Morgunblaðið - 30.03.1965, Blaðsíða 28
28
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. marz 1965
ANN PETRY:
STRÆTID
— En hvað þér eruð sæt ungfrú. Eg gæti hreint etið yffiur.
Hún flutti inn til hans þenn-
an sama dag. Ekki hafði hún
nú mikið af húsgögnum meðferð-
ist, svo að það varð ekkert vanda
mál að koma þeim fyrir í her-
bergjunum hans. Rúm, skrifborð,
eldhúsborð, nokkra stóla og langt
spegilborð með skrautlega út-
skornum fótum. — Ein af frún-
um mínum gaf mér það, útskýrði
hún og áminnti hann um að fara
varlega með það í stiganum.
Sambúðin gekk prýðilega hjá
þeim, allt þar til Lutie Johnson
flutti inn. Þá fór honum að þykja
sem hann gæti ekki lengur þolað
að horfa á Min. Sköpulagslausi
líkaminn hennar í rúminu hjá
honum varð að einskonar girð-
ingu hjá honum og Lutie. Min
var alltaf í flóka-inniskóm, sem
skelltust við hvíta hælana á
henni, þegar hún gekk um. Það
hvissaði í þeim þegar hún gekk
frá eldavélinni að vaskinum, eins
og hún var núna að gera.
Hvenær, sem hann heyrði þetta
hljóð, minntist hann hælasmell-
anna þegar Lutie gekk um. Hviss
ið í flókaskónum á Min lokaði úti
allt annað hljóð og svörtu, hnút-
óttu fæturnir á henni skyggðu
í draumum hans á löngu, brúnu
fæturna á Lutie.
Þegar hann sat og hlustaði á
Min vaða fram og aftur um eld-
húsið, fann hann, að hann hataði
hana. Hann vildi meiða hana eitt
hvað, fá hana til að kveinka sér
undan honum, þangað til henni
liði eins illa og honum leið nú.
— Maturinn er til, sagði hún
með lágu, sönglandi röddinni.
Hann hreyfði sig ekki úr stóln-
um. Hann ætlaði ekki framar að
borða með henni. Hann tók þessa
ákvörðun snögglega meðan hann
hlustaði á fótatakið hennar, út
úr eldhúsinu og inn í það aftur.
Hún stanzaði í dyrunum: —
Ætlarðu ekkert að éta?
Hann hristi höfuðið og beið
eftir, að hún spyrði hann hvers-
vegna, og þá gat hann öskrað
upp og hótað henni að misþyrma
henni. En hún sneri þegjandi til
eldhússins, og honum fannst
hann hafa verið prettaður. Hann
hlustaði á hana matast. Smellina
í gafflinum á diskinum, og þegar
hún hrærði í tebollanum, sötrið
þegar hún drakk teið, og hníf,
sem glamraði á diskinum. Hún
hellti í annan bolla af te, sitj-
andi uppi á eldavélinni og svo
heyrði hann ekki í inniskónum
þegar hún gekk aftur að borð-
inu.
Og hann stóð snöggt upp og
gekk út úr íbúðinni. Hann þoldi
ekki að vera þarna inni með
henni mínútu lengur. Hann ætl
aði að fara niður í kjallara og
moka á miðstöðina og sitja svo
þar niðri dálitla stund. Þegar
hann kæmi upp aftur, ætlaði
hann að éta og labba svo út á
götu, til þess að vita, hvort hann
sæi ekki til Lutie þegar hún
kæmi heim.
Þegar hann kom út í ganginn
opnuðust götudyrnar og Bub kom
þjótandi inn og andlitið var kaf-
rjótt af æsingnum yfir mynd-
inni, sem hann hafði séð. Hann
stanzaði, þegar hann sá Jones.
spMBami
10
— Hæ, vörður! sagði hann.
Jones kinkaði kolli og hugsaði:
Hún er ekki heima. Hvað skyldi
hann hafast að svona aleinn, þeg
ar hún er ekki heima?
— Mömmu líkaði ekki þessi
skóburstakassL Hún varð bál-
vond.
Jones starði á drenginn, en
sagði ekki neitt.
— Ætlarðu að fara að laga
eldinn? spurði Bub.
— Ja-á, svaraði hinn og gekk
að kjallarahurðinni undir stigan
um. Hann krækti aftur hurðinni
á eftir sér og hugsaði, að hann
gæti ekki þolað að horfa á þenn
an krakka. Ekki eins og honum
leið núna.
