Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 11
!<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><> <><><><><><><><><><><><>0<><><>0<>0<> <><><><><><> 0<><><><><><>0<><><><><><><><c><><><><><><><><>0<>0<0><><><><><>-c><>0<0><0l
Innritast hafa á árunum 1911-
1929:
Alls í guðfræðid. í læknad. í lagad. í heimsp.d.
505 101 185 137 82
en lokið prófi á sama tíma:
í forspj.vís.j 1 guðfræði í læknisfr. í lögfræði i isl. ir.
361 | 77 83 72 10
Eru það samtals 242 nemendur, sem
þegar hafa lokið fullnaðarprófi frá
einhverri deild háskólans. En um 120
umfram þá tölu, sem tekið hafa próf
í forspjallsvísindum. Af tölum þessum
er það ennfremur ljóst, að langflestir,
eða samtals 232 kandídatar, hafa tek-
ið fullnaðarpróf í einhverri af em-
bættadeildum háskólans og rekur þá
að þeirri spurningu, hvort tala em-
bættismannaefna sje ekki þegar, eftir
þau 18 ár, sem skólinn hefir starfað,
farin langt fram úr því, sem þarfir
þjóðfjelagsins krefjast.
STÚDENTAVIÐKOMAN
OG EMBÆTTISMANNAEFNIN.
Það er talið hæfilegt, að 1%0 (einn
af þúsundi) af fólksfjölda hverrar
þjóðar stundi háskólanám, en nú eru
þeir hjá oss orðnir 2 af þúsundi, eða
helmingi fleiri en hæfilegt þykir ann-
arsstaðar. Yfirleitt hefir þessi stú-
dentafjöldi dreift sjer þannig milli
háskólanna utanlands og innan síð-
ustu árin:
Lön d 1927-'28 1928-’29 1929-'30
Island 155 152 137
Danmörk 29 28 23
Þýskaland 10 19 28
Frakkland 9 8 5
Noregur 2 2 2
Svíþjóð 1 1 1
England 0 3 5
Bandar. og Canada .... 0 2 3
Önnur lönd . . 0 2 4
Samtals erlendis 51 65 71
Samtals heima og erlendis 206 217 208
B. M. Ólsen, fyrsti rektor Háskólans.
Hjer eru vantaldir tfrá síðasta ári
1 heima og 1 erl., svo að nú eru
þeir, sem stunda háskólanám, eða þess
ígildi, heima og erlendis, samtals
210, þar af 138 hjer við háskólann,
en 72 erlendis. Má því segja, að %
stundi nám hjer heima, en Y3 utan-
lands, og hefir því ekkert orðið úr
hrakspám þeim um andlega einangrun,
sem vart varð við stofnun háskól-
ans. Miklu fremur eru stúdentar nú
frekar en áður farnir að leita sjer
mentunar út um öll lönd og við hina
bestu háskóla. En það, sem vakið hef-
ir áhyggju og óhug háskólakennar
anna sjálfra, er aðstreymið hjer inn
anlands að embættadeildum háskól
ans.
Haustið 1928, þegar flest var í há
skólanum, tóku forsetar háskóladeild
anna sjer fyrir hendur að reikna út
hversu marga nemendur hver deild
háskólans þyrfti til þess að geta full
nægt kröfum þjóðfjelagsins til em
bættismannaefna, og varð niðurstað
an þessi:
í guðfræðideild 4 á ári eða 16 alls
í læknadeild 4 - — — 20 —
í lagadeild 3 - — — 15 —
í ísl. fræðum 1 þriðja hv.ár 2 —
Samtafs 12 á ári eða 53 alls
En það hið sama haust voru inn-
ritaðir:
I guðfræðideild 4 og þá alls í deildinni 29 nem.
í læknadeild 13------— - — 64 —
í lagadeild 12------— - — 41 —
í isl. fræðum 5------— - — 12 —
í heimspeki 4------— - — __4 —
Innritaðir 38, en alls i háskólann 150 nem.
