Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 24. fetrúar 1961 r MORGUNBLAÐIÐ 17 Sigurður Sigurðsson trésmíðameistari frá Vestmannaeyj am HINN 25. janúar lézt í sjúkrahúsi Vestmannaeyja einn af góðkunn. ustu borgurum Eyjanna, Sigurður Sigurðsson trésmíðameistari frá Högbergi í Vestmannaeyjum. Sigurður var fæddur að Selja- landi undir Eyjafjöllum hinn 27. júlí 1883, sonur hjónanna Mar- grétar Sveinsdóttur úr Leiru í Gerðahreppi í Gullbringusýslu og Sigurðar Sigurðssonar írá Bark- arstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar lians bjuggu allan sinn Taúskap á Seljalandi og þar ólst Sigurður á Lögbergi upp ásamt fjórum bræðr #m og einni systur. Börn þeirra Seljalandshjóna voru þessi: Guðrún, kona Auðuns Jngvarssonar bónda og kaup- manns í Dalsseli, dáin 1902; Magn ús Knútur, síðar bóndi á Selja- iandi, dáinn 1950; Hannes, lengst af bóndi í Brimhól í Vestmanna. eyjum; Sigurður á Lögbergi í ÍVestmannaeyjum; Sveinbjörn, er drukknaði ungur við Vestmanna- eyjar á vélbátnum Ástríði 1908, Hálfdán á Seljalandi dáinn 1910. Seljalandsheimilið var á þeirrj tíð, sem þessi barnahópur var vax inn úr grasi mestur samastaður lífsgleðinnar í sinni sveit og þótt vðar væri leitað, því bæði voru Ibörnin og foreldrarnir með hinu léttasta geðslagi og sóttu menn mjög eftir að koma að Seljalandi Og gleðjast með glöðum. Húsfreyjunnar naut þð ekki Jengi við, því hún féll frá um 1890' Leið allra bræðranna lá til sjó. sóknar þegar þeir höfðu aldur og Iþroska til og allir fóru þeir til Vestmannaeyja, en jafnan unnu Iþeir heimili sínu að Seljalandi ut- an vertíða. Þannig liðu nokkur ár, en ungir menn stofna sín eigin heimili og Sigurður giftist 1906 Sigríði Jónsdóttur, bóndadóttur" inni úr vesturbænum á Selja- landi. Ári síðar fluttu ungu hjónin til Vestmannaeyj a og settust að í Landakoti í Eyjum. Þá voru vél- foátarnir sem óðast að ryðja sér til rúms og gerðist Sigurður eig andi i einum þeirra. Sá bátur hét Sigríður og formaðurinn var Vig fús Jónsson í Holti, þekktur afla maður. Sigurður hafði á hendi vél igæzluna á þeim bát allt til ársins '1920 og fórst starfið með afbrigð ium vel úr hendi eins og annað, 'sem hann lagði hönd að. Árið 1920 létu þeir félagarnir Sigurður og Vigfús ásamt Krist manni Þorkelssyni smíða sér nýj an bát í Hafnarfirði. Sá bátur nefndist einnig Sigríður og mun ih? ca verið 12—14 lestir að stærð. í árslokin sóttu þeir hinn nýja Ibát. Á leiðinni til Eyja hrepptu íþeir eitt hið versta veður, sem sögur fara af, urðu fyrir vélar- bilun og lágu undir áföllum, ihrakti langt af leið undan sjó og vindi og voru almennt taldir af. f þeirri ferð var auðvitað oft mjótt á munum um að báturinn ekki færizt. Þó mun einn sjó- hnúturinn sem yfir þá reið hafa | verið erfiðastur og fært þá svo! í kaf að engum skipverja mun áj þeirri stundu hafa þótt von til þess að þeir ættu líf frarr.undan. Það er til marks um léttlyndi Sigurðar, að félagar hans sögðu frá því síðar, að þegar brctsjór þessi færði þá í kaf varð Sigurði að orði: „Ja, hvað ætli Kristmann segi nú, og allt óvátryggt?“ En Kristmann þurfti ekkert að segja, því þrátt fyrir allt náðu þeir landi eftir hálfs þriðja sólar hrings volk, en þjakaðir voru þeir orðnir. Það heyrði ég Vig. fús heitin í Holti sjálfan segja, eð það hefði verið Sigurði að þakka að þeir náðu landi, hann hafði sem fyrr sýnt kjark og Ikarimennsku, þegar aðrir voru «ð gefa frá sér alla von. Eftir að Sigurður hætt! sjó- mennsku vann hann við útgerð sína, þar til er bátur hans strand aði við Ofanleitishamar 1928. 