Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ Falkaorðan. I. Stórriddarakross. II. Riddarakross, framhlið. III. Riddarakross, bak- hlið. IV. Innsigli orðunnar. V. Band stórkrossriddara. VT. Stórkross-stjarna. VII. Brot a£ keðju stórmeistara, með stórriddarakrossi. Hin konunglega íslenska fálkaorða er stofnuð af konungi vorum Kristjáni X. hinn 3. júlí 1921, til þess að sæma með henni þá menn, innlenda og út- lenda, og þær konur, sem öðr- um fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðarirtnar. — Er konungur íslands stórmeistari orðunnar. Orðubræður skiftast í: Stórkrossriddara, Stórriddara og Riddara. Sameiginlegt merki orðunnar er gullrendur, innskorinn, hvít- steindur kross og almuhornin stýfð af inn á við. Framan á krossinum miðjum er gullrend- ur, blásteindur skjöldur og á honum silfurfálki, er lyftir vængjum tíl flugs. Aftan á krossinum miðjum er fanga- mark stofnandans með kórón- unni yfir, gylt á hvítu. Utan um fangamarkið blásteind, gullrend rönd og á hana letrað með gullnum stöfum: Fyrsti desem- ber 1918 (fullveldisdagurinn). j Krossinn ber kórónu konungs. — Krossar stórkrossriddara og stórriddara eru jafnstórir. Ridd- arakrossinn er minni — Band orðunnar er heiðblátt, en jaðar hvítur, með hárauðri rönd;band stórkrossriddara breiðast, en riddara mjóst. Stórkrossriddarar bera kross- inn á hægri mjöðm í bandinu um vinstri öxl. Stórriddarar bera hann í bandinu um háls- inn, en riddarar á brjóstinu vinstra megin. Stórkrossriddarar bera ennfremur á brjóstinu, vinstra megin, átthyrnda silfur- stjörnu og á henni krossmerk- ið, kórónulaust. Embættismenn kirkjunnar og vígðir kennarar í guðfræðideild Háskólans, sem eru stórkrossriddarar, bera krossinn, þegar þeir eru í ein- kennisbúningi kirkjunnar, í bandi um hálsinn. 1 innsigli orðunnar er stór- krossstjaman og letrað á það: Sigijlum ordinis regii Falconis Islandice. Á bandi fyrir ofan stjömuna standa einkunnarorð Jóns forseta Sigurðssonar: „Aldrei að víkja“. Fyrir n^San stjömuna: Christianus: X Fundator. Við hátíðleg tækifæri ber stórmeistarinn, auk stórkross- stj'öraunnar, merkið í gullnri keðju um hálsinn. Keðjan lið- ast í blásteinda skildi með silfr- uðum fálka og fangamark stofn- andans, Kristjáns konungs tí- unda, til skiftis. Uitar á Islanði. I rúmlega 1000 ár frá því að ísland bygðist var ekkert að- hafst til þess að leiðbeina skipum sem hingað sigldu, eða voru í förum með ströndum fram. Hafa siglingar til lands- ins þá verið ærið háskasamlegar meðan nóttin var dimm. Sigl- ingamennirnir höfðu ekkert til að fara eftir, hvorki vita nje önnur siglingamerki og ekki dugðu mælingar heldur, því að engin voru sjókortin. Gamlir menn muna það, er fyrstu sjó- kortin komu, og sumir þeirra hafa orðið svo frægir að „sigla' út úr kortinu“, eins og kallað var, þegar lengra var siglt en mælingar náðu með ströndum fram. Það eru rúm 50 ár síðan að byrjað var að kveikja á elsta vita Iandsins, Reykjanesvita (1. des. 1878). Var hann reistur á Valahnúk, skamt frá bjarg- brúninni. En bjargið eyddist smám saman og nú er sá viti horfinn, hruninn í sjó að mestu. Árið 1907 var reistur nýr viti innar á nesinu, á svokölluðu Bæjarfelli og stendur hann enn. Jafnframt var reistur annar lít- ill viti suður við sj'óinn á svo- kölluðu Skarfasetri. 