Morgunblaðið - 30.03.1965, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.03.1965, Qupperneq 32
i KELVINATOR KÆLISKAPAR HsMz LAUGAVEGI 75. tbl. — Þriðjudagur 30. marz 1965 ' * ♦- - , • ■-< *■ * -*.»%■ • ‘ ' ' i' - ' i - -■ 1 ;■ : 'v *'>'■ *■■ 1 ' . - . ' \s' \\ V0- X" * } NorAl'jördur og ísinn, gaeti þessi mynd heitiff. Hana tók I Ólafur K. Magnússon af Nes- | kaupstaff í Norðfirði í gaer, er ( r fréttamenn Mbl. flugu yfir I Norður- o,g Austurland, þar i sem firðir eru fullir af ís. Frá i því er nánar sagt á bls. 10 og ’ myndir birtar á bls. 3 og 10. IHargir detta í s;óirm NESKAUSTAÐ. 29. marz. ísinn er nú með mesta móti hér. Virðist hann aukast og þétt- ast og er nú ekki auðan sjó að sjá utan mjóa rennu hér út af. Börn og unglingar hafa mikið íarið út á ísinn hér við flæðar- málið og hefur lítt stoðað, þótt reynt sé að reka þau af ísnum. Mörg þeirra hafa fallið í sjóinn, þegar þau hafa verið £t(S stökkva milli jakanna, sem brotria í flæð armálinu, en til allrar hamngju hafa ekki hlotizt slys af. — Ásgeir. Hlaut 25 þús. kr. í landhelgissekt kom að, þar sem togarinn var með ólöiglaga umbúin veiðar- færi innan fiskv'eiðitakmark- anna hinn 6. marz s.l. Skipstjór- inn viðurkenndi brot sitt, og var málinu lokið með dómsátt og skipstjóranum gert að greiða 25 þúsund krónur til Landihelgis- sjóðs íslands. í GÆR lauk í Sakadómi Reykja- I skipstjóra á togaranum Marz víkur máli Ásgeirs Gíslasonar, | RE-261, sam varðskipið Óðinn Annríki hjá Hafnar- fjarðarlögreglunni ÓVENJU annríkt var hjá lögregl- unnj í Hafnarfirffi í gær og í fyrradag. I»rír meiriháttar árekstrar urffu, mikiff bar á ölvun, víðu var sinubruni og meira aff segja var hringt í lög- regluna og skrökvaff, aff slys hefffi orðiff. Um hádegi á sunnudag varð mjög harður árekstur á Reykja- nesbrautinni í Garðahreppi. Moskwitzh bifreið á leið frá Hafn arfirði var ekið út af Reykjanes- brautinni inn á Lækjarfit. í sömu andrá bar þar að stóran, amerísk an bíl sem ætlaði að aka fram úr á gatnamótunum. Skall hann á afturhluta Moskwitzh bifreiðar- innar, sem tókst á loft og lenti á toppnum. Skemmdist bifreiðin mjög mikið, en ekki urðu meiðsli á fólki. Um kl. 8 í gærmorgun varð það óhapp á Hafnarfjarðarveginum, HUSBRUNI Á EGILSSTÖÐUM Egilsstöðum, 29. marz. LAUST fyrir kl. 11 í gærmorg- tun kom upp eldur í ibúðarhúsi Gúsla Sigurðssonar, málara. Kona háns, Heiða Aðalsteinsdóttir, var ein með f jögur börn þeirra hjóna, og varð skyndilega vör við það, að reyk iagði inn í eldhúsið úr hitastokki, en í húsinu er loft- hitiun. Þrjú barnanna voru í eld- Svúisi.nu hjá móður sinni, en hið yngsta var í vöggu í svefnher- berginu, sem er næst miðstöðvar herberginu. Heiða hljóp þegar jnn í svefn- herbergið og greip barnið úr vöggunni, en þé var byrjað að iloga í inmbyggðum skápum, sem eru á vegg milli svefnherberg- isins og miðstöðvarkiefans. Mátti því ekki tæpara standa um björgun^ barnsins. Síðan yfirgaf frúin húsið ásamt börmum sínum og kalla'ði á slökkviliðið, sem þegar kom á vettvang. Ekki tókst að ráða niðurlögum eldisins fyrr en eftir rúmlega klukkustund og var þá bæði hús og innbú mjög skemmt af völd- um elds, reyks og vatns. Ekki brann þó nema áðurnefndur vegg ur í skáipnum. Á honum var geymdur svo til aJ'lur fatnaður heimilisfóiks og brann það allt. Bæði hús og inmibú voru vé- tryggð. St. E. að loftpressa slitnaði aftan úr vörubíl og lenti framan á bifreið, sem ekið var á eftir. Skemmdist bifreiðin mjög mikið. Laust fyrir kl. 6 í gær varð síðan hörkuárekstur á Strandgöt- unni milli tveggja bifreiða úr Reykjavík, sem báðar skemmdust mjö mikið. Þá gerðist sá einstæði atburður í Hafnarfirði á sunnudag, að mað ur nokkur hringdi í lögregluna á staðnum og tilkynnti, að Slys hefði orðið á Hringbrautinni. Er lögreglumenn komu á vettvang, kom í Ijós, að um hreint gabb hafði verið að ræða. Eru þeir sem upplýsingar geta gefið um þetta gabb, beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. Þá var óvenju mikið um ölvun og víða sinubrunar. Afli Akranesbáta Akranesi, 29. marz. ÞORSKAFLI bátanna um helg- ina var alls 111 tonn. Á laugar- dag 44,5 tonn og á sunnudaginn 66,5 tonn, mest tveggja nátta fisk ur. Haraldur fiskaði á sunnudag- inn 1700 tunnur af ioðnu. — Oddur. Batnandi aflahorfur BATNANDI aflahorfur eru nú hjá bátunum, sem veiða viff Suff- vesturland. 