Morgunblaðið - 30.09.1961, Síða 14

Morgunblaðið - 30.09.1961, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. sept. 1961 Vandamönnum minum og vinum nær og fjær, sem á margvíslegan hátt giöddu mig á 70 ára afmæli mínu þann 20. þ.m. færi ég mínar innilegustu þakkir Snjólaug Jóhannsdóttir, Seljavegi 29. DTVDRPSVIBGEBÐIB Önnumst, viðgerðir á útvarpstækjum, segulbands- tækjum, plötuspilurum, mögnurum og sjónvarps- tækjum. Badidffírklnn Laugavegi 20 B (Klapparstígs megin) sími 10450. Sölubúðir til leigu 2 sölubúðir ásamt vörugeymslum til leigu á Ægis- götu 10, frá 1. nóv n.k. GÍSLI JÓNSSON sími 2-40-40. PEGGY SAGE Hinar margeftirspurðu snyrtivörur nýkomnar varalitir, naglalökk, Satinbase og krem til að styrkja o neglurnar naglabandaeyðir, naglalakkseyðir naglaþjalir, handáburður. 5*- \ CLrauirT. s \-ci ' apv. N Ý SENDING MAX FACTOR vorur þar á meðal: fljótandi Eyeliner og penslar einnig margir litir af augnalínublýöntum, vatnsekta augnabrúnalitur í túbum. SÁPUHIJSIÐ H.F. Lækjartorgi. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börn komi í skólana mánudag 2. okfóber n.k. sem hér segir: 12 ára börn kl. 9 f.h. , 11 ára börn kl. 10 f.h. 10 ára börn kl. 11 f.h. Kennarafundur verður í skólunum kl. 3.30 sama dag. FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Unglingar óskasf til að bera út blaðið víðsveg-ar um bæinn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi STEINDÓR JÓN BJÖRNSSON Stórholti 24, lézt í Landakotsspítala 28. þessa mánaðar. Sigríður Steindórsdóttir, Guðjón Brynjólfsson, og börn. — Siövæðingin Framhald af bls. 13. hjálpa þeim. Frásögn frá hinum fyrirgefnu syndum varð þannig hjálparmeðal í sálgæzlu til þess að hjálpa öðrum til sigurs og sálarfriðar. Þá lagði Dr. Buchman mikla áherzlu á að menn skyldu gerá sér það að reglu að gefa sér daglega tíma til hugleiðingar frammi fyrir Guði, til sjálfs- prófunar -í Ijósi hinna fjögra algjöru siðgæðishugsjóna (abso- lutes) og til þess að meðtaka daglega handleiðslu frá Guði um hvað gera bæri og úr hverju skyldi bæta. Það sem menn þannig fengu f hinufn „bljóða tíma“, áttu þeir að skrifa hjá 'sér ‘ög fara eftir því. Upp úr þessu sálgæzlustarfi uxu á rtokkrum árum hinir svo- nefndu heimilishópar og fundir (house partiés), einkum í Eng- landi. Nafnið Oxford Groups var gefið einum slíkum hóp — nánast af tilviljun — þegar hann starfaði í Suður-Afríku 1928—30. Gekk hreyfingin und- ir þessu nafni í nokkur ár og má ekki rugla henni saman við Oxfordhreyfinguna, sem var há- kirkjuhreyfing á 19. öld. Um 1933 hafði hreyfingin náð til margra landa heims og barst til DanmerkuF og Noregs 1934— 35 og hafði sterk áhrif í báðum þessum löndum og gætti einnig nokkuð í Svíþjóð. Stór fundur var haldinn í Visby á Gotlandi 1938. En það ár hugkvæmdist Dr. Buehman að móta hreyfing- una á nokkuð annan hátt en áður. And-kristileg og and-lýð- ræðisleg öfl óðu þá uppi í álf- unni, facismi, nazismi og komm únismi. Líberalisminn var orð- inn máttlaus og hálfdauður. Kristnir menn höfðu ekki mót- að neina fasta hugsjónafræði, en það var hugsjónafræðin, sem var afltaug einræðiskerf- anna, er lögðu undir sig löndin. Sem trúarlegt andsvar skyldi nú siðvæðing koma og hinir um- breyttu menn leggja grundvöll- inn að nýrri hugsjónafræði fyr- ir hið kristna lýðræði. En heimsstyrjöldin skall á og hreyf ingin fékk nú verksvið sitt á