Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. febrúar 1961 MOnrinshLAÐiÐ 11 Þorsteinn Þorsteinsson alþingismaður — Minning í DAG verður Þorsteinn Þor- steinsson fyrrv. alþingismaður og sýslumaður Dalamanna, bor inn til moldar. Hann andaðist að kvöldi dags hinn 15. þ. m. Þorsteinn sýslumaður, en svo var hann oftast nefndur, jafn- vel eftir að hann lét af sýslu. mannsembætti, var fæ-ddur á þorláksmessudag, hinn 23. des ember 1884, að Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Var hann af góðu foergi brotinn. — Foreldrar hans voru Þorsteinn hreppstj. Davíðs- son og kona hans, Guðrún Guð mundsdóttir. Á höfuðbólinu Arn- bjargarlæk ólst Þorsteinn upp Ihjá foreldrum sínum. Var hann látinn ganga menntaveginn og lauk stúdentsprófi árið 1910. Cand. juris frá Háskóla íslands varð hann 18. júní 1914.. Að afloknu lögfræðiprófi fékkst Þorsteinn við ýmis kon ar lögfræðistörf um þriggja ára skeið, var m.a. um stund settur sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en stundaði jþó jafnframt sveitavinnu á sumrum. Var hann vel kröftum búinn til allrar vinnu og vaskur glímumaður á þessum árum. Yfirréttarmálaflutningsmaður í Reykjavík varð hann 3. sept. 1914. Þá starfaði hann einnig í fjármáladeild Stjórnarráðs fs- lands frá 1. okt. 1917 til 31. júlí 1920, en á þeim árum var hann ium stundarsakir settur bæjar- fógeti á Seyðisfirði og sýslumað ur í Norður-Múlasýslu og enn- fremur um tima í Árnessýslu. Hinn 31. júlí 1920 var Þorsteinn settur sýslumaður í Dalasýslu, en skipaður í það embætti 1. júlí 1921. Hann var sýslumað ur Dalamanna samfleytt í þrjá og hálfan áratug, eða þar til hann lét af embætti fyrir aldurs sakir á árinu 1955. f embætti sinu sat Þorsteinn lengst af á friðarstóli sem farsæll og reglu samur embættismaður og undi vel hag sínum. Ávann sér traust og vináttu fjölmargra þegna sinna. Á Alþingi sat Þorsteinn um 20 ár, frá 1933—1953, lengst af þingmaður Dalamanna en nokk ur ár landskjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Á þeim vett vangi naut hann sem annars staðar trausts og viðurkenningar. Voru honum falin fjölmörg trún aðarstörf innan þings og utan. Var hann t.d. um skeið forseti Efri deildar Alþingis. Ennfrem- ur átti hann lengi sæti í banka ráði Búnaðarbanka fslands, eft irlitsnefnd opinberra sjóða, út hlutunarnefnd listamannalauna o. fl. Á þingi var hann sem eha jþéttur fyrir og ötull við að Ikoma áhugamálum sínum á fiam færi og í framkvæmd. Lét hann einkum landbúnaðarmál til sín taka, svó og fjármál, enda hygg inn maður og hagsýnn. Áhugi á búskap og ræktunar málum var Þorsteini í b!óð bor inn. Er hann tók við sýslumanns embætti í Dalasýslu, hóf hann jafnframt búskap á höfuðbólinu Staðarfelli á Fellsströnd. Bjó hann þar í 6 ár. Síðar rak hann um skeið búskap í Sælingsdals fungu og loks á Fjósum í Baxár dal, en þá jörð hafði hann í ábúð unz hann lét af embætti. Þor- steinn var stjðmarnefndarmaður í Búnaðarsambandi Dala og Snæ fellsness frá 1932—1945. Þá átti hann sæti á Búnaðarþingi í mörg ár. Á sextugs afmæli Þorsteins stofnuðu þau sýslumannshjónin í Búðardal Jarðræktarsjóð Dala sýslu af eigin framiagi. Tilgang ur sjóðsins er sá a<5 styrkja Dala menn til hvers konar fram- kvæmda, er að gagni mega koma til eflingar jarðrækt innan sýsl unnar, svo sem verkfærakaupa ©g girðinga, með verðlauna- (greiðslu fyrir jarðræktarfram- ] kvæmdir, en þó einkum til þess, ,að bændur geri hentug skýli (geymsluhús) yfir búvélar sín ar og verkfæri. — Þannig var rfektun landsins honum einatt hugstætt áhugamál. Þá er vitað að skógræktin átti formælanda og