Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 24. febrúar 1961 60 erlendir gesf- ir á sjóstanga- veiðimót Gista í nýjum verbúðum í Eyjum ÁKVEÐIÐ hefur verið að teknar verði á leigu nýjar verbúðir Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum fyrir sjóstangaveiðimótið, sem halda á þar í júnímánuði í sumar, og eiga þátttakendur að búa í þessum verbúðum, að því er Sighvatur Bjarna- son, framkvæmdastj. Vinnslu stöðvarinnar, tjáði frétta- manni blaðsins. Gert er ráð fyrir að um 60 útlendingar komi á sjóstangaveiðimótið, um 40 Frakkar og 20 Eng- lendingar, auk Bandaríkja- manna af Keflavíkurflugvelli og íslendinga. í verbúðum Vinnslustöðvarinn- ar eru 30 íjögurra manna her- bergi á efri hæð út frá breiðum 60 m löngum gangi. f hverju herbergi er handlaug og 5 sturtu- böð eru á hæðinni. Er húsnæði þetta vandað og hið snyrtileg- asta. Mun eiga að laga eitthvað stigaganginn upp á hæðina fyr- ir mótið. Matsalur, þar sem á ver- tíð borða upp undir 200 manns, er í öðru húsi skammt frá og þar er rúmgott og vel útbúið eldhús. Verður þetta í fyrsta sinn sem verbúð í Eyjum verður notuð fyr- ir hótel fyrir erlenda gesti. f fyrra sváfu þarna um 90 fslend- ingar, meðan stóð á Lúðrasveitar móti í Eyjum. — Það er ekkert því til fyrirstöðu að þarna verði rekið sumarhótel, ef einhver vill taka að sér rekstur þess, sagði Sighvatur Bjarnason. Sjóstangaveiðimótið, sem hald- ið var í Vestmannaeyjum í fyrra- sumar vakti mikla athygli erlend- is. Sumir þeirra manna sem sóttu mótið í fyrra, hafa boðað komu sína aftur í sumar. Frakkarnir eru áhugasamastir. Hafa í vetur verið sýndar kvikmyndir frá Vest mannaeyjamótinu, haldnir fyrir- lestrar og skrifaðar greinar um það í sportblöð. Hafa alls um 40 útlendingar látið skrá sig á næsta mót. Steinar Júlíusson, umboðsmað- ur Flugfélagsins í Vestmannaeyj um, fór í haust á stangveiðimót í Danmörku til að kynna sér fram- Farsi harmleikur LONDON, 23. febr. (Reuter). — Formaður alþjóðasamtaka skipa- eigenda Sir Donald Andersen lýsti þeirri skoðun sinni í dag, að taka portúgalska skipsins ,,Santa Maria“ hefði verið „farsi, sem lauk með harmleik". Formaðurinn sagði, að sérhver menningarþjóð ætti að fordæma, án nokkurra undantekninga, slík- ar aðfarir. Hann sagði að samtök þau, sem hanh mælti fyrir, tækju enga afstöðu í stjórnmáladeilum Salazars einræðisherra í Portúgal og andstæðinga hans. Hann hugs- aði einungis um það, að einn af áhöfn skipsins hefði týnt lífi sínu vegna töku skipsins, þar sem hann var aðeins að gera skyldu sína, og að saklausir fanþegar og áhöfn hefðu verið hrelld á þessu ábyrgðarlausa stjórnmálabragði. Andersen lauk máli sínu með því að þetta hefði ekki verið hin kómíska ópera sem mörgum hefði virzt — þarna hefði verið lei-kinn farsi, sem reyndist harmleikur fyrir sjómanninn er aðeins gerði skyldu sína, og aðstandendur hans. kvæmd slíkra móta. Sjóstanga- veiðimönnum þykir mikil og góð veiðivon við Vestmannaeyjar og ættu slík mót að geta orðið fastur liðux hér á landi. Heildaraflí til 30. ndv.489,132 lestir SAMKVÆMT skýrslu frá Fiskifélagi íslands var heild- araflinn frá 1. jan. til 30. nóv. 1960, 489,132 lestir, þar af voru 1,870 lestir humar. Tog- arafiskur var samtals 107,359 lestir og bátafiskur 381,773 lestir. Á sama tímabili 1959 var heildaraflinn 528,722 lest- ir, humarafli var enginn. — Togarafiskur 146,128 lestir og bátafiskur 382,593 lestir. Af aflanum á tímabilinu 1. jan. til 30. nóv. 1960 voru 236,- 387 lestir þorskur, 127,550 lestir síld, 53,430 lestir karfi og 3Í,452 lestir ýsa. En á sama tímabili Fjórburar London, 23. febr., — Reuter). TASSFRÉTTASTOFAN skýrði frá því í dag, að 27 ára gömul kona, eiginkona rannsóknarmanns nokkurs, í borginni Masally í Azer- bejan, hefði eignast fjór- bura í dag. Móður og börnum líður vel. Fæðingin hafði gengið eðlilega og börnin, sem eru þrjár telpur og einn drengur öll 8—10 merkur á þyngd. Hjónin, sem áttu fyrir þrjú börn, hafa fengið styrk frá ríkinu. 