Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. mal 1965
upp kemst um samtök
nýnazista
)
Stokkhólmi, 11. maí, (NTB-AP)
(5ÆNSKA leynilögreglan rédist í
Igærkvöldi til atlögu viö samtök
nýnazista í Sviþjóð og hefur tek-
ið höndum fimm manns, þar á
aneðal meintan forsprakka sam-
takanna og gert upptækar tölu-
verðar vopnabirgðir.
Samtök þessi munu hafa ætlað
»ér að steypa sænsku stjórninni.
Tage Erlander, forsætisráðherra,
liafði haft af þeim spurnir áður.
Leynilögreglan lét til skarar
akrióa í gærkvöldi er síðdegis-
lölaðið „Expressen“ hafði birt
Fjöldi
Heykjavíkurbáta
hætti á
lokadaginn
OEXTÁN Reykjavíkurbátar tóku
ttpp netin og hættu í gær, á loka-
daginn, en nokkrir bátar eru þó
enn eftir á veiðum, skv. upplýs-
ingum frá Grandaradíói. Síðustu
þorskanótabátamir hættu í gær.
Vertíð hefur verið heidur léleg
á öll veiðarfæri.
í gær var mikið um að vera
f Reykjavíkurhöfn. Fyrir utan
Reykjavíkurbátana, var kominn
þar fjöldi af bátum úr öðrum
verstöðvum, sem eru að hætta
veiðum.
í Svíþjóð
ýmis sönnunargögn um starfsemi
samtaka þessara, bæði myndir og
skjöl. Lagði lögreglan hönd á allt
þess kyns er fundið varð í bæki-
stöðvum samtakanna og m.a.
skrá um 100 félagsmenn í sam-
tökunum. í 'bækistöðvunum í
Stokkhólmi fundust einnig nokkr
ar byssur og eitthvað af skot-
færum og í morgun fundust
birgðir vopna, sem stolið hafði
verið frá sænska hernum, í
fylgsni einu nokkuð norðan við
höfuðborgina.
Björn Lundahl, hinn þritugi
forspnakki nýnazistanna var tek-
inn höndum í rúmi sínu í ríkis
gistihúsinu í Haparanda í Norður-
Svíþjóð í morgun snemma og
hafði ekki gengið óvopnaður til
náða í gær, þó sú fyrirhyggja
dygði honum skammt. „Express-
en“ segir hann hafa stundað
njósnir fyrir Arabiska Sambands
lýðveldið, en ekki hefur sænska
leynilögreglan viljað staðfesta
það.
Seoul, 10. maí AP.
• STJÓRN S-Kóreu hefur
skýrt svo frá, að upp hafi
komizt um samsæri innan hers
ins. — Hafi sjö háttsettir her-
foringjar ráðgert stjórnarbylt-
ingu meðan Chung Hee Park,
forseti, væri í heimsókn sinni
í Washington. Haft er fyrir
satt í Seoul, að meðal hinna
handteknu séu sex ofurstar,
þar á meðal einn fyrrverandi
ráðgjafi forsetans.
HAPPDRÆTTI
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS,
DAEGI8 3.JiiNÍ '65
VERDMOI VINNINGA' 660.000 XR.
Herðum
sóknina !
NXJ styttist óðum þar til dreg
ið verður í hinu stórglæsilega
landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins um tvær bandarísk-
ar fólksbifreiðir af gerðinni
Ford Fairlane, en samanlagt
verðmæti bifreiðanna er 600,-
000 kr. Dregið verður 3 júní
nk. og er fólki því bent á að
verða sér úti um miða sem
fyrst. Þeir kosta aðeins 100
krónur, og veita möguleika á
því að styðja þjóðmálastarf
Sjálfstæðisflokksins um leið
og hlutdeild í glæsilegasta
bílahappdrætti ársins.
Þeim, sem fengið hafa
senda miða, er vinsamlegast
bent á að æskilegast er að
menn geri skil sem allra
fyrst á skrifstofu hapdrættis-
ins í Sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll.
Munið að margar hendur
vinna létt verk. Seljum aila
miðana þessu sinni.
Sjáfstæðiííflokksins.
