Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 3
 Föstudagur 24. febrúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 3 r ■ MIKILL vöxtur hefur hlaupið í ár í hlýviðrinu undanfarið —■ eins og nánar er skýrt frá í blaðinu í dag. Blaðið fregnaði í gær, að brúin yfir Laxá í Hsekingsdal í Kjós væri í hættu, vegna þess að mikill vöxtur hefði hlaupið í ána og vatnsflaumurinn grafið undan uppistöðum hennar. Frétta- menn frá blaðinu komu á stað- inn um miðjan dag og virtu fyrir sér vegsummerki. Eng- inn maður var á staðnum, en bílar frá Vegagerð íkisins voru á leiðinni í bæinn. Ekkert virt- ist athugavert við brúna, þeg- ar ekið var að henni sunnan megin, en þegar fréttamenn- irnir gengu út á hana, birtist um 10 metra skarð, sem áin hafði grafið í veginn norðan við brúna. Áin var mjög breið og straummikil á þessum stað .Dráttarvél og kaðalspotti voru bjargráð BRUI HÆTTU og greinilegt, að vatnsflaum- urinn gróf án afláts undan stöplinum norðan megin við brúna. Vængurin vestan meg- in nam enn við veginn, því áin hafði ekki brotizt þar í gegn, heldur grafið sig undir miðjan stöpulinn og rifið með sér mölina úr veginum þá leið. Á veginum hinum megin við skarðið gat að líta tvær drátt- arvélar og var kaðall strekkt ur úr annari þeirra yfir í brú- arriðið og tveir steinar höfðu verið settir aftan við hjólin, svo engu var líkara en þetta væri gert til þess að halda brúnni á réttum stað. Þetta var fréttamönnunum mikil ráðgáta, þar til þeir náðu tali af Birgi Hannessyni bóndi í Hlíðarási, sem annar tveggja bæja í Hækingsdal. Hann kvaðst hafa bundið kaðalinn úr dráttarvélinni yf- ir í brúna til að flytja mjólk- urbrúsana yfir. Ekkert vað er þarna á ánni, svo bílar komast ekki að Hlíðarási og Hækings- dal fyrr en gert hefur verið við veginn. Birgir sagði að von væri á ýtu frá Vegagerð ríkis- ins, sem ætti að gera nýjan farveg fyrir ána. Síðan ætti . . . og afleiðing flóðanna. Andvígir frum- varpi um síldar- útvegsnefnd SIGLUFIRÐI, 23. febr. — Félag síldarsaltenda á Siglufirði sam- þykkti eftirfarandi tillögu ein- í'óma á fundi sínum fyrir skömmu: Fundur síldarsaltenda á Siglu- firði, haldinn 17. 2. 1961, lýsir sig andvígan frumvarpi til laga um síldarútvegsnefnd o. fl., mál 190, skjal 367. Telur fundurinn að breyting sú, sem lagafrum- varpið gerir ráð fyrir, sé sízt til bóta og myndi auk þess tefja fyrir því að ákjósanlegasta lausnin í þessu máli fáist, en það eru frjáls sölusamtök síld- ararsaltenda. að stífla árfarveginn, meðan gert væri við skemmdirnar. Það sama var gert, þegar brú- in var byggð í fyrrasumar. Þetta er sem sagt fyrsti vetur- inn, sem áin er brúuð á þess- um stað. Áður fékk hún að renna eins og hana lysti. Birg- 104 féllu í bardögum Algeirsborg, 23. febr. (Reuter) í G Æ R kom til bardaga milli ir sagði að mikill vöxtur hlypi % franskra hermanna og uppreisn- - — — f 1_______ ____ 1 Ji _ O O n VI * 1 n 1 VI /I r% lvt mttll oft í ána á veturna, en þetta keyrði þó úr hófi. — Það gera <; hlýindin, bara að hann fari nú að kólna, a. m. k. í bili, sagði Birgir. Ég er hálfhræddur um að þeir komist ekki með ýt- una yfir ána, fyrr en hún minnkar. armanna nærri landamærum Alsír og Marokkó. Féllu 96 upp- reisnarmenn og 42 voru teknir höndum. Skömmu áður hafði komið til bardaga á landamær- um Alsír og Túnis. Einnig féllu í bardögum þessum átta fransk- ir hermenn og fimmtán særðust. Fióðið hefur gert brúna að eyju. 1 dag sprakk sprengja úti fyrir dómhúsi Algeirsborgar, með þeim afleiðingum að einn veggur byggingarinnar skemmd ist verulega og hluti þaksins hrundi. Enginn mun hafa látið lífið í sprengingu þessari. Sprengingin varð snemma í morgun meðan íbúar voru enn í svefni, en fólk vaknaði í meira en mílu fjarlægð og rúður brotn uðu í nærliggjandi