11 Ekki hafði Sigurður lengi búið í Eyjum, er hann byggði sitt eig- ið hús, sem er Lögberg við Vest. mannabraut. Það hús var full- gert 1912 og var eitt reisulegasta hús í bænum á þeirri tíð og má segja að það haldi velii enn dag að útliti, þótt byggingarlist- inni hafi farið fram. Þarna átti Sigurður myndar heimili, því kona hans var smekkvís og listgefin. Konu sína missti Sigurður 1923 og var það mikið áfall því börnin voru bæði mörg og ung, hið elzta þó 18 ára. Þau Sigríður og Sigurður eign uðust 8 börn og eru 6 þéirra á lífi, fimm dætur og einn sonur. Börnin eru þessi: Ásta, búsett í Bandaríkjunum. Unnur, er býr í Danmörku, Hrefna, Svala og Eva, sem allar eru í Reykjavík og Baldur húsa- smiður sem í býr í Vallarnesi í Vestmannaeyjum. Á yngri árum lærði Sigurður trésmíðaiðn og þá iðn stundaði hann eftir að hann hætti við út- gerðina. Hann var góður smiður og afkastamikill. Sigurður var með hærri mönn um á vöxt, þreklega vaxinn lip- ur í hreyfingum, og hraustmenni að burðum á yngri árum. Hann var greindur maður og hafði mikla ánægju af öllum þjóðleg- um fróðleik. Hann var glaðsinna og gam- ansamur og kom öllum í gott skap er í návist hans voru og hnittinn var hann í tilsvörum, ef því var að skipta. Fáskiptin var hann um annarra hagi og gerði sig fáum kunnugann, en var mik ill vinur vina sinna. Laust fyrir síðustu heimsstyrj. öld varð Sigurður að yfirgefa hús sitt, Lögberg, vegna fjárhags örðugleika, einkum vegna greiðslu ábyrgða fyrir aðra, og mun honum hafa fallið það þungt. Upp frá því festi hann kaup á húsinu Vallarnesi við Heima- götu sem hann endurbyggði og stækkaði, og þar hefur hann dvalið síðan í fjölskyldu Baldurs sonar síns og Sigríðar Bjarnadótt ur tengdadóttur sinnar. Það lét hann oft í ljósi við kunningja sína, að þar liði sér vel og yrði ekki á betra kosið. Hraustur var Sigurður fram undir það síðasta og gekk til verka sinna fram á síðasta ár. En nú hefur krabbameinið yfir" bugað hann sjötíu og sjö ára að aldri. Eftir Sigurð liggur gott ævi- starf, því hann var afkastamað- ur. Um hitt er þó ekki minna vert, að hann miðlaði mörgum samferðamanninum af sínu létta geðslagi og hafði góð áhrif á alla þá er hann umgekkst. Honum er því gott að gjalda kveðju sína nú þegar hann er allur. J. S. Cóð gjöt lil Staðar- kirkfu í Hrútaíirði MARGT safnaðarfólk Stgðarsókn ar endi nýlega til samskota í þeim tilgangi að raflýsa kirkjuna hér. Bárust gjafir í þennan sjóð frá flestum meðlimum safnaðar- ins og reyndar mörgum fleirum. Einar Pétursson, rafvirkja- meistari, Rvík sá um raflögnina. Lýsing kirkjunnar er snotur og menn hér mjög ánægðir með, að kirkjan skuli vera búin að fá rafmagnsljós. Var fyrst messað í kirkjunni 2. dag jóla, eftir að þessi breyting var gerð. Þó að veður væri fremur leiðinlegt þennan dag, var kirkjusókn all- góð. Ljósin settu hátíðasvip á kirkjuna. Gjöf þessi er gefin til minn- ingar um þá Staðarbræður. Gisla og Jón Eiríkssyni, sem létust 2. og 4. júní 1959 og voru greftrað- ir samtímis hér á Stað. Þeir bræður höfðu búið allan sinn bú skap á Stað. Þeir tóku við jörð- inni af foreldrum sínum séra Ei- ríki Gíslasyni og konu hans Vil- borgu Jónsdóttur. En þau hjón fluttu hingað í byggðarlagið frá Staðastað 1901, þar sem séra Ei ríkur hafði verið prestur. Flutt- ust drengirnir hingað með for- eldrum sínum og hafa því mest- an hluta ævinnar átt hér heima á Stað. Það var því ekki að furða, þótt staðurinn og sveitin væri þeim mjög hjartfólgin. Jón sálugi var hvers manns huigljúfi, hæglátur, dagfarsprúð- ur og góðviljaður maður. En Gísli gegndi árum saman odd- vitastörfum í hreppnum og hafði jafnan mikil afskipti af öllum opinberum málum í byggðarlag- inu og ávallt við góðan orðstír. Báðir voru þeir bræður einlægir vinir kirkjunnar og vildu efla áhrif