Hann mokaði hverri skóflunni
eftir aðra á eldinn. Svo starði
hann í eldinn og bláa logann, sem
smaug upp úr kolunum og djúpa
roðann í glóðunum undir þeim.
Hugsanir hans snerust sam-
stundis að Lutie, og þarna stóð
hann og studdist fram á skófl-
una, eins og hann vissi ekki af
hitanum, sem gaus út úr opnum
dyrunum. Svo að henni hafði
ekki líkað skóburstarakassinn?
Það var bölvað. Hann hafði hald
ið, að hún yrði svo hrifin af
þessu, að hún mundi koma og
hringja uppá hjá honum og
standa við dyrnar brosandi til
hans. Og kannski hefði þetta
orðið til þess, að hún færi að
hringja bjöllunni oft.
— O, ég ætlaði bara að heilsa
upp á þig, mundi hún segja.
— Það var fallega hugsað af
yður, frú Johnson, og svo mundi
hann klappa henni á handlegg-
inn eða kannski halda dálitla
stund í höndina á henni.
En hann skyldi ekkert gera,
sem gæti hrætt hana. Rétt vera
vingjarnlegur og svo gefa henni
smágjafir, til að byrja með. —
Ég sá þetta í búð. Datt í hug
hvorð þér gætuð ekki notað það,
frú Johnson. Kannski eina sokka
Já, það skyldi hann segja •—
sokka. Eina af þessum háu úr
neti. Frú Greeene, sem bjó á
þriðju hæð og vann í miðborg-
inni, mundi kaupa þá fyrir hann.
— Æ, þetta eigið þér ekki að
vera að gera, hr. Jones, mundi
Lutie segja og klappa á öxlina
á honum.
— Hvernig væri að lofa mér
að sjá, hvort þeir eru mátulegir.
Já, það skyldi hann segja. Bara
svona í gamni. Um að gera að
hræða hana ekki.
Hann lagðist fastar á skófl-
una, og dró upp fyrir sér mynd
af þessu, eins og það mundi
verða. Hann sá hana fyrir sér
inni í íbúðinni, teygjandi fram
annan langa legginn — beran,
brúnan legg með rautt á nöglun
um. Og hann mundi taka annan
háa sokkinn og færa hana í hann,
hægt og hægt. Mjúka, brúna hör
undið mundi sjást gegn -um
möskvana, þegar hann drægi
sokkinn upp eftir mjúku holdinu.
Hann mundi halla sér betur og
betur að, eftir því sem sokkur-
inn næði upp á sívala hlutann þar
sem leggurinn tók að gildna og
þá mundi hann þrýsta vörun-
um á hnébogann. Og hann mundi
færa sig nær og nær, þangað til
hann gæti nartað í legginn og
hörundið mundi verða sætt af
fínni sápu og svalt við heitar va-r
ir hans.
En hann varð að hætta þessum
hugsanagangi. Þar sem hann stóð
þarria gat hann séð fyrir sér all-
ar konurnar, sem hann hafði búið
með. Ein, segja og skrifa, af öll-
um hópnum hafði verið ung og
hún var rokin eftir þrjá daga.
Hinar höfðu verið beinóttir kven
menn, komnir yfir fimmtugt,
tannlausar kellingar yfir fimm-
tugt, stórar og litiar, en allar yfir
fimmtugt. Og í þokkabót tolldi
enginn þeirra neitt að ráði. Þrjá
mánuði . . . sex mánuði . . . og
svo voru þær farnar.
Allar nema Min. Hún var búin
að þrauka í tvö ár. Og samkjaft-
aði aldrei. Fyrst fannst honum
það upplífgandi að hafa hana
hjá sér. Hún eyddi þessari dauða
þögn, sem annars var í íbúðinni.
En nú yfirgnæfði malið í henni
röddina í Lutie, svo að hann gat
aldrei munað, hvernig hún hljóm
aði. Röddin í Min ruddi henni
til hliðar, þegar hann var að
reyna að muna hana.
Það sem hann þurfti að gera,
var að losna við hana. Líklega
leit aldrei á hann. Rétt kinkaði
var það henni að kenna, að Lutie
kolli þegar hún gekk fram hjá.