húsum. Slíkar sprengingar hafa verið algengar um langt skeið í Algeirsborg, en hafa aukizt all- verulega síðustu vikur. Her- menn og lögregla vinna að rann sókn málsins, en talið er víst að evrópskir öfgamenn standi fyrir sprengingunum og séu þær lið- ur í baráttu þeirra gegn fram- göngu stefnu de Gaulle í Alsír- málinu. Vann 38 skákir af 45 EGILSSTÖÐUM, 23. febr. Frey steinn Þorbergsson tefldi fjöl- tefli í barnaskólanum hér á Eg ilsstöðum í fyrradag. Tefldi hann 45 skákir, vann 38, tapaði tveim ur og gerði 5 jafntefli. Hér er sumarblíða, vegir auð ir, en færð á þeim farin að þyngj ast vegna aurbleytu. —A.B. I S T\K S T EI \ A R Óttast afleiðingar gerða sinna Auðsætt er nú af Tímanum, al Framsóknarmenn eru farnir aS óttast afleiðingar gerða simuu Þeir eru orðnir hræddir við nið- urifsbandalag sitt með kommút- istum. Eins og alþjóð er kunnugt, hafa kommúnistar og Framsókn- armenn staðið hlið við hlið í öH- um tilraunum til verkfalla oc vinnudeilna undanfarnar vikur. Tíminn hefur talað um það á degi hverjum, að ekkert sé nú nauð- synlegra en kauphækkanir, cnda þótt leiðtogar Framsóknarflokks- ins viti eins vel eins og aðrir, sl af þeim myndi leiða nýtt kapp- hlaup milli kaupgjalds og verð- lags og nýja verðbólguöldu yfir þjóðina. „Eftir hverju er beðið?“ Timinn birtir í gær forystu- grein undir þessari fyrirsögn. Á- telur hann þar ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa „ekki sýnt neina viðleitni í þá átt að skipa sáttanefnd til aðstoðar sáttasemj- ara eins og venja hefur verið í öllum meiriháttar kaupdeilum“. Framsóknarmenn sjá, að hið póli tíska verkfall þeirra og kommún ista í Vestmannaeyjum er ekki aðeins óvinsælt þar í byggðarlag- inu, heldur og um allt land. Þjóð- in gerir sér ljóst, að niðurrifs- bandalag Framsóknar og komm- únista hefur gert eitt þróttmesta framleiðslubyggðarlag landsins að tilraunakanínu öfgastefnu sinn ar. Það veit öll þjóðin, hvað er að gerast í Vestmannaeyjum. Kommúnistar og Framsóknar- menn hugðust brjóta þar skarð í múrinn, knýja þar fram kaup- hækkanir, sem vitað er að fram- leiðslan rís ekki undir og sem ó- hjákvæmilega hljóta að hafa í för með sér aukinn hallarekstur framleiðslutækjanna. Tímamenn og kommúnistar eru nú farnir að óttast að þeir bíði ósigur í þessu verkfalli. Þá rjúka þeir upp og kenna rikisstjórn- inni um allt saman. Verkfallið sé henni að kenna. Hún hafi ekki einu sinni fengizt til þess að skipa sáttanefnd til þess að reyna að leysa deiluna!! Þar liggur fiskur undir steini Allir vita, að sáttasemjari rík- isins hefur gert sitt til þess að reyna að leysa vinnudeilurnar í Vestmannaeyjum, ekki síður en aðrar deilur. Þær hafa hinsvegar reynzt erfiðari viðfangs þar en í nokkru öðru byggðarlagi, þar sem komið hefur til átaka um kaup og kjör á þessum vetri. Á- stæða þess er einfaldlega sú, að Framsóknarmenn og kommúnist- ar, niðurrifsbandalagið, hefur frá upphafi ákveðið að ekki skuU samið um neitt í Vestmannaeyj- um annað en verulega grunn- kaupshækkun. Þar liggur fiskur undir steini. Mig með, sögðu hrossataðskögglarnir Tíminn er fokreiður yfir þvi i gær, að Morgunblaðið hafi skýrt frá því að kommúnistar hafi beð- ið ósigur í stjórnarkosningum ný- lega í Hinu íslenzka prentarafél- agi. Þetta sé misskilningur, segir Tíminn, „átta andstæðingar nú- verandi stjórnar félagsins“ voru í kjöri og „eru þrír þeirra Fram- sóknarmenn, einn óháður og f jór- ir kommúnistar“. Mig með, sögðu hrossataðs- kögglarnir. Framsóknarmönnum er sannarlega ekki of gott að láta það koma í ljós að þeir stóðta að sameiginlegu framboði með kommúnistum í Hinu islenzka prentarafélagi, og eiga sinn þátt í ósigri hins sameiginlega fram- boðslista niðurrifsbandalagsiiM þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.