Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 23
FSstudagur 24. febrúar 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
23
Ekkert svar frá
Stanleyville
23. febrúar, (Reuter).
Lreopoldville, og New York,
AÐ ALFUL.LTRÚ AR Sameinuðu
Þjóðanna í Kongó hafa krafizt
J>ess, af stjórninni í Stanleyville,
að hún leiði í ljós allan sannleika
um afdrif fimmtán póitískra
fanga, sem talið er að hafi verið
myrtir. Enn sem komið er hafa
fulltrúar Sameinuðu Þjóðanna
ekki fengið staðfestingu á fregn-
Inni nm að þeir hafi allir verið
líflátnir, en persónuleg skoðun
þeirra og annarra í Leopoldville
og Stanleyville er, að hún hafi
yið rök að styðjast.
Dayall, aðalfulltrúi Hammar
ekjölds sendi skýrslu til New
York í gær, þar sem hann lætur
í ljós, ótta sinn um afdrif þess-
ara fimmtán manna svo og átta
íbelgiskra hermanna, sem farið
Ihöfðu yfir landamærin frá
i Ruanda Urundi í síðastliðnum
mánúði en þegar verið handtekn-
ír af hermönnum Stanleyville
stjórnar.
í skýrslu sinni segir Dayal, að
erfitt sé um vik að afla sannra
fregna af atburðum i hinum
ýmsu héruðum í Kongó, nema
þar sem hermenn Sameinuðu
Þjóðanna séu staðsettir. Þó kveð-
, iur hann stöðugt berast ýmiss
ikonar fregnir af alls konar mis-
ferlum og brotum á mannréttind-
nm, Jafnframt segir hann, að
stjórn Kivu héraðs sé að því er
yirðist öll í molum.
Til Leopoldvile hefur borizt
fregn um að Anicet Kashamnrah,
sem í gær var sagður hafa sagt
af sér embætti héraðsstjóra í
Kivu, hefði verið fluttur til
Stanleyville og væri þar í fang-
elsi.
• EKKERT SVAR
Dayal sendi í dag bréf til
Antoine Gizenga og óskaði allra
upplýsinga um máli hinna póli-
tísku fanga skoraði á hann að
ibjarga öllum mannslífum sem
Ihéðan af yrði bjargað.
Ekkert svar hefur fengizt frá
stjórninni, annað en, að málið sé
Stanleyville hefur látið í ljós þá
í rannsókn. Talsmaður SÞ í
skoðun sína, að belgísku her-
hermennirnir átta, sem í haldi
eru hjá Gizenga, séu enn lífs.
Benda einnig til þess ummæli
Victors Lundula, herforingja í
Oriental héraði, sem tjáði franska
ræðismanninum í Stanleyville,
að þeir væru allir heilir á húfi
í fangelsi Gizenga.
• VALDABAÁTTA
LUMUMBA-SINNA
Ljóst er, að állmikil togstreita
hefur undanfarna daga verið milli
hinna ýmsu stuðningsmanna
Lumumba í Stanleyville. Að sögn
talsmanna Sameinuðu Þjóðanna
bendir nú ýmislegt til þess, að
Gizenga hafi betur í þeim leik,
og sé svo, megi vænta heldur
hógværari stefnu af hálfu hans
og stjórnarinnar en verið
hefði, ef hinir róttækustu stuðn-
ingsmannanna hefðu orðið yfir-
sterkari.
Frétzt hefur frá Stanleyville,
að Bernard Salumu, einn af allra
nánustu stuðningsmönnum Lum-
umba hafi í dag flúið frá Stan-
leyville eftir hörkurifrildi við
Gizenga. Salumu kom fram, sem
einna valdamestur maður í
Oriental héraði í nóvember sl.
er hann hóf herferð gegn hvítum
mönnum í héraðinu og lét mis-
þyrma mörgum.
Síldveiðar
með
handháf
Sauðárkróki, 23. febr.
