Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 22
22
MORCVlKfíTAÐ1Ð
Föstudagur 24. febrúar 1961
|J Síðasfa sekúndan I
Spennandi hraðkeppni:
KFR sigraði
Ármann
eftir framlengdan leik
HRAÐKEPPNISMÓT Körfu-
knattleikssambandsins að Há
logalandi á þriðjudagskvöld-
ið heppnaðist afburðavel. —
Þrátt fyrir slæmt veður voru
áhorfendur um 400 og sann-
ar slík aðsókn bezt hinar
vaxandi vinsældir körfu-
knattleiksins hér í höfuð-
staðnum. — Leikirnir voru
yfirleitt hraðir og spenning-
ur áhorfenda óx jafnt og
þétt eftir því sem á kvöldið
leið, enda virtust liðin vera
jafnari að styrkleika, heldur
en nokkru sinni fyrr.
hK
KFR sigraði á mótinu í fram-
lengdum úrslitaleik við Ar-
mann, en áður höfðu Ármenn-
ingar „slegið út“ íslandsmeist-
arana, ÍR.
Keppnin hófst með leik milli
Ármanns og' ÍKF. Leikurinn
var nokkuð'jafn framan af, en
í hálfleik hafði Ármann náð 7
stiga forskoti og síðari hálfleik
unnu Ármenningar auðveldlega
og endaði leikurinn 30:15.
Annar leikurinn var milli KR
og íþróttafélags stúdenta. KR-
piltarnir eru allir úr II. flokki
og réðu þeir ekki við hina leik-
vönu stúdenta, sem sigruðu,
25:15.
ií Sigur á síðustu sekúndu
Þriðji leikurinn var milli
ÍR og Ármanns. Leikiirinn var
spennandi frá upphafi til leiks-
loka. Staðan í hálfleik var 12:10
fyrir íslandsmeistarana og síð-
ari hálfleikur var ekki síður
spennandi: 14:14, 16:16, 20:20,
21:21, 23:23 og rétt um leið og
tímavörður gaf merki um leiks-
lok, fékk Ingvar Sigurbjörnsson,
Ármanni, eitt vítakast. Menn
héldu niðri í sér andanum,
Ingvar skoraði og færði Ár-
manni sigurinn. Nokkuð óvænt
úrslit.
Þau leiðindi skeðu í þessum
leik að áhorfendur töldu að
ruglazt hefði um eitt stig á
leiktöflu og leikurinn verið
jafntefli. Leikritari taldi hins-
vegar að Ármann hefði unnið
með einu stigi og ekki tjáir að
deila við dómarann.
Fjórði leikur kvöldsins var
milli KFR og ÍS. Staðan í hálf-
leik var 22:19 fyrir KFR og
lauk leiknum með sigri KFR,
39:34. Leikurinn var hraður og
oft skemmtilegur.
á: Úrslitin
Úrslitaleikur mótsins var
síðan milli Ármanns og KFR.
Leikur þessi var hraður og
spennandi, eins og úrslitaleikir
eiga að vera.
1 hálfleik var staðan 18:17
fyrir KFR. Liðin höfðu skipzt
á um að leiða og bilið varð
aldrei meira en 4 stig eða 2
körfur. I síðari hálfleik tóku
báðir á því sem þeir áttu til.
Leikurinn varð nokkuð harður,
en dómurunum, Þóri Arinbjarn-
arsyni og Viðari Hjartarsyni,
tókst þó vel að halda leiknum
ÞESSIR þrír ungiu piltar úr
Glímufélaginu Ármanni voru
þátttakendur í siðustu flokka-
glímu Reykjavíkur í desem-
ber. Þeir komust allir á verð-
launapallinn. — Glímudeild
Ármanns gengst um þessar
mundir fyrir glímunámskeiði
fyrir byrjendur 12 ára og
eldri. Æfingarnar verða á laug
ardögum kl. 7 síðd. og á mánu-
dögum kl. 9 síðd. í íþróttahús-
inu við Lindargötu. Kjartan
Bergmann, glímuþjálfari Ár-
nesinga, og ýmsir snjallir
glímumenn, eldri og yngri,
leiðbeina byrjendum.
í skefjum. Eins og í fyrri hálf-
leik skiptust liðin á um að leiða
með örfárra stiga mun. Þegar
leiktíma lauk var jafntefli, 35:
35, og var leikurinn framlengd-
ur til að hrein úrslit fengjust í
mótinu. í lok framlengingar var
staðan 39:38 fyrir KFR, en
Birgir, Á, fékk tvö vítaköst í
leikslok og hafði því tækifæri
til að tryggja félagi sínu sigur-
inn. En vítaköstin mistókust og
KFR sigraði.
Útbreiðslunefnd KKl sá um
mót þetta og fór framkvæmd
mótsins vel úr hendi. Hinsvegar
verður að fordæma þá aðstöðu
sem tímaverðir og leikritarar
hafa, en þeir geta vart fylgzt
með gangi mótsins vegn áhorf-
enda.
Ekki verður farið að auka á
erfiðleika landsliðsnefndar með
því að ræða um frammistöðu
einstakra leikmanna að þessu
sinni.
--------------------------------
Það mátti heyra saumnál i
detta að Hálogalandi er síð-1
asta vítakast í leik ÍR og Ár-1
manns var tekið. Leikar stóðu t
jafnir er víti var dæmt og I
áður en það hafði verið fram
kvæmt var leiktími á enda.
