Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 43
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooomorgunblaðið
in. Það hafa að vísu tvö fjelög
sótt um sjerleyfi síðan og fengið
heimild þingsins, en þau hafa
ekki komið af stað neinum fram-
kvæmdum, hafa skort til þess
fjármagn.
í allri þessari viðleitni til
virkjunar á stóránum voru hug-
myndirnar um hagnýtingu vatns-
aflsins mjög á reiki. Því var
haldið fram, að ef vatnsaflið
fengist virkjað, kæmi iðnaður-
inn svo að segja af sjálfu sjer
á eftir, til þess að hagnýta aflið
og jafnframt mundi almenningur
geta fengið nóg rafmagn til af-
nota mjög fyrirhafnarlítið og
mjög ódýrt. Hvorugt þessara at-
riða eru nærri sanni. Iðnaðin-
um hefir aldrei orðið skotaskuld
úr því að útvega sjer rekstrar-
afl, hvar sem hann hefir risið
upp. Ódýrt vatnsafl er að vísu
ágætt skilyrði fyrir iðnaðinn, en
ekki nema eitt af mörgum, og
oft á tíðum ekki það mikilvæg-
asta.
Um hitt atriðið má segja, að
veitukostnaður rafmagnsins get-
ur verið tvöfalt dýrari eða meira
en virkjunarkostnaðurinn í afl-
stöðinni, svo að langt er frá því,
að almenningur geti fengið raf-
magn úr stórum aflstöðvum fyr-
irhafnarlítið.
Hjer á landi þyrfti ekki
aðeins að sækja alt fjármagn
til útlanda, heldur og alla
kunnáttu og starfskrafta til iðn-
aðarins einnig. Var því ekki nein
furða þótt þessum þætti fossa-
málanna lyki að þessu sinni eins
og raun er á orðin án annara
framkvæmda, en þeirra aðgerða
Alþingis, að setja áðurnefnd lög,
og bera þau eðlilega ýms merki
þess, að óljósar hugmyndir um
stóriðnað hafi komið þeim af
stað.
Jafnframt þessari hlið máls-
ins, sem hefir reynst með öllu ó-
viðráðanleg, byrja ýms kauptún
að hugsa um að virk'ja nálægar
smáár til almennrar notkunar,
hvert í sínu umdæmi. Fyrstur er
Hafnarf jörður. Þar gekst Jó-
bannes Reykdal trjesmiður fyrir
því árið 1902 að setja upp vatns-
aflsstöð við Hafnarfjarðarlæk.
Hafði hún 16 kw. afl út úr stöð-
inni og starfaði á vetrum í 25
ár, en þá var hún orðin ónóg af
þvj að bærinn hafi vaxið tölu-
vert á þessum tíma, en aukning
á afli erfið.
Það var ekki fyr en 10 árum
síðar, að næsta stöð var reist
á Eskifirði, en úr því rekur hver
stöðin aðra með stuttu millibili
Árið 1915 setur Alþingi lög
um rafmagnsveitur, er miðaðar
voru við innlenda þörf og aðal-
lega ætlaðar til þess að tryggja
sveitastjórnum forgangsrjett til
hagnýtingar á vatnsafli til al-
menningsþarfa og þar með að
hindra það, að fossakaupin gerðu
sveitafjelögunum mein.
Þessi lög voru numin úr gildi
í vatnalögunum, án þess þó að
vatnalögin tækju upp öll ákvæði
þeirra.
Sökum þess voru lögin um raf-
orkuvirki sett 1926 til þess að
fylla skarðið aftur.
Stöðvar með 50—60 watta afli
á mann, má telja nægilegar til
lýsingar og smávjelareksturs ef
afiið er trygt. Sje aflið fyrir neð-
an 30 wött, er ekki hægt að hafa
fullkomna lýsingu, enda hefir
orðið, t. d. á Siglufirði, að setja
upp olíuvjel, til aðstoðar.
Tií þess að fullnægja suðu-
markaðinum einnig, þarf um 150
watta afl á mann til jafnaðar.
Eru það aðeins Bíldudals og
Reyðarfjarðarstöðin, sem hafa
svo mikið afl.
Bíldudalsstöðin er eina stöðin,
er hefir suðutaxta sem aðal-
taxta í gjaldskrá sinni. (Gjald-
skrá frá 1919, 1. árskw. kostar
235 kr., 2 árskw. 435 kr). Reyð-
arfjarðarstöðin er lang aflmesta
stöðin og á að geta selt einnig
til allverulegrar hitunar. —
Gjaldskrá hennar er enn ekki
tt.
