Morgunblaðið - 19.11.1964, Side 6
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. nóv. 1964
IIM BÆKUR
Læknarómantík og sveitasæla
Magnea frá Kleifum:
HOLD OG HJABTA, skáldsaga
201 bls.
Hildur Inga:
SEINT FYBNAST ÁSTIB,
skáldsaga. 124 bls.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Akureyri 1964.
Skáldskapurinn er háður tízk-
unni eins og önnur mannleg við-
fangsefni. Og tízkan er áleitin.
Hún tekur ekki aðeins til ytra
forms. Hún hefur líka áhrif á
efnisval og efnismeðfer'ð. Hún
segir fyrir um, hvað telja skuli
•gott og illt, fagurt og ljótt í
skáldverkum. Hún kveður á um,
hvernig persónum skuli skipa til
sæta eftir virðingu, því skáld-
skapurinn er svo sannarlega háð
ur manngreinarálitL Að vísu
fer manngreinarálit í skáld-
verkum ekki alltaf saman við
raunveruleikann, og sannar það,
þrátt fyrir allt, sj'álfstæði skáld-
skaparins gagnvart lífinu.
En tízka bókmenntanna er
breytingum háð ekki síður en
tízka raunveruleikans.
Á seinni hluta miðalda var
riddarinn ákaflega töfrandi per-
sóna í skáldskap. Ef ort var ást-
arkvæði eða sögð ástarsaga, varð
elskhuginn helzt að vera riddari.
Annars konar manngerð var
engri herlegri jómfrú samiboðin.
Auðvitað mátti líka nefna
kónga og drottningar, prinsa og
prinsessur. í>að var enginn
skömm að slíku fólki. En það
skyggði ekki á riddarann. í raun
og veru var hann öllum kóngum
og drottningum fremri, þrátt
fyrir æðra vald hinna síðar-
nefndu. Sigursæll riddari var
mesta karlfullkomnun, sem mið-
aldakonan gat hugsað sér, því
hann var umfram allt maðurinn,
sem kunni að elska .
Nú eru riddarar löngu horfnir
aí sjónarsviðinu, og riddarasög-
ur eru ekki lengur samdar. Kon-
an hugsar sér ekki elskhugann
alfbrynjaðan með sverð í hendi og
ríðandi á hrossi. Menn eru líka
hættir að leggja í stórstyrjaldir
út af fyrirmyndarkvenmönnum,
eins og greint er frá í sumum
riddarasögum. Styrjaldir nútím-
ans eru eins óskáldlegar og fram
ast má verða, þannig að stríðs-
hetjur uppfylla ekki lengur þær
kröfur, sem konur gera til karl-
manna.
En enginn skyldi samt ætla, að
karlmenn séu dauðir úr öilum
æðum e'ða konur búnar að týna
niður ástinni. í stað miðaldaridd-
arans hafa þær nú kjörið sér
annan nýjann. Þessi nýi
riddari er læknirinn. Hann
er hinn mikli draumaprins
þessara tíma. Læknir í hvítum
slopp, önnum kafinn við upp-
skurði á gríðarmiklum spítala,
með urmul hjúkrunarkvenna
sveimandi í kringum sig eins og
reikistjörnur á festingu — þa’ð er
sú karlfullkomnun, sem konur
kjósa sér helzt í skáldverkum
nú á dögum.
Vitanlega verður skáídsögu-
læknirinn að vera gæddur flest-
um mannlegum kostum, sem kon
ur geta hugsa'ð sér, að prýða megi
karlmann. Hann skal vera róleg-
_ Magnea frá Kleifum
ur, því þanniig vill konan hafa
karmanninn. Helzt á hann að
vera jafnæðrulaus og bardaga-
kappar kvikmyndanna, sem japla
tyggigúmmí og horfa geispandi í
kringum sig, meðan kúlurnar
þjóta fyrir framan nefið á þeim.
Hann skal vera íturvaxinn, hár,
grannur og þó herðabreiður. Hins
vegar þarf hann ekki að vera til-
takanlega fríður í andliti. Hann
má meira að segja vera dálítið
ófríður. Það gefur honum sér-
stakan karakter, sem fellur vel
að karlhugsjón konunnar. Ekki
má hann vera, of kvensamur, en
undir nfðri á hann að þrá hina
„sönnu“ ást. Staðfastur skal
hann vera. En þó má hann ekki
standast allar freistingar. Einn
góðan veðurdag skal ástin hell-
ast yfir hann eins og holskefla.
í fyrstunni á hann að spyma á
móti, eins og hann hefur þrek
til. En auðvitað verður hann að
lokum að falla fyrir ofurvaldi
ástarinnar og ástríðnanna.
