Morgunblaðið - 05.01.1965, Síða 20

Morgunblaðið - 05.01.1965, Síða 20
20 MCRCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1965 Frá Gjaldheimtunni í Reykjavík Símanúmer Gjaldheimtunnar í Reykja- I vík er nú 17940. Gjaldheimtan. Vegnca útfarar herra ÓLAFS THORS, fyrrverandi forsætisráð- herra loka neðangreindir bankar kl. 12 á hádegi, þriðjudaginn 5. janúar, 1965. Síðdegisafgreiðslurnar verða opnar eins og venjulega. Seðlabanki íslands Landsbanki íslands Búnaðarbanki íslands Útvegsbanki Islands Iðnaðarbanki íslands h.f. Verzlunarbanki íslands h.f. Samvinnubanki íslands h.f. Lokað Skrifstofum okkar verður lokað eftir hádegi, þriðjudaginn 5. þ.m. vegna jarðarfarar Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda. Lokað Skrifstofur vorar verða lokaðar eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar fyrrverandi forsætisráðherra, ÓLAFS THORS Sölumiðstöð hráðfrystihúsanna H.f. Jöklar. Tryggingamiðstöðin h.f. Miðstöðin h.f. Lokað í dag til kl. 4 vegna jarðarfarar Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra. Raftækjaverzl. Ljós og Hiti, Garðastr. 2. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Ólafs Thors fyrrverandi forsætisráðherra. Vinnuveitendasamband Islands. Lokað vegna jarðarfarar frá hádegi. Samtrygging íslenzkra botnvörpunga. Lokað Skrifstofa Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð ur lokuð frá kl. 12 á hádegi í dag, þriðjudaginn 5. janúar vegna jarðarfarar Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Framh. af bls. 17 þingmálafundur, sem þeir hefðu komið á. Eins og vitað er, sigr- aði Ólafur í þessum kosningum, og ætíð jsíðan, enda hélt hann tryggð og vináttu við kjósendur sína allt til hins síðasta dags. Og sjálfur kveð ég hann með söknuði. Hér í þessum fáu orðum verð- ur ekki upptalið það sem hann gerði fyrir sitt kjördæmi. En kjósendur hans geta nú litið til baka og borið saman það sem var og það sem gert hefir verið í hans þingmannstíð. Að vísu hafa þar fleiri komið til, en traust forysta er mikils virði. Ýmislegt myndi áreiðanlega skemmra á veg komið, ef hans forusta hefði ekki komið til. Hann er því kvaddur með virð- ingu og einlægu þakklæti. Megi land vort eignast sem flesta forvígismenn honum líka. Steini Guðmundsson, Valdastöðum. t ÓLAFUR Thors var höfuðleið- togi Sjálfstæðisflokksins og fremsti foringi íslenzkrar þjóðar í þrjá áratugi. Byltingarkenndar framfarir og umbætur á lífi og högum þjóðarinnar á þessu tíma- bili markast framar öllu öðru af stórbrotnum persónuleik hans, dirfsku, bjartsýni og stórhug. Við ungir Sjálfstæðismenn er- um stoltir af því að hafa átt slík- an foringja. Við erum stoltir af því að hafa átt fyrir leiðtoga svip mesta stjórnmálamann íslend- inga þessarar aldar. Við hrifumst af eldimóði hans og baráttuhug. Þegar ungir Sjálf- stæðismenn af öllu íslandi komu saman til þings í marz sl. sendi Ólafur Thors þinginu skeyti. Þar var kall til nýrrar sóknar fyrir hugsjónum og baráttumál- um Sjálfstæðismanna og fram- faramálum íslenzkrar þjóðar. Það sýndi okkur, að eldmóður- inn var jafn mikill og áður ag baráttuandinn sá sami og áður. Persónuleg kynni mín af Ólafi Thors voru stutt. En hann sýndi mér mikla vinsemd þann tíma, sem ég þekkti hann. Eftir nokk- ur samtöl, sem ég átti við hann á sl. ári, gerði ég mér gleggri grein fyrir því en áður, hvílik áhrif þessi maðúr hlýtur að hafa haft á alla þá, sem með honum unnu og komust í snertingu við glæsta persónu hans, andstæð- inga jafnt og samherja. Ungir Sjálfstæðismenn kveðja