Morgunblaðið - 20.05.1954, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.05.1954, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐbÐ Fimmtudasrur 20. maí 1954 FÁiikennileg loftför fljúga yfir JSoreg Ferming á Akranesi ISÍÐAST liðinni viku varð vart einkennilegra loftíyrirbæra i Noregi. Þrjú einkennileg loftför sem ekki áttu þó neitt skylt við flugvélar, flugu í oddaflugi í afar mikilli hæð yfir Kautokeino, og voru næstum komin út fyrir bæinn þegar þeirra varð vart. „Kjsrnorkii-karSöfl- iir" É WASHINGTON—Með kjarnorku virðist mega geyma matvæli tak- markalaust án frystingar. Þannig hafa menn gert tilraunir með lauk, kartöflur og fleiri matvæli Hafa þau geymzt árum saman án þess að spillast. Vísindamenn haída því fram, að geislun vinní á rotnunar- bakteríum Þykjast þeix og geta sannað, að ekki sé mönnum skaðsamlegt að neyta fæðu, sem svo hefir geymzt. Bandaríkjastjórn hefir gert 5 ára áætlun um a.ð loita ráða til að geyma matvæli rneð geislun. Svellir sig, mi fríður GENF — Hálffertugur indó-kín- verskur friðarsinni er í þann veg- inn að svelta í hel í Genf. Hann hefir svarið að neyta einskis, fyrr. en friður hefir komizt á í landi hans. Læknir. sem skoðað hefir Vo Song Thiet, segir, að hann eigi varla langt eftir. Hefir hann nú soltið á 4. viku í tjaldi sínu, sem stendur skammt frá fundarstað, þar sem fulltrúar austurs og vest- urs reyna að komast að sam- komulagi urn lok striðsins. Vo Song Thiet lætur allar for- tölur eins og vind um eyru þjóta, svo að kunningjar hans óttast, að sulturinn verði honum að aldur- tila. IFÍBsnslca iðitisýningin Mynd þessi er tekin af fermingu í Akraneskirkju (prestur Jón M. Guðjónsson). Öli fermingarbörnin klæðast hvítum kyrtlum. (Ljósm. Árni Böðvarsson). Kíarnorkuraniusókmr frssgnýtfiar iyrir NEW YORK. — Iðnrekendur í Bandaríkjunum hafa nú hrundið í framkvæmd víðáttumikilli starfsemi, sem miðar að því að auka og endurbæta framleiðsluna og skapa þannig aukna almenna velmegun. Til grundvallar þessari starfsemi liggur margvíslegur árangur, sem fram hefur komið við kjarnorkutilraunir á vegum Bandaríkja- stjórnar. í ÞÁGU FRIÐARINS Tímaritið Wall Street Journal greinir frá því, að f jölmörg fram- leiðslufyrirtæki hagnýti sér nú þá þekkingu, tækni og aðferðir, sem fundizt hafa með starfi kjarnorku málanefndarinnar í þágu friðar- ins. Vísindamenn hjá fyrirtækj- um þessum hagnýta nú þekkingu á sviði kjarnorkuvísinda við ger- ilsneyðingu matvæla og lyfja, við framlgjðslu nýrra plastefna og málma, til að auka stálfram- leiðsluna og bæta læknavísindin. Drengjamet í jsrí- HORFÐI Á UNDRIÐ í 3—4 MÍNÚTUR Bóndi nokkur sem staddur var nokkuð fyrir utan bæin, horfði á undur þetta í kíki sínum í 3—4 mínútvr. Hann skýrði svo frá að loftforin hefðu verið í svo mikilli hæð, að ekki hefði verið unnt að sjá hvernig þau hefðu nákvæm- lega lit'ð út. En það hefðu alls ekki verið flugvélar, og færði hann því til sönnunar að ekkert vé'larhijóð hefði heyrst. . STÆRSTA LOFTFARIÐ Á'UNDAN Þennan dag var bjart og hreint