Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 10
10
MORGl’ NBLAÐIÐ
Föstudagur 24. febrúar 1961
HINN 20. janúar sl. fór fram
embættiseiðtaka 34. forseta
Bandaríkjanna við hefðbund-
in hátíðahöld fyrir framan
þinghúsið í Washington, höfuð
borg landsins.
Nú eru liðin 172 ár, síðan
George Washington vann em-
bættiseiðinn sem fyrsti forseti
Bandaríkjanna. Það var 30.
apríl árið 1789, og staðurinn
var New Yorkborg. Skulum
við nú rifja upp lítillega þann
dag.
Ský huldu sólu, þegar dagur
rann 30. apríl fyrir 172 árum,
en ekki gátu þau hulið raf-
magnaða eftirvæntingu, sem
ólgaði í borginni. George
Washington vaknaði snemma
morguns við hávaðann, þegar
skotið var úr 13 fallbyssum í
borgarvirkinu í tilefni dagsins.
Hann reis úr rekkju og klædd
ist, en fór í engu óðslega, því
að nógur var tíminn; hátíða-
höldin áttu ekki að fara fram
fyrr en síðar um daginn. Hár
hans var púðrað eins og siður
var og síðan fór hann í föt
úr fíngerðu brúnu klæði, sem
ofið var í verksmiðjum í Hart
ford í Connecticutfylki —
augsýnilega til þess að aug-
lýsa amerískan iðnað. Hnapp-
arnir á fötunum voru á'ber-
andi og í þá. skornar arnar-
myndir. Á fótunum bar hann
mjóa, svarta skó með spennu
úr skíra silfri og sokkarnir
Georg Washington lagðihægri hönd á Biblíuna.
aði Washington, stutt og skor-
inort.
Fulltrúarnir gengu úr saln-
um og út á pallinn en frá hon
um lágu breið þrep niður á
götuna. Þar voru þúsundir
manna saman komnar og eft-
irvænting mikil. Húsaþök í
nágrenninu voru einnig full
af fólki og úr hverjum glugga
í húsunum í kring gægðust
andlit. Þegar Washington
gekk út á pallinn, dundu við
fagnaðaróp fólksins.
Og nú hófst athöfnin.
Samuel Otis, forseti öldunga-
deildarinnar, gekk fram og
hélt á litlum rauðum púða og
á honum hvíldi Biblía. George
Washington lagði hægri hönd
ina á Biblíuna. Þá mælti ríkis
kanslarinn þessi orð: „Viljið
þér vinna að því helgan eið,
að þór munið af einlægni
gegna embætti forseta Banda-
ríkjanna og viðhalda eftir
beztu getu stjórnarskrá Banda
ríkjanna, vernda hana og
gæta hennar?“
eignuðust fyrsta forseta sinn
voru úr hvítu silki. Gyrtur
var hann sverði í stálslíðri.
(Jm klukkan níu fyrir há-
degi var farið að hringja
kirkjuklukkum í borginni —
og barst ómur þeirra víða. í
sama mund rofaði til í lofti
og sólin kom fram undan skýj -
unum, björt og heit. Nú tók
fóik að safnast saman við heim
ili Washingtons í von um að
fá að sjá hetju dagsins, en
hermenn stóðu vörð.
Washington hélt sig innan
dyra, þangað til eftir hádegið.
Embættisræðuna, tuttugu
mínútna ávarp, hafði hann til-
búna og vel geymda í vasan-
um.
Mikið hafði verið rætt um,
hvernig ávarpa ætti hinn nýja
forseta. í öldungadeildinni
hölluðust menn að því að
ávarpa hann eins og konung
og nefna hann yðar hátign,
forseti Bandaríkja Ameríku
og vörður frelsis þeirra. Það
fór þó svo, að skoðun þing-
manna fulltrúadeildarinnar
varð ofan á. Þeir völdu ein-
faldan og virðulegan titil —
forseti Bandaríkjanna.
Stuttu eftir hádegi námu
nokkrir hestvagnar staðar
fyrir framan hús Washing-
tons. Þar voru komnir með-
limir nefndar sameinaðs þings
til þess að tilkynna hinum
verðandi forseta, hvenær
þingið væri við því búið að
taka á móti honum í Federal
Hall. Klukkan hálf eitt steig
svo Washington inn í fagur-
búinn vagn, sem dreginn var
af fjórum gæðingum. Hann
sat einn í vagninum, sem fór
fremstur í fylkingunni,-
Federal Hall stendur á lít-
illi hæð á horni Broad Street
og Wall Street í New York-
borg. Fylkingin nam staðar
tæpa tvö hundruð metra sunn
an byggingarinnar. Mikil
mannþyrping fagnaði Wash-
ington og fylgdarmönnum
hans, er þeir gengu inn í hinn
fagurlega skreytta sal öldunga
deildarinnar í Federal Hall.
