Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 8
8 loncvi\*r 4fíiÐ Föstudagur 24. febrúar 1961 Þetta má aidrei veröa í MORGUNBLAÐINU 10. þ.m. (febrúar) mátti lesa þessa „orð- sendingu til lögfræðinga og þeirra annarra, sem eiga Lands- yfirréttardóma og hæstaréttar- dóma um íslenzk mál 1802:—73: — Innan skamms er væntanlegt nýtt bindi (hið 9.) af þessum dómum, og sér rektor háskólans, Ármann Snævarr, um útgáfuna. Verður það þriðja síðasta bindið, en ráð- gert að tvö hin síðustu komi út á næstu tveim árum. Upplag þess ara þriggja síðustu binda ritsins verður lítið, og eingöngu miðað við afgreitt upplag af næstu bind lim á undan . . .. “ Það er ísafoldarprentsmiðja, er þennan boðskap sendir, og má vera að nokkur skýring sé hér nauðsynleg; hæpið að allir les- endur Morgunblaðsins þekki þá sögu, er hér liggur á bak við. Hartnær hálf öld er nú liðin *íðan Sögufélagið hóf útgáfu dómasafns þessa, sem er stór- merkileg heimild um íslenzka réttarfarsögu og menningarsögu þrjá fyrstu fjórðunga nítjándu aldar. Er ekki ósennilegt að Klem ens Jónsson, sem var í senn lög- fræðingur og sagnfræðingur, hafi átt frumkvæði að útgáfunni. Svo mikið er víst, að það féll í hans hlut að annast hana meðan hon- um entist líf til þess, en að hon- um látnum tóku við aðrir ágætir fræðimenn, hver af öðrum. Fram að þessu hefir því óheillaráði ver ið fylgt að gefa dómasafnið út í árlegum smáheftum. Þessu hefir féskortur Sögufélagsins valdið, og önnur félög (t.d. Bókmenntafél- agið) hafa haft sama hátt um sín- ar útgáfur. En hann er alls stað- ar illur og hér á landi með öllu óhæfur sökum þess hve litlir hirðumenn við erum um bækur, en fornbókaverzlun (sem er menntalífinu hið sama og banka- Hungurs- neyð — í Tíbet NÝJA DELHI, 10. febr. — Enn fer flóttamannastraumurinn frá Tíbet til Indlands vaxandi. Orsök hans að þessu sinni er hungursneyð í landinu, en húr er aftur afleiðing hungurs neyðarinnar I ýmsum héruð- um Kína. Hefur mjög dregið úr flutningi matvæla frá Kína til kínverska hernáms- liðsins í Tibet og hefur það haft í för með sér, að hernáms liðar hafa tekið æ meiri hluta uppskerunnar í Tibet og ekki nóg eftir handa almenningi. Nú á fáeinum dögum hafa 900 tíbezkir flóttamenn komið yfir landamærin til Indlands. Allt flóttafólkið er illa haldið af matarskorti. Þó segir það að kjör margra í Tíbet séu enn verri, því að þúsundir manna hrynji niður í hungursneyð- inni í ýmsum héruðum Tíbets. Frá Kína berast stöðugar fréttir af hinni availegu hung' ursneyð í ýmsum héruðum ríkisins. Hafa borizt fréttir um að soltinn múgur hafi ráð- izt á matvælageymslur og flutningatæki sem flytja mat- væli. T. d. réðist hópur örvíln aðra manna á stóran vörubíl sem flutti korn skammt fyrir norðan brezku nýlenduna Hong Kong og tókst þeim að ræna öllu korninu. Ástandið í nágrenni Canton og Hong , Kong er mjög slæmt. starfsemin viðskiptalífinu) að mestu í mikilli óreiðu allt fram á þennan dag. Um dómasafnið er því svo ástatt nú að vafasamt má telja hvort til eru af því meir en hundrað heil sett í landinu. Er hörmulegt til slíks að hugsa, en samt hollast að gera sér þessa staðreynd ljósa eins og hverja aðra. Dómasafn Landsyfirréttarins segir mikla sögu um það tímabil, er það tekur yfir. Ekki er sú saga falleg; það er nú eitthvað annað. En hún er þó okkar eigin saga og bæði skylt og lærdómsríkt að við lærum að þekkja hana. Öll okkar saga er ljót og á köflum