Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 8
allfjölment. Höfðingjar og ríkismenn
höfðu enn langt fram á 16. öld liðs-
kost mikinn til þings, svo sem Torfi í
Klofa, biskuparnir Ögmundur og Jón
Arason, Magnús prúði Jónsson í ögri
sýslumaður og margir fleiri. Og enn
fóru margir til Alþingis sjer til skemt-
unar, eins og í fornöld, og til þess að
hitta fyrirmenn landsins og kynnast
þeim. Ýmsir fóru þangað til að kæra
yfif órjetti, sem þeir eða venslamenn
þeirra töldust hafa orðið fyrir, til þess
að hreinsa sig með eiði af ámælum,
til að flytja mál sín o. s. frv. En þeg-
ar líða tekur fram á 18. öld, þá mink-
vitum nú eigi, hvenær menn hafa ai-
ment farið að skrá dóma og aðra
gjörninga á Alþingi. Líklega verður
það eigi fyr en á 16. öld. Lögfbenn
hafa látið skrá það, er þeim sýndist,
og biskupar ef til vill, en engar eigin-
legar Alþingisbækur eru haldnar fyr
en 1630. Þá er Alþingisskrifari skipað-
ur, og hjelst það embætti síðan, þar til
þingið var lagt niður. Eru enn til ó-
slitnar Alþingisbækur frá 1631 til 1800.
Eftir Járnsíðu áttu sýslumenn að
nefna í hverju þingi, fyrir páska, skU-
ríka bændur (nefndarmenn) til þing-
farar, alls 140. Sá, er einu sinni var
Brún á gjáhamri vestri svipyfi víkingaskipi.
(Pennamynd eftir Jón Trausta).
ar mjög þingsókn. Þá hætta nálega
aðrir að sækja þing en þeir, sem lög-
skylt var þangað að koma — og var
þó með torveldleikum þingsókn þeirra
— og þeir, sem beinlínis áttu þar mál
um að gegna.
B. Lögrjetta.
1. Hún mun hafa verið háð á völl-
unum austan við Öxará, eins og í fom-
öld, fram um 1500. Þá er hún í hólma
í öxará. Eftir það virðist hún hafa ver-
ið vestan ár. Til 1690 var logrjettan
haldin undir beru lofti. Var hún þá
girt með strengjum, er festir voru á
stengur. Voru strengir þeir nefndir
vjebönd. Innan vjebanda var að fornu
fari helgistaður mikill og griða. Lágu
þungar refsingar við, ef menn glöptu
þingmenn, er þeir voru að dómum inn-
an vjebanda, eða rufu dómhelg
þeirra. 1690 gekkst landfógeti fyrir
því, að reist var hús yfir lögrjettu;
var hún að veggjum úr torfi og grjóti,
en viðu lagði landfógeti til og sýslu-
menn vaðmál til þess að tjalda lög-
rjettu með og þekja. Síðar var reist
timburhús yfir lögrjettu og höfðust
lögmenn og lögrjettumenn við í því
á hverju þingi til 1798. Viðhald á hús-
inu var lengstum mjög bágborið, enda
flýðu menn úr því 1798 og komu eigi
í það síðan til þinghalds.
Lögmenn, sem jafnan voru tveir
stýrðu lögrjettu. Þeir áttu að hringja
til lögrjettufunda „hinni miklu
klukku“, eins og í Jónsbók, þingfb. 3.
kap., segir. Hefir lögrjetta haft klukku
til afnota sinna. 1593 eða 1594 kom
ný klukka til þingsins, en ónýt er hún
orðin milli 1720 og 1730, og varð þá
að fá að láni kirkjuklukku hjá Þing-
vallarklerki. Konungsvaldinu bar auð-
vitað að sjá um, að öll tæki til þing-
halds væru í lagi, en umboðsmenn þess
vanræktu það, eins og flest annað, sem
landinu mátti til hagnaðar vera.