1959, 220,678 lestir þorskur, 167,- 075 lestir síld, 94,948 lestir karfi og 16,399 lestir ýsa. Sundurliðað eftir verkunarað- ferðum fóru 23,851 lest þorsks í ís, 193,479 legtir í frystingu, 54,- 868 lestir í herzlu og 73,018 1 söltun; einnig fór töluvert til mjölvinnslu og neyzlu. Af síld- araflanum fóru 98,757 lestir í bræðslu, 20,881 í söltun; einnig nokkuð til frystingar og í ís. Allur skelfisksaflinn, 1,870 lest- ir fór í frystingu. Datt á rusla- fötuna GJÓGRI, Ströndum, 20. febr. — Sl. fimmtudag fór Sveinsína Gestsdóttir út með ruslafötu. Hálka var mikil og datt Sveins- ína á ruslafötuna með þeim af- leiðingum að hún rifbeinsbrotn- aði. Sveinsína er um sextugt og var líðan hennar í morgun eftir atvikum. Flugaldan hefur róið frá Djúpu vík síðan um miðjan janúar og fiskað 5-—8 þús. pund í róðri. Fiskurinn er saltaður og settur í skreið. Nóg atvinna er á Djúpuvík, meira að segja vantar fólk og konur fara í fisk eftir hádegi. Er það sjaldgæft um þetta leyti árs hér. — Regína. ENN voru mikil vetrarhlýindi um austanvert landið í gær, 9 stig á Egilsstöðum, en 5 stig á Möðrudal í 450 m hæð yfir sjó. Rigning var mikil víða í fyrrinótt, 33 mm á Hæli í Hreppum og jafnvel norður á Blönduósi var 7 mm rigning. Skilin, sem voru komin aust ur um mitt landið í gær, virt- ust ætla að snúa við og senda nýtt regnsvæði norður yfir landið. Smálægð sést suðvest- ur í hafi og fylgdi henni þrumuveður. Veðúrhorfur kl. 22 í gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin: NA kaldi og sumstaðar slydda í nótt. SA stinningskaldi eða allhvass og rigning á morgun. Breiðafj., Vestfirðir og mið- in: Hægviðri, síðan A eða SA stinningskaldi, skýjað. N-Iand og miðin: Hægviðri og dálítil rigning í nótt. SA stiningskaldi og skýjað á morg un. NA-land til SA-lands og miðin: SA kaldi og síðar all- hvass, rigning. Grœna lyftan LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnlr Grænu lyftuna í næstsíðasta sinn í kvöld kl. 8.30 og er það 39. sýn- ingin á þessum bráð- skemmtilega gamanleik. — Á myndinni eru þau Ámi Tryggvason og Helga Bach mann í hlutverkum sínum. Leita vopna Oran, Alsír, 23. febr. — (Reuter). TILKYNNT var af hálfu yfir- stjórnar franska sjóliðsins hér 1 dag, að lagt hefði verið hald á brezkt 6.275 lesta flutningaskip West Breeze, og það fært til hafn ar í Mers-El Kebir og gerð leit í 'því. Þótti Frökkum grunur leika á því, að skipið flytti vopn, er ætluð væru uppresinarmönnum, í Aisír. í gær var lagt hald á! annað skip, Anastasia frá Panama og gerð leit í því. Báðum skipunum hefur nú verið sleppt. Slíkar aðgerðir franska sjóliðs ins hafa verið allalgengar á síð- ustu árum og sætt miklum mót- mælum. Skip af ýmsum þjóðern hafa verið tekin á almennri sigl ingaleið og færð til hafnar til athugunar. Hafa margar þjóðir mótmælt þessu við Frakka og stundum jafnað slíku athæfi við „sjórán“. Frakkar segja það aft- ur á móti aðeins tímaibundnar löglegar varnaraðgerðir, |' Bre ytinyar á Heim- ilispóstínum BLAÐINU hefur borizt ein- tak