hræði- legri en svo að tárum taki, og ekki er það alltaf okkar eigin sök; því fer fjarri. Um liðinn tíma tjáir ekki að sakast, en hitt er okkur í sjálfsvald sett að láta ekkert ógert til þess að saga ó- komna tímans megi verða feg- urri en þeirra alda, sem þegar eru liðnar. Klemenz Jónsson Nú skulum við halda áfram sögunni. Sögufélaginu var alla tíð féfátt, en hreint eru það und- ur hvað því tókst samt að inna af hendi mikið og merkilegt starf. Um hríð blómgaðist hagur þess, svo að nokkuð birti yfir. Það var er það réðst í að endurprenta Þjóðsögur Jóns Árnasonar, sem ekki voru þá seldar öðrum en fé- lagsmönnum, var og bætt stór- lega um hina fyrri útgáfu. En sú dýrð tók enda, og loks var svo komið að haldinn var fundur til þess að gera útför Sögufélagsins. Það var raunalegt hlutverk og þjóðinni óafmánanleg smán og grátlegt tjón ef þessu hefði fram farið. En þarna var nú stjórn þess komin í sorgarklæðum og formaðurinn með fjósskófluna sína til þess að „sletta rekum á hrægarminn". Þá reis Guðbrand- ur Jónsson úr sæti sinu, en hann hafði liðugt tungutak og var bjartsýnn maður. Neytti hann nú mælsku sinnar til þess að fá jarð- arförinni frestað unz hann hefði gert úrslitatilraun til þess að fá dugandi forleggjara til þess ganga inn í þrotabúið og bjarga lífi félagsins. Til allrar hamingju leyfði fundurinn þetta, og þess var ekki langt að bíða að Guð- brandi tækist’ að telja Gunnar Einarsson, sem þá var forstjóri ísafoldarprentsmiðju, á að tak- ast á hendur björgunarstarfið. Er skemmst af að segja, að öll þau mörgu ár, sem siðan eru lið- in, hefir Sögufélagið flotið á ára- burði ísafoldarprentsmiðju, og á þessum tíma leyst af hendi ó- metanlegt starf. Arkarsmiðirnir unnu gagn, en aðrir nutu. jÞað er þjóðin sem í þessu tilfelli hefir notið ávaxt- anna (að svo miklu leyti sem hún hafði menningu til þess að færa sér þá í nyt), en prentsmiðjan mun aldrei hafa spunnið á því gull að róa uiw ar þessum ómaga. Þó var þarna farin einmitt rétta leiðin og sú leið sem samskonar félög fara erlendis. En það er að láta reyndan foleggjara annast kaupsýsluhliðina. Þessa sömu leið skilst mér að Rímafélagið fari nú og ætla ég að vel muni gefast. Nú mun þó ísafoldarprentsmiðja tekin að gerast langþreytt á þessu baksi. Torvelt er að reikna út fram- tíðina. Síðan útgáfa dómasafnsins hófst, vantar ekki mikið á að fólksfjöldi í landinu hafi tvöfald- ast á ný þá fjóra áratugi sem eftir eru aldarinnar. Á þessum sama tíma hefir velmegun þjóðarinnar margfaldast, og við vonum að efnahagurinn haldi áfram að efl- ast. Eigum við ekki líka að vona að áhuginn á sögu okkar eigi eftir að glæðast? En slík heimildarrit sem dómasöfnin, annála, Forn- bréfasafnið og Alþingisbækurnar þarf í raun réttri að gefa út í svo ríflegu upplagi að heil sett séu fáanleg í nokkra áratugi eftir að útgáfu lýkur. Saga Fornbréfa- safnsins er slík raunasaga að kvöl er að minnast á hana. Mikill meg- inþorri þess hefir lent í eldi og sorpi, og þar á ofan bætist hitt, að hinir betu fræðimenn telja all- mikinn hluta þess svo óvöndug- lega útgefinn að þar sé engu að treysta og því sá einn fyrir hendi að leita til frumskjalanna; m.