Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 24. febrúar 1961 iVlyrkraverk 13 eftir Beverley Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar „Ert það þú?“ spurði hún og hvorki hreyfði sig né opnaði augun. „Hvar hefur þú verið?“ ,,Ég þorði ekki að koma aftur. Ég var hræddur við Lucien." „Þú ættir að hafa komið. Ég beið eftir þér hverja nótt, í þrjár nætur hef ég legið andvaka og beðið eftir þér.“ Fingur hennar leituðu um handlegg mér, unz þeir fundu höndina. í langa stund lágum við þarna, einungis hendur okk- ar snertust, létum sólina brenna okkur ánægð að haldast í hend- ur og þegja. Reykháfarnir köstuðu löngum, annarlegum skuggum. Drauga- legir skuggar reykháfanna lengd ust og sólin seig í átt að gráum þökum. Brennheitt síðdegið varð að svölu kvöldi. Ég sneri mér á hliðina og horfði á hana. Fingr- um lausu handarinnar strauk ég meðfram hársrótum hennar og lagði lófann á háls hennar. Ég leyfði mér að snerta brjóst henn ar, og hún andvarpaði. Síðan lagði hún granna handleggi um axlir mínar,' og skugginn af höfði mínu skýidi andliti hennar frá sólarlaginu. Ég kyssti augu hennar, en hún gældi við axlir mínar og bak. „Þú ættir að hafa komið, þú ættir að hafa kornið," hvíslaði hún. „Ég var hræddur." „Þá verðum við að fara héðan, burt frá París, burt frá Lucien." ,,Já, já, við skulum fara.“ Ég myndi hafa lofað hverju sem væri, svo töfrandi var hún. Það var orðið dimmt, þegar við klifruðum niður í vinnustof- una. Nú virtist hún skyndilega nakin og þungbúin, í saman- burði við ástina og sólskinið. „Förum eitthvað út,“ bað ég. ,,Við skulum fara á veitingahús, á einhvern glaðværan stað. Luc- ien er of nálægur hér.“ Það varð úr og hún klæddist í ^infaldan hvítan kjól, svalan og fleginn. Hún setti hárið upp í tagl og færði sig í þunna, ít- alska ilskó, háhælaða og glæsi- lega. Hún dreypti Arpége í hár sitt til að gleðja mig. Mér fannst hún ekki líta út fyrir að vera eldri en sautján ára, og ég var hlálega hreykinn af henni þegar við gengum niður götuna og horfðum á matseðlana og gægð- umst yfir litlu grindurnar, sem eru á milli fólksins á götunni og þeirra sem eru að borða. Við settumst í lítið veitinga- hús við Avenue MacMahon og báðum um chateaubriands og flösku af Beaujolais. öldruð hjón, er sátu við næsta borð brostu til okkar, og ég heyrði konuna segja: „En töfrandi par.“ Ég brosti til þeirra aftur og hélt í hönd Francoise á borðinu. ,.Segðu mér frá sjálfri þér?“ Við hlógum. Við höfðum bæði sagt það sama. „Þú fyrst", sagði hún. „Þú segir fyrst frá.“ ,.Ja, það er erfitt. Ég er tutt- ugu og þriggja ára, og ég var enskur. Fjölskylda mín er frá Warvickshire sem er falleg græn sýsla í miðju Englandi. Og við teljum Thomas Malory forföður okkar. Ég var í skóla þangað til ég var 17 ára, þá fór ég í sjó- herinn. Þú ert eina mannveran sem ég hef nokkru sinni elskað, og sú eina sem ég mun nokkru sinni elska. Það virðist ekki vera nein saga, engin raunveruleg saga, nema-í sambandi við þig. Og svona er það.“ Hana langaði til að segja mér frá Lucien, hversvegna þau fóru að búa saman, en mig langaði ekki til að vita það. „Við skulum ekki tala um hann,“ sagði ég, „ við skulum hvorki tala um Lucien, Náttfar- ana né stríðið. Ef þú ætlar að segja mér frá einhverju, þá segðu mér frá lífi þínu áður en þú hittir Lucien. Segðu mér hvað an þú ert, hvar þú varst í skóla og hvers vegna þú leyfir mér að verða ástföngnum af þér.