Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 35
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOMORGUNBLAÐIÐ oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo lögin, Leikreglur og Heilsufræði íþróttamanna. Bendir þetta á, að í. S. 1. hafi fljótt sjeð, að ekkert er eins nauðsynlegt, til útbreiðslu líkamsíþrótta og skilnings á Sigurður Grímsson Thorarensen „glímukóngur“ íslands. þeim málum í okkar strjálbygða landi,. en útgáfa góðra íþrótta- rita. — Þessari bókaútgáfu Sambandsins hefir verið misjafn. lega vel tekið, og virðist mega draga þá ályktun af því, að al- menningur hefir eigi enn áttað sig fullkomlega á þroskagildi lík- amsíþrótta fyrir þjóðina. Mikið hefir þó áunnist á síðustu árum. Með stofnun íþróttafjelaganna hefjast íþróttirnar aftur til vegs og virðingar. Flestir geta nú numið þá íþrótt, sem þeir hafa mestan hug á að iðka; — og eru íþróttirnar þannig að verða al- menningseign. Það sem skólana hefir vantað í þessum efnum, sækja menn nú til íþróttafjelag- anna, því þau hafa á stefnuskrá sinni flestar þær íþróttagreinir, sem iðkaðar eru meðal siðaðra ])jóða. — Hjer í höfuðstaðnum eru íþróttafjelögin að sjálfsögðu fjölmennust og öflugust; og eiga nú tvö þeirra (I. R. og K. R.) sín eigin íþrójitahús. Kemur það sjer vel, því tilfinnanlegur skort- ur hefir verið hjer á Ieikskálum til þessa. Það er eins og kaup- staðastjórnirnar hafi til skamms tíma, eigi gert ráð fyrir, að æskulýðurinn þyrfti á leikvöllum og leikskálum að halda. — En þegar íþróttafjelögin koma til sögunnar, er farið að hugsa rneira um þessi menningarmál- efni. Fyrst framan af var róð- urinn að vísu erfiður, en nú er þó svo langt komið, að skipulags- nefndin hefir tekið þessi leik- vallarmál til athugunar; og má nú fastlega gera ráð fyrir því, að hverjum kaupstað, sem skipu- lagður er, verði ætlað sjerstakt svæði fyrir leikvang. En til þess að bestu og hentugustu svæðin sjeu valin í byrjun, verða í- þróttafjelögin að vera á varð- bergi, því erfiðar er að bæta úr síðar, þegar byggingar aukast í kaupstöðunum. Eitt af þeim málum, sem 1. S. I. hefir alla tíð látið sig mjög miklu skifta, er bygging sund- hallar í Reykjavík. Um síðustu áramót var byrjað á bygging- unni, og þó að íþróttamenn sjeu ekki að öllu leyti ánægðir með framkvæmd þessa máls, t. d. um stærð sundþrónna, Þá eru þeir ekki í vafa um það, að við erum hjer á rjettri leið, og að sund- höllin muni í framtíðinni verða til ómetanlegs gagns til eflingar sundment landsmanna. En þar sem sundkunnátta færist mjög í vöxt, einkum hjer í höfuðstaðn- um, verður fljótlega að búa til stóra útilaug í sambandi við sundhöllina, fyrir alla sundfæra menn og konur. Þessi útilaug mætti ekki vera minni en t. d. 50 stikur á lengd, svo að menn gætu óhindrað haldið áfram að þroska sig í þessari hollu og nyt- sömu íþrött. Og það má gera ráð fyrir, að sundmenn vorir vildu eitthvað á sig leggja, til þess að greiða götu þessa menn- mgarmáls, sem mun auka meira hreinlæti og hreysti en nokkur önnur ein íþróttagrein. Þá hefir í. S. 1. beitt sjer fyrir stofnun og starfrækslu sundskál- ans í Örfirisey. Þar hafa þeir, sem ekki hafa getað komist fyrir í sundlaugunum, haldið sundiðk- Magnús Guðbjörnsson Mara þonhlaupari. unum áfram á sumrum án nokk- urs endurgjalds. í fáum íþróttagreinum á seinni árum hafa verið framin stærri afrek, en í sundi; má þar fyrst nefna Drangeyjarsund Erlings Pálssonar, Viðeyjarsund Ástu J óhannesardóttur, auk þeirra sem synt hafa frá Engey til lands. Þá hafa margir menn hlotið sundþrautarmerki 1 .S. 1. i'yrir að