Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 12. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ izt fram hjá einhverjum þrösk- uldi, sem hindraði það, að hann gæti sofið hjá henni — einhverj um þröskuldi af konunnar völd- um. — Hvernig var aðsóknin í kvöld? spurði Junto. — Troðfuilt hús. Hékk í loft- inu. — Ekkert uppistand? — Það er aldrei neitt uppi- stand. Kálfskrofin sjá um það. — Gott. — Stúlkan syngur ágætlega, sagði hann. Svo horfði hann á andlitið á Junto, til þess að finna einhverja aðkenningu af svip, sem gæfi til kynna, hvað það væri, sem hefði komið honum til að ásælast Lutie Johnson. Því að allskonar stelpur höfðu verið við loðandi í knæpunum hans án þess að hann hefði vitað hann líta á þær tvisvar. — Já, ég veit það. Ég heyrði til hennar. Og Junto deplaði augun um og Boots vissi, að hann sóttist eftir henni af nákvæmlega sömu ástæðu og hann sjálfur — af því að hún var ung og lagleg og hver maður með einhverju lífsmarki, mundi falla fyrir henni. — Heyrðirðu tli hennar í kvöld? spurði Boots og trúði ekki sínum eigin eyrum. — Já, ég var í Casino í nokkr ar mínútur. Boots hristi höfuðið. Já, gamli maðurinn var sjálfsagt illilega snortinn. Hann hafði mesta löng un til að sjá andlitið á honum verða mjúkt og skrítið. — Hvern ig líður frú Hedges? spurði hann. — Prýðilega. Andlitið á Junto varð allt að einu brosi. — Hún er dásamleg kona . . . alveg dá- samleg. — Já. Honum varð hugsað til klútsins, sem'var reyrður í harða, Ijóta hnúta um hausinn á henni. — Víst er hún það. Hann sneri frá borðinu. — Ég verð að fara, Junto. Sé þig seinna. Hann gekk hljóðlaust út úr knæp unni og andliti'ð jafn sviplaust og þegar hann kom inn. 12. KAFLI Jones húsvörður lokaði dyrun- um á íbúðinni sinni á eftir sér. Hann kreppti hnefana og rétti úr þeim á víxl með reglulegri hreyf ingu, sem svaraði til flóðs og fjöru í reiðinni, sem hann var al tekinn. í fyrstunni var þetta reiði við frú Hedges, sem þurfti endilega að rekast fram í ganginn og ýta við honum, skipa honum fyrir Borgarnes tJMBOÐSP" \ÐUR Morgun- blaðsins i Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkíshólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. og ógna honum. Bara að hún hefði ekki verið svona stór og svona eitruð, annars hefði hann slegið hana niður. Hann hleypti brúnum. Hvern- ig hafði hundurinn komizt út? Min hlaut að hafa hleypt honum út. Min hlaut að hafa staðið ein- mitt þar sem hann stóð nú, rétt innan við dyrnar, og horft fram í ganginn og svo þegar hún sá, hvað um var að vera, hafði hún sleppt hundinum lausum. Ný reiðialda, sem beindist að Min, gaus upp í honum. Hefði hún ekki sleppt hundinum, hefði hann komizt yfir Lutie Johnson. Það var hundurinn, sem hræddi Lutie svo að hún æpti upp og dró þessa gömlu gyltu með rauðu tuskuna um hausinn út í ganginn. aOMIHBMB 36 Hann gat fundið, hvernig Lutie var dregin úr fanginu á honum hann gat séð fru Hedges horfa á sig með þessum illskufullu aug um, sem boruðu í andlitið á hon um, hann gat séð þennan risa- vaxna skrokk hennar í flúnels- kjólnum og hann gat fundið heift ina í henni þegar hún hratt hon um á kjallarahurðina. Og allt var þetta Min að kenna. Hann ætti að draga hana út úr bælinu og berja hana, þangað til hún missti meðvitundina, og þá fleygja henni út á götuna. Hann gekk til svefnherbergisins og stanzaði þar við dyrnar, en mundi þá eftir krossinum yfir rúminu og komst ekki yfir þrösk uldinn, þrátt fyrir löngunina til að leggja hendur á hana, og fara illa með hana. Hann gat ekki ráð ið það af reglulegum andardrætti hennar, hvort hún væri sofandi eða bara að þykjast. Hún hlaut að hafa skotizt inn um leið og hún sá hann leggja af stað að dyrun um að