Morgunblaðið - 19.11.1964, Síða 16
16
MORGU N BLAOIÐ
Mmmtuðagur 19. nóv. 1964
Það er ekki vandséð hvaðan
Jélabæktirnar koma í ár
stórkostiegar bækur
„MÆLT MÁL“ hið gagnmerka
og skemmtilega ritsafn
Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi, sem þér áttuð að
fá í jólagjöf í fyrra, en stöðv-
aðist í verkfallinu, er nú
komin í bókabúðir um allt
land. Jólabók við allra hæfi.
Ný KJARVALSBÓK fögur
málverkabók, 75 teikningar
þar á meðal fjöldi teikninga
af vinum listamannsins frá
ýmsum timum. 25 málverka-
heilsíður í litum, 6 yfir heila
opnu, yfirlit yfir listsköpun
meistarans í'60 ár. Jafnframt
er bókin snilldarlega vel
skrifuð ævisaga meistarans,
þar sem höfundurinn, Thor
Vilhjálmsson, fylgir honum
og segir sögu hans, frá því
hann fór lítill drengur úr
föðurhúsum og til síðustu ára.
Snilidarverk og hin fegursta
jólagjöf.
BLÖNDALS málverkabók,
ævisöguþættir á fjórum
tungumáium eftir Tómas
Guðmundsson, Eggert Stefáns
son Kristján Karlsson og Rík-
harð Jónsson. Stærsta mál-
verkabókin sem forlagið hefir
gefið út. 50 heilsiðulitmyndir
auk teikninga. Dýrasta bók
sem hér hefir verið gefin út.
RITSAFN STEINS STEINAR,
öll ljóð skáldsins, sem út
komu í sex kvæðabókum, og
40 kvæði sem aldrei áður
hafa komið út og ennfremur
Hlíðar-Jóns rímur, 35 erindi.
Ennfremur allt er skáldið
ritaði í lausu máli. Kvæða-
safn og greinar Steins Stein-
ars með ritgerð Kristjáns
Karlssonar er einn af aðal-
bókmenntaviðburðum ársins.
Tvær HALLDÓRS LAXNESS
bækur koma næstu daga, hin
fyrri, fyrsta skáldsaga höf-
undar, er út kom -fyrir hálfri
öld, Barn náttúrunnar, skáld-
saga er mun hrífa æskuna
í dag eins og frostaveturinn
1918, er hún yljaði fólki, svo
um munaði. Barn náttúrunn-
ar kemur út á morgun.
„SJÖSTAFAKVERIÐ" er
nafn á nýrri bók eftir Hall-
dór Laxness er út kemur í
lok næstu viku. Eru það sjö
sögur, og þarf ekki að hika
við að fullyrða að það sé bók-
menntaviðburður ársins
númer eitt. Mætti 1 sagna-
safninu nefna sérstaklega
tvær sÖgur, Kórvilla á Vest-
fjörðum og Jón í Brauðhús-
um, er taka fram Öllu, sem
skáldið hefir áður skrifað. Þá
er komin ný útgáfa af Reisu-
bókarkorni Halldórs Laxness
fyrir nokkru i mjög litlu upp
lagi.
HELGAFELL, Unuhúsi, Veghúsastíg 7
Hreinn Sigurvinsson
frá Sæbóli á Ingjaldssandi
Fæddur 17. apríl 1946,
fórst með vb. Mumma ÍS 366,
10. október 1964.
Hann lék sér í bernsku við sól-
gullinn sæ,
um sandinn lágu hans spor.
Skipin hans flutu í blíðasta blæ,
búin til ferðar hvert vor:
Sum voru hvít og sum voru blá,
en seglin úr Ijósri voð.
Fullhugans djörfung og far-
mannsins þrá
fagnaði sérhverri gnoð.
Sumarhlýr andblær við salta
strönd,
söng honum vögguijóð
með kufung og skeljar í krepptri
hönd,
og kvöldskinið rautt sem blóð.
Svo lét hann úr höfn og í hilling-
um sá,
hefja sig framandi strönd.
Sólþrunginn byrinn í segli við rá,
söng um þau framtíðar lönd.
