Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 30
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO MOROUNBLAÐIÐ
gegnum dönsku stjórnina eða
danska menn. Sjálfir hafa Is-
lendingar varla komið þar
nærri; þetta hefir verið gert
fyrir þá, jafnvel stundum án
vilja þeirra og vitundar. Þess
vegna hafa þeir ekki lært þá
mikilsverðu list, að semja. Þetta
veldur því, að við höfum gerst
einrænir, óþýðir í viðskiftum,
eða látið á okkur ganga, þegar
til samninga hefir komið. Við
eigum enga „diplomata" eða
veraldarmenn, jafnvel ekki sjer-
fræðinga, sem vjer getum treyst
í samningamálum við útlend-
inga. Þetta er ef til vill einhver
sú íhugaverðasta hlið sjálfstæð-
ismálsins meðal þjóðarinnar. En
hjer skal ekki frekar farið út í
það, því að rúmið leyfir það
ekki. Jeg held í rauninni að
þjóðin, eða sumir leiðtogar
hennar skilji ekki til fullnustu
þýðingu sambandsins við aðrar
þjóðir, eða afleiðingarnar af því
og mikilvægi þess fyrir fram-
tíð, framfarir og frelsi þjóðar-
innar. Og þetta skilningsleysi
mun aðallega stafa af reynslu-
leysi og einveru þjóðarinnar um
liðnar aldir.
Það er þannig sjálfsagt ein-
vefan, sem hefir átt drjúgan
þátt í því að skapa sum eftir-
tektarverðustu einkenni íslensku
þjóðarinnar. Sum þessara ein-
kenna eru í sjálfu sjer góð, og
mættu Vel haldast við líði; önn-
ur eru hins vegar þess konar,
að þau geta orðið þjóðinni að
falli, sje ekki sjeð við þeim eða
þau löguð. Þótt lega landsins
sje hin sama sem fyr, þá er
staða þjóðarinnar í heiminum
orðin alt önnur en hún var á
liðnum öldum. Það er vert að
minnast þessa og athuga það
núna á þessu minningaári. Is-
lendingar hafa átt lítið saman
við aðrar þjóðir að sælda, af-
skektir og einangraðir eins og
þeir hingað til hafa verið; en
fjarlægðin er okkur ekki lengur
hvorki sú vernd nje sá þránd-
ur í götu, sem hún hefir ver-
ið. Nú er þjóðin komin í svo
náið samband við umheiminn,
að hún getur ekki slitið sig úr
því jafnvel þó hún vildi. Nú
fyrst-verður þjóðin að koma
fram sem heild gagnvart öðr-
um, og framtíð hennar er kom-
in undir því, hvernig henni
tekst það, ekki sí'st í fjármálum.
Líkam5menning
íslenöinga.
Eftir Ben. S. UJaage, forseta í. 5. í.
Ben. G. Waage.
1 fyrstu hafa menn að sjálf-
sögðu hjer á landi eins og al-
staðar annars staðar, iðkað lík-
amsíþróttir til sjálfsvarnar. Þá
rjeði hnefarjetturinn lögum og
lofum, og úrslitum deilumál
anna lauk oftast þannig, að sá,
sem var sterkari í bardaganum,
^igraði. — Það var ekki fyr en
iöngu síðar, að menn komast
að raun um, að líkamsíþróttir
eru einn merkasti þáttur upp-
eldismálanna, sem nauðsynlegt
er að leggja sem mesta áherslu
á, landsmönnum til gagns og
farsældar.
En þótt fþróttir hafi verið
iðkaðir hjer, meir og minna frá
landnámstíð, er það ekki fyr en
1828, að tillaga kemur fram um
það, að kenna fimleika við
Eessastaðaskóla. Tillögumaður-
mn var hinn mikli framfara-
maður Baldvin Einarsson. En
áheyrn fjekk umbótatillagan
litla hjá forráðamönnunum. Það
er ekki fyr en Jón Sigurðsson
forseti birtir sínar skólatillög-
ur (1842 og síðar 1849), að
menn fara að rakna við og veita
athygli nytsemi líkamsmentun-
ar. Hann vildi taka upp íþrótta-
kenslu í Latínuskólanum, og
segir meðal annars Reykja-
vík vera „allhentugan stað til
æfinga íþróttum“, af ýmsum á-
stæðum, og þá ekki síst vegna
fjölmennis. Var þá á dagskrá
flutningur Bessastaðaskóla. Þá
vildi Jón Sigurðsson og láta
kenna við skóla: glímur, skot-
fimi og sund „og alt það, er
stælir menn, veitir krafta og
I liðleik“. En þó að þessi merk-
asti og mesti umbótamaður
landsins frá landnámstíð ætti í
4ilut og benti á nauðsyn íþrótta-
kenslu við aðalskóla landsins,
þá var það ekki fyr en árið
1858, að fyrst er byrjað á fim-
leikakenslu við Mentaskólann í
Reykjavík. — Svo áttu þessar
umbótatillögur Jóns Sigurðsson-
ar og Fjölnismanna (t. d. um
sundkenslu) erfitt. uppdráttar,
að nú, tæpri öld síðar, er að
koma í ljós ávöxturinn af starfi
þessara þjóðræknu ágætis-
manna.
