Morgunblaðið - 30.09.1961, Side 20

Morgunblaðið - 30.09.1961, Side 20
20 M O RGV H BL AÐlh Laugardagur 30. sept. 1961 Doro'1-” Quentin: Þöglaey Skáldsaga Sol leit á stúlkuna, sem stóð | við hliðina á honum. Nú leit hún allt öðruvísi út en þessi strokna pg veraldarvana unga stúlka, sem hann hafði séð fyrst í gisti- húsinu á Trinidad, þegar þau voru þar að bíða eftir skipinu. Maður elskar nú ekki neinn stað svo mjög, ef engin mann- eskja er þar, sagði hann hikandi. Bíður ekki einhver hérna, sem þér þykir vænt um, Frankie? >að vona ég! svaraði hún glöð i bragði. Fyrir fjórum dögum hefði henni þótt þessi spurning nærgöngul. En nú vissi hún, að forvitnin hjá Sol var aldrei nær göngul, heldur stafaði hún af sanrt úð með og áhuga á meðbræðr- umshans. Henni féll vel við Sol og dáðist að honum, vegna þess að mótlætinu hafði ekki tekizt að gera hann beizkan. Rex Mall- ory, leikarinn, hafði trúað henni fyrir því, að Sol hefði orðið að horfa á konu sína og börn myrt. Og enn gat Sol brosað, er hann sagði vingjamlega við hana. Vit- anlega bíður einhver eftir þér. Ekkert annað gæti fengið augun í þér til að ljóma svona! Þakka þér fyrir, svaraði hún og öll uppgerðarlæti voru nú gleymd, þessi, sem hún hafði orð ið að iðka undanfarin ár. Nú var hún falleg, hugsaði Sol. Sólaruppkoman í hitabelt- inu er falleg en þó ekki eins fal- leg og augu stúlku, sem er ást- fangin. Sú fegurð stóð ekki í neinu sambandi við slétta andlits fallið, stóran, brosandi munninn, skæra hörundið og gullna hárið, grannvaxna hálsinn eða jafnvel djúpu, bláu augun. Sol var al- vanur fögrum konum í sambandi við starf sitt, og þær höfðu eng- in sérstök áhrif á hann. En það, sem hann sá nú í svip stúlkunn- ar var annað og meira — dýpra — fegurð stúlku, sem elskaði af öllu hjarta, skilyrðislaust og án nokkurra annarlegra tilfinninga. >ú ert mjög ástfangin af þess- um manni, sagði hann rólega, og nú var það ekki spurning heldur fullyrðing. Hann hugsaði með sér. Ég vona, að honum sé ljóst, hvers virði slik ást er — þú ert gefandinn, væna mín, og lífið hef ur það stundum til að særa þá, sem örlátir eru, og gefa til þess að gefa.... Hann varð alls ekki hissa á breytingunni, sem varð á Frank ie. Honum var sú gáfa gefin að geta séð gegn um grímuna, sem siðmeriningin setur á fólk, geta séð raunverulegu persónuna undir grímunnj og hann þekkti hreinskilni, þegar hún varð á vegi hans. Hinsvegar varð honum hverft við þegar ljóminn hvarf snögg- lega af andliti stúlkunnar um leið og hún sneri sér frá honum* og hvernig hún greip föstu taki í borðstokkinn, svo að hnúarnir hvítnuðu. Þetta voru sterklegar hendur, en vandlega snyrtar. Getur þrettán ára stelpa verið ástfangin? spurði hún rólega en þó með nokkurri beizkju. Henni hafði verið sagt, að slíkt væri ó- hugsandi. Stundum.. já, ég held það væri vel hugsanlegt, stundum. Sol svaraði hægt og gætilega, eins og hann væri að þreifa fyrir sér um viðfangsefnið .. >að er nátt úrlega mest undir telpunni sjálfri kopiið. Hún brosti hæðnislega og sneri baki við eynni, sem var óðum að nálgast, og í sama vetfangi var hún orðin fullorðin aftur; Fran- kie Laurier, stjúpdóttir ríks ame ríks iðjuhölds, róleg ung kona sem átti að baki sér menntun til starfs, og lét sér nú vera skemmt af sínum eigin rómantísku játn- ingum. Hún tók vindlirig upp úr vasanum á fína sloppnum sínum og kveikti í honum, fleygði