Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 24
Camlir bílar
SJá bls. 12
45. tbl. — Föstudagur 24. febrúar laöl
íþróttir
Sjá bls. 22.
Tillaga
íslands
samþykkt
Ríkisútvarpið skýrði frá >vi
í gærkvöld, að samþykkt hefði
verið einróma tillaga frá rík
isstjórn Islands um að Norður
lönd marki sameiginlega
Btefnu á sviði fiskverzlunar
og stuðli að því að afnema
tolia og aðrar hömlur á fisk
verzlun í ölium löndum.
Sigurður Ingrimundarson
var framsögnmaður nefndar-
innar, sem fjallaði um málið.
Hann sagði, að íslenzku full-
trúarnir hefðu ekki beinlínis
lagt til, að skipuð yrði norræn
samvinnunefnd um fiskveið
ar og fiskverziun, en teldu að
sjávarútvegsmálaráðherrarn-
ir ættu að fjalla um það mái.
Kæra fyrír
auðgunarbrot
I GÆR var maður hér í bæ,
sem fengizt hefur við lána
starfsemi, Margeir J. Magnús
son úrskurðaóur í varðhald.
Hann hefur verið kærður fyr
ir sakadómi og fjallar kæran
um tilraun tii auðgunar. Mál
þetta er nýtt af nálinni og
er komið til Reykjavíkur utan
af landi. Eru það hjón, sem
kæra Margeir J. fyrir að hafa
tvíinnheimt lán að upphæð
kr. 35 þús.
Ármann Kristinsson rann
sóknardómari við sakadómara
embættið, er úrskurðaði Mar
geir J. í gæzluvarðhaldið,
sagði Mbl. í gær, að rann-
sókn máls þessa væri á svo
algeru byrjunarstigi, að hann
gæti ekki greint frá atriðum
þess að sinni. Hann kvað Mar
geir Jón hafa neitáð þessari
ákæru, er úrskurðurinn um
30 daga varðhald var kveðinn
upp.
Bruni á Breiðdalsvík
Tjón á bilum og veiðarfærum
BREIÐDALVÍK, 23. febr. —
Síðastliðna nótt kl. rúmlega 2
urðu menn varir við að eldur
var laus i verkstæðishúsi Kaup-
félagsins hér á Breiðdaisvík. Á
neðri hæð hússins, sem er úr
steinsteypu, er viðgerðarverk-
stæði, sem Arnór Karlsson rekur,
en þar eru tveir dieselmótorar
Skelfiskur verímæí
útflutningsvara
Tillaga Sigurðar Bjarnasonar. Jónasar
Raínar og Guðlaugs Gíslasonar á Alþiagi
f FYRRADAG var til umræðu á Alþingi tillaga um hagnýtingu
skelfisks, en flutningsmenn hennar eru þeir Sigurður Bjarnason,
Jónas G. Rafnar og Guðlaugur Gíslason. Er hún á þá leið, að
skorað er á ríkisstjórnina að láta fram fara í samráði við Fiski-
félag ísiands og fiskideild Atvinnudeildar Háskólans rannsókn á
skelfisksmagni við strendur landsins. Jafnframt verði athugaðir
möguleikar á hagnýtingu skelfisks til útflutnings og atvinnu-
aukningar í landinu.
Skelfiskur í hrúgum
Sigurður Bjarnason flutti fram
söguræðu fyrir tillögunni. Hann
kvað fslendinga einskis mega láta
ófreistað til að auka fjölbreytni
framleiðslu sinnar. Meðal flestra
þjóða þætti skelfiskur afbragðs-
matur og væri dýr vara. Hér lægi
kræklingur og kúfiskur í hrúg-
um við strendur landsins, og á
skerjum án þess að hann væri
hagnýttur. Aðeins örfá ár væru
síðan byrjað var að veiða hér
rækjur og humar. Nú hefði fjöldi
fólks á Vestfjörðum og Suður-
landi atvinnu af þessum veiðum,
frystingu og niðursuðu þessara
verðmætu matvæla, og á sl. ári
hefðu verið fluttar út rækjur og
hurriar fyrir nær 50 millj. kr. í
erlendum gjaldeyri auk þess sem
þeirra væri mikið neytt í landinu
sjálfu.
Brýna nauðsyn bæri nú til þess
að hefjast handa um niðursuðu
fleiri skelfiskstegunda, sagði Sig-
urður Bjarnason. Við þurfum að
renna fleiri stoðum undir afkomu
grundvöll okkar. Hvers konar nið
ursuðuiðnað ber að efla. Þar eru
mikil og hagnýt verkefni fyrir
höndum, sagði ræðumaðu’
frá Rafmagnsveitu ríkisins. Ann-
ar þeirra var í gangi eins og venja
er um nætur og er talið að kvikn
að hafi út frá honum. Þrír bílar
voru á verkstæðinu og skemmd-
ust þeir allir nokkiuð. Á efri hæð
hússins, sem var úr timbri en
múrhúðuð, voru geymd veiðar-
færi, sennilega yfir 100 þús. kr.
virði og munu þau hafa eyði-
lagzt. Eldurinn komst upp á efri
hæðina gegnum stiga og er hún
nær ónýt.