synda 1000 stikur í svölum sjó, undir ákveðnum lág- markstíma, sem er 26 mín. fyrir karla og 30 mín. fyrir konur. Þá sýnir og , sundmetaskráin framfarir afreksmanna vorra í sundi, þó betur muni verða síð- ar, þegar fullkomin sundhöll og sundskáli (sjóskáli) er fengin. Til þess að greiða götu íþrótta- hreyfingarinnar hefir I. S. I. stofnað íþróttaráð á Akureyri, tsafirði og Vestmannaeyj um; en knattspyrnuráð í Reykjavík. — A.uk þess hefir sambandið haldið tvö íþróttanámskeið, sem hafa verið fjölsótt og gert ótvírætt gagn, einkum út um land, þar sem ekki hefir verið völ á íþrótta kennurum. Eins og gefur að skilja, hefir I. S. 1. átt frumkvæði að ýms- um nytsemdarmálum íþróta- manna, má þar meðal annars minna á hinn óvinsæla íþrótta- skatt, sem í. S. t. kvað niður. Var þó áður búið að halda fjöl- mennan fund um málið, og sam- þykkja tillögu, sem ekki náði til- gangi sínum. Margir veglegir verðlauna- gripir eru í höndum I. S. í., eins og t. d. íslandsbeltið (Glímu- belti í. S. I.), Sundbikar tslands, Farandbikar I. S. í., Fimleika- Um alla þessa verðlaunagripi bikar Oslo Turnforening o. fl. ður 1. S. 1. að sjá, að kept sje um árlega. Og eiga sum þessi mót sjer langa og merkilega sögu, eins og t. d. Islandsglím- an, sem þreytt verður nú í tutt- ugasta skiftið á Þingvöllum. — Það yrði of langt mál að fara að rekja hjer alla starfsemi 1. S. 1. frá því fyrsta, en geta skal þó þess, að mikill styrkur hefir það verið starfsemi t. S. í., að hátt- virt Alþingi hefir hin síðari árin styrkt það með fjárframlagi. Eru Sambandinu nú veittar á fjár- lögunum 6000 kr. Því er ekki að leyna, að t. S. t. og flest öll iþróttafjelögin eru fátæk að fje, en þau munu þó halda áfram að rjetta landsmönnum „örvandi hönd“, í þessu þýðingarmikla starfi fyrir æskulýðinn. Að sjálfsögðu er of fljótt, að kveða upp dóm um starfsemi t. S. I. þessi 18 ár, sem það hefir starfað; því sambandið á mest alt starf sitt framundan. Og mörg af þeim menningarmálum, sem í. S. I. beitir sjer fyrir, eru enn á uppsiglingu, eins og t.d. að stofnaður verði fullgildur íþróttaskóli í höfuðstaðnum. En það er eitt af merkustu málunum :m bíður úrlausnar. Það er alt of dýrt fyrir þjóðina, að láta í- ’rróttamenn sína sigla til ann- ra landa, til þess að ganga úr ugga um, hvort þeir sjeu hæfir íþróttakennarar. Um það ætti að vera hægt að dæma í landinu sjálfu, með þeim kenslukröftum -,em ijyrir eru. Jón Ingi Guðmundsson ,,sundkóngur“ íslands. Hjer í höfuðstaðnum má kenna allar þær líkamsíþróttir, sem eru á stefnskrá t. S. 1., og sumar þeirra með tiltölulega litlum kostnaði. — Mestir erfiðleikar mundu máske verða á því að kenna skautahlaup, meðan eng- in er skautahöllin; þó hefir R.- víkur tjörn oft komið að góðum notum, þegar veðráttan hefir leyft. — En til fjallanna mundu menn leita með skíðaiðkanir, eins og áður ,sbr. skíðaferðir Skíða- fjelags Rvíkur í vetur). Hvað væri eðlilegra en að aðal- íþróttaskóli landsins væri í höf- uðstaðnum. Þar er mest kennara- val, sæmilegur leikvangur, rúm- góð íþróttahús, sundhöll í smíð- um, sundskáli, róðrabátar til af- nota o. s. frv. í einu orði sagt: Fjölbreytt íþróttalíf. — Þar sem kennaraefnin geta fengið full- kominn undirbúning undir starf- ið. Meðal þeirra hollu strauma, sem borist hafa um landið frá höfuðstaðnum, er hin skipulags- bundna íþróttahreyfing. — Með henni hafa íþróttamenn sýnt mik- inn skilning og þroska, og er von- andi að þeir skipi sjer ávalt, sem best um 1. S. t. og áhugamál þess. enda er það vissasti vegurinn til framkvæmda þessum menningar- málum. — Og þá