íbúðinni. Hugsanir hans bárust aftur að frú Hedges. Svo að það var þess vegna, að hann gat ekki fengið hana tekna fasta. Hann mundi eft ir lögregluforingjanum. — Hvað heitir hún? og svo augunum sem störðu á blaðið þar sem nafnið var skrifað. Junto var ástæðan til þess, að hann gat ekki fengið hana tekna fasta í það sinn. Ein- hverntíma síðasta sumar hafði hann farið í krána og þá séð hann . . . stuttan, kubbslegan mann, sem leit sýnilega aldrei af fólk- inu, sem var að drekka við bar- inn. Og hugsunin um hann kom honum til að skjálfa. Hann fór frá svefnherbergisdyr unum og ranglaði um stofuna. Loksins settist hann á legubekk inn. Hann ætti að fara í rúmið en hann vissi, að hann gæti aldrei sofið með hugann svona fullan af hugsunum eins og þessum. Lík- aminn á Lutie hafði verið mjúk- Nýjasta hefti ICELAND REVIEW kynnir á fraeði- legan hótt íslendinginn LEIF HEPPNA. Sendið ritið vinum og viðskiptamönnum yðar erlendis. ur viðkomu og mittið á henni hafði verið nákvæmlega mátu- lega stórt í hendurnar á honum. Það var mjótt og sveigjanlegt. Hann verkjaði í andlitið þar sem hún hafði klórað hann. Hann ætti að láta eitthvað við það, ná í eitthvað úr meðalaskápnum, en hann hreyfði sig ekki. Ástæðan til þess, að hún hafði klórað hann svona, var sú, að hún hafði ekki vitað, að hann ætlaði ekki að gera henni neitt illt, að hann mundi fyrir engan mun gera það. Hann hlaut bara að hafa hrætt hana með því að koma svona snögglega að henni. Hann fann tilfinningar sínar safnast saman um Lutie, einbeita sér að henni og setjast að hjá henni. Þetta klór á andlitinu á honum var langt og djúpt. Svona illilega hafði hún ekki hræðzt. Þetta var ekki hræðslan eintóm. Það hlaut að vera eitthvað ann að. Hún hafði barizt við hann eins og urðarköttur, rétt eins og hún hataði hann, og bitið, klórað sparkað, og svo voru þessi ó- hemjulegu öskur. En þau stóðu nú í sambandi við hundinn, reyndi hann að segja sjálfum sér. En jafnvel eftir að hundurinn var farinn og frú Hedges hafði bjarg að henni úr greipum hans, hafði hún haldið áfram að öskra. Hann heyrði örvæntinguna í þessum ópum hennar; þau glumdu enn í eyrum hans og honum fannst eins og henni hefði þótt snerting in við hann óþolandi . . . það var rétt eins og hún fyrirliti hann. Nei, það var ekki hræðslan ein- tóm. En svo datt yfir hann full merking þess, sem frú Hedges hafði sagt við hann. Lutie hafði æpt stanzlaust, af því að hún var skotin í hvíta manninum, Junto, og þoldi þess vegna ekki, að svartur maður snerti hana. Hugur hans gerði uppreisn gegn þessari hugmynd, ýtti henni frá sér. Hann neitaði að trúa því, að þetta kæmi til nokkurra mála. Hann reyndi að losa sig við þessa hugsun, en hún skreið alltaf að honum og settist þar um kyrrt. Hann skalf af reiði við hugsun- ina um stutta, hvíta líkamann á Junto fléttaðan saman við há- vaxna, granna líkamann á Lutie. Hann sá hvítt hörundið á Junto og brúna hörundið á Lutie. Hann nugsaði sér þau saman þar 'sem þau voru að éta, drekka, tala og jafnvel að dansa. Hann kvaldi sjálfan sig með hugsuninni um þau liggjandi nak in í rúminu, og kannski að tala um hann og hlæja að honum. Hann reyndi að gera þeim upp C'’jin: — Geturðu hugsað þér, Junto, þennan Jones að láta vel að mér? Hann komst ekki lengra en þetta, af því að hugurinn vildi ekki staðnæmast við neitt. Það var eins og heili hans væri eitt hvert gult, bráðið efni, sem væri sífellt að vella og spúa upp þanka brotum, þangað til hann fékk höf uðverk af því að fylgjast með hreyfingu þeirra og rannsaka hugsanirnar. Hann var ekki fyrr farinn að elta eitt þessara brota, en annað kom í þess stað, einhver ný hugmynd, sem var þotin þegar hann ætlaði að fara að rannsaka hana. Frú Hedges