stuðningsmann, þar sem Þor- steinn var. Að sjálfsögðu verða ótalin fjöl mörg störf, sem Þorsteinn innti af höndum innanhéraðs og utan og til heilla horfðu. Þess skal þó enn geta, að hann var for- maður skólaráðs Húsmæðraskól ans að Staðarfelli 1939—1946, og í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu átti hann sæti um 20 ár, og var stjórnarformaður síðasta ára- tuginn, sem hann dvaldist í Döl- um. Ekki verður Þorsteins getið sem vert er án þess að minnast um leið nokkrum orðum eigin konu hans, frú Áslaugar Lárus dóttur, sem látin er fyrir nokkr um árum. Gengu þau í hjóna- band árið 1922. Frú Áslaug var dóitir síra Lárusar Benedikts- sonar, prests í Selárdal, systir sæmdarmannsins Olafs Lárus- sonar, prófessors, sem er nýlát- inn. Má með sanni segja, að frú Áslaug hafi verið eiginmanni sínum stoð og styrkur meðan hennar naut við. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en börn nákomin þeim að frændsemi dvöldust oftsinnis hjá þeim og nutu umhyggju þeirra. Þá er enn ógetið ritstarfa Þor steins sýslumanns og bókasöfn unar. Á því sviði var hann fyrir löngu orðinn þjóðkunnur mað ur. Hann átti eitt merkasta og verðmætasta bókasafn í einka- eign á íslandi. Hafði hann safn að til þess af mikilli kostgæfni svo áratugum skipti og gætti þess sem sjáaldurs augna sinna. Var honum sýnt um ytra útlit bóka, en bar eigi að síður gott skyn á efni þeirra og innihald. Var prýðilega að sér í þjóðlegum fræðum og sögufróður vel. Þor- steinn var bréfafélagi í Vísinda félagi íslendinga 1944 og síðan. A ritsmfðum Þorsteins sfeal aðeins getið ævisögu Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns, er hanr, samdi; ágrips af landbúnaðar- sögu Dala — og Snæfellsness og ritgerðar þeirrar um Dalasýslu, er hann reit í Árbók Ferðafélags fslands 1947. Er það hið hand- hægasta yfirlitsrit um Dalahérað ritað á kjarngóðu máli. Ég kynntist Þorsteini sýslu manni lítið fyrr en hin síðustu ár, en hann var aldavinur for eldra minna og fleiri skyld menna. Undanfarin ár bar fund um okkar oft saman. Hafði ég jafnan mikla ánægju af að hitta hann. Var hánn löngum góður heim að sækja, gestírisinn og glaðvær, og hafði ævinlega marg víslegEm fróðleik og hnyttirði á hraðbergi. Þegar Þorsteinn sýslumaður lét af embætti fluttist hann til Reykjavíkur og bjó að Tjarnar götu 44 hin síðustu æviár. Þang að sóttu hann heim margir Dala menn. vinir og samherjar frá liðnum árum, sem vanir voru að leita til hans um vandkvæði sín og áhugamál. Spurði Þorsteinn þá margs að vestan og fylgdist vel með öllu, sem þar gerðist. Með Þorsteini sýslumanni er merkur og sérstæður persónu- leiki til moldar genginn. Fyrir hönd sýslubúa sendi ég honum hinztu kveðju. Er ég þess full viss, að minningin um hann og konu hans mun lengi lifa í hug- um Dalamanna. Friðjón Þórðarsoir t t t Þorsteinn Þorsteinsson fyrrv. sýslumaður í Dalasýslu er bor inn til grafar í dag frá Dómkirkj unni í Reykjavík. Hann lézt í Landakotsspítalanum hinn 15. þ. m., 76 ára að aldri. Við frá fall hans er merkur maður til moldar genginn. Hann hafði á hendi opinbert embætti um langt árabil, gegndi samhliða því öðrum margþættum opinberum störfum og rak umsvifamikla at vinnu, búskap, um langt skeið. Auk þess var hann prýðilega ritfær og mikill fræðimaður. að taka því boði. Þá sýndu Dala menn, að hugur þeirra til sýslu mannsins var enn óbreyttur. Hann fékk almennar áskoranir frá héraðsbúum að hverfa frá þeirri ráðabreytni og fara hveigi og varð hann við þeim óskum. Auk þess að gegna sýslumanns embættinu og stunda bú- skap fyrst framan af á tveimur jörðum samtímis, tók