Allar hinar stöðvarnar hafa
starfað nokkuð mörg ár, og eru
yfirleitt orðnar of litlar, bæði
af því að kauptúnin eru í vexti
og svo af hinu, að notkunin og
kröfurnar vaxa til aukins raf-
magns.
Olíuaflsstöðvarnar í þeim
kauptúnum, sem hafa ekki vatns-
afl, eru tiltölulega enn aflminni.
Það er því greinilegt að á næstu
árum stendur fyrir dyrum auJcn-
ing allflestra núverandi raf-
stöðva í kauptúnum landsins.
1 kauptúnum þeim og kaup-
stöðum, sem hafa rafmagn, er
samtals 52.000 íbúar í árslok
1928 eða helmingur allra lands-
manna.
í sveitum hafa verið reistar
nokkrar smástöðvar, flestar fyr-
ir einstaka bæi, fáeinar fyrir
tvo eða þrjá bæi saman. Flestar
þessara stöðva eru vatnsafls-
stöðvar, margar fremur ófull-
komnar, en flestar tiltölulega
aflmiklar. Fyrsta stöðin mun
vera sú, er reist var á Bíldsfelli
í Grafningi nokkru eftir alda-
mót. Var hún eingöngu til ljósa,
Fyrir eitthvað átta árum var
hún aukin og endurbætt og hef-
ir nú afl til eldunar einnig.
Næstu stöðvar komu ekki fyr en
mörgum árum seinna og yfirleitt
tók stöðvum þessum ekki að
fjölga fyr en á síðustu árum. —
Munu þær nú vera um 100 alls
og mun þá láta nærri að 1000
manns í sveitum njóti þeirra.
Þótt .stöðvar þessar sjeu yfir-
leitt aflmiklar, svo að ekki mun
þurfa að bæta þær að því leyti,
munu þær þó ekki vera til fram-
búðar, margar hverjar. Hefir
verið lagt mjög kapp á að gera
þær ódýrar, en þá minna hugs-
að um endingu þeirra. Þar sem
einnig kröfurnar vaxa stöðugt til
þess að rafmagnið sje trygt og
að spennan haldist ávalt rétt, er
ekki að efa, að þessar stöðvar
þurfi einnig umbóta á næstu ár-
um.
2. VATNSAFLIÐ Á ÍSLANDI.
Það hafa fáar athuganir ver-
ið gerðar á vatnsrensli ánna
hjer á landi, miðað við það, sem
sjálfsagt er talið í öðrum lönd-
um, þar sem tekið er að nota
vatnsafl. Allar vatnsaflsstöðv-
ar, sem hingað til hafa verið
settar upp eða áætlaðar hjer,
hafa haft sáralitlar og sumar
engar vatnsmælingar á að
byggja; er þá ekki nema eðli-
legt, að misjafnlega hafi tekist
til um þær. Erlendis þykir sjálf-
sagt, að ríkisstjórnin láti mæla
og birta skýrslur um vatnsrensli
ánna líkt og veðurskýrslur eru
birtar. Hjer á landi mun að til-
hlutun ríkisstjómarinnar vera
gerðar vatnshæðarathuganir í'
eitthvað 18 ám, einu sinni til
tvisvar í viku, en engar renslis-
mælingar.
Það, sem menn vita um vatns-
aflið á íslandi,. er því bygt á
strjálum mælingum vegna fyr-
irhugaðra virkjana og áætlun-
um að öðru leyti.
Þegar fossanefndin starfaði
árin 1917—19, gerði hún (Jón
Þorláksson) tilraun til þess að
reikna út vatnsaflið á öllu
landinu. Komst hún að þeirri
niðurstöðu, að það mundi vera
samtals 4 miljónir hestafla, et
talið yrði virkjanlegt nú á dög-
um. Þessi tala er miðuð við árs-
meðalrensli ánna.
Síðan hafa verið gerðar á-
ætlanir um virkjun nokkurra
fallvatna og vatnsmælingar á
nokkrum stöðvum, sem starfað
hafa síðan. En þær upplýsing-
ar, er við það hafa fengist,
breyta í engu þessari áætlun og
verður því hér gengið út frá
henni um hestaflatöluna.
Yatnsáfli landsins má skifta
í 3 flokka. Fyrsti flokkur er
stórárnar. þær, er nokkurt fall
hafa, en þær eru þessar:
Þjórsá með Tungná, meðal-
hestaflatala, 940,000.
Hvítá, Ölfusá, með Sogi o. f 1.,
600,000.