Þar beið Washingtons tilvon-
andi varaforseti landsins,
John Adams. Þeir settust nú á
bekk og bak við þá var dregið
tjald úr hérauðu damaski. Nú
varð nokkur þögn í saln-
um þar til John Adams steig
á fætur, hikaði nokkra stund,
en sagði síðan: „Herra! Öld-
ungadeildin og fulltrúadeild-
in eru reiðubúnar að hlýða á
yður vinna þann eið, er stjórn
arskráin kveður á um. Eið-
tökunni stjórnar kanslari New
Yorkfylkis".
„Ég er reiðubúinn“, svar-
Washington tiafði yfir eið-
stafinn og bætti síðan við:
„með guðs hjálp“. Því næst
beygði hann sig niður og
kyssti Biblíuna og ríkiskansl-
arinn lýsti því yfir, að eið-
tökunni væri lokið og sneri
sér að fólkinu og hrópaði:
„Lengi lifi George Washing-
ton, forseti Bandaríkjanna".
Og nú gullu húrrahrópin við,
svo að hús í nágrenninu
skulfu og ómurinn barst víða
um borgina. Kirkjuklukkum
var hringt svo að undir tók í
borginni, og fallbyssuskotin
dundu við. í öllum þessum ys
og klið var bandaríski fáninn
dreginn að húni á Federal
Hall byggingunni.
Bandaríkin höfðu eienazt
sinn fyrsta forseta.
(The Johns Hopkins University)
— Ólafur Thors.
Framh. af bls. 1
í stórfenglegri veizlu, sem for
sætisráðherra Danmerkur hélt
fulltrúunum í gær, flutti hinn
frægi finnski Fagerholm
skemmtilega ræðu. í ræðunni
sagði hann eitthvað á þá leið,
að ekki gerðust alltaf stórtíð-
indi á þjóðþingum Norðurlanda
— en þó dettur engum í hug að
krefjast þess, að þau séu lögð
niður. Undir þessi orð tek ég“,
sagði Ólafur Thors.
Fiskimálin.
„En hafa ekki verið afgreidd
mörg mál frá þinginu?“ spurði
þá fréttamaður blaðsins.
„Jú það hafa þegar verið af
greidd mörg mál og verða
fleiri,ra*n öðrum mun þoka vel
áleift’^1' Meðal þeirra mála sem
væn.aíi tega verða afgreidd er til
laga íslands um sameiginlega
stefnu Norðurlanda á sviði fisk
verzlunair. Þegar ég fór frá
Höfn, var vitað að allir fiski-
málaráðherrar Norðurlanda
studdu tillöguna. Sigurður Ingi
mundarson var kosinn framsögu
maður nefndarinnar. sem fjallar
um málið. Ég vil taka fram, að
ríkisstjórn íslands hefur á undan
förnum mánuðum beitt sér fyrir
þvi, í náinni samvinnu við vin
veittar þjóðir og þjóðir sem hafa
svipaðra hagsmuna að gæta í
þessum eínum og við, að komið
verði á frjálslegri verzlunarhátt
um með fisk- og fiskafurðir, og
jafnframt að reynt verði að fá
innflutningstolla lækkaða á
fisk^ Þess er skemmst að minn
ast, að á Parísarfundi Efnahags
samvinnustofnunarinnar í vetur
var samþykkt íslenzk tillaga um,
að komið yrði á sjálfstæðri nefnd
innan stofnunarinnar, sem fjall
aði sérstaklega um fiskimálin“.
,.Eitt aðalmál þingsins", hélt
Ólafu Thors forsætisráðherra
áfram, „var sameiginleg aðstoð
Norðurlandaþjóða við vanþróað
ar þjóðir og hvemig tryggja
megi að aðstoð þessi komi að
sem beztum notum“.
Þá sneri fréttamaðurinn sér
að öðrum hlutum og spurði for
sætisráðherra m.a.:
,,Þér hafið ekki komið til Kairi
mannahafnar í 30 ár, höfum vii
heyrt“.
„Ja, 29 ár“, svaraði Ólafur
Thors. „Ég fór til Kaupmanna-
höfn 1932. Það ár tók ég fyrir
íslands hönd þátt í samningum
við Norðmenn um rétt íslands- til
að selja kjöt til Noregs og rétt
Norðmanna til síldveiða við Is
land. Að samningaviðræðum
loknum skrapp ég til Hafnar og
dvaldist þar í viku, ef ég man
rétt, en síðan hef ég ekki kom
ið þangað., Annars er varla hægt
að segja að ég hafi komið til
Kaupmannahafnar í þetta skipti,
því þessa fáu daga sem ég dvald
ist í borginni, var ég svo upp-
tekinn af störfum þingsins, blaða
viðtölum og öðru slíku að ég
hafði alls engan tíma til að
skoða mig um. Þó má geta
þess, að ég var boðinn að sjá
ölgerð Carlsbergs og þangað fór
ég vegna þess, að fyrrverandi
framkvæmdastjóri ölgerðarinn-
ar, Halfdan Hendriksen, fyrrum
ráðherra, var aldavinur föður
míns og ég hef þegið nokkuð af
vináttu þeirra í arf, Naut ég mik
illar gestrisni, bæði á heimili
Hendriksens og hins nýja fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Framkvæmdastjórn þessarar
merku ölgerðar er talin eitt virð
ingarsamasta og eftirsóttasta
starf í verzlunarstétt Danmerk-
ur, enda betur launað en flest
önnur störf þar í landi“.
