Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTSPl 4 Ð1Ð Föstudagur 24. febrúar 1961 mtMiiMfr Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Besbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HEILBRIGÐ DÓMGREIND FÖLKSINS Cumum stjórnmálaleiðtog-^ ^ um er þannig farið, að þeir halda að hávaði og brambolt, gífuryrði og sleggjudómar séu líklegastir til trausts og fylgis meðal almennings. í samræmi við þessa skoðun sína halda þessir menn stöðugt áfram að berja bumbur og blása í herlúðra. Sannleikurinn ur» kjarna málanna liggur þeim oftast í léttu rúmi. Þeir telja sig litla þörf hafa fyrir notkun hans. Bumbubarsmíð- in og hávaðinn eru þeim geðfelldari. í þessari baráttuaðferð felst fyrst og fremst ákveðin trú á það, að mikill meiri- hluti fólksins í landinu nenni ekki að hugsa, kæri sig ekki um að hlusta á rökrænar og rólegar umræður um malin. 1 þessari skoðun felst mik- iil og djúptækur misskilning- ur. Það er að vísu til nokkur hópur manna, sem aðeins vill hlusta á hávaðann og öfg- arnar. En mikill meirihluti fólksins er hugsandi mann- eskjur, sem vilja ekki láta teyma sig eins og sauði, heldur taka sjálfstæða og rökræna afstöðu til málanna. Og það er við þennan hluta þjóðarinnar, sem ábyrgir stjórnmálamenn hljóta fyrst og fremst að miða málflutn- ing sinn. ★ Leiðtogar kommúnista og Framsóknarmanna hafa und- anfarið opinberað oftrú sína á dómgreindarleysi fólksins. Þeir hafa miðað allan sinn málflutning við það að þjóð- in hafi gleymt því gersam- lega, sem gerðist á valda- tíma vinstri stjómarinnar, gleymt því að á því tímabili skapaðist óðaverðbólga og efnahagsöngþveiti, sem vinstri stjórnin síðan hljóp frá eftir að hafa gefizt upp við lausn alls þess vanda, er hún hafði leitt yfir þjóðina. Það var lífsnauðsynlegt að ráðast beint framan að þess- um erfiðleikum, gera róttæk- ar og víðtækar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir algert hrun í íslenzku efna- hagslífi. Þetta er það sem núver- andi ríkisstjórn hefur gert. Það hefur kostað nokkrar fórnir í bili. En viðreisnar- stefnan felur í sér möguleika bjartrar og hamingjuríkrar framtíðar fyrir íslenzka þjóð, ef hún aðeins ber gæfu til þess að skilja sin vitjunar- tíma og hjálpa til við fram- kvæmd 'viðreisntí. mnar, í stað þess að torvelda hana. Sjálfstæðismenn treysta á heilbrigða dómgreind ís- lenzku þjóðarinnar. Þess vegna hafa þeir ekki hikað við að hafa forystu um hinar lífsnauðsynlegu ráðstafanir, jafnvel þótt sumar þeirra væru lítt til vinsælda falln- ar. Sem betur fer stækkar nú sá hópur manna stöðugt, sem vill hlusta á rök og ábyrgan málflutning um ís- lenzk þjóðmál. Kommúnist- um og Framsóknarmönnum er ekki ofgott að forherðast stöðugt meir í oftrú sinni á dómgreindarleysið og heimsk una. TVÍHÖFÐUÐ ÓFRESKJA /~1reinar þær, sem Morgun- ^ blaðið heRir birt um „hina tvíhöfða ófreskju“ kommúnismans hafa vakið mikla athygli. Önnur greinin er skrifuð af Rússlandssér- fræðingnum Edward Crank- shaw, sem þykir skilgreina einna bezt þróun mála í Sov- étríkjunum, Kína og öðrum kommúnistaríkjum; hin er eftir Joseph Alsop og birtist 15. febrúar í New York Her- ald Tribune. í greinum þessum er fjall- að af mikilli kunnáttu um deilur þær, sem risið hafa milli Krúsjeffs og Mao Tse Tungs, og í sambandi við þær tala sérfræðingamir um „mesta hættuástand, sem heims-kommúnistaflokkurinn hefur átt við að etja frá rúss nesku byltingunni“, Sérfræðingarnir eru sam- mála um, að leiðtogar Vest- urveldanna, og þá einkum Kennedy, forseti Bandaríkj- anna, geti ekki lengur gert ráð fyrir því, að Krúsjeff mæli fyrir munn allra komm únistaríkjanna í samninga- viðræðum. Svo geti farið, að Mao Tse Tung hafni skoðun- um Krúsjeffs í veigamiklum atriðum. Sé þetta gerbreyt- ing frá því, þegar Stalin var að heita mátti einvaldur alls hins