af Heimilispóstinum, en allmiklar breytingar hafa orðið á þessu vikuriti í seinni tíð. Auk Baldurs Hólmgeirs- sonar hefur Steingrímur Sig- urðsson, sem var annar rit- stjóri Lífs og listar, verið ráðinn ritstjóri við ritið. Breytingarnar eru einkum fólgnar í því, að innlent efni hefur fengið aukið rúm í rit- inu. Birtast þar m. a. viðtöl og nýr þáttur er í ritinu um næt- urlífið í Reykjavík og umsagnir úr listalífinu í Reykjavík. — Þá mun í ráði, að Steingrímur Sig- [A NA /5 hnútor I / SV 50 hnútar X Snjókoma 9 Oíi \7 Sívrir K Þrumur 'W,IZ KuUaskil Hitoski/ H Hosi L * Lotqi Stormarastir í lofti ÞREÐJI fyrirlesturinn á vegum Svifflugfélags íslands verður í L kennslustofu háskólans kl. 2 e.h. n.k. sunnudag þann 26. þ.m. Jónas Jakobsson veðurfræðingur flytur þennan fyrirlestur sem fjalia mun um ýms forvitnileg veðurfyrirbæri, sem flest eru not hæf til svifflugiðkana Hinir tveir fyrirlestrar Svifflugfélags- ins sem einnig voru haldnir í háskólanum voru mjög vel sóttir. Þeir voru flutjir af Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóra og Þor- birni Sigurgeirssyni prófessor. urðsson riti bókmenntagagnrýni í ritið. Ritið mun einnig hafa bæjarfréttir á boðstólunum, auls ástarsagna, leikarafrétta og ann- ars, sem þykir ómissandi í viku- ritum. H Að sögn ritstjóranna tveggja eru þeir á hnotskóg eftir öllu, sem varðar fólk og áhugaefni þess, svo blaðið geti orðið við allra hæfi. Borgfirðinga- félagið 15 ára A LAUGARDAGINN minnist Borgfirðingafélagið í Reykjavík fimmtán ára afmælis síns með samkomu í Sjálfstæðishúsinu með fjölbreyttri dagskrá. Borgfirðingafélagið mun vera eitt fjölmennasta átthagafélgg i Reykjavík. Starfsemi þess stendi ur með miklum blóma, og hef- ur það, sem vænta má, látið til sín taká ýmis málefni, sem varða Borgarfjarðarhérað, auk félagslegrar starfsemi í höfuð- staðnum. 1 því sambandi má minna á héraðskvikmynd, fram- lag til íþróttavalla og ömefna- söfnun, svo að einhverra atriða í starfsemi félagsins sé minnzt, Fyrstu 11 árin var Eyjólfur Jóhannsson frá Sveinatungu formaður Borgfirðingafélagsins, og naut félagið ágætarar skipu- lagshæfni hans. Núverandi for- maður Borgfirðingafélagsins er Guðmundur Illugason frá Skóg- um í Flókadal. Hindrun rutt úr vegi Nýju Delhi, 23. febr. (Reuter) JAWAHARLAL Nehru, for- sætisráöherra Indlands, skýrði neðri deild þingsins svo frá í dag, að með síðustu samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna í Kongómálinu væri rutt úr vegi hindrun þess, að Ind- verjar sendu herlið til aðstoðar samtökunum í Kongó. Hann sagði, að með því, að Öryggisráðið hefði heimilað stjórn Sameinuðu þjóðanna að beita valdi, ef nauðsyn krefði, til þess að hindra borgarastyrj- öld, hefðu mjög aukizt líkur fyr ir því að stefna SÞ bæri sigur af hólrni. Mundi því stjórn Ind- lands taka til vinsamlegrar at- hugunar að senda hermenn til liðs við Saeinuðu þjóðirnar. — Áður hafði Lakshmi Menon, varautanríkisráðherra, skýrt svo frá, að Hammarskjöld hefði ósk- að eftir að Indverjar legðu sam- tökunum til eina herdeild til starfa í Kongó. Tóbok og ófengí eitt FRUMVARP ríkisstjórnarlnn ar um sameiningu Áfengis- verzlunar ríkisins og Tóbaks- einkasölu ríkisins var afgreitt sem lög frá Alþingi á fundi neðri deildar í gær. Aðalinn- tak frv. er sem kunnugt er það, að rekstur Tóbakseinka sölunnar og Áfengisverzlunar innar er settur undir eina og sömu stjórn með einum for- stjóra fyrir báðar stofnanirn ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.