Morgunblaðið - 05.01.1965, Síða 19
Þriðjudagur 5. janúar 1965
MORCUNBLABID
19
MIKILL f jöldi fiskibáta ligg-
ur nú í Reykjavíkurhöfn, aö-
geröarlaus vegna verkfalls og
illviöris. Af sömu ástæöum er
mikiö fiskleysi í verzlunum
borgarinnar og saltfiskur og
skata nærri því eina fiskmet-
ið, sem þar er á boðstólum. Þó
munu nokkrir bátar fá undan
þágu til að róa og sækja í soð-
iö, er gefur á sjó.
Deyfð ríkti yfir flotanum
við Grandagarð í gær. Bátarn
ir liggja bundnir hver utan á
öðrum, víðast þrír eða fjórir
hlið við hlið. Snjókoma var og
kaldi, enda fáir á ferli. í bát-
unum voru óvíða ljós og flest-
allir þeirra jnannlausir. Þó
sáust logsuðuglampar í tveim
ur bátum og við eina bryggj-
una unnu menn að því að
taka um borð síldarnót. Er
skipverjar voru spurðir, hvort
Nótin tekin út í bátinn í gær.
Bátaflotinn bundinn við Grandagarð
vegna ver..
og veðurs
Janus Þorbjarnarson tekur innan úr þorskhausum í ver-
búð Sæbjargar.
þeir væru ekki að brjóta verk
fallið, hlógu þeir við og kváð-
ust hafa orðið að losa viðgerð
armenn við nótina, hefðu
reyndar lofað því fyrir jól,
en veður verið svo óhagstætt
til nokkurra athafna þá, að
því hefði alltaf verið slegið á
frest og nú hefði ekki verið
annarra úrkosta völ, en að
rýma geymsluna og taka nót-
ina um borð.
„Þið verðið þá tilbúnir að
sigia, um leið og verkfallið
leysist“.
„Já,“ sagði skipstjórinn,
við getum siglt með fáeinna
klukkustunda fyrirvara."
„Hvernig er hljóðið í mönn
unum?“
„Skipshöfnin hjá mér hefur
ekki rætt mikið um verkfall-
ið. Veðrið hefur líka verið
þannig, að verkfallið hefur
ekki komið að sök ennþá.“
í verbúð Sæbjargar við
Grandagarð er maður nokkur
að fiskaðgerð. Hann heitir
Janus Þorbjarnarson, ættaður
frá Flateyri við Önundar-
fjörð.
„Hvað er þetta, ertu með
nýjan fisk?“
„Já, við fengum einn bíl-
farm að þorski á laugardag-
inn. Nú eru bara nokkur flök
eftir. Og svo hausarnir. Þeir
hefðu einhvern tíma þótt
herramannsmatur, ekki sízt í
hausastöppu. Þá er sett ( r
innan í hausana, og tekin úr
þeim beinin og síðan allt
stappað saman. Það eru engin
harðindi meðan maðúr hefur
hausa, skal ég segja ykkur.“
— Athugasemd
Frh. af bls. 27
Veitingamenn gátu að sjálf-
sögðu ekki sætt sig við slík*
framkomu, sérstaklega þegar
haft er í huga að „pressa“ áttl
veitingamenn til slíkra geysi-
legra umframhækkana, þegar
tveir stærstu dagar veitingahús-
anna fóru í hönd, gamlárskvöld
og nýárskvöld.
Hljóðfæraleikarar höfðu sjálf-
ir tilkynnt S.V.G. það skriflega,
að þeir myndu leggja hiður
vinnu á miðnætti 31. desember
og hafði slíkt einnig verið aug-
lýst í ríkisútvarpinu af F.Í.H.
Með vísan til framanritaðs og
þar sem F.Í.H. neitaði algjörlega
að veita einnar viku frest til
frekari samningsviðræðna, þá
tilkynntí S.V.G. stjórn F.Í.H. í
símskeyti síðari hluta gamlárs-
dags, að meðlimir S.V.G. myndu
ekki nota músik frá meðlimum
F.Í.H. á gamlárskvöld og var
stjórn F.Í.H. beðin um að til-
kynna öllum meðlimum sínum
þetta, enda höfðú hljóðfæraleik-
arar þá algjörlega neitað beiðni
S.V.G. um að spila á nýársdags-
kvöld.
í von um að verkfallið leystist
á gamlárskvöld höfðu nokkrár
hljómsveitir mætt á veitingastöð
um um kvöldið, enda fá hljóð-
færaleikarar um vikukaup fyrir
að spila þetta eina kvöld og
vildu þeir því ekki missa af
þessu kaupi.
Því er það ekki rétt sem fram
kemur í fyrrgreindri blaðagrein
að músikinni hafi verið kastað
út á gamlárskvöld.
S.V.G. telur í sjálfu sér ekki
rétt að standa í blaðadeilu með-
an ósamið er við hljóðfæraleik-
ara, en þar sem þeir áttu upp-
tökin af því, var ekki hjá því
komizt að svara.
Að lokum vill S.V.G. taka
fram að það óskar ekki eftir
frekarí blaðadeilum vegna máls
þessa, enda myndu þá verða
dregnar fram í dagsljósið ýmsar
mjög svo vafasamar hótanir
hljóðfæraleikara sem ekki
myndu verða þeim til álitsauka.
Samband veitinga-
og gistihúsaeigenda.
IðnaHarláð og hús
i Hafaarfirði
Til sölu 80 ferm. iðnaðarhús, ásamt 1500 ferm. lóð á
góðu athafnasvæði við suðurhöfnina í Hafnarfirði.
Tilvalinn staður fyrir margskonar rekstur. — Teikn
ingar fyrir húsum fylgja. Leiga kemur til greina.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Upplýsingar í
síma 40469.
Bátarnir mannlausir við Grandagarð.
Kópavogur:
Blaðburðarfólk
vantai nú þegar til blaðadreiíingar
í Austur- og Vesturbæ
Hafið samband við útsölumann
í síma 40748
Afgreiuslustúlka
Okkur vantar stúlku til afgreiðslustarfa, allan
daginn, helzt vana.
GRENSÁSKJÖR
Grensásvegi 46 (Uppl. ekki í síma).
Ski ilstofur okkar verða lokaðar í dag
FRÁ K L. 12 Á HÁDEGI.
Heíldverzlunin Heklahf.
Laugavegi 170—172.