mikinn foringja með söknuði, þakklátir fyrir að hafa notið for- ystu manns, sem allt til hins síð- asta var yngstur allra, bjartsýn- astur, djarfastur. Styrmir Gunnarsson. t „ VINUR okkar Ólafur er látinn". Á þennan hátt barst mér fregnin. Reyknesingar kveðja ástælan foringja og vin, sem um 39 ára skeið hefur haft forustu um mál- efni þeirra. Ólafur Thors var fyrst kjörinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu haustið 1925. Hann vann þær kosningar með miklum yfirburð- um, og með því hófst hinn glæsi- legi stjómmálaferill hans. Við, sem frá upphafi höfum fylgzt með stjórnmálabaráttunni í því kjördæmi, vitum í hve vax- andi mæli hann átti vinsældum að fagna, ekki eingöngu hjá sam- herjum, heldur einhig hjá mót- herjum. Hvað vinsældir Ólafs stóðu föstum fótum meðal ibúa kjördæmisins kom ekki hvað sízt í ljós haustið 1963, þegar hann varð að láta af embætti forsætis- ráðherra. Fyrst og fremst var Ólafur maður þjóðarinnar. Undir hans forustu hafa verið teknar stærstu ákvarðanirnar í stjórnmála- og atvinnulegu tilliti, er hafa varan- leg áhrif á framþróun hennar. fslenzk stjórnmál hafa oft ver- ið mjög hörð, og oft persónulegri og harðskeyttari en í öðrum löndum. Um þann mann, sem hefur verið einn af forustumönnum og um þrjá áratugi formaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðar- innar, hefur því oft verið storma- samt. En þar nutu hinir fjöl- mörgu, stórbrotnu eiginleikar Ó.l- afs sín ekki hvað sízt. í þeim hildarleik sýndi Ólafur ávallt hve mikill drengskaparmaður hann var. Það er ekki undrunarefni, að slíkur maður sem Ólafur var, ætti marga aðdáendur, en það lýsir mannkostum hans vel, hve andstæðingamir mátu hann mik ils. Ég tel að Ólafur Thors hafi verið mikill gæfumaður, að fá að sjá ávöxt ævistarfs síns, hvernig þjóðin undir öruggri forustu hans komst úr fátækt til bjarg- álna. Það verður með sanni sagt, að á hans síðari árum var hann ekki aðeins flokksleiðtogi, heldur leiðtogi allrar þjóðarinnar. Ég tel mér það mikla gæfu að ég, sem ungur maður, kynntist Ólafi og tengdist honum vináttu- böndum, og ég hefi notið hans hollu ráða og leiðbeininga á mörgum sviðum. í starfi mínu, fyrir samtök út- vegsmanna, hefur á undanförn- um árum oft orðið að leita til ís- lenzkra stjórnarvalda. Hvort heldur Ólafur fór með málefni þeirra eða ekki, þá treystu út- vegsmenn á réttsýni hans. Ég vil svo votta frú Ingibjörgu, börnum þeirra hjóna og öðrum ættingjum, innilega samúð. Sverrir Júlíusson. t ÞEGAR hringt var til okkar hjóna á gamlársdagsmorgun og okkur sagt, að Ólafur Thors hafi látizt fyrr um morguninn, áttum víð enfitt með að átta okkur á þeirri staðreynd, að hann væri genginn. Dauðinn virðist alltaf koma óvænt, ekki sízt dauði manns eins og Ólafs Thors, sem í hugskoti mínu var ætíð gædd- ur meira lífi en nokkur annar maður, sem ég hefi kynnzt. Per- sóna hans geislaði af meiri lífs- orku og athafnaþrá, en nokkurs annars manns, er ég hefi þekkt. Að vásu vissi ég, að heilsu hans hafði hrakað hin sfðari ár, en hann hafði svo oft áður verið veikur, en heiisan batnað aftur og svo vonaði maður, að einnig yrði í þetta sinn. „Það syrtir að, er sumir kve'ðja" segir Davíð Stefánsson í einu ijóði sínu. Er fregnin um andlát Ólafs Thors barst hér syðra virtist mér einhver óhug- ur hvíla yfir mönnum allan dag- inn. Fánar blöktu allstaðar í hálfa stöng og allir töluðu um hinn mikl a missi, sem þjóðin hafði orðið fyrir við frá-fall eins mesta þjóðskörungs fslands á þessari öld. Um þetta voru allir sammála úr