Jökulsá á jFjöllum, 380,000.
Laxá úr Mývatni, 100,000.
Skjálfandafljót, 200,000.
Lagarfljót, 12,000.
Mjólkurár o. fl. í Arnarfirði,
35,000.
Samtals 2,267,000 hestöfl.
Úrkomusvæði þessara áa er
um i/g hluti alls landsins. Þess-
ar ár eru vel fallnar til hagnýt-
ingar við stóriðnað. Er hjer
sunnanlands, á tiltölulega litlu
svæði, hægt að fá 1,5 milj. hest-
afla, í Þingeyjarsýslu % milj.
hestafla, en rúmar 2 milj. hest-
afla í öllu landinu, sem ekki
er sjáanlegt að unt sje að hag-
nýta á annan hátt en til stór-
iðnaðar.
Þó eru einstaka fossar í þess-
um ám, sem er vel hugsanlegt
að virkja út af fyrir sig til al-
menningsnotkunar, svo sem Efra
Fall í Sogi, Goðafoss o. fl.
Annar flokkurinn eru miðl-
ungsár, eitthvað um 60 að tölu,
er hafa 1—10 þúsund hestöfl í
einstöku auðvirkjanlegum foss-
um eða flúðum, sumar marga
staði, hvern upp af öðrum, er
virkja má smám saman. Sam-
tals er hestaflatala þessara áa á-
ætluð liðug 1 milj. Þetta er^sá
flokkur fallvatna, sem viðráð-
anlegastur er til virkjunar til
almenningsþarfa víðsvegar á
landinu, þegar um samveitur
er að ræða.
í þessuni’ flokki má nefna t.
d. sunnanlands: Rangárnar
Eystri og Ytri, Elliðaárnar,
Botnsá í Hvalfirði, Andakílsá
og norðanlands: Fnjóská, Glerá,
Fljótaá, Svartá í Skagafirði o.
m. fl. —
I þriðja flokki eru allar smá-
ár og lækir um land alt. Er á-
ætlað, að virkjanlegt sje af
þessu tæp 1 milj. hestafla. I
þessum flokki eru flestar þær
ár, sem teknar hafa verið til
virkjunar hingað til. Fyrir af-
skekt kauptún eða einstaka bæi,
þar sem samvirkjun verður ekki
við komið, eru þessar ár víða
vel lagaðar til virkjunar, til þess
að fullnægja rafmagnsnotkun al-
mennings í umhverfinu, og
margar helst til smáar.
Þessi vatnsföll eru svo víða,
að engin leið er að virkja þau
öll fyrir kostnaðar sakir, enda
alveg óþarfi, af því að í stórum
landshlutum er auðsjeð, að ó-
dýrara verður að taka eitt
vatnsafl úr 2. flokki og veita
rafmagni í samveitur frá því
milli bæja og kauptúna, heldur
en reisa einkastöðvar við hverja
bæjará eða læk. Sumsstaðar eru
þó staðhættir þannig, að sam-
veitu verður ekki við komið, og
þar eru einkastöðvarnar nauð-
synlegar. Vatnsaflið er svo víða
og svo mikið handa okkur —
við erum vatnsaflsauðugasta
land jarðarinnar að tiltölu við
fólksfjölda (40 hestöfl á mann)
— að hagnýting vatnsins ætti að I
vera auðveld.
3. RAFMAGNSNOTKUN.
HORFUR.
Rafmagnsveita, er nær til
nokkuð margra rafmagnsnot-
enda, þarf að hafa 200—250
watta afl á mann, til þess að
geta f u 1 1 n æ g t þeim mark-
aði, sem telja má að þegar
sje fyrir hendi. Þessi markaður
erK lýsing, suða, nokkur hitun
og ýmiskonar vjelarekstur iðn-
aéarmanna og annara atvinnu-
vega landsmanna. Til þess að
vera til frambúðar, þarf að vera
hægt að auka aflið um jafn-
mikið, upp í 400—500 wött, og
er þó ekki komið að því marki,
sem fyrirsjáanlegt er að raf-
magnsnotkun muni geta komist
upp í eftir fáa áratugi.
Það er því ekki nema eðlilegt
að Alþingi hafi sjeð nauðsyn
þessa máls, enda hefir það legið
fyrir á tveim síðustu þingum.
