Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 6
kunni að eiga búsettan í þeim sama
fjórðungi, sem hann nefndi í dóm
fyrir.
Áður en vorþingaskipulagið komst
á, skiftist landið í sveitir, með ákveðn-
um mörkum og var sveitarstjórnin í
höndum sveitarhöfðingja, er jafnframt
háðu dómþing, samhliða þeim dóm-
þingum, er landsmenn höfðu stofnað
með ráði sveitarhöfðingja hver á sín-
um stað. Af þessu stafar það, að til
eru í landinu nöfn á þingstöðum miklu
víðar en vorþing voru háð.
Með vorþingaskipulaginu breyttist
þetta þannig, að eftirleiðis skyldu ekki
aðrir nefna í dóm á þingum, eða stýra
sakferlum, heldur en alþingishöfðingj-
arnir, en ferill sakar var að mínu áliti
það, að höfðingjarnir háðu fjeránsdóm
og sáu um, að eigur sekra manna væru
gerðar upptækar.
Afleiðingin af samkvæðinu, sem
krafist var í lögrjettu, til þess að
nýmæli gæti orðið að lögum, var sú,
að fleiri eða færri höfðingjar höfðu
oft ýms áhugamál, er ekki varð fram-
gengt.
Á 10. öld var kristniboð rekið af
miklu kappi í Norðurálfunni, og
alls staðar þar, sem kristni komst á,
var hún lögboðin og allir urðu að láta
skírast. I>essi siður, að lögbjoða trú,
skoða jeg að verið hafi óþektur meðal
Ásatrúarmanna, eins og eðlilegt var,
þar sem guðimir voru margir, og einn
var vinur Þórs, annar blótaði Frey
o. s. frv.
Til þess að standa á móti kristn
inni og tryggja það, að Ásatrúin gæti
haldist óáreitt í landinu, mun það hafa
verið áhugamál margra manna, að
Ásatrúin væri lögboðin á sama hátt
og átti sjer stað um kristnina.
Þegar Þórður gellir kom fram með
tillögu sína um skipun fjórðungsdóma,
þótti öllum það hin mesta nauð-
syn. Munu þeir, sem lögfesta vildu
Ásatrúna, þá hafa notað tækifærið, og
sett það sem skilyrði fyrir samkvæði
sínu um fjórðungsdómana, að trúin
yrði jafnframt lögfest. Og það varð
með þeim hætti, að þrjú höfuðhof
skyldu vera í hverri vorþingssókn. —
Skyldu allir gjalda hoftoll, en Alþing-
ishöfðingjarnir, er til þess tíma höfðu
verið kallaðir landsmenn, varðveittu
hofin, og var því eftir það farið að
kalla þá goða og hofgoða og þeirra
tign og umdæmi, er áður hafði heitið
mannaforráð, goðorð.
Þegar vorþingin voru sett í lögum,
áttu goðarnir í hverju vorþingi að til-
kynna á næsta Alþingi vorþingsstað-
inn og nafn þingsins. En þegar til
framkvæmdanna kom, varð sá þrösk-
uldur á vegi, að Norðlendingar gátu
með engu móti komið þessu skipulagi
á hjá sjer, því að þeir, sem voru fyr-
ir vestan Skagafjörð, vildu ekki þang-
að sækja vorþing, og þeir, sem voru
fyrir norðan Eyjafjörð, vildu ekki
þangað sækja þing. — Norðlending-
ar fóru því fram á það að hafa vor-
þingin fjögur, og var það samþykt,
og goðum fjölgað þar um þrjá á þeim
grundvelli, að hin tólf goðorð Norð-
lendinga skyldu vera fjórðungi skerð
að Alþingisnefnu. Get jeg til, að þetta
hafi verið framkvæmt á þann hátt, að
vorþingin í Norðlendingafjórðungi
hafi skiftst á að taka þátt í dómnefn-
unni, þannig að eitt vorþing hafi ár-
lega setið hjá, eftir röð, er upphaf-
lega hafi verið ákveðin með hlutkesti.