hennar og hag sem mest. Þeir hafa og sýnt það í verki á liðnum ævidögum, að kirkjan var þeim hugljúf. Gísli sál- ugi var árum saman formað- Ur sóknarnefndar og meðihjálp- ari í kirkjunni. Mikill skaði var það fyrir byggðarlagið, er þeir bræður féllu frá með fárra daga millibili, og mikil sorg ríkti á heimilum þeirra. Kom það glöggt i ljós við út- för bræðranna, að þeir nutu virð ingar og vinsælda í byggðarlag- inu. Hinn mikli mannfjöldi, sem staddur var á Stað við jarðar- förina, sýndi, að menn vildu auð sýna hinum látnu virðingu sína og ekkjunum, sonunum og syst- urinni samúð sína. Kemur nú aftur í Ijós hugur safnaðarins til bræðranna, er I þeirra er minnzt á þennan fagra hátt með gjöf þeirri, sem hér er sagt f.rá og kirkjunni var færð til minningar um þá. Held ég, að þeim sjálfum hefði verið það kærast, ef menn vildu minnast þeirra, að þá yrði kirkjan látin njóta þess. Þessi minningargjöf er því vel valin og góður hugur, sem að baki býr. Ég vildi fyrir kirkjunnar hönd þakka gefendum fyrir þessa góðu gjöf og ég veit einnig að aðstandendur bræðranna vilja þakka fyrir þann vinarhug, sem minningu bræðranna er sýndur með gjöf þessari. Bræðrunum látnu vil ég að lokum þakka fyrir langa og góða viðkynningu og vináttu, sém fyrnist ekki, þótt árin líði og þeir séu báðir horinir úr þessum heimi. Yngvi Þórir Árnason. sóknarprestur. MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaffur Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 Engar bœtur í meiðyrÖamáli Hér fara á eftir forsendur og dómsniðurstaða á meiðyrðamáli, sem Daníel Ágústínusson fyrrv. bæjarstjóri á Akranesi höfðaði á hendur Mbl. vegna greinar, sem blaðið birti fyrir tæpu ári: „Ritsmíði sú, sem um er fjallað í máli þessu er 40 blaðsíðna bækl ingur, heftur í kápu. Á framhlið kápusíðunnar er skráð: „Skýrsla um hag Akranesskaupstaðar og fjárhagsáætlun 1954.“ Þá er einnig skráð neðst á framhlið kápunnar nafn prentsmiðju þeirr ar, er prentaði bæklinginn. Bæklingnum er skipt í tvo megin kafla. Fyrri kafli hans er frá blaðsíðu 1—28 og hefur yfirskrift ina: Skýrsla um málefni Akra- neskaupstaðar, er samstjórn þriggja flokka tók við stjórn bæjarins 1954.“ Skýrslu þessari lýkur með undirskriftum fimm bæjarstjórnarmannaá Akranesi auk undirskriftar stefnanda. Síð- ari kafli ritlingsins ber yfir- skriftina „Fjárhagsáætlun Akra- neskaupstaðar 1954. Lýkur þeim kafla, og ritinu þar með, með undirskrift: „Bæjarstjórinn á' Akranesi 18. júlí 1954“. og þar undir er skráð nafn stefnanda. Hvergi er þess getið í ritinu né á kápu þess, hver sé útgefandi þess . eða kostnaðarmaður, en slíkt hefði að sjálfsögðu tekið af allan vafa fyrir þá, sem lásu rit- ið. Að svo vöxnu máli þykja ekki vera alveg nægar ástæður til að refsa stefnda fyrir birtingu ummælanna, og ber því að sýkna hann af refsikröfu stefnanda. Eins og áður er frá greint stað- hæfir stefnandi, að hann hafi sjálfur kostað útgáfu ritsins. Hef- ur þeirri staðhæfingu, sem studd er gögnum, ekki verið neitað af hálfu stefnanda. Með skírskotan til þessa þykir bera að ómerkja hin tilgreindu ummæli sam- kvæmt 1. mgr. 241 gr. hinna al- mennu hegningarlaga nr. 19/ 1940. Eigi eru efni til að taka til Grænland geng- ur í EFTA Kaupmannahöfn, 11. febr. D A N S K A stjórnin hefur ákveðið að tengja Græn- land Fríverzlunarsvæðinu. — Mun fulltrúi Dana gefa yfir- lýsingu þar að lútandi á fundi EFTA, sem haldinn verður í Genf 14.