Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 25
^ Miðvikudagur 12. maí 1965 MORGU N BLAÐIÐ 25 í KVÖLD verður leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sýnt í 30. sinn í Þjóðleikhusinu. Aðsókn hefur verið mjög góð i þennan leik og hafa ailir er tóku þátt í þessari sýningu hlotið mjög góða dóma fyrir frammist öðu sína. — Nú hefur verið i- kveðið að senda þessa sýningu út á Iand í sumar og verður leik- urinn sýndur í öllum helztu samkomuhúsum landsins. Leikur- inn verður aðeins sýndur þrisva r sinnum enn í Þjóðleikhúsinu. — Myndin er af Helgu Valtýsdóttur og Kóbert Arnfinnssyni i aðalhlutverkunum. —AlbingJ Framhald af bls. 8 útlit fyrir, að hann mundi beita sér fyrir miklum úrbót- um í þeim efn- um, af því að hægara væri um að tala en í að komast. _ Hann hefði vitnað í júní-samkomu- lagið, en það hefði af hálfu verkalýðsfélaganna verið sam- jþykkt í trausti þess, að stjórnar- völdin og atvinnurekendur not- uðu sér frestinn til að ákveða, hvernig kjör launþega yrðu bætt. Skömmu eftir að samkomulagið hefði verið gert, hefðu atvinnu- rekendur og ríkisstjórnin gengið svo langt að svíkja anda sam- komulags'ins með því að leggja á launþega þyngri skatta en dæmi væru til um. Undir árslok hefði ríkisstjórnin síðan lagt á almenn- ing auknar álögur, hinn nýja söluskatt. Þá sagði Einar, að vinnutími væri óhæfilega langur hér á landi. Ráðherramir hefðu að vísu Ihaft um það fögur orð, að vinnu- tíma bæri að stytta. Samt hefðu ■tj órnarflokkarnir látið sig hafa fþað að kæfa í efri deild Alþingis frumvarp um barnavernd, sem væri til komin til að hlífa börn- um og unglingum frá þeirri vinnu þrælkun, sem tíðkaðist á full- ©rðnu verkafólki hér á Iandi. !! Jón Skaftason tók mjög í sama streng og fyrri ræðumenn Fram- sóknarflokksins. Hann taldi laun þega hafa farið á mis við hina miklu aukningu þjóðarteknanna. Velmegun sú, sem margir hverjir þyggju við í dag, væri grund- völluð á röng- um forsendum, undirstöðuna vantaði með öllu. Stefna stjórnarflokk- anna hefði sýnt sig í æðisgengn- ari verðbólgu en dæmi væru til um áðuró Skatta álögur væru nú þungbærari en dæmi væru til um, tillögur Framsóknarmanna til úrbóta í þessum efnum hefðu ekki verið teknar til greina. i! Jón Skaftason ræddi einnig um stóriðjumálin og væntanlega stór iðju og sagði, að í raforkumálum yrðu íslendingar að hafa þá stefnu að virkja fyrst í eigin þágu, siðan væri hægt að athuga, Ihvort eitthvað væri aflögu til handa öðrum. ■ Helgi Bergs talaði af hálfu Framsóknarflokksins og var síð- asti ræðumaður í annari umferð. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði stýrt efnahagsmálum þjóðarinn- ar í algert strand í mesta góðæri sem yfir þjóðina hefði gengið. öll ytri skilyrði hefði verið eins góð og bezt væri á kosið. En þjóð inni hefði orðið lítið úr miklu aflafé. Bændur byggju nú við erfiðari aðstæð- ur en fyrr, sjáv- arútvegurinn væri kominnn i þrot og iðnaður- inn í stórvandræði vegna þess að ríkisstjórnin hefði vanrækt að gera ráðstafanir fyrir hann til að mæta auknum innflutningú ■ Algert stjórnleysi væri þvi i efnahags- og avtinnumálum þjóð arinnar. ! Þá ræddi hann hinar miklu skattahækkanir sem hefði verið komið á við hvert tækifæri sem gefizt hefði. Skattheimtan hefði komið í veg fyrir