Er þessir þrír goðar, sem bætt var
við í Norðlendingafjórðungi, fóru að
taka þátt í þingstörfum, gerðu þeir
kröfu til þess, að sitja í lögrjettu, sv(
að þeir þyrftu ekki að lúta lögum, er
samþykt kynnu að vera að öðrum kosti
gegn þeirra vilja. Var sú nauðsyn sam-
þykt með þeim hætti, að lögrjettuskip-
an skyldi jöfn úr öllum fjórðungum.
Fyrir hvert forráðsgoðorð innan hvers
vorþings í hinum fjórðungum lands-
ins sat því eftirleiðis einn maður í
lögrjettu til viðbótar hinum þremur
goðum vorþingsins. Forráðsgoðorð get
'jeg til að kallað hafi verið á hverj-
um tíma það goðorð, er forráðin hafði
um að skipa þennan viðbótarmann í
lögrjettuna. Ennfremur, að goðarnir í
hverju vorþingi hafi skiftst á að hafa
þessi forráð eftir röð, er upphaflega
hafi verið ákveðin með hlutkesti. Hinir
12 nýju lögrjettumenn fengu jafnframt
völd á lögbergsfundum um allsherjar-
málin, því að skerðingin á þátttöku
goðanna úr Norðlendingafjórðungi í
þinghaldinu var aðeins bundin við
dómnefnuna, og þau mál, er stóðu í
beinu sambandi við hana, eða lýsing-
ar saka og stefnur að lögbergi.
Er þessar breytingar voru komnar
á, voru svo fjórðungsþing sett, eitt
fyrir hvern fjórðung, með þeirri und-
antekning, að í Vestfirðingafjórðungi
virðast takmörk Þórsnessþings ekki
hafa fylgt fjórðungamörkum, eða ekki
hafa náð lengra en að Hvítá í Borg-
arfirði. Má ætla, að þetta hafi stafað
af fjandskap þeirra Tungu-Odds og
Þórðar geliis, og Tungu-Oddur hafi
ráðið því, að Borgfirðingar sæktu ekki
Þórsnessþing, og hafi það haldist síð-
an. —
1 sambandi við það, að vald sveitar-
höfðingja til að heyja dómþing var af-
numið með lögum Þórðar gellis, er
ekki ólíklegt, að sveitarstjórnartilhög-
unin í heild sinni hafi komið til um-
ræðu, og upp af því hafi sprottið
hreppaskipunin í landinu.
III.
KRISTNITAKAN.
Næsta stórbreyting á lögum lands-
ins varð með kristnitökunni.
Þrátt fyrir lögfestingu Ásatrúar
varð ekki spornað við kristniboðinu,
og hafa að sjálfsögðu þeir, er ljetu
skírast, neitað að gjalda hoftoll og
ekki tekið þátt í blótum. Þetta ástand,
að Ásatrúarlögunum var ekki hlýtt,
hefir leitt til virðingarleysis fyrir lög-
um alment, og mun þar meðal annars
vera að leita orsakanna til þess, að ætt-
ardeilurnar og vígaferlin í landinu
höfðu náð hámarki sínu í byrjun 11.
aldar.
Um trúarbrögð í landinu var svo
komið, að höfðingjamir og lands-
lýðurinn skiftist í tvo flokka, þegar
þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason
komu frá Noregi sumarið 1000 í trú-
boðserindum Ólafs konungs Tryggva-
sonar. — Neyttu þá hvorir tveggja,
kristnir menn og heiðnir, heimildar
innar til þess að segja sig úr lögum
hvorir við aðra, eins og áður er vikið *
að. Tóku kristnir menn Hall af Síðu
til þess að segja upp lög fyrir sig, en
Hallur fjekk Þorgeir Ljósvetningagoða,
sem þá var lögsögumaður, og Ásatrú-
ar, til þess að ráða fram úr málinu.
Þorgeir leysti þenna vanda með því
að sýna mönnum fram á, að friðinum
væri slitið, og stofnað væri til styrjald
ar í landinu, sem enginn gæti sjeð út
yfir, ef allir hefðu ekki ein lög.
