Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 49
^ooooo<xkxxxx>ooooooo<i>ooí>oooooooooooooooo< MORGUNBLAÐIÐ oó<xxxx^c«>c><><><><><>o<x><>ö<c>o<><xxxxxxxxxx><><xxx> > Togarafjelagið Geir & Th. Thorsteinsson R e y k j a v í k. Geir Thorsteinsson. Togarasameignarfjelagið Geir & Th. Thorsteins- son, Reykjavík, var stofnað árið 1919 af Th. Thorst insson, kaupmanni, og syni hans Geir Thor- steinsson, er hefir verið freimkvæmdastjóri fjelagsins frá byrjun þess. Fjelagið fekk fyrsta togara sinn nýsmíðaðan frá Englandi árið 1920, og á það nú tvo togara, »Karlsefni« og »Braga«. Th. Thorsteinsson, er andaðist árið 1924, byrjaði hjer verslun sína og skipaútgerð 1896, í fyrstu með þilskipum, sem hann brátt fjölgaði, en síðar, ásamt öðrum, með togurum. Árið 1899 byrjaði Th. Thorsteinsson fiski- verkun á fiskverkunar- stöðinni á Kirkjusandi, og er það fyrsta ný- tízku stöðin semkomið var á fót hjer í Rvík., og er hún enn með afkastamestu stöðvum hjer og er nú starfrækt af ofannefndu togara- fjelagi. Nokkiir fiskhúsanna á Kirkjusandi. Togarinn Bragi kemur isaður og fullhlaðinn til Reykjavikur á vetrarvertið. Stálkur að fiskþvotti á Kirkjusandi. REYKJAVÍKUR APÓTEK. Afgreiðslusalurinn í ReyJcjavíkur Apóteki. Saga þessa fyrirtækis er eldri en nokkurrar unnarar stofnunar, er við verslun er riðin á íslandi nú, enda hefir hún algera sjerstöðu. Lyfjaverslun er svo nátengd læknastarfseminni, að eins má telja lyfjabúðirnar til heiibrigðisstofnana eins og við- skiftaf yrirtæk j a. 1 upphafi var líka Jæssi starfsemi í höndum landlæknis hjer á landi. Bjarhi Pálsson var skip- aður landlæknir og jafnframt gert að skyldu að reka lyfjabúð á heimili sínu, gegn nokkurri þókn- un. Þetta var árið 1760. Sat Bjarni í Nesi við Sel- tjörn og hjelt lyfjabúðina nærfelt tíu ár, en þá tók við henni Björn Jónsson, aðstoðarmaður hans. Yar þetta eina lyfjabúðin á landinu i þá daga og hafði einkarjett á allri meðalasölu. Björn vildi fá 3eyfi til að flytja apótekið til Reykjavíkur, en var neitað um. Dó hann árið 1799, en næstur tók við Magnús Ormsson, en hjelt því aðeins tvö ár. Guðbrandur Vigfússon tók við apótekinu 1801 ■og á því sama ári fjekst leyfi til að flytja það til Reykjavíkur. En þó sat Guðbrandur kyr í Nesi alla sína tíð, til 1822, enda var hann orðinn heima- vanur þar, því hann hafði verið við lyfjastörf í Nesi frá árinu 1788. Eftir dauða hans tók Qddur Thor- arensen við lyfjabúðinni (1823) og er hann hafði rekið hana tíu ár í Nesi, fluttist hann til Reykja- víkur og bygði húáið við Austurvöll, þar sem apótek- ið hefir verið síðan, þangað til það fluttist í Póst- hússtræti í febrúar s. 1. ^ Oddur átti apótekið aðeins skamma stund, því 1836 seldi hann það J. G. Möller, og fluttist til Akureyrar. Hefst nú danska tímabilið í sögu lyfjabúðarinnar og stendur í 83 ár, eða til ársins 1919, að núverandi eig- andi hennar, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, kaup- ir af P. 0. Christensen lyfsala. Á þessu tímabili voru lyfsalar þessir: J. G. Möller 1836—50, Randrup lyf- sali 1850—77, Kruger 1877—90, E. H. Tvede 1890— —98, Olesen 1898—99, Michael Lund 1899—1911 og P. O. Christensen 1911—19. Sagt er, að þegar Qddur Thorarensen, sem var hinn fyrsti lyfsali, sem rak fyrirtækið sem eigin eign, seldi Möller, hafi hann tekið 80 dali fyrir lyfsölu- leyfið, en húseignina seldi hann á 10.000 dali. Árið 1877 var lyfjabúðin (húseign og rjettindi) seld á 50.000 kr., 1890 á 85 þús. kr., 1898 á 115 þús. kr., ári seinna á 120 þús. kr. og 1911 á 180 þús. kr., en nú síðast á 300 þús. kr. Stærsta stökkið í sögu þessarar gömlu stofnunar var það, er það flutti yfir Austurvöll inn í hjarta bæjarins, þar sem það er nú. Þorst. Scheving Thor- steinsson keypti hið mikla stórhýsi á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis í fyrra og hefir lát- — 49 — ið breyta því neðan úr grunni og upp í mæni. Mest kveður þó að breytingunni á stofuhæð, þar sem nú er lyfjabúðin sjálf. Er tilhögun hennar eftir nýjustu tísku og einkum lögð stund á að haga geymslustöðum þannig, að alt það sem grípa þarf til sje sem næst hendinni. Enda er skúffufjöldinn ótrúlega mikill á ekki stærra svæði en hjer er um að ræða. I herbergjunum bak við lyfjasöluna eru stofur lyfjafræðinganna, en annars vegar inn- göngudyranna er sjerstök deild fyrir hjúkrunar- vörur allar og hreinlætisvörur þær, sem lyfjabúð- ir selja. Frágangur allur á hinni nýju lyfjabúð er með afbrigðum smekklegur, og mun hún búa lengi að þeirri gerð, sem hún hefir fengið nú á hátíðar- árinu. Á efri hæðum hússins voru áður skrifstofur kaupsýslumanna. En í fyrra tók bæjarstjórn Reykjavíkur alla fyrstu hæðina á leigu og er þar rúm fyrir skrifstofur bæjarins flestar. Á næstu hæð fyrir ofan er meðal annars Röntgenstofan og lækningastofur ýmsra lækna og hefir lyfta húss- ins verið höfð svo stór, að hún rúmar sjúklinga á sjúkrabörum, og eru það ómetanleg þægindi. Með Reykjavíkur Apóteki og íslenskri verslun yf- irleitt eru mörg skyldJeikamerki. Á sama hátt og ís- lensk verslunarstjett hefir fært verslunarmál í betra horf en áður var, svo hefir og hinn fyrsti íslenski eigandi Reykjavikur Apóteks síðan 1823 komið því í algert nýtískuhorf og sett það á besta stað borgar- innar. En hinsvegar segir þroski Reykjavíkur Apó- teks líka aðra sögu, sem veit að læknisskipuninni í landinu. Meðalanotkun vex með fjölgun lækna og fullkomnun læknisvísindanna og lyfsöluleyfið var metið þusund sinnum hærra 1919 en 1836.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.