Morgunblaðið - 30.09.1961, Síða 17
Laugardagur 30. sept. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
17
Æ SlvATVJJ
ÚTGEFANDt: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA
í i —* i
JWL
RITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
NY VINNULÖGGJÖF
ÁRIÐ 1936 fluttu tveir þing-i
meim Sjálfstæðisflokksins,
þeir Thor Thors og Garðar
heitinn Þorsteinsson, frum-
varp á Alþingi um vinnulög-
gjöf. Þessir þingmenn báðir
voru þá framarlega í röðum
ungra Sjálfstæðismanna.
Frumvarp þetta dagaði uppi
og sömuleiðis á Alþingi 1937,
er frumvarp þetta var endur-
flutt.
Um aðdraganda og undir-
búning þessa frumvarps komst
Thor Thors svo að orði í þing-
ræðu: „Það var árið 1931, að
þetta mál var rætt í félagi
ungra Sjálfstæðismanna í
Reykjavík (Heimdalli), og
árið 1932 var samþykkt ákveð
in tillaga á sambandsþingi
ungra Sjálfstæðismanna um,
að svipuð vinnulöggjöf og
gildir á Norðurlöndum skyldi
undirbúin hér“ (Alþ.tíð 1937,
c 303) Enda þótt svo færi um
frumvörp þau, sem að ofan
getur, komst mikil hreyfing á
þetta mál um svipað leyti.
Lyktir urðu þær, að skipuð
var milliþinganefnd í málið og
árið 1938 lagði hún fyrir Al-
þingi frumvarp, sem síðan
var samþykkt og er enn í dag
gildanrdi lög um stéttarfélög
og vinnudeilur á fslandi.
Eins og að líkum lætur fékk
frumvarp þetta mikinn and-
byr og gengu kommúnistar
þar fremstir í flokki. Sé blað-
að í Alþingistíðindum frá þess
um tíma má sjá þar hinar
furðulegustu nafngiftir, sem
frumvarpinu og flutnings-
mönrnum þess voru valin. Ein-
ar Olgeirsson komst t. d. svo
að orði í þingræðu: „Með
þessu frumvarpi er verið að
stofna til ófriðar í landinu.
Verkalýðurinn mun verja
frelsi sitt. Hann mun ekki
virða þræla og þvingunarlög."
ísleifur Högnason, þáver-
andi þingmaður kommúmsta
sagði: |
„Með frumvarpinu er fyrsta
sporið stigið í þá átt að gera
íslenzka verkamenn að þræl-
um.“
En Alþingi íét ekki hótanir
kommúnista á sig fá. Frum-
varpið varð að lögum og er
það mál allra sanngjarnra
manna, að það hafi verið mjög
tímabært eins og sakir stóðu
þá. Þessi lög hafa nú gilt hér
í 23 ár og eru vissulega farin
að láta á sjá fyrir aldurs sak-
ir, enda nýjar aðstæður gert
það að verkum, að lög þessi
eru úrelt í mörgum greinum.
Ummæli Thor Thors, sem
vitnað er í hér að ofan, sýna
glögglega. að upptökin að um-
ræðum, sem síðar hleyptu mál
inu á skrið, voru hjá ungum
Sjálfstæðismönnum, Heimdalli
í Reykjavík og Sambandi
ungra Sjálfstæðismanna. Það
er því vissulega gleðilegt, að
á 16. þingi S. U. S. á Akureyri
fyrir skömmu skuli hafa verið
samþykkt ítarleg ályktun um
breytingar á vinnulöggjöfinni.
Sýnir það, að ungir Sjálfstæð-
ismenn eru ennþá í forystu í
þessu máli. Samband ungra
Sjálfstæðismanna eru fyrstu
heildarsamtök á íslandi, sem
senda frá sér á opinberum
vettvangi ítarlegt álit um það,
í hvaða átt væntanlegar breyt
ingar á vinnulöggjöfinni skuli
ganga.
Engimi vafi er á því, að
kommúnistar munu nú skera
upp herör gegn öllum hugsan-
legum breyting-um á vinnu-
löggjöfinni. Þeir munu nú end
urtaka öll gömlu stóryrðin
frá 1938. Þá er hollt að hafa
í huga, að sú löggjöf, er þeir
þá börðust gegn varð til mik-
illa hagsbóta fyrir alla aðila,
ekki sízt verkamenn sjálfa,
og að sú löggjöf, sem . þeir
vilja nú halda dauðahaldi í,
hét þrælalög á sínum tíma.