ALLMIKIÐ veiðist af smá-
síld hér upp við fjörima
síðan brá til sunnanáttar.
— Aðallega stunda vgiðar
þessar tveir bátar, annar
með fyrirdráttarnót, en
hinn með handháf, og er
á síðarnefndi á veiðum að-
allega á nóttinni. Síldin er
fryst til beitu. — Jón.
Lokið við-
rœðum
LONÐON, 23. febr. — (Reuter)
í dag lauk í London viðræðum
Harold Mcmillans, forsætisráð-
Iherra Bretlands og Konrads Aden
auens, kanzlara V-Þýzkalands.
Engin opinber tilkynning verður
gefin út um viðræður þeirra, en
ékveðið hefur verið að þeir ræð
dst við í Bonn innan mánaðar um
leiðir til þess að létta efnahags
vandræði Bandaríkjamanna.
Viðstaddir umræður leiðtog-
anna voru utanríkisráðherrar
Bretlands og Þýzkalands þeir
Home lávarður og Heinrich von
Brentano, sem er nýkominn frá
Bandaríkjunum. Þar ræddi hann
við Kennedy, Bandaríkjaforseta
og skýrði frá þeim viðiæðum í
London.
Home, lávarður var ekki við-
Btaddur lokafundinn í dag, þar
sem hann er veikur af Influenzu.
Á morgun hyggst hann þó halda
til Delhi til að fylgja Bretlands
drottningu og manni hennar á
ieið þeirra heim frá Indlandi.
Sigurður Ólason
hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
héraðsdómslögmaður
Málflutningsskrifstofa.
Austurstræti 14 — Sími 1-55-35.
Fimm slysaflutn-
ingar í fyrradag
I fyrradag voru slökkviliðsmenn
kvaddir út 5 sinnum til slysaflutn
inga. Eins slyssins er getið á öðr-
um stað í blaðinu.
Hin voru sem hér segir:
Blaðasöliudrengur varð fyrir
bíl við Lækjartorg, Jóhann Páll
Valdemarsson að nafni.
Hallgrímur Halldórsson fékk
járnstykki á vinstri fót og var
fluttur frá Ofnasmiðjunni á
Slysavarðstofuna.
Haukur Þorleifsson féll inni
við Sundlaugar og fór úr axlarlið.
Jónas F. Guðmnudsson var
fluttur úr m. s. Gullfossi. Hafði
hann orðið fyrir kassa, er féll úr
vönulyftu, er verði var að skipa
upp.
Gert var að meiðslum þessara
manna á Slysavarðstofunni í dag,
en síðan voru þeir fluttir heim
til sín, þar sem ekki var um al-
varleg meiðsl að ræða.
Gamanleikur frum
sýndur á Eskifirði
ESKIFIRDI, 23. febr. — Miðviku
daginn 22. þ.m. frumsýndi Leik
félag Eskifjarðar sjónleikinn
Skyggna vinnukonan, en það er
gamanleikur eftir Barillet og
Gredy Ragnar Jóhannesson
þýddi leikinn, en leikstjóri er
Erlingur Halldórsson. Erna Guð-
jónsdóttir fer með aðalhlutverk-
ið. Leiknum var mjög vel tekið
og fögnuðu áhorfendur leikend
um og leikstjóra ákaft. Ætlunin
er að sýna leikinn oftar á Eski-
firði og einnig á fjörðunum í
kring eftir því, sem færð og aðr
ar aðstæður leyfa.
Mótmæltu lífláti
Radarspegill
Nýtt öryggistœki til verndar veiðarfœrum
HÉR ER hafin framleiðsla á
nýju tæki, sem á að auðvelda
fiskibátum að finna veiðarfæri
sin og koma í veg fyrir veiðar
færatjón. Þetta er radarspegill,
samsettar aluminiumplötur, sem
settar eru á lóða -og netabelgi
og sjást eiga í ratsjá fiskiskipa.