Hann hefði átt að fleygja Min út
sama kvöldið og Lutie kom. Hann
mundi, hvernig fæturnir á henm
höfðu verið, þegar hún gekk á
undan honum upp stigann. Hann
þurfti ekki annað en sjá hana
svona, þá greip hann svo mikil
þrá, að hann fékk verk fyrir
bringspaiirnar. Þessir háu fæt-
ur, sem gengu upp stigann á
undan honum, og svo lendarn-
ar, sem hreyfðust til beggja hliða
á víxl þegar hún gekk. Hann
mundi, hvernig hann hafði
kreppt höndina, þegar hann gekk
á eftir henni.
Og í stofunni í íbúðinni hennar
hafði hann staðið þarna og beint
vasaljósinu niður á við, svo hún
gæti ekki séð á honum svipinn,
þegar hann átti í baráttu við
sjálfan sig, hvort hann ætti að
stökkva á hana, þar sem hún
stóð inni í svefnherberginu og
lét ljósið leika um veggina. Hún
fór svo inn í eldhúsið og baðið
og hann átti bágt með að standa
kyrr á meðan. Því að hann vissi
að ef hann elti hana þangað inn,
mundi hann skella henni niður á
gólfið, niður á slitnu gólffjalirn-
ar.
Hann hafði hugsað sér, hvernig
það mundi verða að finna lík-
ama hennar undir sínum —
mjúkan og heitan og á hreyf-
ingu með honum. Og hann gaf
frá sér hrygluhljóð úr kverk-
unum.
— Hvað er þetta? hafði hún
sagt. Og hann hafði séð, að vasa
ljósið skalf í hendinni á henni.
Hann hafði gert hana hrædda.
Hann reyndi að tala lágt, svo
að röddin í honum gæti róað
hana, en honum var svo þröngt
um kverkarnar, að hann gat engu
hljóði upp komið. Loksins hafði
hann sagt: — Ég var bara að
ræskja mig frú, en jafnvel hon
um sjálfum hafði fundizt röddin
einkennileg.
Þegar hann hafði gefið henni
kvittunina fyrir því, sem hún
hafði greitt upp í leiguna, fór
hann að velta því fyrir sér, hvað
hann gæti gert henni til þægð-
ar. Ef honum tækist að gera eitt
hvað sérstakt fyrir hana, mundi
það hæna hana að honum. Hann
ákvað að mála íbúðina á sér-
stakan hátt í staðinn fyrir bara
þennan hvíta lit, sem hún hafði
beðið um. Þessvegna málaði hann
stofuna græna, eldhúsið gult,
svefnherbergið dökkrautt og bað
ið dökkblátt. Þegar því var lokið,
var hann hreykinn af því, því
að þetta var fínasta málningar-
vinna, sem eftir hann hafði nokk
urntíma legið. Og hann gerði
meira. Hann skóf málninguna af
gluggunum, þessar langþornuðu
klessur eftir hann sjálfan, og svo
þvoði hann rúðurnar. Umboðs-
maðurinn var næstum búinn að
standa hann að verki. Til allrar
hamingju hafði hann læst að sér
og maðurinn stóð og barði á
dyrnar eins og vitlaus maður og
öskraði góða stund: — Hæ, þú
þarna Jones! Nú, hvar í andskot
anum er hann? En hann hafði
staðið steinþegjandi inni með
gluggatuskuna í hendinni, þang
að til maðurinn var farinn.
Þegar Lutie kom að sækja lykl
ana, sá hann hana fyrst almenni
lega við dagsbirtu. Augun í henni
voru stór og svört og varirnar
rauðar af varalit. Hún hafði lítið
uppbrett nef, sem gerði andlitið
unglegt, og hörundið var svo
mjúkt og brúnt, að hann gat
ekki haft augun af henni.
— Þér gætuð átt í brösum með
hurðina, hafði hann sagt. — Ég
skal sýna yður, hvernig á að opna
hana. Hann gat ekki beðið eftir
að sjá á henni svipinn þegar hún
sæi þessa snilldar-málningu hans
á íbúðinni. Og nú gat hann lika
Höfn
1 Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir Iokunartíma.
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Sími 22-4-80
Meðalholt
Lindargata
KALLI KUREKI
-K— — -K— — >f —
Teiknari: J. MORA
Tvær dagleiðir frá búgarðinum. hefur verið grasríkt ár“. „Sjáðu, inn skógarbjöm drepið þennan grip.
.Þær eru feitar og sællegar. I>etta þarna liggur ein“. „Það hefur eng- Einhver hefur fláð það“.