„En fóruð þér í Árnasafn, for
sætisráðherra? “
„Ekki get ég nú sagt það, en
kannski lifi ég það, að fá ein-
hvern tíma að sjá safnið. Hins
vegar var mér boðið í Konung-
lega leikhúsið að sjá Macbeth,
og langaði mig mikið að komast
þar~"’ð, en gat því miður ekki,
en síðar frétti ég að í stað
-iacbeths hefði verið sýndur
ballett, og það var alveg öfundar
laust af minni hálfu, þó sú gleði
félli hinum í skaut en færi fram
hjá mér.
Mig langar að taka fram, áður
en við ljúkum þessu spjalli, hélt
forsætisráðherra áfram, að ég
hitti forystumenn Norðurlanda-
þjóðanna í Kaupmannahöfn og
þá fyrst og fremst danska for-
sætisráðherrann og ýmsa af
dönsku ráðherrunum, og hafði af
því bæði gagn og gaman. Meðal
þessara manna var fyrrverandi
forsætisráðherra Dana, i Erik
Eriksen, sem nú var kjörinn for
maður Norðurlandaráðs. Þarna
hitti ég einnig marga gamla vini,
sem ég hef kynnzt áður af störf
um í Norðurlandaráðinu að ó-
gleymdum vini mínum Carl Th.,
sem þið blaðamennirnir ásamt
svo mörgum öðrum Islending
um þekkið að öllu góðu.
Orðrómur gripinn úr lau.su lofti.
Mig langar að ítreka það“.
sagði forsætisráðherrann „að
okkur íslendingum var sérstak-
lega vel tekið, já eindæma vel.
Danir eru eins og kunnugt er
ekki aðeins meðal merkustu, dug
mestu og menntuðustu þjóða,
heldur eru þeir kátir menn,
fyndnir og elskulegir. Og við fs-
lendingar nutum allra þessara
góðu eiginleika þeirra í ríkum
mæli“.
„Ég get ekki neitað því“ sagði
Ólafur Thors að lokum, ,,að mér
þykir sérstaklega vænt um að
ég skyldi hljóta svo hlýjar mót-
tökur í Danmörku og einnig og
ekki sízt þá stund, sem ég naut
þess heiðurs að vera gestur
dönsku konungshjónanna. Ég hef
lengi vitað að sá orðrómur hefur
legið í landi í Danmörku, að ég
hafi verið fjandsamlegur Dön-
um, en auðvitað er það úr lausu
lofti gripið. Þvert á móti hef ég
alltaf borið mikla virðingu fyrir
dönsku þjóðinni og hlýjan hug
til hennar. Ég legg áherzlu á, að
það er auðvitað allt annað að
vera fjandsamlegur Dönum en
hitt að hafa þráð að sjá íslenzka
lýðveldið endurreist".
Kennedy leggur fram tiliögur
um nýtingu náttúruauðlinda
Washington, 23. febrúar.
í DAG sendi Kennedy, Banda-
ríkjaforseti, þinginu boðskap
sinn um nýtingu náttúruauðlinda
í Bandaríkjunum. Mun forsetinn
leggja fram margvíslegar til-
raunir til framfara og endurbóta
í þeim efnum.
í boðskap sínum segir Kennedy
meðal annars að efnalegar og
menningarlegar framfarir sér-
hverrar þjóðar byggist fyrst og
fremst á möguleikum þjóðarinn
ar til að hagnýta þær auðlindir
sem tiltækar séu. Segir hann, að
Bandaríkjamönnum hafi verið
veitt sú blessun að land þeirra
er auðugt af náttúrunnar gæð-
um og beri þeim því skylda til
að hagnýta þær auðlindir sem
bezt og á sem skynsamlegastan
og varanlegastn hátt. Enda bygg-
ist framtíð Bandaríkjamanna,
sem árið 2000 verði væntanlega
orðnir 300 milljónir, á því
hvernig þeim takist að nýta hin-
ar ýmsu auðlindir svo sem vatn,
skóga, málma og jarðveg allann,
Kennedy leggur mikla áherzlu
á nýtingu vatnsins og að fundn.
ar verði leiðir til þess að hagnýta
það í sem flestum greinum svo
og að flýtt verði rannsóknum á
möguleikum þess að breyta sjó og
söltu vatni í drykkjarvatn.