Lausnin var merkileg. 1 fyrsta lagi
fjekk hann trúbræður sína til þess að
viðurkenna kristnina sem opinbera trú
í landinu, sem var óumflýjanlegt, sak-
ir ofstækis kristinna mapna um trú
arbrögðin og sambandsins við útlönd
í öðru lagi fjekk Þorgeir kristna
menn til þess að vera því sam-
þykka, að leynilega eða í heimahús-
um mættu menn blóta og dýrka þá
guði, er þeir vildu. Afleiðingin var
því sú, að þótt landið væri kristið út á
við, þá var inn á við fullkomið trúar-
bragðafrelsi og fjárframlög til trú-
arbragðaiðkana afnumin í lögum.
Kristnitökulög Þorgeirs sýna þann-
ig ekki aðeins, að hann hefir sjeð,
hversu óholt það væri þjóðinni, að hafa
lög, er riðu í bág við það, er fjöldi
manna í landinu taldi rjett vera, held-
ur einnig, að honum hefir verið það
vel ljóst, að það væri skylda hans sem
löggjafa, að finna ráð til þess að lög-
in um trúarbrögðin gætu ekki haldið
áfram að ala upp í mönnum óhlýðni
við allsherjarlög, eða með öðrum orð-
um endurvekja það ástand, að þess
væri vandlega gætt, að setja ekki önn-
ur lög en þau, er allir yrðu að viður-
kenna að væru rjettmæt og allir vildu
því' hlýða.
Þorgeir Ljósvetningagoði undirbjó
þannig jarðveginn fyrir eftirmann
sinn, Skafta Þóroddsson, um að koma
á friði í landinu og kepna mönnum að
virða lög og rjett. Þorgeir er því einn
af þeim afburðalöggjöfum þessa lands,
sem sjerstök ástæða er til að minnast
á þessu endnrminningaári þjóðarinnar.
IV.
FIMTARDÓMUR.
Af virðingarleysinu fyrir lögum
alment, sem áður er að vikið, hlautst
það, að umbætur Þórðar gellis urðu
ónógar til þess að tryggja málsúrslit,
þar til fimtardómur komst á.
Um stofnun hans vitum vjer ekki
annað en það, sem stendur í 97. kap.
Njáls sögu. Er hugmyndin þar eignuð
Njáli og talið, að hann hafi borið hana
fram í þeim tilgangi að útvega Hösk-
uldi fóstursyni sínum goðorð. Er ekk
ert því til fyrirstöðu, að það geti verið
rjett, því að eins og kunnugt er, er
það svo nú á dögum, að ýmsar stofn-
anir eru settar á fót til þess að geta
skipað ákveðna menn í embætti. Sama
er og að segja um aðferðina, sem sögu-
ritarinn segir, að Njáíl hafi beitt við
stofnun fimtardómsins: að ala á óá-
nægju manna með ástandið í landinu,
að það er hið sama bragð sem ein-
stakir- menn og flokkar beita enn í
dag, til þess að hafa sitt fram. Hvatir
Njáls voru persónulegar, eftir því sem
sagan hermir. En hann hefði vitanlega
engu gietað um þokað um þetta mál,
ef hann hefði ekki notið styrks höfð-
ingja til þess að koma því fram.
Eins og kunnugt er, hafði Skafti
Þóroddsson þá nýlega tekið lögsögu,
en um hans daga, segir Ari fróði, urðu
margir ríkismenn sekir og landflótta,
af ríkis sökum hans og landstjórn.
Jafnframt segir Ari, að Skafti hafi
sett fimtardómslög, eins og líka höf-
undur Njálu segir að hann hafi gert,
enda þótt hann eigni Njáli hugmynd-
ina.
Það er ljóst af frásögn Ara fróða,
að Skafti hefir sett sjer það mark að
ljetta ættardeilunum og vígaferlunum
af þjóðinni og koma lögum yfir landið.