raunhæfar kjarabætur. J Ríkisstjórnin teldi heppilegra »ð loka fé landsmanna inni í bankahólfum en nota það til efl- ingar véltækni í landinu og bæta atvinnuvegina. I Verðbólga, dýrtið, óhófleg skattheimta og eyðsla og bruðl hefði verið svo að til eindæma væri í tíð þessarar ríkisstjórnar og væri henni til einskis góðs trú- andi. Magnús Jónsson hóf mál sitt með því að þakka þeim Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thor- oddsen fyrir heillaóskir og traust, sem sér væri mikils virði í hinu vandasama starfi fjármálaráð- herra. Hann kvað stælur og karp því miður hafa oftast einkennt útvarpsumræður, en slíkt væTÍ hvorki til þess fallið að auka veg Alþingis né gæfi það þá réttu mynd af þróun þjóðmálanna, sem bongurum í lýðræðisþjóðfélagi væri nauðsynleg til þess að geta myndað sér raunsæjar skoðanir. Með þessum orðum kvaðst Magn- ús ekki vera að ákæra neinn sér- stakan né sýkna annan, heldur að benda á meinsemd, sem yrði að uppræta. Magnús Jónsson sagði það menningarvott, að dagblöðin hefðu á síðustu árum mjög bætt fréttaflutning frá umræðum á Alþingi, en áður fyrr hefðu þau látið sér nægja að skýra frá ræð um samherja sinna en afgreitt andstæðingana með því, að þeir hefðu farið með eintómt bull. Islendingar stærðu sig af því að eiga elzta þjóðþing veraldar, en því nyti Alþingi ekki þeirrar virðingar með þjóð- inni, sem nauðsynlegt væri, og ættu þingmenn fyrr og síðar ekki hvað minnstan þátt í þeim virð- ingarskortL 1 einræðisþjóðfélög- um teldu valdhafamir það mestu varða, að almenningur hugsaði sem minnst um stjórnmál og fælu valdhöfunum allt sitt ráð. 1 lýð- ræðisþjóðfélagi væri þjóðfélags- legt uppeldi hvers einstaklings forsenda heillavænlegrar þróun- ar. Borgaramir væru sjálfir hinn æðsti valdhafi í landinu og þeir yrðu því að mynda sér skoðanir með eðlilegum hætti, en til þess að svo mætti verða, yrðu umboðs menn fólksins á þingi og í ríkis- stjórn að skýra málin rétt og einnig væri blöðunum skylt að gæta hins sama í skrifum sínum. Magnús Jónsson kvað vel- gengni undanfarinna ára hafa valdið því, að við Islendingar gerðum nú svo miklar kröfur um margvísleg lífsþægindi, að leggja yrði sérstaka rækt við mikla verð mætasköpun í landinu til þess að iryggja þau lífsskilyrði. Því mið- ur vildi það allt of oft brenna við, að við gerðum okkur ekki grein fyrir því, að ríki og sveitar- félög væru aðilar, sem þeir hefðu það fé eitt til ráðstöfunar sem þeir tækju úr vasa skattborgar- anna. Því miður ættum við enga töfrakistu, sem allir gætu mokað úr en emginn þyrfti að láta i, en þessi þjóðsaga virtist ótrúlega útbreidd, ekki aðeins meðal al- mennings heldur líka innan veggja Alþingis. >á sagði Magnús margt hafa verið sagt ríkisstjórninni og stefnu hennar til hnjóðs í þessum umræðum, en því miður hefði minna verið bent á raunhæf úr- ræði til þess að leysa hin ýmsu vandamál og undirbyggja þær fjölþættu framfarir, sem vinna yrði að á næstu árum til þess að tryggja hraðvaxandi þjóð viðun- andi lífsskilyrði. Þótt vandalítið væri að svara ásökunum stjórnarandstæðinga kvaðst Magnús mundu láta þær liggja milli hluta. Fimm ár væru nú liðin frá því að stjórnarstefn- an var mörkuð, þannig að þjóð- in þekkti hana nú í reynd. Þótt eigi hefði tekizt að stöðva verð- bólguna, dyldist