Morgunblaðið - 20.05.1954, Page 25

Morgunblaðið - 20.05.1954, Page 25
Fimmtudagur 20. maí 1954 MORGUTSBLAfílÐ 25 Rússar vilja auka ferð- ir útlendinga þangað En falskt gengi gerir kostnað gífurlegan. HÚSSAR ætla að stuðla að auknum ferðalögum Vestur-Evrópu- manna til Rússlands á þessu ári. Hin opinbera rússneska ferðaskrif- stofa Intourist er nú að undirbúa opnun ferðaskrifstofu í London. Sérstaklega vilja þeir skipuleggja ferðir til Svartahafsins og Stalin- grad. <$>------------------- fGÍFURLEGUR KOSTNAÐUR Fulltrúar Intourist hafa átt við- ræður við fulltrúa brezkra ferða- lélaga. Bretarnir höfðu sérstak- ilega áhuga á því hvað ferðakostn aður væri mikill. Rússar skýrðu svo frá að hótelherbergi kostuðu 25—30 rúblur á dag eða 100 til '120 krónur. Flugfarið milli Od- cssa og Moskva kostar 180—225 rfblur eða 720—900 krónur. — 3?etta finnst Bretunum alltof hátt og segja, að erfitt verði að fá Æerðamenn til landsins með slík- i'm kjörum. FALSKT GENGI Á RÚBLUNNI Gailinn er, segja Bretarnir, að Rússar halda uppi algerlega iölsku gengi á rúblunni. Þegar borið e'r saman laun manna í Sovétríkj nnum og almennt verð- lag, telja Bretar það ekki ná jtiokkurri átt að rússneska rúblan sé skráð 4 króna virði. Rétt gengi ætti að vera svona milli 1 króna ©g 1,50. , HVAÐ ER AÐ SJÁ . . . Helztu ferðamannastaðirnir, sem Rússar bjóða upp á eru Moskva, Leningrad, Odessa, Stal- íngrad og baðstaðir við Svarta- haf, svo sem Sochi og einnig Krímskaginn. Rússarnir hafa í hyggju að auglýsa ferðir annað hvort 1. apríl eða 1. maí. Frá þessu er skýrt í blaði brezka ferðamála- félagsins, Travel Trade Gazetté. Jjötta þing ráðgjafa- samkundu Evrópu STRASSBORG, 18. maí — Ráð- gjafanefnd Evrópuráðsins kom saman í dag í 6. sinn. M. a. verð- «r rætt um þann vanda, sem síaukinn flóttamannastraumur frá Austur-Evrópu skapar í Vest- wrlöndum. —Reuter-NTB. Ffamh. af bls. 17 ur upp í skipinu skammt suður af íslandi og þeir verða að yfir- gefa það. Þá er það, hann fang- inn, sem tekur björgunarstjórn- ina í sínar hendur og það er talið honum að þakka að skip- verjar og farþegar komast Jífs af. Aftur er hann sendur með skipi til Bretlands. Þar bíður hans fangavist. Réttarhöldunum yfir honum er lýst ýtarlega í bókinni og ævin- týraferli þessa merkilega ir.anns er langt frá þvi lokið enn. Harin á eftir að vera fluttur til Ástralíu. Þar nemur hann land og gerist innan stundar mikilsvirtur land námsmaður. Hér er ekki hægt að lýsa ævi hans frekar, en óteljandi eru þeir óvenjulegu atburðir, sem gerast hvar sem hann kemur. LIGGUR JÖRUNDUR UNDIR FORDÓMUM? Um þessa bók „The Viking of Van Diemens Land“ má segja, að hún er vönduð í alla staði og bráð skemmtileg aflestrar. Hún á er- indi til okkar á íslandi, því að saga Jörundar er þáttur í ís- lenzkri sögu. Hvergi höfum við áður séð svo ýtarlega og gagngera lýsingu á ævi hans, þótt til séu að vísu bækur sem ræða nánar dvöl hans hér á landi. Nokkrar minniháttar villur má finna. — Bókin er færð á sérstakan hátt í stíl en hefur tvímælalaust sagn- fræðilegt