Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. febrúar 1961
MORGllTSTll 4T>1Ð
13
Farsælt spor í þróunar-
sögu íslenzkra bankamála
— sagði Birgir Kjaran á Alþingi
HARÐAR og langar umræður urðu á fundi neðri deildar
Alþingis í gær, er frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðla-
banka íslands var þar til 2. umræðu. Af hálfu stjórnar-
flokkanna töluðu þeir Birgir Kjaran, Gylfi Þ. Gíslason og
Jóhann Hafstein, en fyrir hönd stjórnarandstöðunnar þeir
gkúli Guðmundsson, Lúðvík Jósepsson og Björn Pálsson.
Birgir Kjaran hafði framsögu
f.h. meirihluta fjárhagsnefndar
og gerði grein fyrir áliti nefnd-
arinnar. Sagði Birgir, að þar sem
það teldust jafnan þýðingarmikil
ikapítulaskipti í sögu peninga-
*nála hverrar þjóðar, þegar stofn-
að er til sjálfstæðs seðlabanka,
vildi hann fara um mál þetta
nokkrum almennum orðum jafn-
framt því, sem hann gæfi skýr-
ingar á efni frv.
Seðlabankar eru um þriggja
alda gamalt fyrirbæri. Fyrsti
fcanki þessarar tegundar var stofn
aður í Stokkhólmi árið 1656, næst
lur að aldri og nafnfrægastur er
Bank of England, sem stofnaður
var 1694. Síðan rak hver seðla-
Ibankastofnunin aðra í grann'lönd
um okkar, Þýzkalandi, Noregi og
í Danmörku. Þar var að vísu nokk
ur tröppugangur á málinu, því að
fyrst í stað var seðlaútgáfa þar
í höndum einkabanka, síðan í
höndum ríkisbanka, sem varð
gjaldþrota í byrjun fyrri aldar,
en árið 1818 var Verzlunarbank-
inn stofnaður. Alls staðar hefði
verið talið nauðsynlegt að stofna
til sjálfstæðrar peningastofnunar,
er annaðist peningaútgáfu lands-
manna, seðlabanka, sem víðast
hvar hefðu verið reknir sem rík-
isbankar.
Sein þróun hér á landi
Hér á landi hefði þróun mála
á þessu sviði verið að vonum mun
eeingengari, sagði ræðumaður. Á
ikomandi sumri eru liðin 75 ár
síðan fyrsti íslenzki bankinn,
Landsbanki íslands, tók til starfa.
I>að var þó ekki seðlabanki í eig-
inlegri merkingu þess orðs. Fyrsti
íslenzki seðlabankinn var hins
vegar svo sem kunnugt er íslands
banki, sem tók til starfa árið 1904
og hafði seðlaútgáfuréttindi þar
itil 1921. Landsbankinn hefði feng
jð upp úr því, eða 1924, seðlaút-
igáfuréttindi að hluta, en að öllu
leyti árið 1927. í hartnær fjóra
áratugi, eða allt frá því að Islands
foanki missti seðlaútgáfuréttinn
Ihefði verið um það deilt hér á
landi með hvaða hætti seðlaút-
gáfu landsmanna yrði haganleg-
ast fyrir komið, hélt Birgir Kjar-
an áfram. Hafa þar aðallega ver-
ið þrjár skoðanir uppi, í fyrsta
Jagi að Landsbankinn annaðist
seðlaútgáfuna ásamt öðrum störf-
um sínum sem viðskiptabanki, í
öðru lagi, að seðlabanki starfaði
sem deild innan Landsbankans,
©g svo í þriðja lagi, að stofnað
yrði til algerlega sjálfstæðs Seðla
banka í landinu. Síðasta hug-
myndin hefur átt mjög og stöðugt
vaxandi fylgi að fagna, enda öll
þróun málsins beinzt í þá átt.