Jónas Guðmundsson, sjóliðsfor
ingi hjá Landhelgisgæzlunni, hef
ur teiknað radarspegilinn, en
Rolf Johansen & Co hefur sölu-
umboðið. — Tæki sem þessi eru
mjög einföld að gerð, enda ó-
dýr í framleiðslu. Erlendir fiski
menn nota radarspegla í vaxandi
mæli, t.d. Norðmenn bæði á ver
tiðinni í Lofeten og við Græn-
land.
Tilgangurinn er einfaldlega sá
að koma í veg fyrir tjón á veiðar
færum. Ekki einungis að stuðla
að þvi að fiskiskip finni veiðar
færi sín, heldur yrði síður hætta
á því að togarar færu yfir veiðar
Lumumba
TEHERAN, Iran, 23. febrúar. —
(Reuter) — A annað þúsund
háskólahtúdenta fóru í dag hóp-
göngu til þess að mótmæla líf-
láti Patrice Lumuba. Hópgangan
endaði með miklum ólátum og
æsingi. Kveiktu stúdentaor í bif-
reið Manoucheurs Egbals, fyrr-
verandi forseta, rifu hluta af
bifreiðinni og komu þeim fyrir
utan við anddyri háskólans, með
þeim hrópum, að „hann og hans
líkar ættu slíkt skilið“. Egbal
er nú prófessor við læknadeild
háskólans í Teheran.
Slökkviliðið kom á staðinn og
slökkti eldinni í bifreiðinni, en
ekki er vitað til að neinn hafi
verið handtekinn.
Egbal var forsætisráðherra
stjórnar þeirrar, sem komst að
völdum eftir kosningarnar, sem
keisarinn ógilti í haust. Hafa
síðan farið fram aðrar kosning-
ar. Bifreiðina hafði Egbal feng-
ið að gjöf frá keisaranum.
EINAR ASMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður
HAFSTEINN SIGURDSSON
héraðsdómslögmaður
Skrifstofa Hafnarstr. 8 IL hæð.
Álit þingnefnda
• Seðlabanki íslands
Meirihluti fjárhagsnefndar neðri deildar hefur skilað áliti um
frumvarp til laga um Seðlabanka íslands. Leggur meirihlutinn
til, að frumvarpið verði samþykkt, en nefndin hefur orðið sam-
mála um smávægilegar breytingar á því. Skúli Guðmundsson er
andvígur frumvarpinu og leggur til, að það verði fellt, en aðrir
nefndarmenn eru meginstefnu þess samþykkir, þó áskildi Lúðvík
Jósefsson sér rétt til þess að fíytja breytingartillögu við frum-
varpið. —
— ★ —
• IðnaSarmálastofnun íslands
Iðnaðarnefnd neðri deildar mælir með því, að frumvarp til
laga um Iðnaðarmálastofnun íslands verði samþykkt. Nefndinni
bárust umsagnir um frumvarpið frá eftirgreindmn aðilum: Iðn-
aðarmálastofnun íslands, Landssambandi iðnaðarmanna, Félagi ís-
lenzkra iðnrekenda, S.I.S., Vinnuveitendasambandi íslands og at-
vinnumálanefnd ríkisins. Mæltu þessir aðilar allir með samþykkt
frumvarpsins, en Félag íslenzkra iðnrekenda og atvinnumála-
nefndin gerðu smávægilegar athugasemdir.