gildi, þótt höfundur komist að vísu að nokkuð öðrum niðurstöðum um aðgerðir Jör- undar hér á landi en siður er. Ef til vill gengur hann of langt í að upphefja hlutverk Jörundar hér, en getur ekki hugsazt, að fordómar hafi gert hlutverk hans verra en rétt er í íslenzkri sagn- fræði? Þ. Th. - Kvennasíða — Bakstur Framh. af bls. 22 sykrinum og eggjarauðunum. Hveitið og hjartasaltið er sigtað í og hráert með. Þegar deigið er orðið kalt, er það flatt út, litlar kökur stungnar með glasi. Þær bakast ljósbrúnar við mjög væg- an hita. SYKURBRAUÐSKAKA 4 egg 200 gr. hveiti 175 gr. kartöflumjöl Eggin og sykurinn eru látin í skál, sem er sett yfir pott með sjóðandi vatni. Petta er síð- an þeytt í ca. 20 mínútur. Skálin er þá tekir. af pottinum, en hræra verður stöðugt í, þangað til þetta er orðið kalt. Þá er sigtuðu hveit- inu og kartöflumjölinu bætt út í. Deigið verður að bakast strax í vel smurðu tertuformi, við jafn- an hita í ca. % klst. — Þetta verða tveir botnar. Á milli þeirra er gott ag hafa t. d. sítrónukrem, og skreyta kökuna síðan með glerungi (sjá síðustu kvenna- síðu). Eins má gjarnan hafa þessa uppskrift, ef baka á t.d. afmælis- tertu, eða venjulega rjómatertu, því hún er ekki svo ýkja matar- mikil, en matarmiklar tertur eru yfirleitt ekki v^jnsælar, hvorki af gestum né húsmæðrum. SÍTRÓNUKREM 2 egg 50 gr. sykur 40 gr. hveiti Vz líter vatn safi úr 2 sítrónum rifinn börkur af 1 sítrónu. Eggið, sykurinn og hveitig er hrært vel saman. Sítrónusafan- um og rifna berkinum er hrært saman við, þetta látið í pott og hrært í og suðan látin koma upp. — Sumarmáltíðir Framh. af bls. 22 Framreiddar með ávaxtasósu eða sultu-mauki. — Þá má einnig dýfa sneiður.um strax í eggja- hræringinn, velta þeim síðan upp úr raspi, sem hefur verið blandað með sykri og kanel. STEIKT FISKFLÖK MES „HANASTÉLS-SÓSU“ Flökin eru verkuð, velt upp úr eggjum og raspi og síðan steikt eins og venjulega. Þá eru fram- reidd ýmist heit eða köld. —■ „Hanastéls-sósan“ er búin til úr 1 dós af bykkri, óblandaðri tómat sósu (tomat pure), mayonese fyr- ir 7 kr. og 2 dl. af þeyttum rjóma. ALLT \ SAMA STAÐ iSjaldan hefir úrvalið verið fjölbreyttara af varahlutum en einmitt núna $ N Ý K O M I Ð : BLACKHAWK: Bílalyftur, BORG-WARNER: Kúplingsdiskar 2 fyrir vörubíla og fólksbíla. CARTER: Blöndungar og Benzíndælur. MAREMONT: Fjaðrir, hljóðdeyfarar THERMOID: Vatnshosur. og púströr. THOMPSON: Spindilboltar, slitboltar, fjaðraboltar og hengsli. TRICO: Þurrkur. WILLYS: Allskonar jeppavarahlutir. VICTOR: Pakkningar. í Einnig mikið úrval af öðrum varahlut um, t. c1.: Kveikjur, Dýnamóar og Startarar. Lítið inn til okkar —- líklega höfum við það, sem yður vantar í bílinn. Uájdímóóon LAUGAVEG 118, REYKJAVÍK. Sími: 81812 — Símnefni: Egill, Reykjavík. fc<S<8><S<SrCS<SrCSv3SqE>e«S>5>S>«:<S>«j«>«>*>»^S>í*E>«>S>iNS>«>S>“«*2>«>£>«>£>£>2>5>£>i*í>5>«>«*£>«NÍ>5 A5ðífundur Þingstúku Reykjavíhir AÐALFUNDUR Þingstúku Reykjavíkur — sein er fulltrúa- stúka hinna 11 góðteinplara- stúkna, sem síarfandi eru í Reykjavík — var haldinn