Þorsteinn sýslumaður mikinn þátt í opin berum málum og kom víða við. Hann bauð sig fram við Alþmg iskosningar 1933 og sýndu þá Dalamenn, að þeir höfðu ekki glatað trausti sínu á sýslumann inum. Hann náði kosningu og igekk eftir það með sigur af Liggur eftir hann fjöldi greína í blöðum og tímaritum. Hann rit aði og gaf út æfisögu Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns. Um landbúnað í Dalasýslu og Snæ- fellsnesi fram um miðja 19. öld. Bændaför Dala- og Snæfellsness. ■St'aða. og landfræðilýsinga,r í Árbók Ferðafélags fslands, o.fl. Var honum sérlega sýnt um að koma fyrir miklu efni í stuttu máli. Þorsteinn sýslumaður tók við sýlumannsembætti í Dalasýslu árið 1920 og gegndi því sam- fleytt í 35 ár, eða lengur .en nokk ur annar fyrirrennara hans, að undanteknum Magnúsi sýsiu- manni Ketilssyni á Skarði. Dvaldi Þorsteinn öll manndóms og þroskaár sín í Dalasýslu, enda mátti oft á honum skilja, að hann var orðinn afarsamgró inn Dalamönnum, enda þótt sterk bönd tengdu hann jafnan átthög un/um, hinu fagra Borgarfjarð arhéraði. Erfiðir tímar voru fyrir alla afkomu almennings, þegar Þor steinn sýslumaður tók við Dala sýslu. Harðindi voru nýáfstaðin, verðfall var á framleiðsluvörum og fjárkreppa í aðsigi, er síðar þrengdi mjög kost almennings. Þá kom sér vel, að sýslumaður- inn var hagsýnn í fjármálum og gætinn. Hann kom fjármálum sýslufélagsins fljótlega á traust an grundvöll og sýndi þegar mik inn áhuga á framfaramálum hér aðsins, sérstaklega samgöngu- málum og verðlagsmálum land- búnaðarins. Dalamenn báru því fljótlega óskorað traust til hins unga sýslumanns síns og fóru þess á leit ,með almennum undir skriftum, við hlutaðeigandi stjórn arvöld, að hann yrði skipaður í sýslumannsembættið, en hann hafði verið settur til að gegna því um sundarsakir. Hið ó- skipta traust héraðsbúa, er fram kom í upphafi, hélzt alla embætt istíð Þorsteins sýslumanns. Tuttugu árum síðar átti hann kost á rólegu en vellaunuðu em bætti í Reykjavík og mun hafa verið um skeið á báðum áttum Þorsteinn Þorsteins- son. hólmi við alþingiskosningar í mörg ár, þó sendu andstöðuflokk ar hans enga meðalmenn honum til höfuðs, en persónufylgi Þor steins og vinsældir voru þung á metunum. Á alþingi gerðist hann 'brátt umsvifa- og atkvæðamikill, starfaði þar í fjölmörgum nefnd um, m.a. fjárveitinganefnd um árabil. Þá var hann forseti Efri deildar árin 1946 til 1947. Það er hægt að skrifa langt mál um Þorstein sýslumann og hin margþættu opinberu störf hans, enda veit ég að aðrir munu verða til þess, svo að ég sleppi að fara ránar út í það. En ég hef; margs að minnast frá liðr. um árum eftir meira en 3C ára ní ið og ánægjutcgt samstarf við hann. Þorsteinn sýslumaður var mik ill reglumaður í allri embættis færslu og krafðist slíks hins sama af öðrum sem undir hann voru gefnir. í skrifstofu hans var jafnan allt í röð og reglu, enda gekk hann ríkt eftir að svo væri. Hann var ágætur hús bóndi og yfirmaður, er jafnan sýndi umburðarlyndi og vildi laga og bæta það, er miður fór, ef hann fann, að starfsfólk hans gerði sitt bezta til að rækja störf sín vel. En kærúleysi og léttúð í störfum gat hann aldrei þolað. Hins vegar dró hann enga dul á, ef honum fannst eitthvað vel gert, en varð þá ánægður mjög og fór um það viðurkenningar- orðum. Þorsteinn sýslumaður var mik ill að vallarsýn og sópaði að hon um í dómarasæti. í framkomu var hann yfirlætislaus og mjög fjarri því að sýna nokkru sinni embættishroka eða steigurlæti. Sumum kann, ef til vill, að hafa fundizt hann hrjúfur á yfirborð inu og lítt aðgengilegur, en svo var ekki við