má gera ráð rir að íþróttamönnum , vorum vaxi svo ásmegin að þeir geti varpað því frægðarorði á tsland og íslendinga, sem vjer allir ósk- um og vonum, og jafnvel verð- ur að telja nauðsynlegt sjálf- stæðri þjóð. r Póstrek5tur á Islanöi. Eftir 6uðmunð Guðmundur Bergsson. tsland hefir alt frá land- námstíð verið ver sett, að því er samgöngur snertir, en nokk- urt annað land í Norðurálfunni. Veldur því bæði lega landsins og strjálbygð þess. Lahdið á auðvitað einnig sinn þátt í þessu: Fjöll og firðir, vatnsföll,- víð- áttumikil öræfi, sandar, hraun og jöklar, — alt hefir þetta lagst á eitt til að einangra þjóð- inni og sundra henni. Hjer í landi hefjast ekki skipulags- bundin póststörf fyr en þúsund árum eftir landnám, — eða með öðrum orðum mörg hundr- uð árum síðar en hjá öðrum menningarþjóðum álfunnar. 26. febrúar árið 1872 er fyrst gefin út: „Tilskipun um póst- mál“ á Islandi. Alt þangað til var hjer ekki um neinar reglu- bundnar póstferðir að ræða. — Bæði hið opinbera og einstakl- ingar urðu áður að annast sjálf- ir öll brjefaskifti sín í milli og bera allan kostnað af því. Hið opinbera sendi venjulega áreið- anlegan mann með sinn póst, en einstaklingar notuðu sjer venjulega tækifærisferðir og gat þá komið fyrir að brjefin yrðu nokkuð lengi á leiðinni, — jafn- vel svo árum skifti. Kom þetta ekki af óskilvísi fólksins, heldur af of-mikilli skilvísi þess, ef svo mætti að orði kveða. Orsökin var þessi: Árni var beðinn fyr- ir brjef til Bjarna á Leiti, en sjálfur átti hann ekki erindi svo langt og bað því húsráðanda á son fyru. póstmeistara. næsta bæ að koma brjefinu á- leiðis með fyrstu ferð. Nú fjell engin ferð strax, og brjefið var lagt inn í bók, svo að það ekki volaðist, — en bókin var lögð á afvikinn stað, til þess að óvitar ekki næðu í brjefið. Þrátt fyrir alla varúð og skilsemi viðkom- enda, kom það fyrir, að þetta vel geymda brjef kæmi ekki til viðtakanda fyr en eftir þ r j ú ár: Bókin hafði ekki verið opn- uð allan þann tíma, — en brjef- ið var sem nýtt, að útliti til. Annað einkennilegt fyrir- komulag á þessu sviði skal hjer getið um, það voru hin svonefndu þingboð, sem sýslumenn sendu um alla sýsluna einu sinni á ári. Þeim var komið áleiðis þannig, að hver húsráðandi var skyldur til að flytja það tafarlaust til næsta bæjar án nokkurs endurgjalds. Var þessi skipun hins opinbera upphaflega svo ströng, að dauðarefsing var viðlögð, ef út- af var bfugðið. Til að vara bú- ♦ endur við vanrækslu í tjeðu efni, var exi látin fylgja þing- boðinu og hjelst sú venja fram yfir miðja seinustu öld, í af- skektustu sveitum landsins. Þá var þó öxin orðin aðeins lítil eftirlíking og það úr trje. — Muna þetta margir núlifandi menn, sem komnir eru á efri ár.---------- Svona var sem sagt póstferð- um farið hjer alt fram um 1870. Þá fór fyrst að komast skriður á þetta nauðsynjamál og upp úr þeirri hreyfingu varð áður nefnd Tilskipun um póst- mál til. Vitanlega náði hún ekki lengra en það, að geta kallast aðeins lítill vísir til fullkominn- ar póstrækslu, — eins og ágrip það sýnir, er birt er hjer með, sem sýnishorn af póstrekstri hjer í landi, frá 1872 og til 1926, — lengra ná þær skýrsl- ur ei. Þegar fastar póstferðir hófust hjer 1872, voru sama sem engir reglulegir vegir til og allar ár óbrúaðar. — Vegirnir voru að mestu aðeins troðning- ar, fjárslóðir og hestagötur. — Þar sem umferðin var mest voru þessir svo nefndu þjóðvegir ruddir á vorin og verstu torfær- urnar brúaðar, að nafninu til. Skipaferðir umhverfis landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.