Milli kl. 4 og 5 í morgun hafði
tekizt að ráða niðurlögum elds-
ins og telja sjónarvottar undra-
vert að það skyldi takast svo
fljótt. Við slökkvistarfið var
notuð 70 metra lön,g slanga.
Hvöss sunnan átt var og nokkur
rigning og má segja, að sú stað
reynd að vatnsveita er á Breið-
dalsvík hafi bjargað því að ekki
fór ver, því að ef vatn hefði ekki
verið fyrir hendi hefðu mörg hús
verið í verulegri hættu. Engin
teljandi slys urðu á mönnum.
Verkstæðið var vátryggt fyrir
100 þús. kr. og veiðarfærin voiy
einnig vátryggð, en þrátt fyrir
það var tjónið af brunanum mjög
mikið. Rafmagnslaust er nú á
Breiðdalsvík. — Fréttaritari.
Búnaðarþing
hefst í dag
BÚNAÐARÞING verður
sett í dag kl. 10,30 f. h.
í Tjarnarkaffi, uppi. Þetta
er 43. Búnaðarþingið og
þar munu mæta 25 full-
trúar utan af landsbyggð-
inni, auk stjórnar Búnað-
arfélags íslands og ráðu-
nauta félagsins. Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarmála-
ráðherra, flytur ávarp við
setningu þingsins.
Viija ekki ræða
handritamálið
f TILEFNI fréttar, sem birt
ist í Morgunblaðinu í gær um
möguleika á afhendingu hand
ritanna á sumri komanda,
bað Mbl. fréttaritara sinn í
Kaupmannahöfn að ná tali
af Jörgen Jörgensen, mennta
málaráðherra Dana um málið.
í dag barst blaðinu skeyti
þar sem segir, að hvorki Jörg
en Jörgensen né nokkur ann
ar ráðherra vilji ræða það
mál sem stendur
Samninganefndir
f Eyjum
ræðast
aftur við
VESTMANNAEYJUM, 23. febr.
Samninganefndir verkalýðsfélag-
anna og atvinnurekenda rædd-
ust við hér í dag og aftur var
boðaður fundur kl. 8,30 í kvöld.
Sáttasemjari er ókominn til
Eyja. Munu báðir þingmennirn-
ir héðan hafa sent honum
skeyti og beðið hann um að
koma sem fyrst og deiluaðilar
munu einnig hafa sent honum
skeyti í gær og í dag.
— Bj. Guðm.
★
Fréttamaður blaðsins átti í
gærkvöldi tal við Torfa Hjart-
arson, sáttasemjara ríkisins. —
Varðist hann allra frétta af
V cstmannaey jaf ör.
Laxá í Laxárdal óx mjög í
flóðunum í fyrradag, eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær,
og ruddi hún sig mikið til
niður undir brúna á þjóðveg
inum vestur. Þeir Skjöldur
Stefánsson og Jón Pétursson
fóru j rökkurbyrjun í fyrra-
dag að brúnni á Laxá, sem er
skammt sunnan við Búðardal
og tóku þar þessa mynd, sem
sýnir hinn geysilega jakaruðn
ing í ánni. I gær var flóðið
farið að sjatna. Voru 2ja m
háar jakahrannir á árbökk-
unum.
M atareitrunin
í Hötn
íslendingarnir
ó batavegi
Einkaskeyti frá fréttaritara
Mbl. í Kaupmannahöfn.
23. febrúar.
H A FI N hefur verið rannsókn
vegna þess, að nokkrir fulltrúar
á þingi Norðurlandaráðs, þeirra
á meðal Gísli Jónsson og Magn-
ús Jónsson, veiktust af matar*
eitrun í miðdegisverðarboðl
danska íhaldsflokksins á Hótel
Angleterre í Kaupmannahöfn.
Munu þátttakendur í miðdegis*
verðarboðinu verða yfirheyrðir
og aðstæður í eldhúsi gistihúss-
ins rannsakaðar.
Magnús Jónsson eg Gísii Jón*
son eru nú báðir á góðum bata-
vegi og munu væntanlega taka
þátt í fundum Norðurlandaráðs
á morgun.
Matareitrunin hefur að öllun»
líkindum átt rót að rekja til
hollenzkrar sósu, sem fram-
reidd var með matmim á
d’Angleterre.
„Franskt Alsír64
ALSÍR, 23. febr. fReuter)
Tilkynnt var í dag að nítt
Evrópumenn hefðu verið t-ki*
ir höndum í dag. Hefðu þeir
stofnað neðanjarðarhreyfingu
undir heitinu ,,Franskt Alsír“
og hefði hreyfingin bækistöðv
ar í fjöllum Vestur Alsir.