“ Auðvitað vildi hún ekki svara síðustu spumingu minni, og það sem eftir var af máltíðinni tal- aði hún um heimili sitt, suður- frá. Fjölskylda hennar, sem öll hafði dáið í stríðinu, hafði búið í litlu húsi í hæðardrögunum fyrir neðan Eze, og Francoise hafði erft það. Það sneri út að sjónum og í garðinum voru tvö eucalyptustré og mímósurnar. Hún fór þangað í nokkra mán- uði á hverjum vetri til að vera ein og mála. Lucien virtist forð- ast sól og hita og framar öllu öðru sveitina. „Hann á heima í borginni," sagði hún og það örlaði fyrir fyrirlitningartóni í rödd hennar. „Hann getur ekki hugsað sér að synda fyrr en eftir sólarlag, og líkami hans er alltaf hvítur, hvít ur eins og stóru klettarnir sem fá sjóinn til að virðast tærari og breinni en hann er.“ „Þú lofaðir að tala ekki um Lucien," Francoise brosti. „Hann virðist allsstaðar þrengja sér inn,“ sagði hún, og nú varð hún allt í einu alvar- leg. ,,Alan,“ sagði hún og hall- aði sér yfir borðið. „Þú mátt ekki verða flæktur í því, sem hann er að áætla. Það hefur ekkert gott í för með sér.“ „En veiztu ekki um það?“ spurði ég. „Mig langar ekki til að vita um það. Mér kemur það ekki við. Ég spyr aldrei spurninga og hann segir mér aldrei neitt. Hvað sem það er, þá veit ég að það er illt.“ ’ Henni var mikið niðri fyrir, og ég virti áhyggjur hennar. Þrátt fyrir það var ég orðinn of flæktur í ævintýraiðu. Jafn- vel refsing Benoit gat ekki feng- ið mig til að hætta við ævin- týrið með Náttförunurh. „Ég er búinn að samþykkja, sjáðu til.“ Ég reyndi að útskýra fyrir henni en hún vildi ekki hlusta. „Komdu burt með mér“. „En hvert? Hvert eigum við að fara?“ „Til Eze, til hússins. Tökum fyrstu lest á morgun og komum þar fyrir kvöldið. Við komumst burtu frá því öllu saman, burt til sjávarins og hreina loftsins." „Ætlarðu þá að fara frá Luci- en?“ ,,Mig langar til þess að kom- ast frá honum.“ „Hvað á ég að gera í Eze?“ „Þú getur unnið í kabarettun um meðfram ströndinni. Ég þekki marga í Nizza og Monaco". Hún þagnaði og lækkaði rödd- ina. ,,Þú værir hjá mér. Við gætum verið saman. Ströndin við Eze er hvít og sjórinn er tær. Við gætum synt á nóttinni þegar þú kæmir aftur frá vinnu, synt og elskast á ströndinni. Stein- arnir eru volgir alla nóttina. Komdu burt, komdu burt með mér.“ En ég vildi ekki hætta við krossferð mína, gefast upp við ævintýrið. „Við skulum tala um það heima,“ sagði ég, „ekki hérna. Við skulum tala um það heima, þegar við erum orðin ein í vinnu stofunni.“ Við gengum aftur til baka, leiddumst og gengum hægt upp brakandi stigana. Ég söng á með an og hugsaði um nóttina, sem við áttum í vændum. En, þegar Francoise opnaði dyrnar, fann ég skyndilega illþefjandi Cap- oral tóbakslykt og heyrði rödd, sem hvæsti í myrkrinu: Hefurðu skemmt þér vel, rosbif?" Það var Lucien. Hann sat og reykti pípu sína í rökkrinu, og ég vissi að hann var brosandi. „Fórstu með hana út, ha, rosbif? Meðan kötturinn er í burtu, ros- bif?“ Francoise hló og kveikti. „Hann hefur verið ágætur," sagði hún, „Riddaralegur enskur strákur hugsar um fagra gras- ekkju í fjarveru Foringjans." Hún gekk til hans og kyssti hann á ennið. Ég vissi þá, að ekki hafði komizt upp um okkur, og brosti veiklulega í áttina til hans. Lucien hafði í raun og veru alltof mikið sjálfsálit til þess að gruna, að aumingja France elskaði nokkurn annan. Lék ég því hinn riddaralega enska strák, feiminn og ruglað- an, og allt gekk vel. Allt, nema að allar áætlanir og allir draum- ar fór út í veður og vind. Franc- oise var eins fjarlæg og nokkru sinni fyrr. Og er ég þrammaði aftur inn í einmana herbergið mitt, bað ég þess, að hún svæfi ekki við hlið hans, leyfði honum að snerta hinn brúna líkama Skáldið og mamma litla 1) Mamma og Sigga frænka eru búnar að bjóða okkur í útilegu um helgina. Við ætlum að finna rólegan stað og láta fara vel um okkur. 