íslenska glíman er þjóðar-
íþrótt vor íslendinga. Hún hefir
verið iðkuð hjer á landi frá því
sögur hófust. Islenska glíman er
mjög frábrugðin öðrum glímu-
tegundum, sem kunnar eru og
iðkaðar um allan hinn mentaða
heim, eins og t. d. grísk-róm-
verskri glímu, fjölbragðaglímu
og japanskri glímu. Þykir kunn-
■ ugum íslenska glíman bera mjög
af þessum glímutegundum, sem
pú hafa verið nefndar, enda er
íslenska glíman talin drengileg-
asta glíman sem iðkuð er, og feg-
ursta íþróttin, sem fundin hefir
verið meðal germanskra þjóða.
íslenska glíman er fimleika-
raun tveggja manna. Brögðin
eru mörg og margvísleg. Sókn
og vörn skiftast á, og eru brögð-
in gerð með fótunum, samanb. r
leggjarbragð, krókur, krækja,
klofbragð o. s. frv. Og er glímu-
listin aðallega fólgin í því, að
koma keppinaut sínum af fótum,
svo að hann: liggi. En það er
talið fall (bylta), þegar glímu-
maður nemur við jörðu, á milli
hnjes og alnboga. Komi glímu-
maður fyrir sig hendi eða fæti,
falli t. d. aðeins á hnje, þá er
það eigi talin bylta. En falli báð-
ir glímumennirnir jafnsnemma
til jarðar, heitir það bræðra-
bylta, og er talið jafntefli.
Engar tvær glímur eru alveg
eins glímdar, þó brögð og varn-
ir sjeu hin sömu. Og fyrirfram
veit mótherji það aldrei, hvaða
bragði hann verður beittur. Þar
kemur fram snilli glímumanns-
ins. Þar verður hugur og hönd
að starfa saman; en það er hið
dásamlega við glímuna.
Glíman hefir verið gimsteinn
okkar um aldaraðir, sem við höf-
um verið að hreinsa og fága til
þessa dags. Hún hefir verið eina
líkamsíþróttin, sem þjóðin hefir
glatt sig við í þrengingum sín-
um, og það mun ekki of sagt, að
glíman hafi aukið drengskap,
kjark og kraft þjóðarinnar, þeg-
ar mest á reið. — Og er þess að
vænta, að glíman eigi enn eftir
að gera garðinn frægan, eins og
aðrar líkamsíþróttir.
Um síðustu aldamót, fyrir og
eftir, eru stofnuð sjerstök fje-
lög víðsvegar um land til efling-
ar líkamsíþróttum. Á stefnuskrá
þessara íþróttafjelaga eru með-
al annars glímur, sund, fimleik-
ar, knattspyrna, skotfimi, skauta-
og skíðafarir, og síðar einmenn-
ings útiíþróttir o. fl.
Samstarf meðal þessara
íþróttafjelaga var lítið, nema
þá helst hjer í -höfuðstaðnum,
og um það leyti sem Iþrótta-
völlurinn var stofnaður (12./9.
1910) og starfræktur. Það er
ekki fyr en með stofnun Iþrótta-
sambands Islands (I. S. I.), 28.,
janúar 1912, að skipulegt sam-
starf allra íþróttamanna lands-
ins hefst. Þó voru þau ekki
nema níu, fjelögin, er stofnuðu
I. S. I. — og með því markmiði:
að auka fjelögunum afl og sam-
tök, með því að þau lúti öll einni
yfirstjórn og hlíti allsherjar-
reglum; að vera fulltrúi Islands
um öll íþróttamál gagnvart öðr-
um þjóðum; að styðja af megni
íþróttir og fimleika, er horfa til
eflingar líkamlegri og andlegri
orku hinnar íslensku þjóðar. —
Nú eru sambandsfjelög I. S. 1.
110 að tölu, en æfifjelagar 80.
Eitt af fyrstu störfum I. S. I.
var að semja íþróttareglur, og
setja ýms ákvæði um leikmót og
kappleika, sem allir íþróttamenn
innan Sambandsins eru skyldir
að fara eftir. Þá voru og gefin
út ýmiskonar íþróttarit og bæk-
ur, og eru merkastar: Glímu-
bókin, Sundbókin, Knattspyrnu-
Sundskáli Svarfdælinga.
Sundlaugin í Reykjavík.
Sólbaðsskýli hjá sundlauginni í Reykjavik.
fþróttahús Knattspyrnufjelags Reykjavíkur.
Fimleikahús íþróttafjelags Reykjavikur.
oo<x