Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 16
(
16
MORCUHBl AÐIÐ
Föstudagur 24. febrúar 1961
Ný sending af þessum eftirsóttu skrám
með kúluhúnum komin.
Margir litir og gerðir
Fást í eftirtöldum verzlunum:
Byggingavörur hf., Laugavegi 178, Reykjavík
Járnvöruverzl. J. B. Pétursson, Ægisg. 4 Reykjavík
Slippfél. í Reykjavík h.f., Mýrargötu, Revkjavík
Verzlunin Háaleiti s.f., Keflavík.
Kaupfélag S-Borgfirðinga, Akranesi.
Byggingavöruverzl. Tómas Björnsson, Akureyri.
Umboðsmenn fyrir WESTERN LOCK MFG. CO.
K.* Þorslemsson & Co. Tryggvagötu 10 — Sími 19340
Nútíma fólk vill nýtízku vörur
3|a herbergja íbuð
Til sölu er skemptileg 3ja herbergja íbúð í húsi við
Ásgarð. fbúðin er seld tilbúin undir tréverk eða
öðru ástandi eftir samkomulagi. Hitaveita. Allar
verzlanir rétt hjá. Bílskúrsréttindi. Fagurt útsýni.
ÁRNI STEFÁNSSON, hdl.,
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Símar: 14314.
Camlar bœkur
í dag hefst útsala á mörg hundruð görnlum
bókum, pésum og bæklingum.
Aðeins eitt eintak af hevrri bók.
Bókaverzlun StefánsStefánssonar hf.
Laugavegi 8 — Sími 19850
Olíukynditœki
Höfum fengið nýja cend-
ingu af hinu margeftir-
spurðu Oil-O-Matic lág-
þrýsti kynditækjum.
Pantanir óskast sóttar
strax.
Gísii Jónsson & to.
Véla- og varahlutaverzlun
Ægisgötu 10
Sími 11740
2
LESBÖK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
svo Ijónið gat ekki velt
henni um koll.
Ljónið teygði sig nið-
ur yfir tunnubotninn og
reyndi að ná manninum
með klónum. — En til
allrar hamingju var
tunnan svo djúp og
þröng að ofan, að það
náði aðeins fáeinum
fatatægjum og skinn-
flyksum, en fékk varla
nokkra agnarögn af
mannakjöti. Það varð
því að snauta burt og
hætta við svo búið.
Maðurinn varð fljótt
jafngóður aftur, en lítið
vildi hann tala um ljóna-
veiðar sínar.
Völundarhús
Inni í þessu
völundarhúsi
eru n o k k r ar
skeljar og kuf-
ungar, og hver
veit, nema þar
sé líka fólginn
fjársjóður.
Hver verður
fyrstur að kom
ast alla leið og
| f i n n a stytztu
leiðina0
Kæra Lesbók!
Þakka þér fyrir allar
sögurnar og skrítlurnar.
Eg sendi þér sögu um
ferðina, sem við fórum að
Sjöundá. Rauður —, það
er traktorinn hans pabba.
Eg er 8 ára gamall og á
heima á Móbergi, Rauða-
sandi, Barðaströnd.
Við byrjuðum að klippa
Lesbókina út úr Morgun-
blaðinu, þegar fyrsía' ftiao
ið kom, haustið 1959. Síð-
an höfum við alltaf safn-
að henni.
Mér þykir mest gaman
að Grettissögu og Æsir og
ásatrú. Það er afar gaman
að þeim.„ _ *____. .
Vertu svo blessuð og
sæl.
G. Júlíusson, 8 ára.
★
Lesbókin þakkar þér
kærlega f y ri r þetta
skemmtilega bréf.
Sagan þín um ferðina
að Sjöundá er því miður
of löng til þpss að við get
um birt hana. En hún er
skemmtileg og sýnir, að
þú hefur augun opin fyr-
ir því, sem þér finnst í
frásögur færandi.
Með beztu kveðju.
Lesbók barnanna.
Kæra Lesbók!
Ég þakka þér allar
skemmtilegu sögurnar og
ætla að senda þér nokkr-
ar gátur:
1. Hvað þarf marga
nagla í þann hóf, sem vel
er járnaður?
2. Hvað er það, sem er
jafn mikið, bæði úti og
inni?
3. Hvað er það, sem þú
hefur á hægri hönd, hvort
sem þú ferð frá austri til
vesturs eða vestri til aust-
urs?
4. Hvað er það, sem þú
hefur oft meðferðis, en
sólin getur aldrei skinið
á?
Gréta Húnfjörð, 9 ára,
Efra-Velli, Gaulverja-
bæjarhr., Árn.
Ráðningar
Gátur úr 6. blaði
1. Valur (V=rómversk-
ir fimm).
2. Árós — Rós.
3. Eyþór — Þórey.
Klukkan
Hvað var klukkan: Hún
var hálf tvö, þegar maður
inn heyrði hann slá í síð-
asta skiptið. Hann hafði
vaknað við síðasta klukku
slagið, þegar hún sló tólf,
og svo heyrt hana slá eitt
högg í hvert sinn, þegar
hún var hálf eitt. eitt og
og hálf tvö.
J. F. COOPER
SfÐASTI MIÍHlkAMM
trúa, að þeir væru svo
illa staddir. „Við hljótum
að finna einhverja undan-
komuleið", sagði hann.
„Flýið inn í skóginn",
sagði Córa. ,Látið yður
ekki detta í hug að húr-
onarnir mundu missa' af
okkur þar“, sagði Fálka
auga. „Einasta vonin til
að sleppa á flótta héðan,
er að synda niður eftir
fijótinu".
„Já, en gerið það þá“,
hrópaði Córa. ,Reynið að
komast til föður míns,
segið honum að dætur
hans hafi verið teknar
til fanga af húronunum
og biðjið hann að senda
hjálp!
Með hugrekki sínu og
sannfæringu gat Córa
loks talið mennina á sitt
mál. Einn eftir annan
laumuðust þeir hljóð-
laust niður í fljótið og
hurfu burt óséðir af
fjandmönnum sínum.
Córa og Alica fóru inn
í hellinn. Nú voru þær
einar eftir með Heyward
og söngvaranum, sem
ennþá var meðvitunar-
laus.
15. Indíánarnir, sem
lágu í launsátri, urðu óðir
af bræði, þegar þeir sáu,
hvernig fór fyrir þeirra
mönnum og sendu ákafa
kúlnahrið ýfir eyjuna.
Heyward þakkaði Uncasi
fyrir að hafa bjargað sér
úr bráðum lífsháska, en
Fálkaauga sagði: „Uncas
er ekki óvanur þess háttar
björgunarstörfum. Að
minnsta kosti fimm sinn-
um á ég honum líf mitt
að launa“.
Fálkaauga bað nú Unc-
as að sækja í flýti niður
í bátinn allt það, sem
þeir áttu eftir af skotfær-
um. Litlu síðar heyrðu
þeir reiðióp frá Uncasi og
í sömu svipan sáu þeir sér
til mikillar skelfingar, að
bátinn með hinum dýr-
mæta farmi, rak hratt nið
ur eftir fljótinu. Húroni
hafði ýtt honum út í
strauminn og félagar
hans á bakkanum rák
upp ánægjuóp yfir þessu
vel heppnaða bragði. Án
skotfæra voru þrír beztu
rifflarnir í skóginum ekki
meira Virði en birkilurk-
ar. „Þetta var það versta,
sem fyrir gat kornið",
sagði Fálkaauga. „Að-
staða okkar er vonlaus.
Við getum þess vegna gef-
ist upp strax“.
16. Heyward vildi ekki