dagana 27. og 28. marz s. 1. Alls sátu aðalfund þenna 78 fulltruar frá 11 undirstúlcum og 3 barnastúk- um. — Starf þingstúkunnar á ár- inu hafði verið márgþætt. Framkvæmdanefnd Þmgstúk- unar skipa þessir næsta kjör- tímabil: Einar Björnsson, Ólafur Hjartar Lára Guðmúndsdóttir, Guðmundur Illugason, Njáll Þórarinsson, Bjarni Kjartansson, Kristinn Vilhjálmsson, Guðmund ur Gíslason Hagalín, Telma Ólafs dóttir, Kjartan Ólafsson og Guð- geir Jónsson. Á fundinum voru samþykktar ýmsar tillögur, og eru þessar m.a.: Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur skorar á fræðslumálastjóra að hert verði mjög á eftirliti með því að framfylgt sé til hins ýtrasta ákvæðum þeim sem felast í reglugerð frá 13. janúar 1936 um bindindisfræðslu ' skól- um“. Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur skorar á áfengismálaráðu- naut að hann beiti sér fyrir því að engum unglingi verði selt áfengi án þess að hann sýni skil- ríki fyrir því að hann hafi náð tilskildum aldri. Þar sem allmikill misbrestur hefir verið á því að ýmsir skóla- stjórar og aðrir ábyrgir aðilar ræki skyldur þær um áfengis- varnir í skólum, sem þeim eru lagðar á herðar í 6. gr. reglu- gerðar frá 13. janúar 1936 og ennfremur i bréfi menntamálaráð herra frá 16. september 1950 sam- þykkir aðalfundur Þmgstúku Reykjavíkur: 1) að skora á námsstjóra og fræðslufulltrúa bæjarins að kynna sér ítarlega ástandið í þess um efnum á hinum ýmsu fram- haldsskólum Reykjavíkur og koma því til vegar að þeir skóla- menn, sem brugðist hafa skyld- um sínum sæti fyllstu ábyrgð. 2) að skora á fræðslumála- stjóra að skrifa skólastjórum og skólanefndum bréf, þar sem vak- in sé sérstök athygli á ofan- greindum skyldum og þeirri miklu ábyrgð, sem hvílir á þess- um aðilum. Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur leggur mikla áherzlu á að bæjarstjórn banni sölu vindliga í stykkjatali, bæði í verzlunum og veitingastöðum þar eð slík sala hefir reynzt ýta mjög undir tóbaksnautn unglinga". Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur beinir því til lögreglustjóra og Barnaverndarnefndar að fram fylgt verði rækilega ákvæðum og takmarkanir á útivist barna að kvöldi dags. Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur lítur svo á að mikil’ hluti þeirra kvikmynda, sem sýndar eru hér á landi séu æskulýðnum beinlínis skóli í glæpastarfsemi, lauslæti knæpulífi og allskonar ómenningu og að í sömu átt sé stefnt með útgáfu sakamála og sorprita sem nú er ausið á bóka- markaðinn. Þjóðir, ver tugmilljón um á tugmilljónir ofan til upp- eldismála, barnavemdar og margvíslegrar menningarstarf- semi og virðist það því helber ósvi»na og fulkomið ábjmgðar- levsi að láta óhlutvöndum gróða- mönnum haldast uppi að brjóta það niður, sem byggt er upp með ærnu fé og starfi. Fyrir því skorar aciaifundur Þingstúku Reykjavíkur á yfir- stjórn íslenzkra menntamála að beita sér fyrir því að her* verði ‘stórum á þeim kröfum, sem nú eru gerðar til kvikmynda, svo að kvikmyndagagnrýnin verði framvegis annað og meira en