— ★ —
• Fiskveiðasjóður íslands
Minnihluti sjávarútvegsnefndar (Sigurvin Einarsson) segir i
áliti sínu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Fisk-
veiðasjóð Islands, að hann geti ekki mælt með samþykkt frum-
varpsins, þrátt fyrir það að hann sé samþykktur 1. grein þess,
nema samþykkt verði breytingartillaga hans, sem felur í sér, að
ríkissjóður bæti fiskveiðasjóði tap, er sjóð' i kann að verða
fyrir vegna gengislækkunar, á allt að 50 ro •. erlendu lánsfé,
sem fengið yrði á þessu árL
Þuríður Magnús-
dóttir sjötug ,
STYKKISHÓLMI, 23. febr. —
70 ára er í dag frú Þuríður
Magnúsdóttir, húsfreyja í Stykk
ishólmi, dóttir þeirra Soffíu
Gestsdóttur og Magnúsar Frið-
rikssonar frá Staðarfelli. Hún er
fædd að Knarrahöfn á Fells-
strönd,, giftist Sigfinni Sigtryggs-
syni frá Sólheimum í Laxárdal
og bjuggu þau á Hofakri í
Hvammssveit allan sinn búskap
eða til ársins 1948, er þau flutt-
ust í Stýkkishólm. Eiga þau eina
dóttur barna, uppkomna.
faari bátanna, ef radarspeglar
væru á belgjunum.
— ★ —
Akjósanlegast yrði vafalaust
fyrir hvert veiðiskip að hafa einn
radarspegil á hverjum belg, en
það mun þó ekki bráðnauðsyn-
legt — og mundu flest fiskskip
komast af með 10 spegla. — Und
ir venjulegum kringustæðum
ætti radaxinn að finna „spegil-
inn‘ í 2—4 mílna fjarlægð, en
í góðviðri sézt hann langt að
jafnvel þótt dimmt sé og mikil
úrkoma.
— ★ —
I þessu sambandi bentu fram-
leiðendur á það, að tæki sem
þetta gæti orðið mjög gagnlegt
fyrir trillur og aðra smábáta,
sem oft eru á veiðislóðum. Það
væri mikið öryggi gagnvart tog
urunum — svo ekki sé talað um
hagræðið, sem yrði af speglinum,
ef eitthvað bilaði og skip yrðu
send af stað til að leita smá-
bátanna. Varðskip sæju „spegil
inn“ í 6 milna fjarlægð, sagði
Jónas Guðmundsson, en undir
venjulegum kringumstæðum
finnst trillubátur varla í radar.
Samkomur
Kristilegar samkomur
í Dómkirkjunni í kvöld, laug-
ardag og sunnudag kl. 20.30. —
Cand. theol. Erling Moe og söng-
prédikarinn Thorvald Fröytland
syngja og tala.
K.F.U.K. og M., Kristniboðssam-
bandið, Heimatrúboð leikmanna,
Kristilegt stúdentafélag, Kristi-
leg skólasamtök, Hjálpræðisher-
inn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Innilega þakka ég öllum nær og fjær sem auðsýndu
mér vinsemd á fimmtugsafmæli mínu 17. þ.m. með sím-
skeytum, heimsóknum og gjöfum. — Kær kveðja.
Karl Llúisson,
Hólabraut 5, Hafnarfirði.
Faðir okkar
ANTON SfVERTSEN
andaðist í Landspítalanum hinn 22. þ.m.
Börn hins látna
Faðir okkar
ELfAS HÁLDÁNARSON
fr,á Flateyri,
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. þ.m.
María Elíasdóttir,
Guðjón Elíasson, Einar Elíasson.
SIGURVEIG RUNÖLFSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju kl. 10,30 laugar-
daginn 25. þ.m.
Fyrir hönd Borghildar Magnúsdóttur og annarra
venzlamanna.
Georg Guðmundsson
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Mel í Þykkvabæ.
Gestur Helgason, börn og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við and-
lát og útför móður okkar og tengdamóður,
GUÐLAUGAR GUNNLAUGSDÓTTUR
frá Bræðraparti á Akranesi
Elísabet Jónsdóttir,
Ingunn M. Freeberg, George Freeberg,
Jón Kr. Jónsson, Magnea D. Magnúsdóttir,
Ólafur Jónsson, Lára Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur Jónsson, Elín Einarsdóttir.