engum, hverju hið frjálsa efnahagskerfi hefði fengið áorkað í þá átt að treysta efnahagslega undir- stöðu þjóðfélagsins og örva framtak í landinu að því marki, að nú væri meira vandamál að hafa hemil á framkvæmdum en að trygigja fulla atvinnu. Enginn stjórnarsinni héldi því fram, að ekki mætti margt betur fara I þjóðfélaginu, og þeir hefðu alls ekki það oftraust á stjórnarstefn- unni, sem stjórnarandstæðingar hefðu, að nú gæti þjóðfélagið gert ótal margt, sem engum hefði dott ið í hug að flytja tillögur um í tíð annarra ríkisstjóma. Birgir Finnsson talaði af hálfu Alþýðuflokksins í síðustu um- ferð. Hann sagði að ýmsir kynnu að hyggja að Alþingi væri rif- rildissamkoma. Svo væri ekki. Mörg mál fengju friðsamlega af- greiðslu. En þegar til efnahags- mála kæmi yrðu oft uppi deilur. Stjórnarsinnar yrðu að gæta á- byrgðar í afgreiðslu, en stjórn- arandstæðingar gerðu þá allskon- ar tilliboð. Lýsingar stjórnarand- stöðunnar hefðu verið ófagrar og þrungnar bölsýni og allt sagt vera að dragast saman. Ekki þyrftu menn þó annað en ganga út og sjá hvern- ig umhorfs væri til að sannfærast um að hér væri farið með rangt mál og ástandið alls ekki eins og stjórnarandstæðingar vildu vera láta. Stjórnin hefði valið hina fær- utu menn til að rannsaka og undirbúa mál þau er hún hefði komið fram til þjóðarheilla og hún hefði tekið á vandamálum þjóðarinnar með festu. Ræðumaður drap á landhelgis- málið og þingsályktunartill. er tveir þingmenn Vestfjarða hefðu varpað inn í þingið óathuigað og án tillits til heildarafgieiðsliu þessa máls. Þá drap hann á tilraunabúskap sem unnið hefði verið að í stað þess að framkvæma málin án þess að skipulag hefði verið um þau gert áður. Síðan ræddi hann um sérmál Vestfjarða, er nýlega hefðu ver- ið afgreidd og sem væru vísir- inn að fleiri slíkum framkvæmd- um sem myndu koma hinum dreifðu byggðum til góða. Ragnar Arnalds var síðasti ræðumaður Alþýðubandalagsins við umræðurnar. Hann vitnaði i upphafi til ummæla Jóhanns Haf steins iðnaðarmálaráðherra, er spurt hefði um atvinnuleysis- drauginn og hvaða móri það væri. Ragnar kvaðst vilja benda á að atvinnuleysisdraugurinn væri ekki aðeins við völd í vest- urhluta Norðurlands, þótt þar gætti hans mest, heldur hefði hann útvíkkað veldi sitt til ann- arra landshluta. Hann kvað vilja ríkisvaldsins skorta til að vinna fyrir þá lands- hluta, sem í vanda stæðu á sama tíma og hlaðið væri niður at- vinnutækjum í öðrum laivishlut- um. Þar á milli væri nú verið að reisa alúmíntjald. Ræðumaður lauk máli sínu með að ræða um að tveir meigin- flokkar væru nú skýrir með þjóð inni, annarsvegar hernámsand- stæðingar, sem héldu glæsilega menningarviku, einskonar lista- hátíð þjóðarinnar og hinsvegar óðan skríl hernámsins, sem sýnt hefðu lærdóm sinn af hernáms- sjónvarpi á útifundi hernámsand- stæðinga. Ólafur Jóhannesson sagðL aS ekki bæri að saka Framsóknar- menn um það, sem aflaga hefði farið í þjóðfélaginu. Þeir hefðu ávallt beitt sér fyrir raunhæfri stefnu í þágu íslendinga allra. Af ræðu Gunn- ars Thoroddsen væri auðheyrt að hann væri ekki búinn að skija við sitt fyrra tilverustig. Inntak ræðu hans hefði verið það, að „Magnús minn, mundi nú góður, að gera það eitt, sem við viljum, mundu eftir meirviðris- skattinum nýja“. Því