Af þessu er það ljóst, að í háskól-
anum voru þá, eða öllu heldur í em-
bættadeildum hans, allt að því þrisvar
sinnum fleiri nemendur en þörf var
á og 5 bættutst þó við síðar á árinu.
Athugi menn sjerstaklega fjölsóttustu
deildirnar, læknadeild og lagadeild,
myndu þeir nemendur, sem þá voru
í læknadeild, nægja landinu í 16
ár, þótt enginn nýr nemandi hefði
bætst við; og með nemöndum þeim,
sem þá voru í lagadeild, hefði mátt
því sem næst tvískipa í öll bæj-
arfógeta- og sýslumannaembætti
landsins. Og ekki hefir batnað mikið
síðan; í læknadeild eru nú 68 nem-
endur -eða 4 fleiri en þá, en í laga-
deild 38 eða 3 færra, og alls í háskól-
anum nú 138 nemendur. Stúdentar,
sem eru við nám erlendis, eru orðnir
72 talsins. Ekki er nema gott, að stú
dentar vorir dreifi sjer sem víðast, ef
þeir aðeins geta klofið það. Því fleiru
kynnast þeir og því meira geta þeir
lært, se'm að gagni má verða heima
fyrir; og því fleiri og færari fulltrúa
og erindreka getum vjer síðar vænst
að eignast víðsvegar um heim, ef á
þarf að halda. Og enn hafa bæði
lækna- og lögfræðikandídatar getað
setst að í Reykjavík sem praktiser-
andi læknar og lögfræðingar. En að
því rekur þó, að fleiri komist ekki
fyrir, hvorki í embættum nje einka-
fyrirtækjum, og hvað er þá til úr
ræða?
NÝIR KVISTIR, NYIR FRJÓ-
ANGAR.
Það mætti nú ef til vill draga eitt-
hvað úr sjálfri stúdentaviðkomunni,
þótt það virðist næsta óeðlilegt; enda
litlar horfur á, að svo verði, úr því
að mentaskólarnir eru orðnir tveir í
landinu. Þá mætti og á einhvern hátt
takmarka aðganginn að embættadeild-
unum og mun það verða gert, ef til
vandræða horfir. Ákvæði eru þegar til
um það hjá einni deild, læknadeild-
inni. En Jang auðveldasta og sjálf-
sagðasta ráðið bæði til þess að draga
úr aðstreyminu að embættadeildunum
og til þess að gera háskólanámið sjálft
fjölþættara og landinu í alla staði
gagnlegra, væri þó það, sem þegar
vakti fyrir Jóni Sigurðssyni, að gera
háskólann að nokkurskonar þjóðskóla,
þar sem karlar og konur gætu numið
sem flest af því, sem komið gæti land-
inu og landsmönnum að haldi, ef það
befði ekki allt of mikinn kostnaðar-
auka í för með sjer.
Fyrir nokkruim árum stakk próf
Guðm. Hannesson upp á því, að stofn-
uð yrði landbúnaðardeild hjer við
háskólann, þar sem hafðar væru um
hönd jarðvegsrannsóknir, jarðyrkjutil-
raunir ýmiskonar, rannsóknir á ali-
dýrum og alidýrasjúkdómum og
ýmsu öðru, er að landbúnaði lýtur.
Samþykt var og á þinginu í fyrra að
stofna rannsóknarstofu í þarfir at-
vinnuveganna og gæti hún þá orðið
upphaf þessarar landbúnaðardeildar;
en sennil-ega mætti reka þessa deild
árs árlega fyrir þá fúlgu, sem hinir
mörgu og sennilega nokkuð misjöfnu
ráðunautar Búnaðarfjelagsins nú kosta.
Þá mætti innan læknadeildarinnar
stofna til kenslu bæði í tannlækning-
um og í lyfjafræði. Hafa þegar tveir
stúdentar tekið fyrri hluta próf í
lyfjafræði og má líta á það sem upp-
haf þeirrar fræðslu.