2) Finna rólegan stað!! 3) Ég veit ekki til að nokkur hafi fundið ró í návist mömmu þinnar. — Haltu áfram hundur .... Vísaðu okkur leiðina heim! Jæja, þessi hundur vinur þinn ætlar ekki að fylgja okkur heimj sennilega litli kunningi .... Við þurfum aðra leið I að finna einhverja' með þig á næstu bækistöð lög' . .. Eins og að fara reglunnarl sinn með fölum borgarhöndum. Næsta kvöld kom Lucien til La Condamine. Hann var í vondu skapi og skammaði alla. Benoit sagði ekkert um bílinn og svar- aði spurningum Lucien um ferð- ina án þess að blikna eða blána. „Hvernig gekk ferðin?" „Eftir áætlun," sagði Benoit, ,eins og alltaf.“ „Og rosbif?" „Eins og einn af okkur, kald- ur og rólegur eins og hann hefði verið að þessu alla ævi.“ Lucien leit á mig og kinkaði kolli. „Allt í lagi þá,“ sagði hann. „Förum af stað“.“ Moumou var látinn læsa og Benoit ók Lucien, Dédé og mór út að Rambouillet og mílu fram hjá1 þorpinu. Hann beygði af aðal- veginum til Maintenon og á sand borinn stíg, sem lá í vestur inn í skóginn. Benoit stanzaði bíl- inn, og Dédé og ég klifruðum niður á hvítan, volgan sandinn við hlið foringjans. „Við verðum aftur hér klukk- an fjögur," sagði Lueien. „Komdu ekki inn á stíginn, haltu þér á veginum." Síðan sló hann aftan á bílinn um leið og Benoit ók í burtu, rétt eins og temjari, er klappar hesti á lend- ina. Hann beið unz hljóðið aí aitltvarpiö Föstudagur 24. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón / ------ --------" " 8.05 Muxi$unieiivr'iiiiA. — 5.15 TÓn« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjótf ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá höfuðleðrasöfnurum í Andesf jöllum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Við orgelið (Dr. Páll ÍsfW«w;on). 21.00 Upplestur: Dagbjört *>T/gsdóttir les frumort kvæði. 21.10 ,,Söngvar úr suðurríkjunum** „Roger Wagner kórinn syngur), 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver* öldin“ eftir Guðmund G. Hagalín; (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Erindi: Barnið, heimilið, um«* hverfið (Stefán Sigurðsson kenn» ari). 22.40 A léttum strengjum: Danshljóm* sveit tékkneska útvarpsins leikup þarlenda dansmúsík; Karel Kraut gartner stj. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 25. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar • 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik-* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. -• 12.25 Fréttir og tilk.). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds* spn danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly XIV. (Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les). mundsdóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Lög úr söngleiknum „West Side Story“ eftir Leonard Bernstein (Bandariskir listamenn flytja undir stjórn Max Gober- mans.) 20.15 Leikrit Þjóðleikhússins: „Blóð- brullaup“ eftir Garcia Lorca. t»ýðandi: Hannes Sigfússon. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikendur: Arndís Björnsdóttir, Valur Gústafsson, Guðrún As- mundsdóttir, Helgi Skúlason, Helga Valtýsdóttir, Regína Þórð- ardóttir, Lárus Pálsson, Anna Guðmundsdóttir, Edda Kvaran, Baldvin Halldórsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Bessi Bjarnason, Kristján Jónsson og Erlingur Gíslason. 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (24). 22.20 TJr skemmtanalífinu (Jónas Jón- asson). 22.45 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.