síðan brenndu eldspýtunni fyrir borð með ákveðinni hreyfingu. rétt eins og hún væri um leið að kasta draumum sínum fyrir borð. Þessi snögga breyting blekkti alls ekki Sol, en honum þótti fyrir henni. Fyrsta ástin endist sjaldan lengi, játaði hann, en þegar hún gerir það, er það dásamlegt. Varð veittu ástina þína, Frankie. — Vertu ekki að gera þér upp kæru leysi og kaldranahátt, en vertu sjálfri þér trú. Hún hló snöggt. Þú ert góður í þér, Sol, og auk þess vanur að ganga frá endahnútunum í kvik- myndunum þínum og láta þær enda vel. En þú veizt vel að það er ekki eins auðvelt í lífinu. Hann brosti vingjarnlega til hennar og gullin sólarupprásin speglaðist í góðmannlegu augun- um. Guði er ekkert ómáttugt, sagði hann, og hver veit hvað „lífið“ er raunverulega--- Við sjáum svo mikla óæfu, og hér í heimi eru sorgaratburðirnir allt- af mest áberandi.. við sjáum þá í leikhúsinu sjónvarpinu og blöð unum. En svo er líka svo margt gleðilegt til að vega á móti, og því er aldrei tranað fram.... Hún starði snöggvast á hann en leit svo niður fyrir sig, en blygðunarroði kom' í kinnarnar Ef Sol gat enn trúað þessu, eftir allt, sem hann hofði orðið að þola, mátti hún skammast sín fyr if þessa snöggu gremju sína og tilraunirnar til að látast kæru- laus. Hún hafði engan rétt til að vera beizk í geði, hún átti engan rétt á André, aðeins þessa ó- Ijósu tilfinningu, sem stóð dýpra en öll loforð, og vissuna um, að hún og André væru eins og tveir helmingar af einni og sömu per- sónu. . að þau Heyrðu saman. Segðu mér allt, sagði Sol blíð lega. Við ólumst upp saman, svaraði hún blátt áfram, og hann er sjö árum eldri en ég. Við gátum ekki farið í skóla í Evrópu, vegna ófriðarins. Hans fjölskylda og mín — að minnsta kosti föður míns — voru gamlir flóttamenn. Stoltir og sárfátækir. eftir stjórn arbyltinguna.. já, en þú þekkir það allt, bætti hún við, er hún mundi sögukennsluna í skólan- um.. en þessir menn stofnuðu einskonar nýtt riki í franska helmingnum af eynni. Hinsvegar réðu þeir ekki yfir írsku nýlend unni, og áttu ekkert sameigin- legt með henni, nema trúarbrögð in og flóttann frá föðurlandinu. Frönsku jarðyrkjumennirnir byggðu fínar hallir úr granítinu, sem þarna var nóg af, og skipu- lögðu innborinn vinnukraft vel og haganlega. ... Það hafa auðvitað verið þræl- ar í þá daga.. Sol talaði án allr- ar beizkju, en leit ósjálfrátt á hendurnar á sér. Frankie kinkaði kolli. Það var ekki um annað að ræða í þá daga.. hvítir menn af góðum ætt um unnu ekki með höndunum, Ég held, að Frakkarnir hafi fyrir litið írana, af því að þeir létu sér nægja að búa í lágum hreysum, þöktum pálmablöðum, og hugs- uðu aldrei fyrir morgundeginum, frekar en þarlendir menn.. en Frakkarnir komu sér þarna upp dálitlum skika af Frakklandi. Það hlýtur að hafa verið mikið grettistak í þessu loftslagi, sagði Sol þurrlega, en það virðist svo sem þessi Þöglaey þín sé merki- legur og rómantískur staður! Jafn vel enn í dag.. og kannske meir í'dag en okkru sinni áður.. og þú — hér löTt hann út undan sér á stúlkuna — og líklega hefur þín fjölskylda verið sú hroka- fyllsta og stirðbusalegasta af þeim öllum.. ? Seisei nei! Slíkt tilheyrir al- gjörlega sögunni nú orðið. Auk þess er ég nú í báðum flokkun- um, því mamma mín er írsk.. Já.. og hefur svo fengið ame- riska nýtízku skólagöngu ofan á allt landnemastoltið! Sol var að stríða