1 fyrsta sinn í gær á þessari vertíff veiddist þorskur í hringnót, og gefur þaff góffar vonir um aff loks fari aff rætast úr meff vertíðaraflann. Frá Þor- lákshöfn og Vestmannaeyium bárust þessar fréttir frá frétta- riturum í gær: Þorlákshöfn 29. marz. Allt útlit er fyrir, að mjög mikill afli berist á land hér í kvöld. Þorskur hefur nú veiðzt í nót í fyrsta sinn á þessari ver- tíð, Jörundur II fékk 40 tonn og Faxi 35 tonn. Aflahæsti báturinn í dag var Árni Magnússon. hann veiddi 45 tonn, sem atlt var ýsa. Alls hafa 17 bátar tilkynnt um afla. Eru það allt nótabátar. M.B. Vestmannaeyjum, 29. marz. \ Afli bátanna er nú að glæðast. í dag og í kvöld komu margir bátar inn með afla, sem þó var nokkuð misjafn. Netjabátar komu inn með tveggja nátta afla, sem var misjafn að gæðum .Nóta bátunum gekk nú vel; í fyrsta sinni á vertíðinni komu þeir inn með þorsk. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, taka vinnslustöðvarnar hér aðeins á móti slægðum fiski. — Fréttaritari. TRYGGVI HiELGASON hefur farið nokkrar ferðir með fólk 'héðan af Egilsstöðum í kynnis- flug yfir ísinn, sem ligigur hér úti fyrir. Var flogið út Reyðar- fjörð og síðan til norðurs a'ð Hér aðsflóa og tók hver ferð um kluikkustund. Skyggni var með afbrigðum gott. St. E. Háspennustaurar skemmast í sinubruna A LAUGARDAG varff mikill sinubruni í mýrinni ofan viff Eyrarbakka. Urffu talsverffar skemmdir á háspennulínunni til Þorlákshafnar, sem þarna liggur áleiðis yfir Ölfusárósa. Eyrbekkingar urðu þess varir á laugardagsmorgun, að mikill eldur logaði í sinu fyrir ofan bæ- inn. Lagði svo mikinn leyk yfir Eyrarbakka, að leggja varð niður kennslu í barnaskólanum fyrir hádegi. í Ijós kom að skemmdir höfðu orðið á háspennulínunni til Þorlákshafnar og hún rofnað. Fjórir staurar brunnu og eyði- lögðust alveg og aðrir fjórir skemmdust meira eða minna. — Fljótlega tókst þó að gera við línuna. Morgunblaðið hafði f gær tal af Guðjóni Guðmundssyni, rekstr arstjóra raforkumálastjórnarinn- ar, og kvað hann skemmdir hafa orðið á háspennulínunni á u.þ.b. tveggja kílómetra svæði. Væri nokkuð algengt, að sinubrunar yllu tjóni á raflínum, en þó væri Iþetta mesta tjón, sem honum væri kunnugt um af þessum völd um. Jón Guðmundsson, yfirlögreglu þjónn á Selfossi, skýrði svo frá, að ókunnugt væri um upptök sinubrunans, en biður alla þá, sem einhverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um það mál, að hafa samband við lögregluna á Selfossi eða hreppstjórann á Eyrarbakka, hið fyrsta. Dæmdur í 18 mánaöa fangelsi FYRIR skömmu var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur dómur yfir Geir Egilssyni fyrir fjár- drátt, skjalafals og svik. Hlaut hann 18 mánaða fangelsisdóm, óskilorðsbundið. Nokkur blaðaskrif urðu um mál Geirs í haust, en þá hafði hann verziunar- og tungumála- námskeið, sem hann þóttist ætla að haida. Hafði hann þann hátt á, að hann krafði væntanlega nemendur sína um nokkra fyrir- íramgreiðsiu á námsgjaldi og fékk ailt að 2 þús. kr. frá nokkr- uim þeirra. Af kennslu varð hins vegar aldrei, og var hann þá kærður fyrir þessi svik, í október mánuði s.L Geir hafði áður hlotið skilorðs bundinn dóm, og þegar hann hiaut kæru fyrir svik sín í sam- bandi við verzlunar- og tungu- málanámskeiðið, lágu fyrir hjá Sakadómara ákærur fynr fieiri atriði, fjárdrátt, skjalafals og svik. Fyrir öll ákæruatriðin hlaut hann því 18 mánaða fangelsis- <ióm, óskilorðsbundið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.