ö.o. verkið verður að vinna upp aftur. Um ljósprentun útgáfunnar getur þannig ekki verið að ræða. Til allrar hamingju er þessu öðruvísi háttað um bæði Alþingisbækur, Dómasafn og Annál. Nú eru með öllu þrotin (meira að segja fyrir löngu, fyrstu þrjú bindi Dómasafns, en eitthvað lít- ið til af 4—8 bindi. Ég get ekki betur séð en að óumflýjanlegt sé að ljósprenta sem fyrst þau þrjú bindi, sem horfin eru, og síðan hin eftir því sem þau þrýtur. Sjá þá væntanlega allir hvílíkt óráð það væri að prenta nú aðeins lítið upplag af þrem síðustu bind- unum. En á meðan við erum þessar sauðkindur að við sinnum ekki kaupum á Dómasafni, liggur hitt líka í augum uppi hvílík fjar- stæða það væri að ætlast til þess af einkafyrirtæki eins og ísafold arprentsmiðju að hún færi að setja fé sitt fast í áratugi í riti er svo seldist dræmt að árleg sala mundi líklega ekki hrökkva fyrir geymslukostnaði og vöxt- um. Hér verður því að koma til framlag af almannafé. Það er meðallagi skemmtilegt. að knýja sí og æ á sömu dyr um fjárstyrk til slíkra menningar- mála þjóðarinnar: dyr alþingis og ríkissjóðs. Auk þess veit ég ekki hver skilningur nú ríkir í þing- inu á mennngarmálum þessarar tegundar. Þaðan eru nú horfnjr þeir menn er ég mundi bezt hafa treyst í þessu efni, þeir Jón Sig- urðsson, Jörundur Brynjólfsson, Pétur Ottesen og Þorsteinn Þor- steinsson. Vera má að í staðinn séu komnir þeirra makar eða aðrir enn fremri. En svo er fyrir að þakka að fleiri sjóðir eru til en ríkissjóður, og þá að sjálf- sögðu fyrst og fremst Menning- arsjóður. Mikið var það fé sem fyrir siðaskipti rann til kirkjunn ar í syndagjöld, og til vors allra náðugasta konungs í fyrstu þrjár aldirnar eftir siðaskiptin. En nú er Menningarsjóður, að mér skilst viðlíka fiskinn, því enn syndga menn, og fyrir syndirnar verður fépyngjan að bæta. Um þetta þarf ég ekki að eyða fleiri orðum, því aðrir eru mér, svo miklu fremri í fjármálunum, sem alla tíð hafa verið mín veika hlið — eða ein af mínum veiku hliðum. Skyldu ekki nokkuð margir geta orðið mér sammála um það, að hér þurfi eitthvað að gera? Og þá þarf líka helzt að gera það strax, áður en litla upplaginu af 9. bindi Dómasafns er rent gegn- um prentvélina. Það er annars óralangt frá því að þetta sé í fyrsta sinni sem ég kem fram á þessum vettvangi. Ég hefi í áratugi bent á nauðsyn þess að endurprentuð væru (í s. a. s. í TILEFNI af 10 ára afmæli skandinaviska flugfélagsins S.A.S. þann 24. þessa mánaðar voru gefin út frimerki í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, og heiðra lönd þessi á þennan hátt afmæli félagsins. Verð- gildi merkjanna eru: Danmörk 60 aurar, Noregur 90 aurar og 10 ára j Svíþjóð 40 aurar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. í þessu sambandi má geta þess, að Flugfélag íslands á 25 ára afmæli á næsta ári, og væri þá tilhlýðilegt að ísl. póststjórnin minntist þess af- I mælis með útgáfu nýrra flug- k frímerkja. í flestum tilfellum Ijósprentuð) ýms þau undirstöðurit í bók- menntum okkar, sem horfin eru úr umferð, en hverjum sæmi- lega menntuðum manna nauð- synleg, sum jafnveþörugg á er- lendum markaði ef rétt væri á haldið (t. d. Fornmannasögur). í Fornleifafélaginu var ég án efa orðinn beinlinis illræmdur fyrir það, að á hverjum ársfundi þrástagaðist ég á því (ekki að Karþagó skyldi lögð í rúst, held- ur) að hafist skyldi handa um ljósprentun þeirrra gersemar, sem Árbók félagsins er. Vitaskuld fékk ég engu áorkað (það hefir æfilangt verið hlutskipti mitt að fylla sæti Kassöndru). Félags- menn eru allir kurteisir og gerðu aldrei gys að mér opinberlega, og nöldur mitt var samvizku- samlega ritað í gjörðabók félags- ins, en sjálfsagt