Fer ekki illa á, að sagan endi
með því, að hann standi klökkur
andspænis ástmey sinni, þeirri
sem hefur oi'ðið hlutskörpust um
hylli hans, og játi henni ást sína
berum orðum með grátstafinn í
kverkunum, því þannig getur ást-
in leikið jafnvel einbeittasta karl
mann.
En hvernig hljóðar þá upp-
skriftin fyrir kærustu slíks af-
bragclsmanns? Það skiptir nú
minna máli, En ekki spillir, að
hún sé eitt af þrennu: læknis-
dóttir, hjúkrunarkona eða sjúkl-
ingur, nema ailt þetta sé. Það
fer eftir aðstæðunum hverju
sinni. Ef margar keppa um hylli
hans eins og títt er má jafna
þessu niður.
Nýlega bárust mér í hendur
tvær skáldsögur, sem báðar eru
samdar af konum. önnur þessara
sagna heitir Hold og hjarta eftir
Magneu frá Kleifum.
Og því aðeins hef ég vikfð hér
að hlut læknisins í bókmenntun-
um, að þessi saga uppfyllir flest
af þeim skilyrðum, sem ég gat
um. Kvenhetja sögunnar er fóst-
urdóttir læknis. Og kringum
hana sveima næstum eintómir
læknar, nema hvað aðalelskhugi
hennar (áður en hún ratar á
rétta braut) er nú bara róni. En
sú tilhögun skáldkonunnar er
skiljanleg: Hlutverk þessa róna
í sögunni er svo skuggalegt, að
það væri engum lækni samiboð-
ið. Þó er honum ekki fyrirmun-
uð öll mannvirðing, því hann er
hvort tvegigja, launsonur læknis
og fóstursonar annars læknis.
Þess þarf naumast áð geta, að
allir hlutir snúast um ástina í
sögu þessari. Og æsileg launung-
armál eru þar bæði mörg og mik-
il.
Ekki vil ég spilla ánægju vænt
anlegra lesenda með því að rekja
efni sögunnar. En vonandi er
óhætt að ljóstra því upp, að
hún endar vel. Og hvernig ætti
annað að vera innan um alla
þessa lækna?
Hin sagan heitir Seint fyrnast
ástir. Höfundurinn nefnist Hild-
ar Inga. Sú saga er af gamla
skólanum. Þó er hún ekki svo
forn, að þar séu riddarar. Ætli
mætti ekki hugsa sér hana sem
eins konar framhald af Pilti og
stúiku? Þarna er sem sé á ferð-
inni sveitasaga. Aðalpersónan er
stórbóndadóttir, sem nágrann-
arnir kalla hvorki meira né
minna en Hamradalsrósina. Og
Hamradalsrósin eignast son, sem
gárungarnir kalla Heiðarprins-
Ástin skipar' líka öndvegi I
þessari sögu, eins og nafnið
bendir til. Og söguhetjurnar eru
að minnsta kosti nógu hátfðlegar
til að sannfæra lesandann um,
að þetta er alvarleg ástarsaga.
Hér eru sýnishorn af tungutaki
þeirra:
„Einasti skugginn á himni lífs
míns . . . ég verð að hlýða rödd
hjarta míns ... höll drauma
þinna hrynur í rúst . . . ágtin
getur dáið undir hruni sinna eigin
loftkastala . . . Vertu sæl, ástin
min. Þú kemur til mán, þegar ég
dey-.“
Á einum stað er talað um „snjó
gleymskunnar", og á öðrum stað
er sálarástandi einnar persón-
unnar lýst með eftirfarandi orð-
um:
„í sál hans var brimrót sár-
sauka og sjálfsiásökunar.“
Um skáldkonuna, Hildi Ingu,
segir á bókarkápu, áð hún sé
roskin húsmóðir og sé nú þegar
byrjuð á næstu bók. Ekki er mér
fleira kunnugt um hana. En mik
ið má vera, ef hún hefur ekki
ein'hvern tíma litazt um í hinum
andlegu loftköstulum Guðrúnar
frá Lundi, svo líkt sé eftir orða-
lagi hennar sjálfrar.
Erlendur Jónsson.
Sviðamessa Ferða-
félags íslands
A SUNNUDAGINN var fór fram
í Skíðaskálanum í Hveradölum
hin árlega sviðamessa Perða-
félags fslands. Formaður félaigs-
ins, Sigurður Jóhannsson vega-
málastjóri setti hátíðina, sem var
hin 22. í röðinni og skýrði frá
starfsemi félagsins á árinu.