bak við víglínur bandamanna, meðan ýmsir fremstu leiðtogar hennar á meginlandinu sátu í fangabúðum nazista. En í hin- um engilsaxneska heimi tók MRA að nota tónlist, söng og leiklist í starfi sínu, jafnframt því að haldið var fast við hin- ar upphaflegu starfsaðferðir. Eftir síðari heimsstyrjöld hef- ur MRA haft aðaístöðvar. sínar í Caux í Svisslandi. Fram til 1953 höfuð um 66 þúsund manns sótt fundi þar, og meðal þeirra hafa verið stjórnmála- menn, verkalýðsleiðtogar og at- Vinnurekendur. Stjórnir Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands hafa sæmt Dr. Buchman heið- ursmerkjum fyrir starf hans í þágu sáttargjörðar og friðar. Ýmsir kunnir leiðtogar hafa hvatt MRA til aukins Starfs í iöndum sínum. í hugsjónafræðinni telur Dr. Buchman að það, sem máli skiptir er ekki hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er rétt. Þessi siðgæðilega meginregla minnir nokkuð á reglu Ara fróða í sagnfræðinni. í sam- ræmi við þá reglu að leita ávallt hins rétta, án manngrein- arálits, télur hann að umbreytt- ir menn geti leyst ágreinings- mál í sambúð kynþátta, stétta, stjórnmálaflokka og á sviði fjármála. En þeir einstaklingar, sem fást við Iausn vandamál- anna, verða áður að hafa leyst sín persónulegu siðgæðisvanda- mái, vera lausir við hatur og kala til allra manna, einnig and stæðinga sinna og vera fúsir til að fylgja því, sem þeir vita rétt vera, en hafna á róttækan hátt öllu, sem rangt er. MRA er óháð öllum stjóm- málaflokkum og starfsmenn ó- launaðir. Hreyfingin hefur enga trúarjátningu og amast heldur ekki við trúarjátningum neinna kirkjudeilda. Umfram grund- vallarreglur í siðfræði og sál- gæzlu hefur MRA ekki neina guðfræði, enda eru menn af mörgum stefnum í hreyfingunni og langflestir leikmenn. Aftur á móti verður að líta svo á að hreyfingin hafi ideologiu, hug- sjónafræði, og er henni ætlað að endurnýja lýðræðis- og frelsishugsjónir vestrænnar menníngar. Um nauðsyn hug- sjónafræðinnar er oft rætt á fundum og vegna hennar sætir hreyfingin allmikilli gagnrýni úr ýmsum áttum, auk þess sem kommúnistar nota níð og óhróð- ur gegn einstökum mönnum hreyfingarinnar. Það sem hér að framan er skráð um MRA, er ekki per- sónulegt mat mitt á hreyfing- unni, heldur að mestu leyti yfir lit um það, sem þegar er skráð í sögulegum heimildum. Af mín Um eigin kynnum mun ég síðar reyna að greina nánar, en þau eru þó ófullkomin, þar sem ég hef ekki treyst mér til að þiggja boð um að heimsækja aðal- stöðvar MRA sökum annríkis í starfi og ég er heldur ekki meðal þeirra, sem MRA hefur umbreytt og gjört að nýjum mönnum. Hins vegar vil ég greina svo frá hreyfingunni að menn geti myndað sér fordóma- lausa skoðun á henni. Af heim- ildum skal fyrst um sinn bent á: Dr. Sv. Norborg: Oxford Groups. 2. útg. Ósló 1933. — Stokkhólmi 1935. Ronald Fangen: En kristen verdensrevolusjon. Ósló 1936. 6. útg. Stokkhólmur ’38. Peter Howard: Ideas Have Legs. London 1945. Þýdd á mörg mál. B. Jonzon: Kyrkan och mor- alisk upprustning. Stokkhólmur 1952. Dr. E. Skard: Ideologiens tid- saller. Ósló 1950. Moral Rearmament, a Study of the Movement. prep. by the Social and Industrial Counsil of the Church Assembly. 