brostu flestir á laumi. Þó var það aldrei efa- mál, að með því að gera þetta, mátti smala fólki inn í félagið eins og sauðfé í rétt; svo fróð- leg og skemmtileg er Árbókin, eða a. m. k. margt í henni; t. d. allt það er Brynjólfur á Minna- Núpi á þar, og það er ekkert smáræði. Að sjálfsögðu hefi ég alltaf átt von á dauða minum eins og hver annar, en fyrir löngu hafði ég örvænt um að fá í lifanda lífi uppreisn í þessu máli. En hvað verður svo? Ekki annað en það, að á fundi Fornleifafélagsins í vetur, kemur fram tillaga um það, að farið verði að ljósprenta Árbókina. Og sá sem nú vakti máls á þessu, var einmitt sá maðurinn sem mest hefir unnið félaginu og er höfuðprýði þess: Dr. Matthias Þórðarson. Verður nú fróðlegt að sjá hvert hans ráð verða vettugi virt. Boðar þetta máske nýja tíð? Verður farið að ljósprenta, við skulum segja, Biskupasögumar eldri og Safn til sögu íslands? Broddar í heimsókn Budapest, Ungverjalandi, 20. febrúar (Reuter). LEONID Breznev forseti Sovét- ríkjanna kom til Búdapest í dag á heimleið úr opinberri heimsókn til Ghana, Guineu og Marokkó. Ekki er vitað hve lengi hann dvelur í Budapest. Fyrr í dag kom til borgarinnar Antonin No- votny forseti Tékkóslóvakíu, en hann er einnig formaður komm- únistaflokksins í heimalandi sínu. Hann er í fimm daga opinberri heimsókn í Ungverjalandi. Það veit ég að sjálfsögðu ekk!, en nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður. Ég held að ég mundi brosa ef ég lifði að sjá hafist handa um þetta þrent. En margt er það annað sem líka bíður fram taksins. Svo að lokum aðeins eina spurningu, því að þetta er orð. ið langt mál. Er það ýanzalaust hinum yngri mönnum að þeir skuli þegja um þessi mál, en láca þann mann tala sem svo er orð-. inn aldraður að ekki er hugsan. legt að hann eigi næsta mörg fótmál óstigin? Svari þeir þeirri spurningu. Það er þeirra kyn- slóð sem á að erfa landið. En enginn þeirra mun dirfast að segja að hér sé farið með hreint hégómamál. Alvarlegar bók- menntir eru aldrei hégómamál, og saga þjóðarinnar getur eng- um sæmilegum manni nokkru sinni orðið hégómamál. Aðgerðir í Dómasafnsmálinu skilst mér að ekki muni þola bið, Það væri ósvífni af mér, eða hverjum sem helzt öðrum að heimta að ísafoldarprentsmiðja setti meira fé fast í þessu riti en stjórn hennar telur skynsam- legt. Hún er þegar búin að gera vel í áratugi. En að nú sé prent- að smánarlega lítið upplag — það má ekki verða. Sn. J. Verkfall hjá flugfélögum New York, 21. fei,,. (NTB-Reuter) VÉLAMENN starfandi hjá banda rískum flugvélum eru sem stend ur í verkfalli vegna ágreinings um fyrirkomulag kjarasamninga. Vilja þeir sjálfir semja um kjör sín, en flugfélögin vilja binda samninga þeirra við samninga fiugmanna. Virðist nú svo komið í verk- fallinu að það geti breiðst út til flugfélaga í Evrópu. Hefur verið farið fram á það að stéttar félögin í Evrópu geri sólarhrings samúðarverkfall., en engin ákvörðun hefur verið tekin enn. Norðurlandaflugfélagið SAS er meðal þeirra félaga sem samúð- arverkfall mundi bitna á ef til kæmi. Verkfallið er hið umfangs- mesta og kostnaðarsamasta sem komið hefur hjá fluginu. Þrjú stærstu flugfélög heims, þ. e. Ameriran, Trans-World og East ern Airlines hafa lagt niður allt flug en hjá þrem öðrum flug- félögum, Pan-Ameriran, National og Western Airlines er aðeins um málamynda hiónustu að r-æða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.