Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
uppdráttar, erfitt með að fá
nauðsynleg viðhaldsefni úr jarð-
veginum. Eftir því sem þessu er
haldið lengur áfram, eftir því
verður hey það, sem af mýrunum
fæst, ljelegra, óhollara fóður, og
skepnurnar, sem á því eru fóðr-
aðar, verða kvillasjúkar.
HEYFENGTJR, TAÐA OG ÚTHEY. Ekkert línurit getur betur
sýnt en þetta, þroskastig hins íslenska landbúnaðar. Töðufengur~
inn eykst smátt og smátt, en útheyskapurinn eykst stórkostlega
árin 1886—96, svo hlutfaUið helst óbreytt milli töðu og útheys, þó
töðufallið aukist; uns rjett síðustu árin, að „töðulínan“ fer að
seilast í áttina til „útheyslínunnar“.
lendinu sem áður. var, verður
ljelegur lynggróður.
Upp á þessa eyðileggingu
hafa Islendingar horft, kynslóð
eftir kynslóð, alt fram á vora
aaga, án þess að aðhafast nokk-
uð, sem heitið getur, til þess að
bæta syndir feðranna, og koma
í veg fyrir, að landið spiltist
meira og meira í meðferð
þeirra. Bygðin hefir víða breyst,
bæir verið fluttir og lagst í
eyði, jafnvel heilar sveitir eyðst
af völdum uppblásturs og eyði-
leggingar.
Þar sem enn er bygð, hefir
breytingin í stuttu máli verið
sú, að mikill hluti harðvellis-
ins, sem í upphafi var skógi
eða kjarri klætt og grasi vaf-
ið, er nú annaðhvort ljelegir
n óar eða auðnin ber. En land-
nytjar bænda utan túnskækl-
anna hafa nú um langt skeið
að miklu leyti verið af mýr-
lendi, þ. e. af því landi, sem
jarðrakinn hefir varið fyrir
uppblæstrinum. Fóður búpen
ings, það sem ekki fæst af tún-
unum, hefir því mest verið
mýrargróður, hálfgrasagróður, í
stað hins hollara, kjarnmeira,
harðvellisgróðurs fyrr á tímum.
Af sögu bygginganna í ís-
lenskum sveitum má læra um
afkomu búnaðarins, blómaöld
og hnignun. Á fyrstu öldum ís-
landsbygðar mun búskapurinn
hafa getað borið stórvel húsaða
bæi, svo myndarlega að frá-
gangi, að samsvaraði híbýlum
höfðingja erlendis, þó aldrei
væru þeir gerðir úr haldgóðu
efni.
En er stundir líða, dregst alt
saman, byggingamar falla og
landsfólkið hniprast niður í bað-
stofukitrumar.
Af túnbleðlunum fjekst töðu-
hárið handa mjólkurkúnum. En
hin lífefna ríka nýmjólk hjelt
líftórunni í sveitafólkinu. 1
Grænlandi, þar sem túnin kom-
ust aldrei í rækt, og kýr fjellu
því með öðrum fjenaði, er út-
beit brást, þar úrkynjaðist fólk-
ið og dó Drottni sínum.
Þrjú tímabil. Otbeit, útengja-
sláttur, jarðræktaröld.
Þrískift verður saga íslensks
landbúnaðar. Fyrst er útbeitar-
öldin, meðan landsmenn jusu
af nægtum hinna upprunalegu
landgæða. Er útbeitin rýrnaði
og búfjenaður varð fóðurfrek-
ari, rennur upp eymdatíminn.
Þótt túnin kunni að hafa færst
eitthvað út um það leyti, sem
menn hættu að beita nautpen-
ingi að ráði, þá voru rækt-
unarframfarir smástígar sam-
anborið við afturför útbeitarinn-
ar. Landinu hnignaði því, sem
búnaðarlandi, og afkoma fólks
fór versnandi. En út yfir tekur,
þegar verslunarhöftin gerðu
landsmönnum ókleift að fá
sanngjamt verð fyrir hina litlu
og Ijelegu framleiðslu sína.
Þriðja tímabilið er að renna
upp, jarðræktaröldin, þegar alt
fóður er tekið af ræktuðu landi.
Um það leyti sem þjóðin
fjekk innlendá fjárstjóm og
varð að nokkru leyti húsbóndi
á sínu heimili, var sauðaeignin
kjaminn í bústofni bænda og
búskaparrekstri. — Sauðirnir
hjeldu lengst velli í útbeitar-
löndum þeim, sem eftir voru,
með þeim var hægt að koma
útbeitargróðri í peninga. Fyrir
sauðina fjekst þá enskt gull,
sem ýtti undir að búnaðarfram-
farir byrjuðu.