kommúníska heims. ★ Allt er mál þetta hið merk asta og er enginn vafi á, að fólk ihun fylgjast með því af miklum áhuga. Það getur haft úrslitaþýðingu fyrir átökin í heimspólitíkinni, hvernig deilur þessar þróast í náinni framtíð. Ekki verður hér lagður á það dómur, hve mikill ágreiningurinn er milli hinna tveggja voldugu Gamlir bílar vandamál í Englandi I FRÉTTUM frá Englandi lesum við, að þar hafi fyrir skemmstu verið sett ný lög, sem kveða svo á, að allar bifreiðir, sem orðnar eru tíu ára eða eldri, skuli færðar til skoðunar og athugað, hvort hemlar, stýrisbúnaður, ljósin o. s. frv. sé í lagi. (Eftir þessu að dæma hefur ekki verið nein skoðunarskylda á bílum í Englandi til þessa, hvernig sem því víkur nú við). — ★ —■ 1 umræddri frétt segir enn fremur, að mikil nauðsyn hafi verið orðin á slíkum lögum, þar sem eigendur gamalla bíla hafi yfirleitt ekki hirt um að færa þá til eftirlits — heldur bara reynt að losa sig við þá á sem auð- veldastan hátt. Ef þessi lög hefðu ekki komið til, hefðu þessi bílaskrifli haldið áfram að skrönglast um borgargöt- ur og þjóðvegi og valdið stórhættu í umferðinni. Reyndar hefur eigendum hinna- gömlu og útslitnu bíla ekki alltaf gengið vel að koma þeim í' verð, því að framboðið hefur verið svo mikið, að oft og tíðum hefur enginn fengizt til að gera sér það ómak að sækja slíka „druslu“ — jafnvel þótt hún ætti ekki að kosta grænan eyri. Og þá var bara að drösla flakinu á eigin kostn- að í einhvern bílakirkjugarð- inn — en þeir eru margir og stórir í Englandi. Meðfylgj- andi mynd er af einum slík- um. ýtt átak gegn notkun eituriyfja »<®«SxSxSx$xSxSx$xexSxS-$x$*Sx®«»<$><$><®xSx$*SxSx$x£. kommúnistaleiðtoga, en hitt er augljóst, að m.illi þeirra hefur risið deila um mikil- vægasta atriðið í framkvæmd kommúnismans: Afstöðuna til heimsvaldasinna, sem komm- únistar nefna svo, og afstöð- una til friðsamlegrar sam- búðar. Er enginn vafi á því, að kommúnistaleiðtogunum er mikill vandi á höndum að leysa þessa deilu og kannski fer svo að þeim verði það um megn. Það hefur verið spá margra að kommúnism- inn, eins og aðrar ofbeldis- stefnur, muni hrynja innan- frá. En áður en hættan af ófreskjunni tvíhöfða er að fullu liðin hjá, verða lýðræð- isríkin að standa vel á verði um hugsjónir sínar um frið og frelsi allra þjóða. HIN alþjófflega barátta gegn eiturlyfjanotkun er nú kom- in á nýtt stig. Aff tilhlutan þeirrar nefndar SÞ, sem ann- ast þessi málefni, hefur nú veriff efnt til ráffstefnu til aff samræma lög og affgerffir þjóða heims gegn eiturlyfja- notkun. Nefndin hefur um 12 ára skeiff unniff markvisst aff því aff sameina alla krafta gegn misnotkun þessara lyfja, og er þess nú aff vænta, aff verulegur árangur náist. — ★ —■ Fulltrúar 70 þeirra liólega 100 landa og landsvæða, sem boðið var til ráðstefnunnar, voru mættir við setningu hennar í aðalstöðvum SÞ hinn 24. jan. sl. Auk þess eiga margar sérstofnanir SÞ fulltrúa á þessari ráðstefnu og jafnframt „Interpol“, al- þjóðalögreglan. Forseti ráð- stefnunnar var í upphafi kjörinn Hollendingurinn Carl W. A. Schurmann, en vara- forsetar voru kjömir' frá eftirtöldum 18 löndum: Af- ganistan, Brasilíu, Dahomey, Arabíska sambandslýðveld- inu, Frakklandi, Indlandi, Iran, Japan, Mexíkó, Pakist- an, Perú, Sviss, Thailandi, Tyrklandi, Ungverjalandi, Bretlandi, Ráðstjórnarríkjun- um og Bandaríkjunum. Ráð- gert er, að ráðstefnunni ljúki 17. marz. — ★ — Svo sem fyrr var drepið á, er tilgangur ráðstefnunnar að samræma alþjóðalög og eftir- lit á þessu sviði, koma á al- þjóðaeftirliti með ræktun og framleiðslu, staðfesta bann við ópíumreykingum, marihú- anareykingum og við því að menn tyggi coca-blöð. — ★ — Búizt er við, að í kjölfar Framhald á bls. 6 | * «9 1 •• •»*! V I % & I t i i I l i !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.