henni, en henni var það alveg sama. Það var svo langt síðan nokkur hafði strítt henni í góðu Það verður gaman að sjá, hvað skeður á þessari eyju þinni, barn ið gott, bætti hann við, hugsandi. Mér var sagt, að hún væri fjar- læg, vanþróuð og aftur úr og þess vegna eins og sniðin fyrir mynd ina mína.. en svo ert þú ein af höfðingjunum. Ég er hræddur um, að það verði árekstur hjá frönsku erfðakenningunum þín- um og amerísku skólagöngunni þinni og starfslærdómnum. Þú lofaðir mér að segja engum, hvað ég hef verið að læra, flýtti hún sér að segja. Það á að vera mitt leyndarmál. Þó það nú væri! Ég er alvanur ■að þegja yfir leyndarmálum! En tíu ár í Bandaríkjunum hljóta að hafa sett mark sitt á þig, Fran- kie, hvort sem þú vilt viður- kenna það eða ekki. Þar hlýtur að verða árekstur.... Ég er alls eki orðin neitt ame rísk! svaraði hún með ákafa. Og allt, sem ég var að læra þar, var vegna eynnar minnar. Hér vil ég notfæra mér kunnáttuna mína Sol. Vitanlega. En þér mun nú samt finnast annarlegt að koma hing- að. Segðu mér eitthvað um þenn an mann þinn. André? Hún sneri sér og horfði nú á eyna, sem var sífellt að verða stærri og stærri. Þú getur ekki séð landareignina okk ar héðan — hún er í norðaustur horninu á eynni. Það er falleg- asta hornið— en nú er ég farin að tala eins og ferðaskrifstofa! En þú færð nú að sjá það með eigin augum. Hún reyndi svo að lýsa André fyrir honum. Það var erfitt, hann hafði verið eins og hluti af henni sjálfri alla ævi hennar. Hún sá hann ungan dreng með hlæjandi, grágræn augu, klifrandi upp eftir stofnin um á kókospálma1 eins og apa, og kastandi á hana grænum á- vöxtunum, þangað til hún fór að klifra líka. Hún sá hann synda eins og fisk í stöðuvatninu, og skríða upp á hólmann í Santa Lúcia höfninni, sem var þeirra sérstaki staður, og kalla síðan á hana og reyna að fá hana til að synda þangað líka, þótt langt væri. Áfram með þig, krilið mitt.. þú getur það vel. Hún sá hann standa beinan og hnarreistan frammi fyrir móður sinni, Héléne de Trouville, þess ari köldu og fjarlægu konu, sem barninu Francoise hafði alltaf fundizt köld og fjarlæg, þegar hún var að taka við skömmunum fyrir eitthvert uppátæki sem hún hafði átt upptökin að. En þegar André var einn með henni hafði hann ert hana og skammað og hvatt þangað til hún gat klifr að upp í tré, synt og riðið, næst- úm eins vel og hann sjálfur; þang að til hún hafði alveg yfirunnið hræðslu sína við fenin, sjóinn og oddhvössu kóralana, sem gátu skaðrifið á manni fæturna. Clau dette fóstra fóstra hennar hafði oft kvartað yfir því, að hann væri alveg búinn að gera hana að strák. En þau voru óaðskiljanleg, og skiptu öllu jafnt milli sín, hvort heldur var ævintýrum, skömmum eða skólagöngu í litla klaustrinu, þar sem þau lærðu bæði. Þau gátu talað saman, hvort heldur vildi með orðum —• og það stundum orðaflaumi — eða án allra orða. Og ef full- orðna fólkið ætlaði að taka hana til bæna, gat hann alltaf haldið upp vörnum fyrir hana, með stakri riddaramennsku, og þegar hún hafði meitt sig, kunni hann alltaf að binda um flumbrurnar, og reisti hana síðan á fætur og þrýsti henni að sér um leið: Jæja, krílið mitt, þetta verður allt í lagi! Og þau höfðu alltaf verið f samsæri um að fara í kring um móður hans, sem var andvíg kunningsskap þeirra af því að hún fyrirleit og hataði Louise Laurier, ungu og kátu konuna