Til þess að framkvæma það, hefir hann
orðið að skapa sjer þá aðstöðu, að
'hann gæti ráðið lögum og lofum
landinu. En eins og títt er um mikil-
hæfa og ráðríka menn, má gera ráð
fyrir því, að hann hafi átt ýmsa harð-
snúna mótstöðumenn meðal höfðingja
Jeg geng að því vísu, að hvatir hans
til þess að fylgja fram fimtardóms-
lögunum, hafi verið pólitískar, og ekki
aðeins miðað að því að tryggja máls-
úrslit fyrir dómi, heldur jafnframt
völd hans sjálfs í landinu. Þykir mjer
sýnt, að það hafi verið fyrir fram ráð-
ið, hverjir hinir nýju goðar skyldu
vera, sem skipaðir voru, og um þann
eina, sem vjer þekkjum af þeim, Hösk-
uld Hvítanesgoða, tekur Njálssaga af
öll tvímæli um það, að svo var. En um
Höskuld er það eftirtektarvert, að
sagan getur ekki um, að hann hafi
dregið sjer þingmenn undan öðrum
goðorðsmönnum í Rangárþingi en
þeim feðgum Valgarði og Merði. —
I sambandi við það, að ganga má að
því vísu, að hinir nýju goðar hafi átt
Skafta upphefð sína að þakka og ver-
ið hans menn, bendir þetta til þess,
að þeir hafi verið ráðnir í þeim á-
kveðna tilgangi, að veikja völd og
virðingar mótstöðumanna Skafta með
því að draga þingmenn frá þeim. —
Mætti geta þess til, að það hafi jafn-
framt verið undirmál, að þeir tæki
ekki við þingmönnum þeirra höfð-
ingja, er fylgdu Skafta að málum. —
Lof öll og úrskurðir lögmálsþrætu
hafði verið í höndum lögbergs, þar
sem rjeði afl atkvæða. En nú notaði
Skafti tækifærið til þess að gera breyt-
ingu á því. Um leið og Njáll, sem sjá
má að þá var lögrjettumaður fyrir for-
ráðsgoðorð úr Rangárþingi, bar fram
fimtardómslögin, Ijet Skafti hann einn
ig gera tillögu um það, að leggja
sýknuleyfi og sáttaleyfi til lögrjett-
unnar til þess með því að gera örðugra
fyrir en áður að fá þessi lof veitt.
Ennfremur að leggja úrskurð lög-
málsþrætu til lögrjettunnar með þeim
skildaga, að hvorir tveggja skyldu
vinna vjefangseið að sínu máli og
gera grein fyrir þvi á hverju þeir
bygðu álit sitt um það, hvað væri lög.
Eins og fimtardómujrinn miðuðu þess-
ar breytingar að því að tryggja
rjettarfarið, og gera ljettara fyrir að
koma lögum yfir landið.
Þessar tillögur allar, sem Bkafti
ljet Njál bera fram á þinginu, voru
þess eðlis, að allir sáu nauðsyn þeirra
umbóta, sem þær fóru fram á, og með
því að láta Njál, sem ekki var höfð-
ingi, bera þessar umbótatillögur fram,
kom Skafti í veg fyrir, að þetta vekti
tortrygni, og að mótstöðumenn hans
meðal höfðingjanna fengi grun um,
að annað og meira lægi á bak við en
aðeins umbæturnar á rjettarfarinu í
landinu.
Frásögn Njálu um breytíngamar
á lögrjettunni er ekki í samræmi við
lagaákvæði Grágásar, og sama er
einnig að selgja um frásögn hennar
um fimtardóminn. Stafar þetta af því,
að höfundur Njálu hefir sýnilega
verið ólögfróður, enda þótt hann hafi
haft ánægju af að segja frá málaferl-
um og málarekstri. En þetta kemur að
mínu áliti ekki að sök, því að jeg skoða,
að ákvæði Grágásar í þessum efnum
hafi að geyma þær tillögur, er Skafti
ljet Njál bera fram og samþyktar voru
á þinginu.
Þegar frá leið, voru ýms fleiri lof
smám saman lögð til lögrjettu, og vit-
um vjer um sum þeirra, að fyrir þau
varð að gjalda ákveðið gjald til lög-
rjettu. Má vel vera, að það hafi verið
algild regla að greiða ákveðin gjöld
fyrir öll alþingislof, og hafi afleiðing-
in af því að sýknuleyfi og sáttaleyfi
voru flutt yfir í lögrjettu, orðið sú, að
önnur fjármál ríkisins hafi þá einnig
verið lögð til hennar og alleherjarfjeð