Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ©
Aðalskrifstofa og fiskhús fjelagsins í Reykjavik.
HLUTAFJELAGIÐ KVELDÚLFUR var stofnað árið 1911. —
Stofnendur þess voru Thor Jelisen og synir hans fjórir: Richard Thors,
Kjartan Thors, Ólafur Thors og Haukur Thors.
Kveldúlfur er nú stærsta útgerðarfjelag á landinu, og hefir altaf
verið að færast í aukana ár frá ári. Auk fiskveiða og síldveiða, rekur
Á síldveiðum.
það stærstu fiskverslun hjer á landi. Kaupir það fisk og fiskafurðir af
útgerðarmönnum og kaupmönnum um land alt, og hefir leiguskip í
förum til að flytja fiékinn til markaðslandanna í Suður-Evrópu. Undan-
farin ár hefir Kveldúlfur flutt út af saltfiski:
1927: . . ................. 21.448.000 kíló.*
1928: ..................... 23.015.000 kfló.
1929: ..................... 23.791.000 kíló.
Kveldúlfur á nú 5 stóra togara og eigin fiskverkunarstöð í Reykja-
vík, Melshúsum á Seltjamarnesi og í Hafnarfirði, síldarsöltunarstöðv-
ar á Hjalteyri og í Siglufirði og stóra síldarbræðslustöð á Hesteyri,
með hafskipabryggjum, geymsluhúsum og íbúðarhúsum fyrir verkafólk.
Kveldúlfur rekur einnig mikla innflutningsverslun, aðallega með
E.s. Skallagrímur á síldveiðum.
kql, salt og veiðarfæri. Flytur fjelagið sjálft inn flestar þær vörur, sem
það þarf á að halda.
Kveldúlfur er langstærsti atvinnuveitandi á landinu og hefir oft-
ast nær mörg hundruð manna í vinnu, bæði á sjó og landi.
Innborgað hlutafje firmans er 2 miljónir króna, og varasjóður þess
er ein miljón króna. '*
Aðalskrifstofa fjelagsins er í Reykjavík.