Ölík sjónarmið
! Nokkru síðar sagði Birgir Kjar-
*n: Er það vel farið, því að í
eæmilega þi'óuðu efnahagskerfi
hlaut það til lengdar að vera
ekki aðeins óeðlilegt heldur og
oheppilegt fyrirkomulag að hafa
Mndir sama hatti svo ólíkar stofn-
anir í eðli sínu sem seðlabanki,
banki bankanna, er og venjulegur
viðskiptabanki. Sjónarmið þeirra
geta oft og tíðum verið svo gagn-
ólík, þar sem viðskiptabankinn er
fyrst og fremst einn þáttur við-
Bkiptalífsins og lýtur lögmálum
þess og kröfum, en Seðlabankinn
er hins vegar tæki til þess að
stjórna peningakerfinu, efnahags-
kerfi eins lands. Seðlabankinn er
einn armur ríkisvaldsins samtím-
is því, sem hann er ráðgjafi rík-
isstjórnar um fjármál og peninga-
mál og efnahagsmál þjóðarinnar
almennt.
Um stöðu Seðlabanka í þjóð-
félaginu hefur að vísu oftlega
verið deilt víða um lönd, hvort
hann eigi að reka algerlega óháða
efnahagsmálapólitík eða vera al-
gerlega háður ríkisvaldinu.
í þessu frumvarpi um Seðla-
banka íslands er farið nokkuð bil
beggja. Bankanum, bankastjórn-
inni er tryggt ákveðið sjálfstæði,
en þó viðurkennt, að til frambúð-
ar beri nauðsyn til að Seðlabank-
inn styðji að framgangi þeirrar
efnahagsmálastefnu, sem ríkis-
stjórn landsins rekur á hverjum
tíma. Virðast nú allir stjórn-
málaflokkarnir hér á landi vera
á einu máli um þetta efni. Um
hlutverk Seðlabankans, munu
skoðanir stjórnmálaflokkanna
trúlega heldur ekki í höfuðatrið
um stangast mjög á.
Bankaeftirlit
Og nokkru síðar:
Ágreiningurinn að svo miklu
leyti, sem hann kann að vera
fyrir hendi, snýst því að mínu
viti ekki um meginatriðið, stöðu
Seðlabankans í þjóðfélaginu eða
hlutverk hans heldur um nokkur
smærri atriði og er mér þó nær
að halda, að sum þeirra ágrein-
ingsatriða séu á misskilningi
byggð eða óþarflegri tortryggni.
Þau atriði þess eðlis, sem mig
rekur minni til, að rædd hafi
verið í fjárhagsnefnd eru eftir-
farandi:
1) Bankaeftirlitið,
2) innistæðubindingin,
3) og verðbréfaeign peninga-
stofnanna.
í 10. gr. frv. er gert ráð fyrir,
að komið verði á fót almennu
bankaeftirliti, sem líti eftir starf
semi banka, sparisjóða og innláns
deilda samvinnufélaga, og er hlut
verk þess að fylgjast með, að
innlánastofnanir fylgi lögum og
reglum, sem hverju sinni gilda
um starfsemi þeirra. Hér er ekki
um neina grundvallarnýjung að
ræða. Áður var hér til banka-
eftirlit og um langt áraskeið
hefur starfað eftirlit með spari-
sjóðum. I öllum löndum með
sæmilega fullkomið bankakerfi
hefur slíkt almennt bankayfirlit
verið starfandi lengi vel. Mér er
t.d. kunnugt um, að þess háttar
stofnun hefur verið rekin í Þýzka
landi allt frá því árið 1908. Hér
er því aðeins um það að ræða
að gera þá reglu, sem gilt hefur
um sparisjóðina eina hér á landi,
að almennri reglu og færa kerfi
okkar í heild til samræmis við
það, sem tíðkast í öðrum löndum,
sem svipað eru á vegi stödd og við
í þróun peningamála. Varðandi
þá athugasemd, að óeðlilegt sé
að láta slíkt eftirlit einnig taka
til innlánsdeilda samvinnufélag-
anna má geta þess til fróðleiks,
að öðrum þjóðum, sem lengri
reynslu hafa en við í þessum efn-
um, finnst þetta sjálfsagður hlut-
ur, því að t.d. 1 Þýzkalandi, þar
sem slíkar innlánsstofnanir á sam
vinnugrundvelli eru gamalgrón-
ar, hefur verið starfandi sérstakt
bankaeftirlit með þeim frá því
...................................................................................... ' .
