirnir að sjálfsögðu innig breytilegir eftir lands- hlutum og byggðarlögum. \nnars eru kirkjuhátíðir nokk- uð sameiginlegur fagnaður allra andsbúa, einkum hátíð eða mannfagnaður, sem nefnist zavjet“. Þar er mikið sungið, cft brennur haldnar og um ram allt eru þjóðdansar í há- vegum hafðir. Þessir dansar nefnast Kolo og eru hringdans- ar eða keðjudansar, þar sepx dansendur halda ýmist urn mittið hver á öðrum, eða þá um olnboga. Einn dansar fyrir qg stígur sá jafnan tvö skref áfram með hægra fæti á undan og eitt skref afturábak upp á vinstri fót. Fordaiisarinn er jafnframt forsöngvari en hópurinn tekur undir og stígur í takt við hl-jóð- fallið. Dansar þessir vara oft margar klukkustundir sam- fleytt og virðast þeir þá ærið tilbrey tingarsna uðir og ein- hliða. Serbinn hefur ríka tilfinn- ing'u fyrir ljóði og söng. yrkir mikið, syngur og leikur ósköp- in öll á hljóðfæTÍ. Fræg gru: —> | söngljóð Serbanna, þar sera hetjudáðir þjóðarinnnr gegn Hundtyrkjanum eru lofsttngn- ar. Hljóðfærið heitir gusl'a —• strengjahljóðfæri með 1—S hrosshársstrengjum, og' er þai5 hljóðfæri til á nær hverju 'býli í gervöHu landinu. Annað hljóð- færi er til, sem heitir sviraia; — einskonar reyrflauta — og sérsiakt og einstætt lýðveldi í það þriðja sem heitir vijalp, strén jah I jóðfæri méð þrern stréngjum, en tvö þau síðar- riefnd'j eru aðailega notuð xii undirleiks við þjóðdansaha — kolo. j Kjötið er j liátíóamati’.r. Fáíækt er mikil- meðal al- þýðu í landínu og þannig hefur það verið í margar aldir. A£ þessu leiðir og að Júgóslavinn gerir.ekki nriklar kröfur hvorki til húsnæðis né matar. Á sjálfri sjávarströndinni nærist fólkið að verulegu leyti á fiski, nýjum og reýktum, auk grænmetis. En þar sem fjær dregur strönd- inrii er meira borðað af land- búnaðarafurðum, einkum mais og brauðmat, auk mjólkur og grænmetis. Megnan óþef legg- ur af mörgum Júgóslava sök- um hvítlauksáts. Kjötmeti er nær eingöngu hátíðamatur og er þar fyrst að nefna glóðar- steikt lambakjöt, en svíankjöts er naumast neytt nema á jólum. Húsakostur hjá alþýðu manna er fátæklegur. Sum- staðar eru íbúðirnar og íbúðar- húsin aðeins óþiljaður geimur. Húsin oft hlaðin úr steini með stráþökum. Hlóðir eru á gólfi en rúm meðfram veggjum með hálmdýnum og ullarteppum og loks rekkjur fyrir húsráðendur. Gluggar eru yfirleitt litlir og gefa daufa glætu. Þannig er aðbúnaður þessa fátæka fólks hvað húsakost og mataræði snertir: „Bora“ og „scirocco“. Þegar ferðast er um Dalma- tíuströndina verður manni strax ljóst að ein höfuðat- vinnugreinin er sauðfjárrækt. Og þarna situr kvenfólkið á öllum aldri, kornungar telpur og fjörgamlar konur, yfir fjár- hjörðum, smáum eða stórum eftir því hvað til er á hverjum bæ. Ekki virtust hjarðkonurnar eiga sjö dagana sæla, en þær éru vanar við sult og seyru,. brennandi þorsta í hitaglóð sumarsins og nístandi kulda svalvindanna að vetrinum. Þarna geisa tveir höfuðvindar. Annar þeirra heitir „bora“, hinn „scirocco“. Bora er kaldur og þurr fjallvindur, sem stund-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.