Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ooooo<xxxxxx>oooooooooooooooooooooooooooo
Þegar teknar verða hjer upp
almennar, nákvæmar hagfræði-
legar athuganir á búrekstri
manna, liggur beint við að stíga
það skref, sem ekki verður um-
flúið, að athuga gaumgæfilega
hvaða sveitir lands vors sjeu í
reyndinni bestar til búsældar á
hinni upprennandi jarðræktar-
öld, og hvaða afskektar sveitir
sjeu betur til þess fallnar, að
vera notaðar sem beitilönd ein-
vörðungu. Dreifibygð landsins er
víða úrelt jafnskjótt og jarð-
ræktin er komin í viðunandi horf.
Hún er til þess eins, að gera
mönnum óeðlilega erfiðleika.
Kveinstafir manna yfir því,
að afdalir leggist í eyði, og fólk
flýi fjallakot, eru algjörlega ó-
rjettmætir, og bera vott um lít-
inn skilning á kröfum og stefnu
tímanna.
• Eins og borgir sem ört vaxa,
þurfa á skipulagi að halda, sem
farið er eftir um langa framtíð,
eins þarf sem fyrst að gera sjer
grein fyrir, hvernig bygð sveit-
anna verði sem best fyrir komið
í framtíðinni, hvar leggja skuli
mesta stund á stofnun nýbýla
og með hverjum hætti, og hvai
sje minna um vert þó bygð
þverri. Jafnframt þarf að gera
sjer grein fyrir því, hvernig bú-
skapnum sje b st hagað í sveit
hverri, hvar leggja eigi mesta
stund á mjólkurafurðir til út-
flutnings, og hvar og hvernig
kjötframleiðslan eigi að vera að-
al tekjugreinin.
I allri forgöngu búnaðarmál-
anna verða menn að hafa það
hugfast, að þjóðin hefir að
mestu fram til þessa alið hjer
aldur sinn, án þess að leggja
hönd á plóg. Að búskapur
landsmanna hefir verið ránbú-
skapur. Að bændur hafa mann
fram af manni nytkað jarðir
sínar án verulegrar ræktunar.
Að menning íslenskra sveita
hefir engin jarðræktarmenning
verið. Að hin íslenska bænda-
menning hefir frá fornu fari
verið á þeim villigötum, að hún
hefir alið upp þann hug, að
,,bókvit“, þekking, „verði ekki
látin í askana“, komi bóndanum
ekki að notum í atvinnurekstri
hans.
Forgöngumenn íslenskra bún-
aðarmála verða á næstu árum
að sameina jarðræktarmenn-
ingu við ísl. sveitamenningu,
gera jarðræktarstörfin, nýyrkj-
una, að órjúfanlegum þætti í
lífi hvers bónda. Og þeir verða
að fá- í þjónustu sína íslenska
vísindamenn, sem alúð leggja
við að rannsaka skilyrði og
framfaramöguleika ísl. land-
búnaðar. Með aðstoð vísinda-
legrar sjerþekkingar geta ísl.
bændur lært að notfæra sjer
gæði lands síns til fulls. Með
vísindalega sjerþekkingu sjer við
hlið, nema þeir landið að nýju.
Filþing hið forna
og íslensk menning.
Eftir Sigurö Horöal prófessor.
Þegar þess er gætt, að flest-
allir meiri háttar menn þjóðar-
innar og auk þess fjöldi annara
manna, oft svo að þúsundum
hefir skipt, riðu til Alþingis á
hverju sumri, og sumir þeirra
voru alt að sex vikum í ferðinni
(„úr Fljótsdal eru 17 dagleiðir
á Þingvöll“, segir í Hrafnkels
sögu), — þá liggur í augum
uppi, hvílíkur meginþáttur þing-
ið forna var í lífi íslendinga. Það
var ekki einungis löggjafarsam-
Sigurður Nordal.
koma og dómþing, heldur líka
þjóðfundur, þjóðhátíð og þjóðhá-
skóli. Þó að uppsaga og rétting
laganna, málaferli og dómstörf,
væri umgerð og þungamiðja
þingsins, fór því fjarri, að allir
væri önnum kafnir við þau störf,
enda var nógu öðru að sinna.
Höfðingjar sóttu hverir aðra að
máli til liðsbóna og ráðagerða.
Þeir gengu á einmæli út í hraun,
upp í Almannagjá, upp á efri
gjárbrún. Þeir sátu að drykkju
í búðum sínum við spakleg öl-
mál og gamanrúnir. Þeir gátu
orðið aldavinir, þó að þeir sæj-
ust aldrei nema á Alþingi. Ung-
ar höfðingjadætur fjölmentu til
þingsins, sátu á palli í búðum
feðra sinna og biðu biðla, eða
gengu í flokkum urrii þingstað-
inn, hlustuðu á tölur manna eða
horfðu á leika. Ungir menn
þreyttu með sjer íþróttir. Var
metnaður mikill milli fjórðunga
og leikamir sóttir af kappi.