næst tók Ólafur Jóhannes- son undir gagnrýni kommúnista á ræðu Jóns Þorsteinssonar, sem rakti Rússaþjónkun, undirlægju- hátt og takmarkalausa hlýðni Al- þýðubandalagsmanna við stefn- una frá Moskvu, en ræðu Jóns Þorsteinssonar alþingismanns verður getið hér síðar í blaðinu. — Kópavogur Framhald á bls. 23 um bæjarins að fylgjast með skipulagsstarfinu og leggja fram rökstuddar ályktanir um mann- virki, sem starfsemi í þeirra um- sjá þarfnast i náinni framtíð, svo að nógu vel verði séð fyrir upp- eldis- og menntunaraðstöðu og öðrum almennum félagslegum þörfum nútíma bæjarfélags við gerð skipulagsáætlunar. Ennfremur verði ýmis konar atvinnurekstri ætluð rúm at- hafnarsvæðL Bæjarstjórn vekur athygli á þvL hversu mikil þörf verður hér á næstu árum fyrir íbúðir við hæfi ungs fólks, og telur nauð- synlegt að hafa það ríkt í huga við skipulagningu nýrra íbúða- hverfa. Bæjarstjórn telur æskilegt, að byggingarstarfsemi fari að veru- legu leyti fram á vegum al- mennra samtaka, svo sem Bygg- ingafélags verkamanna og bygg- ingarsamvinnufélaga. Heitir bæj- arstjórn stuðningi sínum við slík byggingarfélög með lóðaúthlut- un, aðstoð við fjárútvegun og á Færeyjum. — Frá fréttarit- ara Morgunblaðsins. FÆREYSKA vísindafélagið „För oya Fróðskaparfelag" með for- manninn, Hans Debes Joensen, landlæknL í broddi fylkingar, hefur nú gert gangskör að því að koma á laggirnar Akademíu Far- oensis, með kennarastóli í fær- eyskum fræðum, tungu og menn- ingarsögu. Að því er segir í stofnskránni, á Akademían einnig að gangast fyrir rannsóknum á sviði nefndra fræða. Prófessor Kristian Matr- as við Kaupmannahafnarháskóla hefur verið kjörinn til að veita annan tiltækan hátt. Bæjarstjórn væntir góðs árang urs af starfi nefndar þeirrar, sem samgöngumálaráðherra hefur ný lega skipað til að gera tillögur um endurbyggingu Hafnarfjarð- arvegar og treystir þvL að niður- stöður af starfi hennar fáist svo fljótt, að unnt verði að hefja framkvæmdir á þessu sumrL Þegar ákvörðun hefur verið tekin um gerð og legu Hafnar- fjarðarvegar telur bæjarstjórn rétt, að áfram verði unnið að sam keppni um skipulag miðbæjarins. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu en síðan var húi* samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Að lokum flutti bæjarstjórt, Hjálmar Ólafsson, stutt ávarp. Þakkaði hann bæjarfulltrúura frábæran stuðning í starfi sinu. Sagði hann að ef góður árangur hafi orðið af starfi sínu, mættá þakka það bæjarstjórninnL Enn væri fjöldi óleystra verk- efna fyrir hendi, og skoraði bæj- arstjóri á bæjarstjórn að standa eins vel saman í framtíðinni og hinga'ð til. Árnaði hann siðan kaupstaðnum heilla um ókomin ár. forstöðu hinni nýstofnuðu Aka- demíu, sem taka á til starfa L september nk. Meðal fjár þess sem Akademf- an á í fórum sínum eru 100.000 krónur, sem læknirinn R. K. Ras- mussen, er fæddur var í Dan- mörku en starfaði í Færeyjura alla tíð, arfleiddi Fróðskaparfe- lagið að. Þá samþykkti Lögþing Færeyja sl. fimmtudag fjárveit- ingu til að standa straum at rekstrarkostnaði Akademíunnar. Áður hafði Sparisjóður Færeyja rausnast til að veita Akademí- unni 200.000 krónur til að koma yfir sig þakL — Arge. Færeyingar koma sér upp Akademíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.