gagnlaust'kák og að endurskoðuð verði lög um prentfrelsi og inní þau bætt nauðsynlegum akvæð- um miðuðum við þær mjög breyttu aðstæður frá því að lögin voru samin. Aðalfundur Þingstúku Reykja- víkur samþykkir að skora á Barnaverndarnefnd og stjórn fræðslu- og heilbrigðismálanna í bænum að taka til nauðsynlegrar athugunar, á hvern hátt sé hægt að koma í veg fyrir að skóla- nemendur verji frímínútur til ferða í búðir og veitingastaði til að kaupa þar tóbak, sælgæti og drykkjarföng. - Æskulýðssíða Framh. af bls. 21 BAÁTTA FYRIR FRIÖI OG FRELSI Ekki er vafi á því, að á æsku- lýðsþinginu í Vín var stigið stórt spor í þá átt að auka kynningu og treysta samtarf hinna ungu stjórnmálamanna í baráttu þeirra fyrir hugsjónum frelsisins og samstarfi þjóðanna. Fulltrúarnir kynntust skoðun- um hvers annars á vandamálum líðandi stundar. Það víkkaði sjón- deildarhring beirra og gaf þeim nýjan kraft í baráttu þeirrra fyrir sameiginlegum málstað. ARÐRÁN RÚSSA Eitt er það. sem sérstök ástæða er til að minnast á hér, en það er hversu Austurríkismenn hafa orðið fyrir þungum búsifjum af hernáminu og þá fyrst og fremst vegna framkomu „verndara smá- þjóðanna", Rússa. Nú verður ekki vart við glað- værðina, sem sagt er að hafi ein- kennt Vínarbúa fyrr á tímum. Nú er eins og þungur skuggi hvíli yfir öllu og þetta er ábyggilega ekki af ástæðulausu. Rússar byrjuðu á því, er þeir komu til landsins að ræna helztu atvinnutækjum Austurríkis- manna og' taka í sínar hendwr heztu auðlindir landsins með þeim afleiðingum að síðan hefur þessi atorkusama iðnaðarþjóð barist við atvinnuleysi og skort. En þar með er ekki sagan öll sögð, þeir láta einnig Austurríkis- menn greiða óheyrilega háar upphæðir vegna dvalar hins óvel- komna rússneska hers í landinu og pína þannig hvern eyrir út úr hinni þjökuðu þjóð, sem allt var í rústum hjá eftir styrjöld- ina. Öll viðleitni Vesturveldanna í þá átt að leysa þennan klafa af Austurríkismönnum hefur strandað á þvermóðsku Rússa, sem neitað hafa að taka þátt í friðarsamningum við þjóðina. Þessi framkoma hinnar rúss- nesku „verndara“ hefur skapað Austurríkismönnum mjög mikla erfiðleika, enda eiga kommúnist- ar fáa málsvara í Austurríki og flokkur þeirra fylgislaus. En þetta dæmi sannar á áþreíf anlegan hátt hvað þjóðir þær verða að þola, sem hlýta verða handleiðslu „öreigaríkisins" í austri. - BókafrélHr Framh. af bls. 19 Thit Jensen: Den sidste Val- kyrie. Eins og allar skáldsögur Thit Jensen er þetta sögulegt skáldverk. Segir frá Þyri Dana- bót drottningu og Gormi konungi. Frances Parkinson Keyes: Huset ved Missisippi. Höfundur- inn er kunnur bandarískur rit- höfundur. Alan Paton: Og dog burde jeg have talt. Þetta er rithöfundur frá Suður Afríku, ungur en hef- ur þegar náð heimsfrægð. Sagan greinir frá kynþáttavandamálinu í heimalandi hans. Jörgen Sonne: Italiensk Suite. Danskt ljóðskáld, sem yrkir ljóð um ferðir sínar og dvöl á Ítalíu. finnst Island sannarlega ekki A BEZT AÐ AVGLfSA Jt T / MORGUmLAÐim T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.