Birgir Kjaran
árið 1864, og mér vitanlega aldrei
verið tortryggt, heldur talið frek-
ar til öryggis viðkomandi stofn-
unum.
Innstæðubindingin
Þá er það ákvæðið um inni-
stæðubindinguna. í 11. gr. frv.
kveður á um heimild Seðlabank-
ans til þess að ákveða, að inn-
lánsstofnanir eigi á reikningi í
Seðlabankanum tiltekinn hundr-
aðshluta af innistæðufé sínu, allt
að 15—20%. Um þetta heimildar-
ákvæði er tvennt að segja: 1) Það
er almennt viðurkennt, að eitt
höfuðverkefni Seðlabankans er
að ákvarða peningamagnið í þjóð
félaginu og samhæfa það eðlilegri
og heilbrigðri þörf atvinnulífsins.
Peningamagnið verður því stund-
um að auka og stundum að
minnka. Aðaltækin til þess að
fá slíku áorkað eru ákvæði for-
vaxta, kaup á verðbréfum og
binding innistæðna. Þetta heim-
ildarákvæði getur því verið seðla
banka nauðsynlegt. — 2) í öðru
lagi er hér heldur ekki um neitt
nýmæli að ræða, því að í eldri
lögum voru sams konar ákvæði,
en þó miklum mun víðtækari,
því að þar var heimild seðlabank-
ans til innustæðubindingar ekki
bundin neinu hámarki. Ef eitt-
hvað er, ætti því sú breyting,
sem þetta frv. felur í sér að vera
bönkum, sparisjóðum og öðrum
peningastofnunum aukin trygg-
ing fyrir því, að þeim verði ekki
ofgert af hálfu seðlabankans.
Vergbréfaeign
peningastofnana
Þá var það þriðja atriðið,
skylda peningastofnana til verð-
bréfaeigna. í 12. gr. frv. er Seðla-
bankanum heimilað að ákveða,
að innlánsstofnanir skuli eiga allt
að 10% af innistæðum sínum í
ríkistryggðum eða öðrum tryggð-
um verðbréfum. Þessi regla hef-
ur fram til þessa gilt um alla
viðskiptabankana, en er nú færð
út til sparisjóða og innlánsdeilda.
Mestri furðu gegnir að þetta á-
kvæði skuli sæta ámælis, því að
hér er aðeins um öryggisráðstöf-
un fyrir lánastofnunina sjálfa að
ræða, og vill vafalaust enginn
þeirra, sem fram til þessa hefur
hlotið þessum reglum, af henni
sjá. Með þessum hætti myndast
nefnilega hjá lánastofnunum
nokkurs konar varasjóðir, sem
fyrirbyggja, að þær láni um of
út og þær geta gripið til, þegar
árstíðarsveiflur verða á viðskipt-
um þeirra og þegar viðskiptaár-
ferði versnar, því að gegn nefnd-
um verðbréfum geta þessar inn
lánsstofnanir þá fengið lán í
Seðlabankanum til þess að kom-
ast yfir erfiðleikana.
Síðan gerði Birgir grein fyrir
nokkrum smávægilegum breyting
artillögum, sem fiárhaesnefnd
flytur við frumvarpið, og í lok
ræðu sinnar sagði hann það skoð-
un meirihluta nefndarinnar, að
með þessu frumvarpi sé stigið
veigamikið og farsælt spor í þró-
unarsögu íslenzkra bankamála.