1 mörg ár var Reykjanesviti eini vitinn á landinu. Næsta vit- ann ljet Otto Wathne kaup- maður á Seyðisfirði reisa á Dala tanga og fjekk til þess styrk hjá vitamálastjóm Dana. En sumarið 1897 var komið upp vitum á Garðskaga, Gróttu og í Skuggahverfi í Reykjavík. Ur því fara að koma fleiri og fleiri kröfur um nýja vita. Urðu þær svo margar að menn vissu ekki hvar skyldi byrja. Fje var af skornum skamti og þingmenn toguðust á um það, því að hver vildi færa sínu kjördæmi vita. Var því alt á ringulreið í vita- málunum, enda kom siglinga- fróðum mönnum ekki saman um það hvar vitar vsru nauðsyn- legastir. Á þinginu 1901 var í ráði að skipa milliþinganefnd til að athuga vitamálin, og koma með tillögur, ea úr því varð eigi. Sumarií 1902 voru þó reistir tveir nýir vkar, á Amaraesi við ísafjarðardjip og í Elliðaey á Breiðafirði. 1 lok nóvember 1904 var vita- málanefndin skipuð af flota- málastjóm Dana og voru í henni fjórir sjóliðsforingjar. — Skiluðu þeir áliti 8. mars 1905 og átti það að verða grundvöllur fyrir vitamálakerfi landsins. — Lagði nefndin til að reistir yrðu 7 vitar (þar af tveir landtöku- vitar), innsiglingarvitar við stærstu firðina og ýms siglinga- merki bæði á landi og sjó. Var nefndin andstæð því að hafa vita í Vestmannaeyjum, vegna þess hvað þar væri skerjótt í kring, en það varð nú fyrsta verk þingsins 1905 í þessum málum, að veita 15 þús. kr.-til Vestmannaeyjavita. Var hann reistur á Stórhöfða 1906. Árið 1908 var reistur viti á Dalatanga og Siglunesi. (Tíu árum seinna var þokulúðri bætt á Dalatangavitann, vegna þess hve þokusamt er þar. Er stund- um kafúðaþoka 3—4 dægur samfleytt svo að ekki sjer til vitans). Veru nú kojnnir vi“ar í alla landsfjórðunga og frá 1. janúar 1909 var farið að heimta vitagjald af hverju skipi, sem tók höfn hjer á landi. Frá 1. jan. 1910 var svo umsjá með vitum og allar framkvæmdir falið sjerstökum vitamálastjóra Á því ári var fyrsti gasvitinn bygður á Dyrhólaey, og síðan hefir þessi vitategund verið mik- ið notuð hjer, e'ins og erlendis. Þegar vitarnir stækkuðu var farið að nota sólloku. Er hún þannig gerð, að hún lokar fyrir gasptrauminn þegar birtir og op ast aftur þegar dimmir. — Stærstu vitatækin, sem sett hafa verið upp hjer eru á Dyrhól- um. Er Ijósmagn þess vita á við 330.000 kertaljós. Vitakerfi landsins hefir mynd ast á seinustu 20 árum. Þegar 50 ár voru liðin frá því að fyrsti vitinn tók til starfa, var hjer 51 viti, 1 radioviti, 1 þokulúðurs- viti, 1 ljós og hljóðdufl og nokk- uð af dagmerkjum á landi og þar að auki 35 hafnar- og leið- arljós. Verður ekki annað sagt en vel hafi verið unnið, og má nú telja vitakerfi Islands all- sæmilegt, því að svo má að orði kveða, að vitamir myndi óslit- inn ljóshring umhverfis landið. Að vísu stöndum vjer helstu menningarþjóðum enn að baki í þessum efnum, en þess ber að gæta, að þær byrjuðu á vita- kerfum sínum fyrir 400 ámm eða meira. Það er líka ólíku saman að jafna auðlegð þeirra og fólksfjölda, og fátæktinni og fámenninu hjer. En þegar litið