En þegar nokkurt fje fjekkst
milli handa, strönduðu fram-
kvæmdirnar á vanþekkingu,
kunnáttuleysi við jarðræktar-
störfin. Byrjað var með þak-
sljettu ræktun, er hefir þá kosti,
að við hana þarf óbrotnust verk-
færi, minsta kunnáttu og eng-
in aðkeypt efni nema verkfær-
in. En gallarnir eru þeir, að
aðferðin er vinnufrek, og að ekk-
ert vald er fengið á því, að
breyta að verulegum mun gróðri
þeim sem fyrir var á hinu órækt-
aða landi. Jarðræktin gekk því
seint mjög, túnbæturnar bættu
ekki afstöðu búnaðarins til ann-(
ara atvinnuvega, að sama skapi
sem kröfurnar jukust, kröfurnar
til meiri lí'fsþæginda, kröfurnar,
til að auka búin. En nokkur kunn-
átta og verkhygni, betri sláttu-
verkfæri (skosku ljáirnir) gerðu
bændum mögulegt, að urga upp
meira úthey en áður. Alt fram á
síðustu daga hefir útiheyskapur-
inn aukist. (Sbr. línurit).
Gengið hefir verið mjög nærri
engjagróðri landsins. Slegnar eru
ár eftir ár graslitlar mýrar, með
Ijelegum gróðri, sem erfitt á
í lokaþætti ránbúskaparins
koma mýra-áveiturnar til sög-
unnar. Áveitur hafa þekst hjer
á landi lengi, jafnvel frá fyystu
tíð, en þær hafa aðallega verið
notaðar til vökvunar. Áveitur á
mýrlendi, er að því miða, að fá
betri slægjur af starargróðri,
hafa færst í vöxt á síðari ár
um. Á stöku stað fæst svo mikið
af frjóefnamiklu áveituvatni, að
jarðveginum flytst álíka efna-
forði og tekinn er með heyinu,
svo frjómagni áveitulandsins
hnignar ekki. En víðar er gras-
aukinn á því bygður, að áveitan
losar um frjómagn það sem fyrir
er í jarðveginum. Gefur áveitan
þá góða raun meðan sá forði end^
ist, en skilur mýrina eftir, eftir
mismunandi langt árabil, ófrjóa
og graslausa — uns önnur aðferð
er tekin, mýrin ræst fram og
gerð að túni.
TÚNASLJETTUR OG NÝRÆKT,
síðustu árin. Athugavert er að
sjá afturförina á jarðræktar-
framkvæmdum á dýrtíðarárun-
um, og svo hina öru árlegu hækk-
un eftir að jarðræktarlögin fóru
,að hafa áhrif.
En jafnframt því sem gróður
landsins leyfir ekki lengur út-
engja búskapinn, koma utanað-
komandi áhrif til greina, er taka
fyrir kverkar honum í mörg-
um sveitum. — Samkeppnin
við sjávarútveginn. Kaupgjaldið
skapast að mestu við sjóinn. Eft-
ir því sem kaupið hækkar, eft-
ir því þarf meira að liggja eftir
livern sláttumanninn, hverja
rakstrarkonuna, svo heyskapur-
inn borgi sig.
Nú munu víða sjást þess merki
að arðurinn af túnunum, rækt-
uðu jörðinni, spillist, af því hve
hið ljelega útengja hey er bónd-
anum dýrt.
Þegar þannig kreppir að frá
báðum hliðum, að landgæði og
búnaðarskilyrði þverra, með því
að halda við það búskaparlag,
sem verið hefir, og samkeppnin
utanað gerir á hinn bóginn um-
bætur nauðsynlegar, þá er fram-
tíð landbúnaðarins í raun og
1 'w t
vpski 7- ■ .
ÍÍ í • ■ T .■ Tl ■ jy;
=1 Knr/,
! ■ O£0 t/ar ;>•' 'iíYr Uy'i
36 M jlnfc m
36 § ý|||
3U m wk 1 ftáji '4
ý.Uí l. X 'jju • ■ Ú. 7 II
'III
n (II
26 Z¥ 22 ~íð
•
/8 76 i w 12 /0 W % Tf. 1
6 y z Tm 1 1
'r M ’$»? tf/2 /p/3 uil /p/S yz* /fZi ‘gzi m
veru undir því komin hvort tak-
ast má, að breyta búskaparhátt-
unum, auka ræktunina stórkost-
lega á tiltölulega skömmum tíma.
Það má blátt áfram ekki líða
á löngu, uns heyfengur bænda
fæst allur af ræktuðum túnum,
og áveituengjum, sem fá nægilegt
frjómagn með áveitunni og eru
túns ígildi að heyfeng og hey-
gæðum.
Með ljósum skilningi á þessari
þörf, voru hin svonefndu Jarð-
ræktarlög samin fyrir nokkrum
árum. Þar er ákveðið, að bændur
skuli fá ríflegan styrk úr ríltis-
sjóði fyrir jarðabætur. Kyrstaða
í jarðrækt, eða hægfara kák,
hafði ríkt svo lengi í þessum
efnum, að stefndi til fullkom-
ins ófarnaðar fyrir atvinnuveg
þennan.