nánari kynni. Hann var oft léttur í máli og fund- vís á létta kímni og græzku- laust gaman og varð þá oft eink ar orðheppinn. Dóma og úrskurði íhugaði Þorsteinn sýslumaður rækilega, enda stóðust þeir vel gagnrýnýi og athugasemdir á hærri stöð- um og mun þeim sjaldan hafa verið breytt. En hann var jafn framt mildur dómari og mann_ úðlegur. Ég minnist þess, er ég var eitt sinn viðstaddur réttar- höld hjá honum. Eitt réttarviOi ið var ungur maður, sem varð mjög miður sin, er hann skyldi svaiæ spurningum dómarans. Ég »iun aldrei gleyma föðurlegri samúð sýslumannsins eða því hvernig hann hagaði spurning- um sínum, af drengilegri mann úð og umburðarlyndi. Þorsteinn Þorsteinsson, sýslu- maður, var kvæntur Áslaugu Lárusdóttur prests í Selárdal, hinni mætustu konu. Hún bjó manni sínum friðsælt og fagurt ‘heimili, þar sem gestrisni og höfðingslund skipuðu öndvegi og þar sem ætíð var jafnánægjulegt að koma. Frú Áslaug lézt í októ bermánuði 1956. Sýslumaður tók lát hennar mjög nærri sér og mun aldrei hafa náð sér að fullu eftir missi hennar, enda fór þá heilsu hans mjög að hnigna. Síðustu árin bjó hann í Tjarn argötu 44 í Reykjavík og naut þar frábærrar aðhlynningar Ingveldar Elímundardóttur, en hún hafði verið þjónustustúlka isýslumannshjénanna að mestu leyti síðustu þrjátiu árin. Hún annaðist sýslumann af stakri um hyggju, er varð honum ómetan leg eins og á stóð. Vinir hans og ættingjar þakka henni fórnfúst og óeigingjarnt starf nú, að leið arlokum. Þessi kveðjuorð eru hinzta kveðja okkar hjónanna til þin, látni vinur, með innilegri þökk fyrir órofatryggð og ógleyman- legar ánægjustundir. Þú trúðir á sigur lífsins og því vil ég kveöja þig að síðustu með orð um Jónasar Hallgrímssonar: „Sízt vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda. Það kemur ekki mál við mig. Flýt þér vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðboðans, og fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geirn". Sigrtryggur Jónsson t t t Þegar vinur minn, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, leggur upp í sitt hinzta ferðalag, lang ar mig til að fylgja honum úr hlaði með nokkrum orðum, — bæði fyrir mína hönd og Ferða télags fslands. Þorsteinn tók sér stöku ástfóstri við þann félags skap. Tvær árbækur þess hefur hann samið, aðra um Dalasýslu, lögsagnarhérað sitt og löngum kjördæmi, hina um Mýrasýslu, átthaga sina og æskustöðvar. Fyrir þessi verk vildi hann enga greiðslu þiggja. Hann gaf félag inu einn;'T mvn^^-tega oeninga- gjöf, svo því hafa vart borizt aðrir meiri. Fé þetta hefur ekki verið gert að eyðslueyri, en ekki heldur tekin ákvörðun um ráð- stöfun þess. Þorsteinn var einn af fjórum heiðursfélögum Ferða félags fslands og jafnan gestur þess á „sviðamessú* í Skíða- skálanum ásamt btaðamönnum. Þgr var hann manna hressileg- astur og fyndnastur í orðum. Þorsteinn virti það ekki hvað sízt við Ferðafélagið. að það vildi starfa af eigin ramleik og koma nýtilegum verkum í framkvæmd án þess að biðja um styrk til þess úr ríkissjóði. Þetta var mjög að skapi Þorsteins, enda taldi hann það sjaldgæft. Kynni okkar Þorsteins hófust í raun og veru með því að hand rit hans með lýsingu Dalasýslu fór í gegnum mínar hendur sem ritstjóra Árbókar F.f. Fór hið bezta á með okkur og því betur sem við kynntumst meira, Þor- steinn átti til að gera sig snögg an og kaldranalegan í viðmóti, þegar svo bar undir, en í raun og veru var hann hjartahlýr og viðkvæmur. Hann var kappsmað ur i orði og á borði og leið eng um bótalaust að troða sér um Framh á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.