Hapdrætd
I gær var unnið að því að setja saman hinar nýju flugvelar flugskoLans Þyts, en þær konvu tii
landsins með Selfossi. Þetta eru tvær fjögurra sæta Cessna Sky hawk-fiugvélar og ein tveggja
sæta Cessna 150 fluvélar. — Myndina tók Ól. K. Mag. hjá Þyti á Reykjavi,kurflugveUi i gær.
IMATO-fuffidurinn í London :
Samheldni fyrir öllu
London, 11. maí. NTB—AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR At-
lantshafsbandalagsríkjanna
fimmtán komu saman i London
í morgun til þriggja daga fund-
arhalda og minntust þess að nú
eru liðin sextán ár siðan banda-
lagið var stofnað og fimmtán síð
an haldinn var fyrsti fundur þess
í London.
BanrJnrikin, Bretland og Frakk
land hafa komizt að samkomu-
lagi um orðalag sameiginlegrar
yfirlýsingar varðandi samciningu
ÞýzkaVinds og verður yfirlýsing
in að öllum likindum gerð heyrin
kunn á morgun, miðvikudag.
Von er á Dean Rusk, utanrikis
ráðherra Bandaríkjanna til Lond
on í fyrramálið og mun hann
leggja fram álitsgerð um ástand
ið í Vietnam á strianigleynilegum
fundi utanríkisráðherra banda-
lagsríkjanna og tveggja aðstoðar
manna hvers þeirra uni sig á
morgun.
ÚtanrikLsráðherrar Grikklands
og Tyrklands komu saman til
fundar í gærkvöldi og ræddu
Kýpurmálið og fór vel á með
þeim.
Lúðrar voru þeyttir er set V
var vorfunóur utanríkisráöhfciid
Atlantshafsbandalagsins í Lond-
on í morgun. Fór athöfnin vel
og virðulega fram og var hald-
in í hinum fræga skrautsal Breta
„Banqueting Hall“, sem á áð baki
meira en þríggja alda sögu. Sátu
ráðherrar þar á palli og gátu
dáðst að loftskreytingum Rubens
gamla, væru þeir nógu upplits
djarfir undir lúðrablæstrinum.
Harold Wilson, forsætisráð-
herra Breta, sté fyrstur í pontuna
og bauð menn velkomna og
minntist þess að nú eru liðin
15 ár síðan ráðherrar aðildar-
ríkja hins nýstofnaða Atlants-
hafsbandalags komu síðast sam-
an í London. Þá talaði formað-
ur ráðherranefndar, Paul-Henri
Spaak, utanríkisráðherra Belga
og þá Italinn Manlio Brosio,
framkvæmdastjóri bandalagsins.
Þá voru lúðrar þeyttir á ný og
að því búnu héldu utanríkisráð-
herrarnir til Lancaster House þar
sem sezt var að viðræðum.
Á dagskrá fundarins eru að-
eins „almennar umræður um
heimsmálin“ og ekki skilgreind-
ar nánar. Það er þó hald manna,
að téðar „almennar umræður"
muni einkum snúast um stefnu
Bandaríkjanna í Vietnam og
Dóminikanska lýðveldinu, en
fyrir hana hefur Johnson forseti
sætt töluverðri gagnrýni undan-
farið í ýmsum aðildarríkja banda
lagsins, ekki sízt í FrakklancLL
Samkomulagið um Þýzkaland.
Samkomulag það sem Banda
ríkin, Bretar og Frakkar gerðu
með sér í gær um Þýzkalands-
málið er árangur viðræðna
þeirra George Ball, aðstoðarutan
ríkisráðherra Bandaríkjanna;
Maurice Couve de Murville, utan
ríkisráðherra Frakka og starfs-
bræðra þeirra í Þýzkalandi og
Englandi, Gerhards Schröder og
Michael Stewarts, yfir kvöld-
verðarborðum hjá Ball í gær. Er
samkomulagið sagt byggjast á
þeirri grundvallarskoðun aðila,
að friður og frelsi skuli vera eink
unnarorð endursameiningarinnar
og sjálfsákvörðunarrétturinn í
heiðri hafður. Samkomulagið er
málamiðlun milli sjónarmiða
Bandaríkjanna, Breta og V-Þjóð
verja annars vegar og Frakka
hins vegar, en Frakkar vildu svo
sem kunnugt er telja Þýzkalands
vandamálið evrópskt vandamál
og ekki snerta Bandaríkin. í yfir
lýsingunni segir, að sögn kunn-
ugra, að Þýzkalandsmálið varði
ekki einungis þýzku þjóðina held
ur og allar Evrópuþjóðir og einn
ig þær þjóðir aðrar er þar eigi
einhvern hlut að máli.