Þá hafa innan lagadeildar farið
fram námsskeið í bókfærslu, og ætti
það að geta orðið upphafið að tilsögn
í verslunar- og viðskiftafræði.
Loks hefir verið stungið upp á því,
að stofna til kennaranáms innan heim-
spekideildar, þar sem stúdentar gætu
numið uppeldisfræði og fengið til-
sögn í nýjum kensluaðferðum, svo að
þeir að lögum yrðu jafnhæfir og enda
fremri hverjum kennaraskóla kandi-
dat til forstöðu fyrir og kenslu í al-
þýðuskólum vorum. Og svona mætti
fleira telja.
En -ef framhald yrði á öllu þessu
og fleira bættist við, færi hugsjón
Jóns Sigurðssonar um þjóðskólann að
rætast .Háskólinn yrði þá miklum mun
fjölþættari en hann nú er, og hann
mundi koma þjóðinni að margvíslegra
gagni en áður, auk þess sem þetta
myndi draga stórlega úr aðstreyminu
að embættadeildunum.
Ekki myndi það heldur saka, þótt
kend yrðu heimsmálin þrjú, enska,
þýska og franska hjer við háskólann
og fengnir til þess erlendir sendikenn-
arar, sem jafnframt gætu komið mönn
um í nánari kynni við tungu, bók-
mentir og þjóðarhagi, hver sinnar þjóð-
ar. —
En auðvitað þarf til alls þessa bæði
aukið fje og starfskrafta og aukið hús-
rúm. —
NÝ HÁSKÓLABYGGING.
Húsnæðisvandræðin hafa á síðari
árum bagað háskólann einna mest. —
Skort hefir húsrúm bæði fyrir kensl-
una, rannsóknarstofur háskólans, bæk-
ur hans og vísindaleg áhöld, — að
jeg ekki nefni fyrirlestrasal fyrir
sæmilega fjölsótta fyrirlestra. En nú
er eins og eitthvað ætli úr þessu að
greiðast..
Núverandi landsstjóm hefir skilist,
að tvíbýlið milli Alþingis og háskólans
væri ekki æskilegt og að bæta þyrfti
úr húsnæðisvandræðum háskólans. —
Því lagði hún fyrir síðasta þing frv.
til laga um heimild til að byggja yfir
háskólann á næstu árum. Var þar lof-
lega á stað farið og giftusamlega
tókst borgarstjóra að greiða úr lóða-
vandræðunum bæði fyrir háskólann
og stúdentagarðinn með því að benda
á staðinn fyrir vestan tjarnarendánn
og alla leið suður með íþróttavelli. —
Þar gæti háskólinn fengið óslitið land
niður í Vatnsmýrina og svo mikið sem
þyrfti undir framtíðarstofnanir sínar,
en aðrir skólar óæðri risu þá á Skóla-
vörðuholtinu.
Frumvarpið dagaði uppi í þinginu.
En vonandi er, úr því svona fal-
lega var af stað farið, að framhald
verði á þessu, svo að háskólabygging-
in verði komin upp að einhverju eða
öllu leyti, á 25 ára afmæli háskólans
1936, og þá svo umbúið, að háskólinn
auk sinna fyrri námsgreina geti tekið
til óspiltra málanna bæði með land-
búnað, verslunarnám og kennaranám,
ef ekki líka siglingafræði og vjel-
• fræði. —
Þá og þá fyrst hefði hugsjón Jóns
Sigurðssonar rætst, að Háskóli Islands
yrði að nokkurskonar — þjóðskóla
Islendinga.
Óskum þess, að þetta megi verða,
og að orð skáildsins um hinn litla,
veika kvist megi rætast, að hann megi
dafna í skjóli þjóðrækninnar og vax-
andi skilnings á því, að ment er
máttur.
Jón Sigurðsson.
— 11