En taka varð vítakastið. Það
gerði Ingvar Sigurbjörnsson.
O'g þrátt fyrir mikið taugastríð
tókst honum að skora. Félag
ar hans ruku til m.a. hljóp I
Ásgeir þjálfari inn á völlinn. í
Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) J
Þorsteinn Einarsson íþrortafullfrúi réttlœtir
„Furðulegt ráðslag"
Vona ég að það er fram hefur
komið í tveim fyrri greinum skýri
ástæður þær sem voru þess vald-
landi að sú stefna v;ar tekin
að reist yrði hófleg og viðráðan
leg æfingahús á vegum félag-
anna en heildin látin um að
reka keppnishús, sem hefði rúm
góðan gólfflöt fyrir innanhúss-
keppni.
Áður en ég sleppi að ræða um
íþróttasalina er rétt að geta
þess, að til eru þeir, sem eigi
telja 20x40 m gólffleti nægjanlegt
olnbogarými og vildu að stefnt
væri að því, að reisa hús, sem
rúmuðu innanhúss hlaupa- og
stökkbrautir. Eitt félaganna vildi
að hús, sem það hafði hug
á að ráðast í að reisa, hefði slíka
aðstöðu.
Samkvæmt skrifum ritstjóra
'íþróttasíðanna nær ekki þessi
„lágkúruskapur“ aðeins til í
þróttasala heldur einnig til sund
lauga, „ . . . svo að þær eru
teljandi á fingrum annarar hand
ar, sem hafa löglegar brautir fyr
ir íþróttahreyfinguna, þ.e.a.s. 25
metra braut“, segir A.St. íþrótta
ritstjóri Morgunblaðsins.
Hér kemur fram furðulegt
þekkingarleysi á sundlaugaeign
þjóðarinnar hjá hr. ritstjóra A.
St., sem um mörg ár var í hópi
beztu sundmanna þjóðarinnar og
hefur hin síðari ár verið meðal
sundfrömuða hennar. Hann hef
ur án efa fengið skýrslu íþrótta
nefndar ríkisins og rit lands-
nefndar Norrænu Sundkeppn-
innar, þar sem birtar hafa verið
IMiðurlag
nákvæmar skrár um fjölda og
stærðir isl. sundlauga.
Steinsteyptar sundlaugar með
búnings- og baðklefum eru nú
á íslandi alls 78. Af þeim eru
tvær 50 m. langar, fjórar 33% m
langar, fimmtán 25 m langar eða
alls 24 ísl. sundlaug þar sem unnt
er að synda á 25 m braut eða
lengri. Vart eru fingur annarar
handar A.St. ritstjóra 21!
Rétt er það, að víða við ísl.
skóla og í kauptúnum, þar sem
ekki nýtur jarhita, eru reistar
laugar að stærðinni 12,5 m á
lengd. Kaupstaðirnir okkar eru
14. Sundlaugar eru í þeim öll
um,' nema Kópavogi. Aðeins í
einum kaupstað er sundlaug af
stærðinni 12,5 m. f 3 eru 16% m
langar. Hinar eru 20 m, 25 og
33% m langar.
Veigamiklar ástæður liggja því
til grundvallar að upphitaðar
opnar eða yfirbyggðar laugar á
íslandi eru byggðar af stærð-
inni 12,5 m eða 16%x7—--8 m og
verða eigi ræddar hér, en höfuð
ástæðan er reksturskostnaðurinn
og nægir að benda á Sundhöll
Reykjavíkur, sem er að stærð
33 % m, og kostaði í rekstri ár
ið 1959 kr. 2.117.634.46, eða kr.
436,89 hver rekstrarklukkustund.
Rekstrarhalli nefnt ár nam kr.
1.039.511.30, þar eð tekjur námu
kr. 1.078.128.16. Hér er um sund
höll að ræða í mesta þéttbýli
íslands, sem auk þess nýtur jarð
hita.
Eg hef leitazt hér við að leið-
rétta misskilning og rökstyðja:
„Furðulegt ráðslag“. Skiptar
skoðanir munu án efa vera á
þessu máH, en allir sammála
um að aðalatriðið sé það, að ís
lendingar eigi aðstöðu til þesa
að iðka íþróttir innan húss eða
utan, á gólfum, völlum, skíða-
skólum, svellum eða í laugum,
hvar svo sem þeir eiga heima
eða hvert sem þeir sækja vinnu,
en í öðru sæti komi svo aðstaða
til þess að unnt sé að keppa við
hin fullkomnustu skilyrði, þar
sem gott rými er fyrir áhorfend
ur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þorsteinn Einarsson
íslandsmót
í svifflugi?
SVIFFLUGFÉLAG íslands hef-
ur oú fest kaup á 2ja sæta
kennsluflugu frá Þýzkalandi og
er hún væntanleg til landsins
í næsta mánuði.
Ráðgert er að halda 0—8 nám
skeið í svifflugi á Sandskeiði í
sumar og mun hvert þeirra
standa í tvær vikur og vænta
svifflugmenn þess, að námskeið
in verði fjölsótt, enda hafa fjöl
margar fyrirspurnir um nám-
skeiðin borizt Svifflugfélaginu.
Sennilegt er, að Flugmálafélag
ið efni í sumar til íslandsmóts i
svifflugi og gæti það vafalaust
orðið skemmtileg nýbreytni.