Ræða Wilsons.
Wilson sagði í ræðu sinni í dag,
að Bretar gætu hvorki né vilda
bera lengur hinar þungu og órétt-
mætu fjárhagsbyrgðar, er sam-
eiginlegar varnir Atlantshafs-
bandalagsins legðu landinu á
herðar. Sagði Wilson að hin
miklu útgjöld Breta til þeirra
væru ein helzta orsök þess hversu
væri nú komið greiðslujöfnuði
Breta við útlönd. Sagði Wilson
að nú færu fram viðræður Breta
og annarra bandalagsþjóða, m. a.
V-Þjóðverja, Frakka og Itala, um
hversu skyldi kosta varnir banda
lagsins og sagði að ef ekki tækist
vel til um viðræður þessar
áskildi brezka stjórnin sér rétt
til að gera það sem henni þætti
við þurfa til úrbóta. Wilson er
sagður hafa einkum haft í huga
útgjöld Breta vegna Rínarhers-
ins, sem telur um 50.000 manna
og kostar þá um 10.800 milljón-
ir ísl. króna árlega. Samtals eru
útgjöld Breta til landvarna um
240.000 milljónir ísl. króna.
í ræðu sinni lagði Wilsoa
áherzlu á nauðsyn þess að banda-
lagsrikin stæðu saman og væru
einhuga og gagnrýndi neikvæða
afstöðu Frakka. Kvað Wilson At-
lantshafsbandalagið hafa sýnt og
sannað gildi sitt á umliðnum ár-
um, en það hefði engan veginn
lokið ætlunarverki sínu, það
ætti margt eftir ógert og mætti
ekki sofna á verðinum.
í svipaðan streng tóku þeir
Paul-Henri Spaak og Manlio
Brosio og hvöttu til aukinnar
samheldni og eindrægni banda-
lagsríkjanna.
Vatnsæð sprakk
S T ó R vatnsæð akemmdist I
Miklubrautinni af völdum skurð
gröfu í gær og sprautaðist vatn-
ið upp um gatið á vatnsæðinnL
Af þeim sökum varð vatnslaust
í hluta af Smáíbúðahverfinu. —•
Viðgerð fór fram í gær.
Langvíur draga sig ■
Suítsey tll að deyja
VÍSINDAMENN sem leggja leið
sína í Surtsey hafa oft orðið þar
varir við fugla, sem sýnilega hafa
vætt fiður sitj í oliu og bíða
dauða síns. Eru þetta mest lang-
víur. Þegar svona er komið fyrir
fuglunum, geta þeir ekki flogið,
en í Surtsey er lág fjara og virð-
ast þeir því leita þangað og bíða
dauða síns. En grimmari fuglar
ráðast stundum á slíka ósjálf-
bjarga vesalinga.
S.l. sunnudag var ein langvían
með olíu í fiðrinu i eynni, að
því er Sigurður Þórarinsson tjáði
blaðinu, en hann kvaðst oft hafa
séð þar fleiri, sem líkt var ástatt
um. Það væri ósköp ömurlegt að
sjá greyin, því þeim væru aliar
bjargir bannaðar.
Ekki er vitað hvar fuglarnir
lenda í olíunni, en getgátur eru
uppi um að það kunni að vera
í olíu frá pólska skipinu Wislok,
sem strandaði á Krosssandi og
sökk eftir að það hafði verið
dregið á flot.
Á sunnudaginn lá gosið niðrl
í Surtsey. Gígurinn var lokaður,
en rétt glytti í glóð með börm-
unum. Lítið hraunrennsli var, að-
eins svolítið undan hrauninu á
3—4 stöðum. Gígurinn hefur
ekki lokast síðan í apríl í fyrra.