Með skírskotun til þess, að
sveitirnar mættu ekki leggjast í
auðn, og sá menningargrundvöll-
ur, sem þær eru þjóð vorri, verða
örtröð ein, fjekst einróma fylgi
með því, að þjóðin ætti nú að
leggja á sig talsverða byrði, til
þess að jarðræktaröldin rynni
skjótt yfir íslenskar sveitir. Með
^ulla reynslu fyrir nothæfi hins
tilbúna áburðar, og nokkurri
þekkingu á ræktunar aðferðum
við okkar hæfi, ættu skjótar
jarðræktarframfarir að vera ör-
’iggar. Reynslan hefir sýnt, að
vonir manna í þessu efni hafa
ræst. (Sjá línurit um nýrækt).
Framtíðin.
„Fátt er svo ilt, að engum
dugi“, segir máltækið. Meðan
landssvæði hafa eyðilagst af
uppblæstri um allar sveitir, hefir
að sjálfsögðu mikið fMrið á land
það, sem enn er gróið. Þannig
hefir steinefnarík mold hálend-
is og harðvellis fokið yfir mýr-
lendi landsins. Meðan mýrarn-
ar eru síblautar og óframræstar,
gætir þess lítið, að þær hafi
þarna fengið drjúgan næringar-
efna forða fyrir nytjajurtir. En
þegar hinn steinefnaríki mýra-
jarðvegur er framræstur vel, svo
hann geti notið sumarhita og
eðlilegrar loftrásar, og hann
verður að gróðurbeði túngrasa,
kemur það í ljós, að hjer er um
að ræða jarðveg, sem ágætur
reynist til ræktunar í framtíð-
inni. Má ganga út frá því vísu,
að alt mýrlendi landsins, sem
ekki er of hátt til fjalla, reyn-
ist að vera fyrirtaks ræktarjörð,
framræst, áþekk að frjóm^gni
eins og hið gróskumikla harð-
velli, er fyrstu íbúar landsins
höfðu best og mest not af til
útbeitar sinnar.
Því hefir verið fleygt, og um
það heyrast raddir enn í dag,
að landbúnaður vor geti enga
blómaöld átt, vegna hnattstöðu
landsins og veðráttu, þó jarð-
vegsefni sjeu hjer góð.
En þetta er mesti misskilning-
ur. íslenskur búskapur byggist
ávalt á grasrækt, og framtíð hans
a því, hvernig framleiðsluvörur
hans reynast samkeppnishæfar,
við framleiðslu þá, sem á boðstól-
um er, á nálægum markaði.
Styrkur hins íslenska land-
búnaðar 1 þeirri. samkeppni, er
í því fólginn, að íslenskt heyfóð-
ur er svo kjarngott, að minni
]>örf er hjer á kjarnfóðurgjöf en
í nálægum löndum. Ennfremur,
að landrými er hjer svo mikið,
og víðáttumiklir bithagar, er not-
ast vel með töðugjöf, betur en áð-
ur, ]>egar útheysgjöfin er úr sög-
unni, engjalöndin verða bithagi,
og aldrei er gefið ljelegra fóður
en taða með útbeitinni.
Hjer er víða hægt að fóðra
góðan fjárhóp með töðu af ein-
um túnhektara, og fá upp úr
hektaranum, í kjötafurðum,
nokkra tugi af dilkum. Kýrfóður
fæst af einum hektara, og það
enda þótt túnið liggi óplægt og
óhrevft í 20—30 ár. Þykir bænd-
um í suðlægari löndum lítið
haft fyrir kýrfóðrinu, ef ekki er
meira fyrir haft.
Víðáttumiklar bíða íslenskar
mýrar eftir framræslu og rækt-
un. Svo víðáttumiklar eru þær,
að íslensk búnaðarframleiðsla
getur tugfaldast. Fyrir sakir víð-
áttu graslendis geta flest kot á
fslandi enn orðið stórbýli.
Til þess að lagður verði ör-
uggur grundvöllur undir stór-
stígar búnaðarframfarir á næstu
árum, þurfa stjórnendur búnað-
armála vorra að sýna einbeitni
og festu.
Það sem tilfinnanlegast vantar
nú, eru hagfræðilegar leiðbein-
ingar í sem flestum greinum
landbúnaðarins, leiðbeiningar,
sem með öruggum rökum geti
leiðbeint hverjum búanda, hvort
svo sem hann hefir mikið eða
lítið undir höndum. Það stoðar
lítt til lengdar, að ráðleggja
mönnum breytingar á átvinnu-
rekstri þeirra sjálfra, ef leið-
beiningunum fylgja ekki aug-
Ijósj.r hagfræðilegar skýrslur, er
sanna rjettmæti leiðbeininganna.
<x><xxxxxx><><><x><><><><x><xxx><x>o<>o<><><><><><x><><x><>o<><><x><><><>ooo<><>c<><><><><><><x><><><><><><x><><><><><><><><><><>c><><><><x><>o<xx><><><><>
— 26 —