Starfsemi Ferðafélags fslands
hefur farið vaxandi ár frá ári og
kom fram mikill áhugi meðal
gesta á hátíðinni að efla starf-
semina enn meir, ekki hvað sízt
meðal ungs fólks. Það álit kom
einróma fram, að bæta þyrfti
ferðamenninigu fólks hér á landi
til mikilla muna, því að henni
væri enn mjög ábótavant. Eink-
um væru jafnan mikil brögð
að því, að fólk spillti náttúru
landsins með slæmri umgengni
og þá sér í lagi á þeim stöðum,
þar sem náttúrufegurð væri mest
og þeir því fjölsóttastir af ferða-
fólki t.d. Þórsmörk.
Til þess að ná þessu takmarki
þyrfti að breyta almenningsálit-
inu hér á landi gaignvart ferða-
málum og ferðamenningu yfir-
leitt. Voru gestir hátíðarinnar
almennt sammála um, að í þessu
skyni þyrftu blöðin að gefa
ferðamálum meiri gaum og hefja
öfluga áróðursherferð fyrir
bættri ferðamenningu.
Sviðamessan fór að vanda
fram með miklum glæsibraig og
bar vitni öflugri starfsemi Ferða-
félags íslands.
Gúmmíbátarnir
Hér kemur bréf frá vélstjóra
á einu Fellinu. Hann segir:
„Blöðin sögðu nýlega frá
tveimur mönnum, sem vegna
sundfimi sinnar og hreysti siigr
uðu ekki aðeins Ægi konung,
heldur lika gúmmíbátinn sinn.
Svipaður atburður gerðist fyrir
nokkrum árum, þá áttu tveir
Hornfirðingar í hlut.
í bæði skiptin varð gúmmí-
báturinn þeim æði erfiður við-
ureignar. Hvort einhverjir hafa
háð álíka einvígi við gúmmíbát
í stórviðri á hafi úti — og tap-
að, vitum við ekki, en við vit-
um, að það þarf (að sögn þess-
ara fjögurra manna) bæði út-
hald og skerpu til að blása út
gúmmíbát, sem losnað hefur frá
skipi — af því að slysin urðu
ekki „eftir forskrift."
Aðferðin er reyndar mjög ein
föld: Aðeins að draga um
þrjátíu metra af garni, sleipri
línu út úr hylkinu, sem flýtur
á sjónum. Þetta hylki hefur ekk
ert handfang eða annað, sem
veitir einhverja handfestu — og
það er alltaf hætta á að það
kaffæri menn eða jafnvel roti
í öldurótinu, ef þeir gæta sín
ekki nógu vel. — Og síðan
þarf að rykkja í garnið, eða lín-
una, til þess að opna loftflösku.
Til þess þarf allmikið átak —
samkvæmt fyrrgreindum blaða-
fréttum.
Það er því krafa okkar sjó-
manna, að sett verði á hvern
gúmmíbát handfang, sem ekki
þarf að draga meira en tvö fet
út til þess að báturinn þenjist
út.
Þennan útbúnað er hæigt að
setja á alla gúmmíbáta með
mjög lítilli fyrirhöfn. Og það
þarf að gerast — og það strax.
Einar Jóh.“
Bítlarnir enn
á dagskrá
Síðan skrifar Knútur Þor-
steinsson, fulltrúi, Velvakanda
bréf um Bítlana og unga fólk-
ið, en þetta bréf er það langt,
að ekki eru tök á að birta það
í heild. Hann gagnrýnir blöðin
fyrir að birta myndir og flytja
frásagnir af „ópum“ þeim og
,fiflalátum“, sem samfara eru
Bítlahljómlistinni — og m.a.
komu fram á hljómleikum, sem
haldnir voru í Háskólabíói ekki
alls fyrir löngu. Segir hann, að
blöðin eigi frekar að eyða rúmi
sínu í að birta frásaignir og
myndir af prúðu og myndarlegu
ungu fóljd. En um áhangendur
„bítlamenningarinnar“ segir
bréfritari: ,Mér er nær að halda
að þorri þessa fólks sé ekki á
hærra menningarstigi en það,
að því þyki igjarna hróður að
sjá myndskreyttar blaðagreinar
um framkomu sína og telji sér
til hróss, að því sé slík athygli
veitt.“
Ég er sammála bréfritara um
það, að góðs er aldrei of oft get-
ið. Hins vegar er það hlutverk
blaða, sem ástunda vilja góða
fréttaþjónustu, að sagja engu
síður frá því, sem þykir ekki já
kvætt. Og til þess að nefna að-
eins eitt dæmi um þau skil, sem
Mbl. gerir heilbrigðum athöfn-
um unga fólksins, þá er ein síða
af íþróttum á dag — og stund-
um meira — gott dæmi
t' li n*®**
WMEl-KAIIPFELOG
Nú er rétti timiim
til að panta
ííJSa!
---*iys
rafhlöður fyrir veturinn.
Bræðurnír Ormsson hf.
Vesturgötu 3. - Sími 11467.