Ærverð af Hvalskeri
Skúli Guðmundsson tók næstur
til máls. Taldi hann það megin-
atriði frv., að bankastjórum væri
fjölgað úf 5 í 8. Sagðist hann
ekki geta séð, að nokkur þörf
væri til þessa, og ríkisstjórnin
þurfi ekki að fá lögum breytt til
þess að geta ráðið yfir Seðla-
bankanum, það hefði reynslan
sýnt. Síðan vék Skúli nokkuð að
því, að í athugasemdum með efna
hagsmálafrumvarpi sínu í fyrra
hefði ríkisstjórnin lýst því yfir,
að hún hefði í hyggju að gera
ráðstafanir til þess að koma á
jafnvægi í peningamálum innan-
lands og að til þess að ná þessu
marki hefði
stjórnin m. a.
sagzt ætla að
beita sér fyrir
því að nokkur
hluti innláns-
aukningar hjá
bönkum og spari
sjóðum, þar á
meðal innláns-
deildum kaupfé-
laga, verði bund
inn í Seðlabankanum. Stjórnin
hefði síðan snemma á sl. ári haf-
ið að beita sér fyrir þessu. Og
skv. fyrirmælum ríkisstjórnar-
innar hefði meirihluti stjórnar
Seðlabankans tekið þá ákvörðun,
sem innlánsstofnunum var til-
kynnt með bréfi 18. maí 1960, að
ákveðinn hluti af innstæðuaukn-
ingu, sem hjá þeim kynni að
vera á því ári, skyldi greiddur
inn á bundinn reikning eða inn-
lánsskírteini í Seðlabankanum.
Nú hafi Seðlabakinn gefið út
nýtt bréf til innlánsstofnana, þar
sem birtar eru reglur um bind-
ingu innstæðna í Seðlabankanum
frá og með 1. jan. 1961. Þar segir,
að af heildarinnstæðuaukningu á
hverjum þriggja fyrstu ársfjórð-
unganna skuli innlánsstofnanir
greiða 30% inn á bundinn reikn-
ing í Seðlabankanum. Og innláns
stofnanirnar eigi að afhenda Seðla
bankanum í fyrsta sinn fyrir 30.
apríl nk. 1% af heildarinnstæð-
um, eins og þær voru hjá þeim
um síðustu áramót.
Samkvæmt þessum reglum,
sagði Skúli, á svo að sækja t. d.
3963 kr. til kaupfélagsins á Norð-
firði, 5000 kr. til Flateyjar og eitt
ærverð til Kaupfélags Rauða-
sands á Hvalskeri. Og hvað hefur
ríkisstjórnin svo upp úr krafsinu,
spurði Skúli. Ef vel smalaðist
ætti Seðlabankinn að fá. u. þ. b.
15 milljónir kr. af öllu landinu
utan kaupstaðanna við Faxaflóa.
Og hvað á þetta svo að þýða? Eng
um kemur til hugar, að þessar
ráðstafanir séu þáttur í þvi að
koma á jafnvægi 1 peningamál-
um. Ef það væri, þá ætti auð-
vitað að veita fénu 1 aðra átt,
frá höfuðstaðnum út í byggðirn-
ar. í lok máls sins skoraði Skúli
síðan á stjórnarflokkana að nema
„fjárbindingarákvæðið“ úr frum
varpinu og sýna með því sannan
áhuga á að koma á jafnvægi í
byggð landsins.
Eðlilegt fyrirkomulag
Lúðvik Jósepsson lýsti því yfir,
að hann væri samþykkur megin-
efni frv. því að auðvitað væri
þörf á því hér eins og annars
staðar, að Seðlabankinn starfi
sjálfstætt og án tengsla við við-
skiptabankana. Þá sagðist hann
vera andvígur 5. gr. frv. og leggja
til, að hún yrði felld, þar sem
gert er ráð fyrir
að Stofnlána-
deild sjávarút-
vegsins verði
áfram deild í
Seðlabankanum.
Taldi Lúðvík
eðlilegra að
stojjnlámadeildin
yrði sameinuð
Fiskveiðasjóði íslands, þar eð
rekstur deildarinnar sé á allt
öðrum grundvelli en venjuleg
seðlabankastör'’
Þá kvaðst ræðumaður vera
andvígur þeim ákvæðum frv.,
sem heimila Seðlabankanum aS
krefjast þess að innlánsdeildir
samvinnufélaga og smærri spari
sjóðir skuli binda nokkurn hluta
af innstæðufé sínu í Seðlabank-
anum, þó að hann teldi eðlilegt,
að Seðlabankinn hefði slíkt vald
yfir öðrum bönkum og stærstu
sparisj óðunum.