Nærri má geta, að óþægilegt hefir
oft verið að sitja að dómstörfum og
öðrum þingstörfum undir beru lofti. En
menn höfðu nú verið 'mnir þessu frá
ómunatíð, bæði hjer á landi og ann-
arsstaðar. Og meðan ekkert var skrá-
sett af því, sem gerðist á þingi, nýtt-
ist betur af útivistinni. En eftir að tek-
ið var að skrásetja það, er gerðist, þá
J var þess eigi kostur úti, nema sjerstak-
> lega lygnt og blítt veðui* væri. Vjer
I >000000000000 r>
nefndur, skyldi sækja Alþingi síðan ár-
lega, meðan hann var til þess fær. Eft-
ir Jónsbók var nefndarmannatalan færð
niður í 84. 1305 átti, að því er virð-
ist, að fækka nefndarmönnum niður
í 42, en sú skipun komst aldrei í fram-
kvæmd. Var Jónsbók jafnan fylgt um
kvaðningu nefndarmanna til 1732. Og
var krafist þingreiðar af þeim öllum
þangað til. En eftir það urðu þeir að-
eins þingvottar, og var nú eigi heimt-
uð þingreið af nema 10 að norðan og
vestan, og eitthvað nálægt því úr hinu
lögdæminu. Með tilskipun 16. nóv
1764 var lögrjettumönnum fækkað í
20. Þar af voru 10 úr Árnesþingi, 8
úr Gullbringusýslu og 2 úr Kjósar-
sýslu. Skyldu aðeins 10 sækja þangað
árlega. Síðar (1770) var ákveðið, að
einungis 5 lögrjettumenn skyldu þing
sækja og 1796 urðu þessir menn að-
eins 4.
Nefndarmenn fengu ákveðið kaup
fyrir þingförina, er mun svara hjer
um bil til 9—10 króna á dag, miðað
við kaupmagn peninga nú á dögum.
Lengstum áttu sýslumenn að greiða
gjald þetta af þingfararkaupum, sem
þeir heimtu árlega af skattbændum.
Sýslumenn áttu og að fæða nefndar-
menn á þingi, en bændur áttu að hýsa
þá og fæða á þing og af þingi. Eftir
1764 var tekið að greiða lögrjettu
mönnum þingfararkaup í peningum,
24 skildinga á dag, eða ekki langt
frá 16 krónum, eftir kaupmagni pen-
inga nú. 1
Af nefndarmönnum áttu lögmenn að
nefna 3 úr hverju þingi til setu í lög-
rjettu innan vjebanda, eða alls 36, og
urðu þá 18 úr hvoru lögdæmi. Af þess-
um 36 lögrjettumönnum nefndu lög-
menn svo í dóma 6, 12 eða stundum
24. Lögmenn dæmdu framan af hvor
með sínum lögrjettumönnum mál úr
sínu lögdæmi, en á 17. öld dæmdu
þeir altaf, eða nær því, báðir saman,
úr hvoru lögdæminu sem málin voru.
Eftir 1720 er farið að fara hjer eftir
Norsku lögum, sem kend eru við Krist-
ján fimta, og lögleidd voru í Noregi
15. apríl 1687. Dæmdu nú lögmenn
einir, svo að lögrjettumenn urðu að-
eins þingvottar, enda var þeim nú
fækkað, eins og áður segir.
Helstu störfin, sem fram fóru í lög-
rjettu, voru þessi:
1. Dómstörf. Lögrjetta var yfirdóm-
stóll yfir sýslumönnum, og auk þess
— 8
dæmdi hún mál, sem lægsti dómstóll.
Lögmenn samþyktu venjulega dóma
lögrjettumanna. Þeim varð áfrýjað til
konungs og ríkisráðs, upphaflega hins
norska, en síðan danska. En 1593 var
yfirrjettur stofnsettur á Þingvelli, og
mátti til hans skjóta dómum lögrjettu
og lögmanna.