—15.
AðaSfundur FUS
í DalasýsSu
**
n. * ♦ \
AÐALFUNDUR Félags x ungra
Sjálfstæðismanna í Dalasýslu
var haldinn í Búðardal föstudag-
inn í síðustu viku. Jóhann Péturs
Bon, Stóru-Tungu, setti fundinn
og stýrði honum í forföllum for-
fnanns Elísar G. Þorsteinssonar.
Hann flutti og skýrslu fráfarandi
stjórnar. Félagsstarfið á liðnu ári
Fulltriiaráð
Heimdallar
FULLTRÚARÁÐ Heim-
dallar FUS heldur fund
í dag, laugardag, klukkan
2:30 e. h. í Valhöll við
Suðurgötu.
♦------♦
BINOÓ-KVÖLD verSur haldið af Helm
dalli F.U.S. næstkomandi sunnudag
f Sjálfstæðishúsinu og heh* það
stundvíslega kl. 8:3« e.h.
var með svipuðu sniði og áður.
Haldin var ein skemmtun utan
héraðsmóts Sjálfstæðismanna í
Dalasýslu, sem haldiðVar á veg-
um félagsins. Farin var skemmti-
ferð í Grundarfjörð á Snæfells-
nesi og var þátttaka í þeirri ferð
all góð. Félagið sendi fulltrúa á
16. þing Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, sem haldið var á
Akureyri fyrr í þessum manuði,
eins og kunnugt er.
í stjórn voru kjörnir: Formað-
ur, Skjöldur Stefánsson, sýslu-
skrifari, Búðardal. Aðalstjórn:
Ágúst Breiðdal, Krossi, Brynjólf-
ur Aðalsteinsson, Brautarholti,
Jóhann Pétursson, Stóru-Tungu,
Kristján Sæmundsson, Brunná.
í Varastjórn: Sigvaldi Guðmunds
son, Hamraendum, Sigurrós Sig-
tryggsdóttir, Búðardal, Jóhann
Sæmundsson, Litla Múla, Elis G.
Þorsteinsson, Hrappsstöðum og
Grétar Bæring Ingvarsson, Hóli.
Endurskoðendur voru kjörnir
Framhald á bls. 23.
Austur-þýzkir stúdentar verffa nauffugir viljugir aff taka undir meff leppstjórn kommúnista í
landinu, hver svo sem stefna hennar er. Hér sézt vígbúnaffarstefnunni lagt lið.
Stúdentar
í tveím
lendum
AUSTUR-ÞÝZK ALAND
Öllum er kunnur hinn gífur-
legi flóttamannastraumur frá
Austur-Þýzkalandi, þar til lepp-
stjórn kommúnista í landinu
greip til gaddavírsins til að
stöðva hann, fyrr í sumar. Áber
andi var, hve margt af flótta-
fólkinu var ungt að árum —
undir 25 ára aldri/ svo og hve
margir stúdentar háfa flúið land
ið. Tíðar fangelsanir stúdenta í
Austur-Þýzkalandi bera glöggan
vott þeim járnhæl kúgunarinn-
ar, sem yfir þeim vofir ár og
síð. Allir þarlendir stúdentar,
sem komast vilja í háskóla,
verða við inngöngu sína að
undirrita yfirlýsingu, sem felur
í sér skuldbindingu um að
styðja jafrtan í einu og öllu
stefnu leppstjórnarinnar í land-
inu. Og því er fylgt fast eftir
af stjórnarvaldanna hálfu, að
stúdentarnir láti í þessu efni
ekki sitja við orðin tóm. Einn
,,árangurinn“ af þessari vesölu
viðleitni austur-þýzku stjórnar-
innar til að tryggja sér fylgi
má sjá á meðfylgjandi mynd.
Hvergi er akademiskt frelsi og
yfirleitt allt frelsi jafn svívirði-
lega fótum troðið og hjá þeim
þjóðum, sem kommúnistar hafa
getað þröngvað stjórnarháttum
sínum upp á.