„Það gerist eitt sumar á alþingi,
að í Fangabrekku gengust menn
að sveitum, Norðlendingar og
Vestfirðingar“, segir í Víga-
Glúms sögu. Fróðir menn spurð-
ust frjetta og báru sig saman
um sögur og ættvísi. Var varla
sá fróðleikur um íslensk efni,
er eigi mátti nema þar sem slíkt
mannval var saman komið. En
íregnir utan úr löndum brast
heldur ekki. Þingið var einmitt
á þeim tíma, sem sigling var mest
til landsins, og skamt til þing-
staðarins frá sumum helstu lend-
ingarstöðum farmanna, Eyrum
og höfnunum við Faxaflóa. Á
þinginu var hinn besti kostur
fyrir þá menn, sem utan höfðu
farið, að hitta frændur og vini,
segja frá frama sínum og af-
rekum og sýna skartklæði þau
og góða gripi, er þeir höfðu eign
ast í utanförinni. Með þessum
hætti bárust frjettir frá útlönd-
um greiðlega til Alþingis og það-
an út um alt land. Menn voru
fúsir að heyra tíðindi. Þegar
Magnús biskup Einarsson kom
utan frá vígslu (1134), tók hann.
land í Eyjafirði, en reið þegar
til þings. En er menn vissu, að
hann var kominn, hurfu allir frá
dómum og heim til kirkju. „En
biskup gekk síðan út á hlaðið
fyrir kirkju og sagði þá öllum
mönnum þau tíðindi, er gjörst
höfðu í Noregi, meðan hann var
utan, og þótti öllum mönnum
mikils um vert málsnilli hans og
skörungsskap“. (Hungurvaka).
Menn sögðu og frá eldri tíðind-
um. Halldór Snorrason sagði á
mörgum þingum útfararsögu
sína til Miklagarðs með Haraldi
harðráða, svo að maður einn
nam hana og skemti síðar með
henni hirð konungs og honum
sjálfum. Fanst konungi mikið til
um, hve rjett var frá sagt. Þau
Gunnar á Hlíðarenda og Hall-
gerður langbrók kyntust fyrst
með þeim hætti, að hún gekk til
hans á Alþingi, er hann var ný-
kominn utan, og spurði hann tíð-
inda úr ferðum hans.
Á þessum hálfa mánuði milli
voranna og heyanna, þegar nótt-
in er björt sem dagur og veður
að öllum jafnaði þurt og milt,
var sem þjóðin varpaði af sjer
öllum búsáhyggjum og lyfti lífi
sínu á æðra stig í svalandi fjalla-
lofti hins fagra og tígulega þing-
staðar. Fornmenning Islendinga,
sem í einu er frábær að sjálf-
stæði og víðsýni, ber menjar
hvors tveggja, fjölbreyttrar
reynslu og mikillar einveru. Á
aðra hlið eru utanfarir til
margra landa og þjóða, víking,
l aupfarir og dvöl við hirðir kon-
unga. Hins vegar fásinnið í'
strjálbygðum sveitum, langir
vetur og langar kvöldvökur. En
Alþingi tengir þessar andstæður
saman. Þeir, sem riðið höfðu til
þings síðasta sumar og ætluðu
þangað aftur að sumri, fundu
eklci dofa einangrunarinnar fær-
ast yfir sig, því að inn í hana
var ofið minningum frá síðasta
þingi og tilhlökkun til næsta
þings. Þeim var hugfró að rifja
ijpp þessar minningar, og með
þeim hætti lagði bjarma af þing-
inu líka til þeirra, sem heima
höfðu setið. W. P. Ker hefir einu
sinni gert þá laukrjettu athug-
un, að líf íslendinga í fornöld
hafi verið líkara því, að þeir
ætti heima í borg en strjálbygðu
landi. Norðlendingar og Sunn-
lendingar, Austfirðingar og
Vestfirðingar vissu eins mikil
deili hverir á öðrum og íbúarnir
í útjöðrum Aþenuborgar eða
Flórenz vissu um samborgara
sína. 1 andlegu lífi íslendinga
skapaði Alþingi samskipun og
samneyti, sem er furðanlega
andstætt hinni stjórnarfarslegu
tvfstrun. Islendingar áttu í forn-
öld samfelda og sjálfstæða
menningu, skýra hugsun og
sjálfsvitund, sem vekur undrun
og aðdáun nútíðarmanna á svip-
aðan hátt og fommenning
Grikkja. I sagnalist og sagna-
ritun er ekki um einangraða
höfunda eða einangraða skóla
að ræða, heldur eina og sömu
stefnu um land alt, sem ræður
visindaaðferðum, list og stíl og
tekur hvarvetna svipuðum breyt-
ingum á sama tíma. Þetta er því
að þakka, að þjóðin átti sér höf-
uðstað, þar sem Alþingi var. Það
var einmitt slíka höfuðstaði, sem
germanskar þjóðir skorti á fyrra
hluta miðalda, til þess að menn-
ing þeirra þroskaðist og nyti sín.