hans Pierre, sem var þar að auki írsk. Og eins forðuðust þau Anne Marie sem hafði verið barnfóstra Andrés þegar hann var lítill. Hann hafði fljótlega snúið sig út úr greipum hennar, sem hefði, ef hún hefði mátt ráða, haft hann í stífum skyrtum og með hrein- ar hendur ævinlangt! Já hvað þdu hötuðu Ánne- Marie og hvað þau höfðu verið fljót að sleppa frá móður And- rés, greifafrúnni! Og hvað þau jafnframt elskuðu Henri, föður hans og Edouard, föðurbróður hennar sem hafði verið náinn vin ur þeirra alla ævi. Sinn eigin föð ur gat hún tæpast munað; hann hafði farið að berjast í Frakk- landi, 1939, hafði sloppið með Bretum frá Dunkerque og síðar barizt með frjálsum Frökkum. Svo eftir sex ár hafði hann kom ið heim aftur, farlama maður eft ir mannraunir ófriðarins, og síð- an legið í sjúkrastól úti á svöl- unum í Laurier dag eftir dag og viku eftir viku og beðið þesS eins að fá að deyja. Hann hafði ekki viljað tala um ófriðinnn né heldur lokasigurinn, sem hafði orðið svo dýrkeyptur, né heldur framtíð heimsins. Hann langaði ekki til annars en að fá að liggja þarna í friði og bíða eftir hverri sólarupprás og sólarlagi og horfa á stjörnurnar, horfa á ána og sjó inn. Hann hafði verið ánægður með að horfa, fannst henni; og svo hlusta á skrjáfið í pálmalauf inu í fjarska.... Skrafið í kven- fólkinu, jafnvel móður hennar og hennar sjálfrar, þreytti hann. Helzt gat hann þolað að hlusta á Edvard bróður sinn, sem var átján árum eldri, þegar hann var að segja honum, hvernig gengi á ökrunum, og svo gat hann líka hlustað á André, sem las oft fyr- ir hann, og neri stundum á hon- um bakið. Þá hafði Frankie verið ellefu ára, en André átján, og þá var hann heima i sumarleyfi sínu úr franska læknaskólanum. Hann var enn mjósleginn og mjúkur I hreyfingum, eins og skógardýr, hann var hrokafullur við jafn- aldra sína en kurteis við sér eldri menn, en sérstaklega góður . / aiíltvarpiö Laugardagur 30. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tón* leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 10:10 Veðuríregnir) 12:00 Hádegisútvarp, (Tónleikar -»■ 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (Fréttir kL 15:00 og 16:00) 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundarþáttur bama og ungl inga (Jón Pálsson). 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar 16:30 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: a) Mado Robin syngur létt lög með Fílharmoníusveitinni í Lund únum. — Anatole Fistoulari stj. b) Michael Rabin leikur vinsæl fiðlylög með Hollywood Bowl sin fóníuhljómsveitinni. —* Felúc Slatkin stjómar. 20:30 Dagskrá í umsjá Sambands ísL berklasjúklinga (tileinkuð stofn* un Öryrkjasambands íslands): Erindi viðtöl, frásagnir og gam anþáttur. 21:40 Tónleikar: Konsertino fyrir píanó og hljómsveit, op. 20 eftir Jan Cikker. Rudolm Macudzinski og Þjóðleikhúshljómsveitin í Bratis-* __ Ég er spenntur að vita hvernig krókódíllinn, sem við fengum í fyrra, hefur dafnað! Berti brunavörður hefur kveikt! skógareldi.til að laða Markús frái A meðan: 1 hreindýragirðingunum. * — Meðan Markús er að berjast’ hestinn og kem mér burtu héðan! j 24:00 Dagskráriok | við eldinn bind ég hreindýrið á 22:10 Dansiög. h hp«:t.inn ne kpm mér burtu héðan! i 24:00 Daeskrái lava leika, — höfundur stjórna*; :00 Fréttir og veðurfregnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.