SUÐUR-AFRÍKA
í lýðveldinu Suður-Afríku
heyja stúdentar harða baráttu
fyrir auknu jafnrétti hvítra
manna og svartra — og hefur
sú barátta þeirra staðið um ára
bil. Einkum hafa stúdentasam-
tökin barizt fyrir rétti þeirra
síðarnefndu til að njóta skóla-
göngu og eru ótaldar þær kröfu
göngur, sem farnar hafa verið
í því skyni. 1 landssamtökum
suður-afrískra stúdenta, sem haft
hafa forgöngu í baráttunni gegn
þessu ranglæti og misrétti, eru
um 17 þúsund félagar — og hafa
þeir notið stuðnings stúdenta um
gjörvallan heim. Handtökur og
fangelsanir hafa margsinnis átt
sér stað í sambandi við þessar
aðgerðir, en engu að síður er
baráttunni haldið áfram af fullri
einurð- og hvergi látið undan
síga.
Suffur-afrískir stúdentar krefjast þess aff allir kynþættir njóti
sama réttar til aff afla sér menntunar.
Rógi um Þýzkalands-
ferð enn hnekkt
Á SL. VORI birtist hér á sið-
unni viðtal við Kára Jónsson,
verzlunarstjóra frá Sauðárkróki.
Tilefni viðtalsins var ferðalag
nokkurra ungira manna og
kvenna til Þýzkalands á veguim
Æskulýðssamibands íslands. f við
talinu við Kára var m.a. drepið
á ósmekkleg lihfimæli, er örn Frið
riksson, iðnnemi, hafði haft í
frammi í Þjóðviljaviðtali. Viðtal-
ið við Kára varð Erni þessum
síðan tilefni til að endiurtaka róg-
skrif sín ásamt hæfilegium við-
bótarskamimti af ósannindum.
í nýlegu Fréttabréfi Æ.S.f.
birtist á bls. 8 yfirlýsing frá þeim
þátttakendum í Þýzkalandsferð-
inni, sem til náðist. Þar sem mál
þau, er yfirlýsingin fjallar um,
hafa áður verið rædd hér á síð-
Unni, þykir rétt að birta hana
hér:
YFIRLYSING
„Við undirritaðir, þátttakend-
ur í hópferð æskulýðsleiðtoga um
Schleswig-Holstein, 13.—30. maí
sl. viljum taka eftirfarandi fram
að gefnu tilefni.
Ferð sú, er farin var í boði
Æskulýðssambands Sleswig-Hol-
stein, og á \tegum Æskulýðssam-
bands íslands og Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, var kynningarferð,
og var fulltrúum frá öllum fé-
lögum innan ÆSÍ boðin þátttaka,
jafnt pólitískum félögum sam öðr
um æskulýðsfélögum.
Tilefni þessarar yfirlýsingar
var okkur gefið, er einn af þátt-
takendum, örn Friðriksson, frá
Iðnnemasambandi íslands, lét
hafa eftir sér í viðtali við Þjóð-
viljann alls kyns róg og ósanna
lýsingu á ýmsum þáttum ferðar-
innar.
Sagði hann m.a. í viðtalinu,
að mikill pólitiskur áróður hafi
verið hafður í frammi í ferð þess-
ari, en það er fjarri sanni.
Við hörmum það mjög, að þessi
fer&okkar skuli hafa verið dregin
inn í pólitískan áróður, og frá-
sögn af henni notuð á mjög óvið-
eigandi hátt. Þessa framkomu
Arnar er ekki hægt að réttlæta,
og þykir okkur leitt að svo góður
ferðafélagi, sem örn var, skuli
hafa orðið til þess arna.
Að lokum viljum við taka fram,
að ferð þessi varð öllum til mik-
illar ánægju, og var okkur mjög
lærdómsrík. Við þökkum öllum,
sem gerðu okkur kleift að fara
hana, og hörmum þann skugga,
sem hefur fallið á hana að ástæðu
lausu.
Guðmundur Gíslason, Haukur
Sigtryggs, Helga Þórarinsdóttir,
Guðmundur Þórarinsson, Ragnar
Tómasson, Ásgrímur Björnsson,
Ingibjörg Hannesdóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Árni Gunnars-
son, Bjarni Guðmundsson, Har-
aldur Henrysson, Friðjón Árna-
son, Haukur Bjarnason, • Kári
Jónsson“.