—16. febr. Þegar samningurinn um Fri- verzlunarsvæðið var undirritað ur var tekið fram í einni gein hans, að ákveða mætti að hann skyídi gilda fyrir Færeyjar, Grænland, Gíbraltar og Malta, ef viðkomandi ríkisstjórn, þ. e. Dana og Breta gæfu út yfirlýs- ingu um það. Danska stjómin getur ákveðið með sama hætti, að Færeyjar fái aðild að Fríverziunarsvæðinu, en málinu hefur enn verið frest að, þar sem færeyska lögþingið hefur ekki enn tekið afstöðu til málsins. Á EFTA-fundinum, sem hald inn verður í næstu viku verður rætt um ýmis vandamál, sem við koma Fríverzlunarsvæðinu. Með al annars er vitað, að Danir og Norðmenn hafa mikinn áhuga á að ræða um verzlun með land- búnaðarafurðir og fisk innan þátt .tökuríkjanna og sækjast þeir eftir því að verzlun með þessar vörur verði gerð æ frjáísari. Hinsvegar hafa menn ekki trú á því að þátttaka Finnlands í EFTA fáist tekin á dagskrá, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Finna. Munu svo sterk verzlunartengsl milli Finnlands og Rússlands, að sumir telja það ekki geta sam- rýmzt aðild Finna að EFTA. greina kröfu stefnanda um miska bætur samkvæmt 264. gr. hegn- ingarlaganna, né kröfu stefnanda um greiðslu fjárhæðar til að standast kostnað af birtingu dóms þessa samkvæmt 2. mgr. 241. gr. hegningarlaganna. Rétt þykir samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1956 að skylda stefnda til að birta forsendur og niður- stöðu dóms þessa í fyrsta eða öðru tölublaði Morgunblaðsins, er út kemur eftir birtingu dóms þessa fyrir stefnda. Samkvæmt þessu þykir rétt að stefndi greiði stefnanda kr. 1.400.00 í málskostnað. Bjarni K. Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þennan. Bómsorff: Framangreind ummæli skulu vera ómerk. Stefnda, Valtý Stefánssyni, er skylt að birta forsendur og nið- urstöðu dóms þessa í fyrsta eða öðru tölublaði Morgunblaðsins, er út kemur eftir birtingu dóms þessa fyrir stefnda. Stefndi, Valtýr Stefánsson, greiði stefnanda, Daníel Ágústín- ussyni, kr. 1.400.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför aff lögunj.“ Keflvíkingar unnu Hreyfils- menn Keflavíkurflugvelli, 14. febr. Á MÁNUDAGSKV ÖLDIÐ 13. þ.m. fór fram í Keflavík hin ár- lega skákkeppni k milli Skákfé- lags Keflavíkur og Taflfélags Hreyfils úr Reykjavík. Leikar fóru þannig að Keflvikingar sigr uðu með 11% vinning gegn 8V2. Keflvíkingar sigruðu á fyrstu 3 borðunum, en mesta athygli vakti þó sigur Hauks Angan- týrssonar, 13 ára gamals, sem tefldi á 16. borði og lagði and- stæðing sinn skjótlega að velli. Þetta er í þrðja skipti, sem Keflvíkingar heyja skákkeppni við Hreyfilsmenn. í fyrstu keppn inni sigraði Hreyfill með tveggja vinninga mun, í fyrra varð jafn tefli, en Keflvíkingar sigruðu nú eins og fyrr segir. Talsvert fjör er í skáklífi á Suðurnesjum og mun skákmeist- aramót Keflavíkur verða háð bráðlega, en meistaramót Suður nesja fer fram að haustinu. — BÞ. — Bridge Framh. af bls. 6. og fékk þann slag, þvínæst var hjarta spilað aftur og sama er hvað A-V gera. Suður vinnur alltaf spilið því Vestur á ekki aðrar innkomur en hjartaás, get ur því Austur ekki komið Vest- ur inn þegar hann kemst inn á laufakonung. Á hinu borðinu drap Austur hjarta-útspilið með tíunni og Suður þorði ekki ann- að en drepa með gosa. Síðar í spilinu kemst Austur inn á laufakonung og lét þá út hjartadrottningu, sem Vestur drap með ás og fékk þannig 5 slagi á hjarta. — Athugandi er að Suður getur unnið spilið á seinna borðinu ef hann gefur hjarta 10, en slíkt er vitaskuld mjög hættulegt ef Vestur heíur í byrjun t. d. átt ás og drottn- ingu í hjarta. Er varla hægt að álasa Suður fyrir að drepa með gosanum. Einnig er athugandi að spilið vinnst einnig á báðum borðum ef drepið er í byrjun á hjartakonung í borði, en slíkt er auðvitað einnig mjög hættu- legt, ef t. d. Austur á hjartaás og Vestur drottningu og 10 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.