Málið hefir þó ekki verið rætt
þar rækilega, en segja má, að
tvö aðalatriði þess hafi þó kom-
ið skýrt fram. Hið fyrra er, að
til þess að rafveitur um sveitir
geti orðið nægilega aflmiklar og
fjárhagslega tryggar, þurfi þær
nokkurs styrks. Ilitt atriðið er,
að nauðsynlegt sje að virkjan-
irnar og veiturnar verði þannig
gerðar, að ódýrasta og hagan-
legasta tilhögunin fáist í hverj-
um landshluta. Eins og áður
var minst á, er vatnsaflið til
hvarvetna, en ekki víst, að næsti
lækur sje ávalt bestur.
Þingið hefir í þessu máli ein-
göngu haft rafveitur í sveitum
í huga. En nú er full þörf að
sjá kauptúnunum einnig fyrir
auknu rafmagni, og reynslan
hefir sýnt, að kauptúnarafveit-
urnar geta borgað sig vel fjár-
hagslega. Liggur því mjög nærri
að taka málið upp á víðtækara
grundvelli og sameina kaup-
túna rafveiturnar og sveita raf-
veiturnar að minsta kosti að
því er aflstöðvarnar snertir, al-
staðar þar sem hægt er. Á þann
hátt má án efa ná betri fjár-
hagsafkomu þessara fyrirtækja
en ella. Sje þetta gert, má ó-
hætt fullyrða, að styrkurinn til
sveita rafveitnanna verður ekki
það mikill, að hann reynist ekki
vel kleifur úr ríkissjóði fyrir
veitur um mikinn hluta lands-
ins, jafnvel þótt lagningu veit-
nanna væri hraðað-nokkuð.
Það hefir í umræðunum um
þessi mál á 2 síðustu þingum
oft verið nefnd ágiskuð upphæð
70 milj. króna, er rafveita ís-
lands mundi kosta. Þessi upp-
hæð hefir þótt, sem von er til,
svo há, að hún mun heldur
hafa dregið úr mönnum kjark-
inn. En þessi upphæð út af fyr-
ir sig er villandi á þessu stigi
málsins, þótt hún kunni að verða
nærri lagi. Bæði er í þessari
upphæð talið með verðmæti
aHra raftækja og innanhúss-
lagna notenda rafmagnsins, en
sá kostnaður kemur fjárhagsaf-
komu sjálfra rafmagnsveitnanna
ekki við. Hann hafa notendurn-
ir ávalt greitt af tekjum sínum
undir eins og þeir hafa átt kost
á að fá rafmagnið. Og sömuleið-
is er ekki um það að ræða, að
leggja út í rafveitu íslands í
einu taki, heldur að byrja á að
ve?ta rafmagni um tiltækileg-
ustu sveitirrar.
Það lætur því miklu nær að
áætla kostnaðinn þannig, að
varið sje í nýjar aflstöðvar og
veitur um 1 miljón króna ár-
lega til jafnaðar (Reykjavík
undanskilin) í svo sem tvo ára-
tugi.. Á rúmum áratug má þá
hæglega ná þjettbýlustu hlutum
Suðurlandsundirlendisins og
Borgarfjarðarundirlendisins, og
auk þess Eyjafirði, Skagafirði,
hlutum af Þingeyjarsýslum og
Húnavatnssýslu og væntanlega
fleirum. Þessir landshlutar hafa
70% allra íbúa landsins, og má
það teljast góð útkoma, ef þetta
tækist á rúmum 10 árum.
Til samanburðar má geta þess
að sem stendur er það einmitt
70% íbúa Noregs, er hafa að-
gang að rafmagni, og hefir ó-
víða verið lagt eins mikið k:app
á að koma veitunum um allar
trissur eins og þar. Byrjaði sú
hreyfing fyrir 14—15 árum síð-
an. Um þessar mundir er árleg
aukning þar um 0,5% íbúanna,
er bætast við í tölu rafmagns-
notendanná. Gengur því hreyf-
ingin hægt nú orðið. enda eru
ekki nema erfiðustu landshlut-
arnir eftir.
Það er vonandi, að þinginu
auðnist að koma góðu skipulagi
á þetta mál, ekki aðeins um
hentugar samveitur um stóra
landshluta, þar sem samveitum
verður við komið, heldur um
fjárhagshliðina einnig. Þá kom-
ast þessi mál af þeirri byrj-
unarbraut, sem þau hafa verið
á nú, þar sem kauptúnin eru
hjálparlítið og af veikum
mætti að sjá sjálfum sjer far-
borða og leysa úr brýnustu þörf-
inni til rafmagns, inn á nýja
braut, þar sem bæði kauptún og
sveitir geta fengið ríflegt afl
til afnota á miklu margvíslegri
hátt, en hingað til hefir tekist.
— 43 —