2. Löggjafarstörf. Framan af voru
frumvörp, er konungsvaldið vildi gera
hjer að lögum, borin upp á Alþingi,-
eins og Jónsbók 1281. Og lengi fram
eftir var það svo. En venjulega hafði
konungsvaldið sitt fram, að Alþingi
samþykti eða tók við lögum þeim, sem
send voru hingað. Og á 17. öld er
farið að birta konungsboð hjer á landi
án þess að sjá megi, að Alþingi sje
spurt að, hvort það vilji samþykkja
þau. Sjálft gerði Alþingi samþyktir um
ýms efni, er lög mæltu eigi um, og
jafnvel um sum, sem lögákveðin voru,
alt fram um 1700. En þá hættir Al-
þingi þessari starfsemi, enda var ein-
veldið þá algerlega komið hjer á. Á
18. öld hefir Alþingi engin afskifti af
lagasetningu.
3. í lögrjettu voru birtar skipanir
konungs og annara stjórnarvalda, lesn-
ar lýsingar veðs, landsmála, vogreks,
óskilafjár o. s. frv. Síðar voru birt þar
afsalsbrjef og makaskifta, og skjöl um
allskonar efni, sem of langt yrði upp
að telja.
Fram eftir öldum var sakamönnum
refsað á Alþingi (galdramenn brend-
ir, þjófar hengdir, sifjaspellsmenn
höggnir, konum drekkt, þjófar brenni-
merktir o. s. frv.). En af er slíkt lagt
á 18. öld. Þá taka menn út refsingar
í hjeraði eða í fangelsum erlendis eða
í tugthúsi í Reykjavík.
Á 18. öld er lögrjetta aðeins dóm-
stóll og þinglýsingastaður. Vegur
hennar fór sífelt þverrandi eftir því
sem vald hennar minkaði og þingið
varð fásóttara. Þangað komu þá lög-
njennirnir, 2, 4 eða 5 lögrjettumenn
milli 10 og 20 sýslumenn, landfógeti
og amtmenn, og þó varla altaf, og svo
þeir, er málum áttu að gegna. Var það
fámenni á móts við það, er þangað
komu 70—80 lögrjettumenn og margt
annara manna.
C. Yfirrjettur.
Hann var stofnaður með tilskipun
6. desember 1593. Skyldi höfuðsmað
ur vera forseti hans, og með sjer átti
hann að taka 24 dómendur úr tölu
sýslumanna og annara embættismanna
(klausturhaldara og jarðaljensmanna
og lögrjettumanna). Þegar höfuðs-
mannsdæmið var lagt niður, þá gerð-
ist amtmaður, og eftir 1770 stiftamt-
maður, forseti dóms þessa. Eftir kon-
ungsbrjefi 17. maí 1735 þurftu með-
dómendur í yfirdómi ekki að vera fleiri
en 12, en máttu þó vera 24, og loks
var þeim fækkað í 6 með konungsbr
30. apríl 1777. Stóð svo þangað til yf-
irrjetturinn var lagður niður árið 1800.
Dómstóll þessi naut aldrei sjerstakr-
ar virðingar eða trausts landsmanna.
Og fór hvorugt vaxandi, enda komu
fá mál til hans venjulega. Sum árin
þurfti eigi að heyja dóminn, af því að
eigi lágu fyrir mál til að dæma. Yfir-
rjetturinn var altaf háður á Þingvelli
oft, að minsta kosti, í lögrjettuhúsini
á 18. öld. Árin 1799 og 1800 var hann
háður í Reykjavík. Dómendur fengu
eftir 1770 10 ríkisdali fyrir dómstörf
sín í yfirrjetti.
Málum frá yfirrjetti mátti skjóta til
hæstarjettar Danmerkur í Kaup-
mannahöfn.