1955. Evangelisches Kirchenlexikon, Göttingen 1958, II. bindi, dk. 1447. Nordisk teol. uppslagsbok, IL bindi, dk. 1430—32. Nokkrir höfundanna hafa unnið með MRA, aðrir ekki. Jóhann Ilannesson. Frh. af bls. 13. gimi. Óvíða er prentlistin, ein af ágætustu uppfyndingum aldanna, notuð jafn blygðunarlaust í þjón- ustu illra afla sem hér á landi. f baráttunni um pólitísk völd er ekki hlífst við því að falsa hag- fræðilegar tölur, blekkja lesend- urna með því að fela fyrir þeim óþægiiegar staðreyndir eða rang- snúa þeim, ef hitt er ekki hægt. Reynt er að ræna andstæðingana heiðri og mannorði, þeim jafnvel líkt við suma mestu manndráp- ara mannskynssögunnar. Grímu- klæddir menn kasta sauri á veg- farendur á almannafæri úr dálk- um sumra blaðanna og stundum er jafnvel ekki hægt að afsaka þetta með neinni flokksþörf, sem annars er sett ofar öllum siða- lögmálum, heldur af persónu- legri óvild eða illkvittni, eins og kom fram við einn þekktan rit- höfund nýlega, þar sem ekki var hlífst að sletta einnig á fyrrver- andi konur hans og sömuleiðis á núverandi eiginkonu hans, ný- gifta. Þetta gekk svo úr hófi fram, að vert er að fara um það nokkr- um orðum. Við fslendingar höfum með réttu verið stoltir af því, að skáld okkar og rithöfudar hafa aukið hróður íslands og vakið athygli umheimsins á því. Kristmann Guðmundsson er þar framarlega í flokki, því að sögur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hlotið góða dóma. Höfundur Njálu notaði allmikið samtöl í sögu sinni, sem skráð var 2—300 árum eftlr að atburðirnir gerðust. Sama gera að jafnaði skáld, sem skrifa sjálfsævisögur sínar, enda ber ekki að líta á bær sem vís- indaleg sagnfræðirit ,en því síð- ur þarf að stimpla söguna sem lygi, þótt beinagrind viðburðanna sé síðar holdi klædd. Varla er hægt að ætlast til, að Kristmann skrifi ævisögu sína án þess að minnast á kvonföng sín og hann notar aldrei klúryrði, en það er annars ekki ótítt í öllum þeim fiásögnum af ástafari, sem svo nnkið ber á í bókmenntum nú- tímans. Hvað sem þessu líður, þá eru heimili manna talin friðhelg, þar sem mannréttindi eru einhvers virt, og ósæmilegt talið að stel- ast inn í heimilislít manna til þess að svipta þá heiðri sínum og mannorði, nema þar sem al- menningsálitið er orðið svo spillt, að lándslýðurinn getur ekki tal- izt til siðaðra þjóða. Q Nítjánda öldin skilaði fslend- ingum betri arfi en flestum öðr- um þjóðum. Hér var ekkert rót- gróið stéttahatur og sú þjóð, sem hélt í frelsi okkar við okkur, bauð þó alltaf námgjörnum mönn um héðan til sætis við sína eig- in menntabrunna. Stjórnmála- menn 19. aldarinnar, sagnfræð- ingar og skáld skiluðu okkur gömlum þjóðarauði, sem þeir höfðu ávaxtað og aukið. Öll skömmin af því, sem aflaga fer í þjóðfélaginu, hvílir þvj á okkar eigin kynslóð. Ef næstu kynslóð* ir á þessu landi fæðast sem and. legir vanskapningar, þá á þessi öld sök á þvL Orsökin er þá það helryk stéttahaturs, flokkadrátta, ósanninda og sóðaskapar, sem blöð og önnur útbreiðslutæki á okkar eigin öld hafa dreift út yfir landið, ásamt ómennsku 1 löggjöf og andvaraleysi í uppeld- ismálum. Við höfum gengið 1 Svarta skóla nútímans og að vísu ekki komizt nema J neðri bekk, Ekki vantar að við sem þjóð höf- um borið kápuna á báðum öxl. um, eins og Sæmundur fró?S forðum, en þessi yfirstandandi öld mun hafa úrslitaþýðingu um það, hvort þjóð okkar kemst úr þeim skóla án þess að glata sál sinni eða verður fífl og þræll þeirra afla, sem hún glímir við. P. V. G. Kolka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.