er á fólksfjölda mun engin þjóð Hestauíg. Það ber til nýlundu á Alþingishátíðinni, að í sambandi við kappreiðarnar í Bolabás, verður þar hestavíg. Verður þar att þremur hestum, er vænlegir þykja. Langt er nú síðan, að slík skemtun var höfð á mannamótum hjer á landi, en í fornsögum er hennar getið, og má sjá á frá- sögnunum, að það hefir þótt góð skemtun, þótt sturidum yrði af deilur og víg. í Njálu er sagt frá því, er þeir öttu hestum sín-um Gunnar að Hlíðarenda og synir Starkaðar undan Þríhyrningi. Sú frásögn er á þessa leið: — Nú ríða menn til bestavígB, ok er þar koirnt fjölmonni mikit. Var þaar önnnarr ok braiðr hana ok Sigfússsynir, Njáll ok synir hans allir. par var kom- inn Starkaðr ok synir hans, Egill (ór Sandgili) ok hans synir. peir raeddu tii Gunnars at þeir myndi saman ieiða hrossin. Gunnarr svaraíi, at þat vœri vel. .... Síðan váru hrossin saman leid<L Gunnarr bjó sig at keyra, enn Skarp- héðinn leiddi fram hestinn. Gunnarr var í rauðum kyrtli og hafði digrt sUfr- belti um sik ok hestastaf mikinn í hendi. Síðan rennast at heetarnir ok bítast lengi svá at ekki þurfti á at taka, ok var þat hit mesta gaman. pá báru þerrr saman ráð sitt, porgeirr ok Kolr, at þeir myndi hrinda hesti sínum, þá er á rynnisk hestamir, ok vita, ef Gunnarr felli fyrrr. Nú rennaak á hestamir, ok hlaupa þeir porgeirr og Kolr þegar á lend hesti sínum og hrinda sem þeir mega. Gunnarr hrindr nú ok sínum heeti f móti —• ok rerðr þar skjótr atburðr, sá, at þeir porgeirr féllu báðir á bak aftr ok hestrinn á þá ofan. (8já framar Njálssbgu 59. kap.). Myndin hjer að ofan sýnir hvemig menn hafa hugsað sjer hestavíg þetta. Eru menn þar vopnaðir gaddastöfum til að keyra hestana með. En slíkt mun ekki við haft nú, heldur hestarnir látnir bíta eins og þeir hafa djörfung til, óneyddir. hafa velt þyngra hlassi í vita- málum heldur en íslendingar. Strönd landsins er löng, vog- skorin og hættuleg, en íbúar landsins ekki fleiri en í einni götu í stórborgum ytra. Sumir halda, að þjóðin sjálf hafi ekki unnið neitt stórvirki, vegna þess, að mestan hluta vitakostnaðar- ins hafi skip greitt með vita- gjöldum. En þeir gá ekki að því, að vitagjöldin leggjast á vörurnar sem skipin flytja, og þjóðin verður þannig sjálf að greiða þau. Sumir munu spyrja hve lang- an tíma og mikið fje þurfi til þess að vitakerfið verði svo full- komið, sem kostur er. Það á langt í land, því að segja má, að altaf sje ástæða til áð bæta við, gera endurbætur á vitum og auka ljósmagn þeirra. Nýjar aðferðir, ný og betri tæki koma líka fram á hverju ári 0g það verður að taka upp. Allar end_ urbætur, sem gerðar eru á þessu sviði og miða að því &ð gera siglingar ömggari og tryggja líf sjómannanna, verðum vjer að taka upp jafnóðum, eftir því sem föng em á. Vjer lifum á umbyltingaöld. — Framfarira- ar eru orínar svo stórstígar, að merkileg uppgötvun, sem gerð er í ár, verður máske orðin úr- elt að ári. Og hver veit nema það vitafyrirkomulag, eem nú er, verði orðið úrelt eftir nokk- ur ar og alt aðrar 0g örugg- ari ráðstafanir verði þá gerð- ar til þess að leiðbeina skipum? — 44 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.