D. Gestarjettur.
Með konungsbrjefi 24. jan. 1738 var
stofnaður gestarjettur svo nefndur á
Þingvelli. Sýslumaðurinn í Árnessýslu
átti að skipa þenna dóm. Það hafði áð-
ur tíðkast, að lögrjetta dæmdi sem
lægsti dómur mál út af illmælum og
barsmíðum og öðru slíku milli manna,
er gerst höfðu á Þingvelli, milli þing-
sóknarmanna, um þingtímann. En þessi
mál þóttu tefja störf lögrjettu of mik-
ið, og því var gestarjetturinn stofnað-
ur. Fara ekki margar nje miklar sög-
ur af gestarjetti þessum. Hann hverf-
ur og vitanlega úr sögunni, þegar Al-
þingi var lagt niður.
E. Prestastefnur. Synodalrjettur.
Eftir Járnsíðu áttu biskupar að
nefna 12 skynsama, lærða menn til
þingreiðar. En eigi er kunnugt, hvaða
hlutverk þeir áttu að vinna á Alþingi.
Eigi segir Járnsíða, að biskupar hafi
sjálfir verið þingreiðarskyldir. Jóns-
bók segir ekkert um þingreið biskupa
eða klerka. Og eigi segir heldur neitt
um það efni í kirkjurjetti. Það er þó
alkunnugt, að biskupar sóttu venju-
lega þing, bæði Skálholtsbiskup og
Hólabiskup líka. Og á Alþingi stóðu
stundum höfuðrimmur milli klerlca og
leikmanna í katólskum sið, t. d. milli
Staða-Árna og Hrafns Oddssonar, ólafs
biskups Rögnvaldssonar og Hrafns
Brandssonar, og jafnvel eftir siðaskifti
(Guðbrandur biskup Þorláksson og
Jón lögmaður Jónsson). Hólabiskupar
höfðu ekki slík erindi til Alþingis sem
Skálholtsbiskupar, því að nyrðra voru
prestastefnur haldnar í Skagafirði, á
Flugumýri oftast, eða annarsstaðar
þar í biskupsdæminu. En Skálholts-
biskupar hafa lengi haldið presta-
stefnur fyrir sitt biskupsdæmi á Þing-
velli um þingtímann. Þetta hafði þó
ekki verið ákveðið eitt skifti fyrir öll
fyr en 1639. Þá fjekk Brynjólfur
biskup Sveinsson það samþykt á presta-
stefnu, að aðalprestastefnu (Synodus
generalis) Skálholtsbiskupsdæmis
skyldi heyja á Þingvelli við öxará á
sama tima sem Alþingi. Þetta var
biskupi hentugt, því að þar gat hann
jafnframt hitt alla innlenda forráða-
menn landsins. Síðan var prestastefna
Skálholtsbiskupsdæmis háð á Þingvelli
til 1789, enda var það* beint lögákveð-
ið í erindisbrjefi biskupa 1. júlí 1746,
að þar skyldi prestasefna Skálholts-
biskupsdæmis vera. Sóttu synodus
milli 10 og 20 prófastar og prestar úr
nærsýslunum eftir kvaðningu biskups.
Hjelt biskup þeim kost í tíð Brynjólfs,
Þórðar Þorlákssonar og Jóns Vídalíns,
að því er virðist. Fram undir lok 17.
aldar mun biskup einn hafa h'aft for-
sæti prestastefnu sinnar, en eftir að
amtmannsembættið er á stofn sett, fer
amtmaður að taka þátt í dómstörfum
prestastefnunnar (synodalrjetti). Ger-
ist hann þá jafnframt biskupi forseti
synodalrjettar, og stiftamtmaður síð-
an. Síðar miklu reis deila um forsæti
synodalrjettar milli Levetzows stift-
amtmanns og Hannesar biskups Finns-
sonar, því að stiftamtmaður taldist
einn eiga að. hafa forsæti í dóminum,
en biskup kvað þá báða eiga að hafa
það, er og var rjett. Fjelst og Kancelli
á skoðun biskups.
Synodalrjetturinn dæmdi svonefnd
„andleg mál“, þar sem prestar voru
annar aðili, enda snertu málin kenn-
ingar þeirra og hegðun, hjónabands-
mál, mál um kirkjuaga og gildi kirkju-
legra athafna, svo sem skírnar, af-
lausnar 0. s. frv. Synodalrjetturinn