Höfuðstaður er sem heili manns
í samanburði 'við hinar dreifðu
taugastöðvar í lægri dýrum.
Hann skapar þjóðinni sjálfsvit-
und, gefur menningunni heild-
arsvip. Höfuðstaður íslendinga
hinn forni, var að vísu ekki reist-
ur úr steini, nema þeir hamra-
veggir, sem náttúran lagði til.
Hann var ekki annað en búða-
tóftir, sem gerðar voru byggi-
legar um stundar sakir, með því
að tjalda þær með vaðmálum.
Og hann stóð ekki nema hálfan
mánuð á ári. En frægðin fer
ekki eftir langlífi. Hann var
sönn ímynd þjóðlífsins, allar
stjettir áttu þar itök, frá lög-
sögumanni og allsherjargoða til
sverðskriða og ölgerðarmanns,
frá spekingnum og fræðimann-
inum til ribbaldans og saka-
mannsins. Væri tíminn skamm-
ur, var hann tvöfaldaður með
því að vaka bjarta nóttina með.
Væri hann alt of stuttur, með-
an hann var að líða, varð hann
því lengri í minningunni, oft og
einatt viðburðaríkari og fyrir-
ferðarmeiri en allir hinir mán-
uðir ársins til samans.
Unöan og ofan af
um íslenskar bókmentir síðari alða.
Eftir Einar Ól. 5uein55on magister.
Einar Ól. Sveinsson.
Á öðrum stað* hefir sá, er
þetta ritar, gefið yfirlit yfir ís-
lenskar bókmentir eftir siða«
skifti. Sú grein er söguleg, rituð
til fróðleiks og mikið til eftir
kúnstarinnar reglum. Þótti ó-
þarfi að endurtaka hjer það, sem
þar segir, og þess vegna er hjer
aðeins sagt undan og ofan af um
þetta efni.
- I.
Þegar mjer verður hugsað til
bókmenta íslendinga tvær ald-
irnar næst eftir siðaskiftin, er
fyrsta tilfinningin sú, að þar sje'
enginn tími til, þær sjeu með
einhverjum dularfullum hætti
losaðar úr öllum tengslum við
tímann. Þegar fyrsti aldarhelm-
ingurinn, sjálfur tími byltingar-
innar og nýsköpunarinnar, er lið
inn, er engu líkara en þjóðin
sje komin í eitthvert kyrðará-
stand, sem engin erlend áhrif og
engar innlendar hreyfingar ná
að rjúfa. Því að þótt einstakir
menn sjeu mótaðir af hinum er
lenda aldarsvip: Endurreisn
húmanisma, barok, klassicisma
rokokko, bæði í huga og klæða
burði, þá megna þeir þó ekk
að setja sinn svip á andlegt líf
* Sjá Tímarit Þjóðræknisfje
lagsins 1929.
íslendinga á þessum tímum. —
Sama myrka og fátæklega, en
djúpa og sterka trúarstefnan rík-
ir í sálmum og uppbyggingarrit-
um á íslandi allan þennan tima,
og á líkan hátt hafa veraldlegu
bókmentirnar fastan og óbifan-
legan svip.I annálum ogsöguritum
er það fróðleikurinn, einangrað-
ur og útsýnislaus, í riddarasög-
um draumurinn, nakinn og fá-
breytilegur af óvirkileik, og loks
eru rímurnar þær töfraþulur,
sem sefa hugann með hinum ei-
lífa tvíliða kliði og óþrotlegum
auði dýrra hátta, lægja allan óró-
leik og sökkva allri hugsun í
djúpan svefn. Slík eru aðalatrið-
in í þessu undarlega, merkilega
bókmenta-nirvana.
Jarðvegur þessara bókmenta
er bændamenning. I dimmum
torfhýsum sitja veðurteknir
menn á löngum vetrarkvöldum
og rita með hrafnsfjöður á papp-
ír kvæði, rímur, sögur, annála.
Ástin á bókum skín í augunum
hlý og óslökkvandi. Natnin við
að skrifa er óþrjótandi, ýmist
er samið nýtt, ýmist afrituð
verk annara. Bókihentirnar, eink-
um kveðskapurinn, eru svo mikl-
ar að undrum sætir, og alt, sem
| ekki er guðsorð, breiðist frá
I manni til manns, geymist frá
! kyni til kyns í handritum, að-
jeins sökum ástar þessa fólks á
hinu ritaða orði.
Megnið af ritum þessara tíma
er alþýðlegt, eign allra manna
jafnt, — í þessu efni verður
ekki sama breytingin á Islandi
og í grannlöndunum, þar sem
alþýðleikur siðaskiftanna varð að
þoka fyrir latínument lærdóms-
aldar. Vitanl^ga var rímnakveð-
skapurinn miklu snúnari og tor-
skildari en flest, sem ort var
á þjóðtungunum erlendis, en það
stóð þó ekki fyrir vinsældum
rímnanna meðal alþýðu.
Þegar Árni Böðvarsson kvað:
„Tyggjar kanna tjöldin náðu,
tóku Móins Ijósa beS,
— 27 —•