En báran er kröpp, og blikandi
haf
byltist í kolsvarta dröfn. —
Sérðu ekki bát koma sjónum af,
siglandi byrinn í höfn? —
Um blásteinda vör fellur brim-
úfinn sær,
NÝ HLJÓMPLATA
Tvfr sprellfjörug lög — tvö falleg, róleg lög — allt
ný lög — eitthvað fyrir alla. Fyrir unglingana: Vin-
sælasta lagið: „Du wah diddy“ með íslenzkum
texta. Fyrir Bítlaunnendur: íslenzkt Bítillag:
Bítilæði. Fyrir elskendur: „Allir elska einhvern ein-
hverntíma". Fyrir foreldra og börn: „Vögguvísa“.
Plata, sem skemmtlr, svæfir, heillar og tryllir!
Hl'óðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur
NAUST NAUST NAUST
ítölsk vika
í NAUSTI
/
Italskur matur
ítölsk þjóðlög
r
Italski söngvaiinn
ENZO
GACUABDI
syngur
en bátinn hans hvergi sér.
Aldan er hnigin og útsogið þvær
ekkaþungt löðrandi sker.
Hreinn Sigurvinsson var kom-
inn af vestfirzkum og borgfirzk-
um ættum. Móðir hans er Gúðdía
Guðmundsdóttir, Einarssonar
bónda og refaskyttu frá Brekku
á Ingjaldssandi, en Guðmundur
var ættaður úr Borgarfirði. Móð-
ir Guðdísar er Guðrún Magnús-
dóttir frá Tungufelli í Lunda-
reykjadal. Faðrir Hreins er Sig-
urvin Guðmundsson, Guðmunas-
sonar, Jónssonar frá Seljalandi í
Álftafirði við ísafjarðardjúp.
Móðir Sigurvins er Ingibjörg
Guðmundsdóttir frá Arnarstapa
á Snæfellsnesi.
Hreinn var elztur af fimm
systkinum og ólst upp í foreldfa-
húsum. Hann var bráðþroska,
mikiíl að vallarsýn og vörpuleg-
ur. Hann var góðlyndur og glað-
lyndur og búinn miklum skap-
gæðum. Hann unni heimili sínu,
foreldrum og systkinum, svo að
til fyrirmyndar var, og kom það
m.a. fram í margháttuðum stuðn-
ingi og tillitssemi eftir að hann
fór að heiman, en sjómennskan
og hafið áttu hug hans allan, og
hann hafði, þótt ungur væri, ver-
ið á verðtíð í Vestmannaeyjum
og víðar. Hann hafði þegar verið
á strandferðaskipum og milli-
landaskipum, og siglt um fjarlæg
lönd og álfur. Markmið hans var
Sjómannaskólinn, og var hann á-
kveðinn í því að setjast í hann
við fyrsta tækifæri, en enginn
má slcöpum renna.
Hreinn er aðeins 18 ára óharðn
aður unglingur þegar hann lætur
líf sitt við fiskveiðar á úthafinu.
Æviferill hans varð ekki iangur,
en þegar við lítum til baka, vin-
ir hans, þökkum við þessum
unga og prúða dreng, fyrir það
skeið er leiðir lágu saman. Minn-
ing hans er ljómuð lífskrafti og
framtíðardraumum æskumanns-
ins.
Sár harmur er kveðinrí' að f jöl-
skyldu hans, vinum og litla
byggðarlaginu Ingjaldssandi, en
minningin um góðan dreng og
nýtan þjóðfélagsþegn lýsir gegn-
um sorgina, eins og sólstafir.
Sorgin er sár. Fórnin, sem færð
hefur verið er stór. Missirinn er
mikill. Við vottum horfnum vini
virðingu, og fjölskyldu hans
innilega hluttekningu og dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning hans.
Jón Ingiberg Bjarnason.
Ingi Ingimundarson
næstarettarlógmaoui
Kiapparstíg íö IV hæð
Simi 24753
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Þórshamri við Templarasund
Sími 1-11-71
.tURGIR ISL GUNNARSSON
Málflutningsskrifstofa
Lækjargötu 6 B. — II. hæð
Benedikt Blöndal
heraðsdomsiogucaður
Austurstræti 3. — Sími 10223 *