véður og þess vegna gott skyggni. Eitt ioftfarið var taRsvert stærra en hin og hafði það forystuna og flaug fremst og hæst. Bóndanum virtist það vera formlegast í lög- un og vera rauðbrúnt að lit á einni hliðinni. EFTIRGRENNSLANIR HAFÐAR Kautokeinobúar gerðu flug- stöðinni í Bardufoss þegar aðvart um fyrirbæri þetta og hófust þeg- ar eftirgrennslanir um hvað þetta kynni að hafa verið. Yfirstjórn flugfélagsins Nord, hefur einnig tekið upp rannsókn á málinu. Aðalfundi sýslu- nefndar Veslur- Barðasfrandas. lokii á miðvikudag PATREKSFIRÐI, 15. maí: — S.l. mánudag lauk aðalfundi sýslu- nefndar Vestur-Barðastrandar- sýslu, sem settur var að sýslu- mannssetrinu Brattahlíð á Pat- reksfirði. Jóhann Skaítason sýslu maður setti fundinn og stjórnaði honum. Yms mál lágu fyrir og margar ályktanir voru gerðar, Má þar til nefna bygging héraðs- skóla, um rannsóknir á jarðhita- skilyrðum í sýslunni, raforkumál, byggingasamþykkt Vestur-Barða strandasýslu, endurreisn Skál- holts, vegamál o. fl. Aætluð sýslusjóðsgjöld hrepp- anna nema kr. 141,000,00, sýslu- vegasjóðsgjöld um kr. 105.000,00. Aðrar tekjur og eftirstöðvar frá fyrra ári kr. 53.000,00. Helztu út- gjaldaliðir eru þessir, til heil- brigðismála og rekstur sjúkra- hússins kr. 82,500,00 og til ný- bygging vega kr. 105.000,00. Skuldlausar eignir sýslusjóðs nema tæplega hálfri milljón kr. — Karl. Aðalfundur Félags ungra Sjálhfæðis- manna í Eyjum VESTMANNAEYJAR, 15. maí. — Félag ungra Sjálfstæðis- manna hér-í Eyjum hélt nýlega aðalfund sinn. Fráfarandi formaður, Jóhann Friðfinnsson, gaf ítarlega skýrslu um starf félagsins á liðnu ári, en það hafði verið mjög fjöl- breytt og þróttmikið. í stjórn félagsáns voru nú kjörnir: Þórarinn Þorsteinsson form., Sigfús Johnsen varaform , Theódór Georgsson ritari, Ragnar Hafliðason gjaldkeri og Heið- mundur Sigmundsson meðstjórn- andi. Félag ungra Sjálfstæðis- manna er eina starfandi stjórn- málafélagið meðal æskufólks hér í Vestmannaeyjum. Bj. Guðm. AKUREYRI, 15. maí: — Fyrri hluti vormó|s í frjálsum íþrótt- um forT’'ffam,á Akureyrarleik- vangi í dag. Veður var gott. A mótinu var sett eitt ísl. drengja- met og tvö Akureyrarmet. Helztu úrslit: 100 m hlaup: — 1. Leifur Tóm- asson, KA, 11,4 sek., 2. Stefán Hermannsson, MA, 11,4 sek. og ’ 3. Friðleifur Stefánsson, MA, 11,5 sek. . 1500 h mlaup: — 1. Einar Gunn laugsson, Þór, 4:25,4 mín., 2. I Kristinn Bergsson, Þór, 4:36,2 mín., 3. Ingimar Jónsson, KA, 4:42,0 mín. Stangarstökk: — Valgarður Sig urðsson, Þór, 3,45 m (Ak.-met). Þrístökk: — 1. Vilhj. Einarsson MA, 14,45 m. (ísl. drengjamet), 2. Friðleifur Stefánsson, MA, 13.G4 m. og 3. Hörður Lárusson, MA, 12,57 m. Spjótkast: — 1 Friðleifur Stef- ánsson, MA, 50,00 m., 2. Haukur Jakobsson, KA, 48,11 m. og 3. Pálmi Pálmason, Þór, 47,50 m. Vignir. Þessi mynd var tekin á meðan undirbúningur að finnsku iðnsýn- ingunni stóð yfir. Er verið að koma fyrir hinu stóra spjaldi (Finn- landskorti) við innganginn. — Þurfti að fá stiga-bíl lánaðan hjá slökkviliðinu við það vprk. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Mílumetin frá byrjun 1913 P. Jones USA .... 4:14 4 1915 Taber USA .......... 4:12,6 1923 Nurmi Finnland . . 4:10,4 1931 Ladomegue Frakkl. 4:09,2 1933 Lovelock N-Sjál. . . 4:07,6 1934 Cunningham USA 4:06,8 1937 Wooderson England 4:06,4 1942 G. Hágg Svíþjóð .. 4:06,2 1942 G. Hágg Svíþjóð .. 4:04,6 1943 Anderson Svíþjóð .. 4:02,6 1944 Anderson Svíþjóð .. 4:01,6 1945 G. Hágg Svíþjóð .. 4:01,4- 1954 Bannister Engl.. 3:59,4 (Sjá íþróttadálka á bls. 20) 831 barn í Barna- skóla Akureyrar AKUREYRI, 17. maí: — Barna- skóla Akureyrar var slitið hinn 13. maí að viðstöddum mörguro. gestum. j Skólastjóri, Hannes J. Magnús- son, flutti ýtarlega skýrslu uro. starf skólans síðastliðið ár. Alls i voru í skólanum í vetur 831 bam er skiptust í 32 deildir. 23 fastir ' kennarar eru við skólann og tveir stundakennarar. Við inntökupróf l 7 ára barna innrituðust í skólann. 180 börn, en 120 börn hverfa úr skólanum, svo að fjölgun á þessu eina ári verður um 60 börn. Gat skólastjóri þess að ný skólabygg- ing væri nú orðin svo knýjandi nauðsyn, að það þyldi enga bið» og er ekki séð hvernig hægt verð- ur að koma öllum þessum börn- um fyrir næsta vetur. Heilsufar í skólanum hefur ver- ið svo gott í vetur að fá dæmí munu slíks. Barnaprófi luku 118 börn. Þar af fengu 9 ágætiseinkunn, 86 1. einkunn og 21 2. einkunn. Við skólaslit var útbýtt þrennurrt bókaverðlaunum fyrir þrjár beztu ritgerðir við barnapróf, er bókaverzlun P. O. B. hefur ákveð ið að veita á hverju vori. Verð- laun þessi hlutu Ásgerður Ágústs dóttir, Hjörtur Pálsson og Þor- valdur Grétar Einarsson. Sunnudaginn 9. maí var í skól- anum sýning á handiðju barn- anna, skrift, teikningum og vinna bókum, og sótti hann mikill fjöldi bæjarbúa. BARNAKÓR TIL NOREGS Skömmu eftir áramót barst fyrirspurn frá Álasundi ura, hvort hugsanlegt væri að Barna- kór Akureyrar gæti komið til Álasunds um miðjan júní og sungið þar við opnun fiskimála- hátíðar. Var boðin ókeypis dvöl í Álasundi og margskonar fyrir- greiðsla. Var nú farið að athuga möguleika á að taka þessu tilboði og er nú ákveðið að 30 barna kótr fari til Noregs 12. júní n.k. með Gullfaxa og dvelji þar í hálfari mánuð. Með kórnum fara 3—4 kennarar. Að lokum afhenti skólastjóri barnaprófsskírteini, og kvaddi börnin með stuttri ræðu, og lauk ræðu sinni með þessum orðum; „Skólinn verður fátækari, þeg- ar þið hverfið héðan, en þjóðfé- lagið ríkara. Þannig á það að vera. Það á að vera hið mikla og göfuga hlutverk skólans að stuðla að því, að þjóðfélagið eignist sera flesta góða og nýta þegna.“ — H. Vald. Mikil umferð um SiglufjarSarskarð SIGLUFIRÐI, 15. maí: — Mikil umferð bíla er daglega um Siglu- fjarðarskarð, sem opnað var um daginn, hálfum öðrum mánuði fyrr en venjulega. — Munu reglu legar áætlunarferðir hingað hefj- ast í byrjun þessarar viku. — Mikil samgöngubót er að hægt skuli vera að opna Siglufjarðar- skarð svona snemma vors. — Stefán. 4 Y

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.