hvaða stjómmála- flokki, sem þeir voru. Ólafur Thors var elskaður og virtur af öllum sem til hans þekktu, eklki síður af andstæðingum í stjórn- málum en kjósendum hans. Enda var það svo, að ég tel, að enginn íslenzkur stjórnmálamaður hafi notið eins mikils jærsónufylgis í kjördæmi sínu og einmitt hann. Fjölda fólks þekki éig, sem kaus Ólaí til þings þótt það fylgdi ekki Sjálfstæðisflokknum að málum og kaus sína flokksmenn til bæj- arstjórnar og hreppsnefnda. Margs er að minnast frá löngu liðnum árum. Ég minnist náina samstarfs við hinn látna höfð- ingja í rúma 2 áratugi. Ég minn- ist kosningafundanna viða um kjördæmið þar sem ■ Ólafur hélt sínar gneistandi ræður og barð- ist við andstæðinga sína en ætíð á svo drengilegan hátt, að orð fór af og oft undrast yfir vegna þess, a'ð baráttuaðferðir andstœð inganna gáfu oftast ekki tilefni til þess. Ég minnist hinna fjöl- mörgu árslhátíða Sjálfstæðisfé- laganna i Gullbringu- og Kjósar- sýslu og síða-r í Reykjaneskjör- dæmi, þar sem þau hjónin Ólafur Thors og frú Ingibjörg settu sér- stakan elskulegan blæ á sam- komwrnar með ljúfmennsku sinni og auðsærri gleði yfir, að eyða kvöldstund með okkur. En einna minnisstæðastir eru mér fámennu fundimir, sem Ólafur hélt með hópi trúnaðarmanna. Þetta voru óformlegir fundir, þar sem aillir lögðu sinn skerf til málanna en Ólafur að sjálf- sögðu miðdepillinn og áður en varði var kvöldið liðið. Þegar heim kom, var hugurinn fullur af álhrifum af innblæstri Ólafs Thors, hugmyndum og áfórmum um hvað hægt væri að gera til eflingar þeirri stefnu í þjóðmál- um, sem við trú’ðum á og foringi okkar hafði helgað líf sitt og baráttu. Á fundum sínum liagði Ólafur Thors ætíð mikla áherzlu á það, að kvenfóHkið í kjördæmi hans tæki virkan þátt í flokksstarf- seminni og voru því að hans á- eggjan félög Sjálfstæðiskvenna stofnuð víða um kjördæmi'ð þ.á. m. félag það, sem ég hefi veitt forstöðu nú um 16 ára skeið með stuðningi og náinni samvinnu við hinn mikla foringja okkar. Við konur í Reykjaneskjör- dæmi eigum Ólafi Thors mikið að þakka og mikið upp að unna, en ég veit, að minningu hans heiðrum við bezt með þvi að halda áfram ba-ráttu okkar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og styðja og styrkja þá stefnu, sem hann helgaði líf sitt. Veit ég, að allar Sjálfstæðiskonur í Reykjaneskjör dæmi — og vfðar — eru sam- mála um þetta. Með Ólaifi Thors er tvímælalaust genginn einn svipmesti og stórhrotnasti stjórn- málaskörungur þessarar aldar og kjósendur hans í Reykjaneskjör- dæmi eru þakklátir fyrir, að hafa átt þvi láni að fagna, að hafa hann sem foringja sinn og umboðsmann á Aliþingi íslend- inga ailila hans stjómmálaævi. Skarð hans verður því vandfyllt. Ég hafði vonað, að Ólafur og frú Ingibjörg mættu eiga eftir, að fá mörg og friðsæl ár saman. Þa'ð má geta nærri, að oft hefur verið ónæðissamt á heimili þeirra og frú Ingibjörg oft orðið að sýna mikla þolinmæði og fórn- fýsi, en hún var einmitt hin rétta eiginkona fyrir umsvifamikinn stjórnmálamann, enda var hug- ur hans oft hjá henni í ferða- lögum sínum um kjördæmið, og í flestum ræðurn sínum minntist hann hennar, sem hann elskaði og virti meir en allt. Að lokum vil ég þakka pe<r- sónulega vináttu við okkur hjón- in í áratugi og vi'ð vottum frú Ingibjörgu, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum okkar inni- legustu samúð. Vigdís Jakobsdóttir. Skriastofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar. Kveldúlfur hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.