Ekki sagðist Lúðvík telja
neina þörf á að fjölga bankastjór-
um Seðlabankans um 1. Þó hefði
það komið til mála, ef Fram-
kvæmdabanki íslands hefði um
leið verið lagður- niður eða sam-
einaður Seðlabankanum, en það
væri óumdeilanlegt, að hann
hefði með höndum störf, sem
eðlilegra væri, að væru í höndum
Seðlabankans.
Kaldhæðni örlaganna
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra tók næstur til máls.
Sagði hann, að það væru sér
mikil vonbrigði, hvernig tals-
maður ' Framsóknarflokksins,
Skúli Guðmundsson, hefði brugð-
izt við máli þessu. Auðséð væri,
að það hefði farið algerlega
fram hjá honum um hvílíkt stór-
mál hér væri að ræða, þar sem
í fyrsta skipti í fjárhagssögu þjóð
arinnar væri verið að koma á fót
seðlabanka með þeim verkefnum,
sem slíkar stofnanir hafa annars
staðar. Það frumvarp, sem hér
lægi fyrir væri jafnvel meira í
samræmi við nútíma sjónarmið
í þessum efnum en hjá nágranna
þjóðum okkar. fslendingar gerð-
ust nú fyrstir til þess að lögfesta
venjur, sem á löngum tíma hefðu
skapazt í V-Evrópu.
Sagði ráðherrann, að með
þessu frumvarpi væri bætt úr
því, sem vangert var við banka-
löggjöf vinstri stjórnarinnar, sem
vægast sagt hefði verið gerð *í
nokkrum vanefnum.
Það væri óneitanlega dálítið
kaldhæðnislegt, að það skyldu
vera 11. og 12. gr. frv., sem
Framsóknarmenn leggðu allt upp
úr, þar sem í því frumvarpi, sem
vinstri stjórn Hermanns Jónas-
sonar hefði látið semja væru
ákvæði, sem veiti Seðlabankan-
um ótakmarkaða heimild til þess
að binda fé peningastofnana.
Þetta hefði vissulega verið mein-
gallað ákvæði, nú væri úr þessu
bætt og heimildin takmörkuð.
Augljóst væri, að slíkt ákvæði
væri mjög nauðsynlegt, og það
væri einkennilegt, að Framsókn-
armenn skyldu hafa skipt um
skoðun við það eitt að fara úr
ríkisstjórn.
Þetta ákvæði væri aðallega
sett í tvennum tilgangi, sagði ráð
herrann í fyrsta lagi til þess að
Seðlabankinn geti haft vald á því
peningamagni, sem í umferð er,
og í öðru lagi til þess að tryggja
öryggi innstæðueigenda. Slík
ákvæði sem þetta væru í löggjöf
allra landa um þessi mál, og
sagðist viðskiptamálaráðherra
ekki þekkja eitt einasta land, þar
sem slikar reglur gilda ekki.
Sami réttur —
sömu skyldur
Ræðumaður benti á, að það sem
Skúlí Guðmundsson og flokks-
bræður hans settu helzt fyrir sig,
væri, að söm.u reglur skyldu
vera látnar ná til innlánsdeilda
samvinnufélaganna og annarra
peningastofnana. Augljóst væri
þó, að undanþágur í þessum efn-
um væru algjörlega óframkvæm-
anlegar og leiddu til mikillar mis
notkunar Með því væri lánastofn
unum sköpuð mismunandi að-
staða í samkeppninni um inn-
lán Nefndi ræðumaður dæmi
þess, að í kaupstað einum hefði
skapazt samkeppni milli tveggja
lánastofnana á þeim grundvelli,
að önnur þeirra væri minni en
svo, að innstæðubindingin gilti
um hana. Það virðist svo sem
Framsóknarmenn geti ekki sætt
sig við, að sömu reglur gildi um
alla, þeir vilji sérréttindi sum-
um til handa. Núverandi rikis-
stjórn vilji hins vegar ekki viður
kenna, að nokkur aðili eigi rétt
á nokkrum sérréttindum eða fríð
indum á þessum sviðum. Og úr
Framh. á bls. 15