og Min. Það voru þær, sem gerðu hann svona ó- mögulegan. Rétt þegar hann var kominn með Lutie í fangið, komu þær því svo fyrir, að hún var rifin. frá honum, hefði hann bara getað komið henni niður í kjallar .ann, hefði allt verið í lagi. Þá hefði hún samstundis róazt. Nú yrði hann að byrja á öllu upp á nýtt. En hann vissi ekki, hvar byrja skyldi. Kannski gæti svolítil gjöf mýkt hana gagn vart honum? Hann hlaut að hafa hrætt hana mikið. Hann var al- veg viss um, að hún hafði ‘verið brosandi, þegar hún stóð í dyrun um, og hélt í hurðina, en síða pilsið vafðist um fætur henni, þegar hún leit á kjallarahurð- ina. Hvað ætti hann að gefa henni? Eyrnalokka, sokka, náttkjóla, blússur . . . hann reyndi að rifja upp fyrir sér ýmislegt af því, sem hann hafði séð í búðarglugg unum í Áttundutröð. Það yrði að vera eitthvað sérstakt . . . kann ski handtösku, eina af þessum svartgljáandi . . . Líklega gaf Junto henni gjafir. Hugurinn stóð kyrr andartak. Hvað gát hann gefið henni, sem gæti jafnazt við gjafirnar frá Junto Hann gat gefið henni loð kápur . . . og . . \ Hann stóð upp af legubekknum ofsareiður, svo að allur líkaminn titraði af geðs- hræringunni. • Hún var skotin í Junto. Já, auð vitað. Þessvegna hafði hún bar- izt eins og grimm læða, klórað hann og sparkað í hann, og fyllt alla ganga með þessu öskri sínu, sem glumdi enn í eyrum hans. Hún var skotin í Junto, hvíta manninum. Svertingjar voru ekki nógu góðir handa henni. Hann hafði fyrr kynnzt svona kvenfólki. Þeg ar hann kom frá borði og var al veg að deyja af kvensemi, hafði hann farið til einnar, sem hann. hafði þekkt áður. Dyrnar opnuð- ust um ofurlitla glufu. — Nei, þú getur ekki komið inn. Og hurðin skall á nefið á honum. Hann hafði beðið lengi fyrir utan og loksins séð hvítan, feitan sjó- mannsdjöful koma út úr sama herberginu, klukkutímunum seinna. Já! hann þekkti þetta svo sem. Þær höfðu ekkert brúk fyrir karl menn af sínum eigin lit. Jú, hann skyldi ganga frá henni. Ganga frá henni, svo að það yrði ekki betur gert. Hann leitaði í huga sínum að aðferðinni, sem nota skyldi og varð hissa er hann fann að hann var farinn að hugsa ró- lega og skipulega. Þetta, að hún skyldi streitast móti honum, rétt eins og hann væri svo skítugur, að hann væri ekki snertandi, að hún leit aldrei á hann þegar hún gekk inn eða út úr húsinu, að hún hafði orðið hrœdd, þetta kvöld þegar hún kom að líta á í- búðina, og þau fóru þangað upp ir þá. saman . . . allt þetta sýndi og sannaði, að hún vildi ekki hvíta menn . . . hafði ekkert brúk fyr- Hún tilheyrði hvítum mannL Jú, hann skyldi ná sér niðri á þeim báðum. Ganga almennilega frá þeim. Hann starði út í myrkrið, rétt eins og hann mundi sjá eitthvert ráð ef hann starði nógu lengL Hann gekk um gólf 1 sífellu og hugsaði . . . hugsaði. En honum gat ekki dottið neitt í hug, eng in aðferð til að nálgast hana. En strákurinn? Hann stanzaði á miðju gólfinu og kinkaði kollL Hann gat náð í strákinn. Hann gat vélað strákinn, án þess að nokkur fengið að gert. Enginn mundi nokkurntíma vita, hverj um það væri að kenna. Loksins fór hann að sofa, án þess að vita, hvað gera skyldi, en hugg andi sig við það, að hann gæti hefnt sín á henni með strákinn, sem millilið. Já. Strákinn. Framreiðslunemi óskast strax í veitingahúsið Naust. — Upplýsingar hjá yfirþjóninum, ekki í síma, í dag og næstu daga. IMAUST HdSGAGKAMARKADURiniN Auðbrekku 53 — Kópavogi. Býður upp ú 207° ufslútt uf öilum frnmleiðsluvörum fyrirtækisins Innskotsborð. sófaborð, svefnsófar, svefn- bekkir, kassabekkir, símaborð, sófasett, stakir stólar. ÍSLENZK HÚSGÖGN hf. Auðbrekku 53 — Kópavogi — Sími 41690. — Opið til kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.