Morgunblaðið - 12.05.1965, Page 22

Morgunblaðið - 12.05.1965, Page 22
22 MOKGUNSLAÐIÐ Miðvikudagur 12. máí 1965 Hallfríður Jóhanna Stefánsson IViinningarorð MinningarorS um Fríðu og Pál Stefánsson frá Þverá. í MINNI ætt hafa jafnan skipzt á skin og skúrir. Fyrir fjörutíu árum var enn algengt á íslandi við dauða foreldra, annars eða móðurlaus börn hans kæmust í góðra manna hendur, þar sem þau nytu þess uppeldis, er hann, farinn að kröftum, gat ekki leng- ur veitt. Mér er minnisstætt, þeg- beggja, að heimili flosnuðu upp og böm færu á sveitina í fátækt og umkomuleysi. Forsjá föður míns var sú, að ar yngstu systur minni, fjögurra ára, var boðið fóstur af hlýhug og góðvild og jafnframt man ég þann sársauka, er fylgir upplausn heimila. Vandræðum föður míns var ekki lokið; ég var heldur ekki há í loftinu. Þó leið nokkur tími áður en hann sætti sig við ör- lögin og léti mig fara líka: Loks skrifaði hann bréf til vinar síns í Reykjavík og bað hann ráða um framtíð mína. Þessi vinur var Páll Stefánsson frá Þverá og það stóð hvorki á svari né hjálp frá hans hendi, ég mátti koma. Skyldi ég nokkru sinni förlast svo minni, að ég gleymi þeirri stund, þegar ég sté af skipsfjöl með föður mínum og staðnæmd- ist frammi fyrir stórum manni og fallegri konu með hýrleg augu, sem brostu góðlátlega til mín bak við gleraugun. Þetta bros var fyrsta gjöf konunnar til mín. Á fögru heimili þeirra hjóna dvaldi ég til fullorðins ára. Ég er þakklát fyrir að hafa vaxið í skjóli stórbrotins manns og góðr- ar konu og enn þakklátari fyrir að öðlast djúpan og sannan kær- leika þeirra beggja, sá auður er ekki forgengilegur. Þrátt fyrir ólíka skapgerð þeirra hjóna, þekki ég enga sam- hentari í rausn og skörungsskap. Hin gamla íslenzka dyggð, gest- risnin, var þeim báðum í blóð borin, og munu allir þeir, er not- ið hafa minnast hve veitt var af mikilli gleði og glæsileik. En mannkosti húsráðenda þekktu þeir bezt, er dvöldu þar lang- dvölum. Þykist ég vita, að kveðj- ur þeirra til látinnar húsfreyju Páls á Þverá séu djúpar af inni- leik. Svava Proppé kveður nú frænku sína og jafnframt heim- ili sitt. Það er sannarlega slitinn sterkur þráður í lífi hennar á þessari stund. Einar Guttorms- son, læknir, mun einnig minnast námsára sinna. Fátækum náms- manni nægði hvorki dugnaður né hæfileikar á þeim árum og flest- ar bjargir voru þeim bannaðar til langskólanáms. Páll Stefáns- son mat frænda sinn að verð- leikum og þau hjón gáfu honum skjól öll námsárin. Slíkar voru gerðir þeirra. Fátt er betur gert en að hlú að fátækum ungling- um og styðja þá til manndóms og þroska, og veit ég að Páll og Fríða Stefánsson réttu mörgum hönd sína í kyrrþey. Páll Stefánsson var öllum öðr- um ólíkur, sem ég hefi mætt á lífsleiðinni og alger andstæða föð ur míns. Rétt er það, sem margir hugðu, að geðríki Páls var mikið, enda bar svipmót hans merki þess. í kappræðum þoldi hann illa andmæli og gustaði þá stundum af honum og lét hann ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Með- fædd höfðingslund, vitsmunir og stórbrotin skapgerð gerðu mann- inn sérkennilegan. Mörgum sýnd ist hörð sú skel, er hann dró sig í, en eftir göngu í körgum skóla lífsins bæði í æsku og fyrri hluta manndómsára mótaðist afstaða hans. Þykir mér trúlegt að þar hafi mest um ráðið ómjúk tök lífsins á miklum hæfileikamanni, sem þó ekki tókst að brjóta, um það vitnar hörð barátta hans á öðru sviði en hugurinn uppruna- lega stóð til. Lífsförunautur Páls varð Fríða Proppé, sem hann unni mjög. Heimilið, Þverá við Laufásveg, með einni af fyrirmyndar hús- mæðrum þessa lands tók þá sinn heiðurssess. Fríða Proppé var löngum þekkt fyrir hannyrðir sínar og frábæran myndarskap, vitna um það heiðursmerki og margvísleg verðlaun. Hún var jafnan fáorð um afrek sín en ís- lenzkur skautbúningur í erlendu safni, handverk þriggja kvenna og listagullsmiðs mun fegursti gripur sinnar tegundar, enda bor ---------------------- inn af drottningu og gefinn af fs- lenzkum konum. Það er ekki 1 anda hlédrægrar heiðurskonu að draga fram að henni látinni, það sem hún taldi skipta minnstu máli í lífinu. Viðkvæm sál henn- ar þráði fyrst og fremst fegurð, og fáa vissi ég njóta betur blóma og margskonar töfra ljóss og lita en hana. Fósturmóðir mín var svo lán- söm að geta stutt marga í erfið- leikum og breytti hún þar sam- kvæmt eðli sínu, enda mátti hún í orðsins fyllstu merkingu ekkert aumt sjá. Margir munu hafa not- ið tilsagnar hennar, bæði meðan hún stundaði hannyrðakennslu og eftir að hún giftist og heimilið varð verksvið hennar. Það var ekki fátítt í þá daga, að sú hús- mæðrafræðsla, sem ungar stúlk- ur fengu, væri vist á góðum heim ilum. Dugði það mörgum vel og ekki sízt þegar um jafn frábæran kennara var að ræða og Fríðu Stefánsson. Páll frá Þverá dáði heimili sitt og hélt því jafnan ríkmannlega. f hópi fjölda gesta og gangandi naut hann sín bezt, og húsmóður- mni gat hann treyst, fáir leystu hlutverk sitt betur enn hún. Margur sjúkur utanbæjarmað- ur fékk aðhlynningu á Þverá. Fósturmóðir mín stríddi sjálf við margra ára sjúkdóm og veitti fúa lega hjálp sína af skilningi. Páll Stefánsson gat aldrei leynt hjartalagi sínu fyrir öllum, lítil börn snertu viðkvæmni hans og engan veit ég meiri dýravin. Mér er minnisstætt, hvernig hann lék við lítinn nafna sinn, og sú minning er mér helgidómur, þar sá ég stóran, þreklegan mann, sem ég reyndar þekki vel, gefa sér lausan tauminn að fullu 1 barnslegri gleði og hamingju yfir ungu lífi. Ég hefi með fátæklegum orð- um reynt að draga upp mynd af fósturföður mínum, en vonast til að skýra hana síðar. Þeir sem þekktu hann bezt geta enn sótt til hans þrek og fundið hjá hon- um traust, er þá brestur kjark. Þróttmikil orð og gerðir þótti honum betri en mýkra hjal og undanhald, og aldrei brást hann vini, enda tröllatryggð sterkur þáttur skapgerðar þessa manns. Fríða Stefánsson hefir nú lagzt til hinztu hvíldar. Jarðvist sinni lauk hún í sömu einlægu trú á sannleikans guð, sem fylgdi henni æviskeiðið allt. Ég þakka henni þá miklu umhyggju er hún sýndi sjúkum manni mínum og þann kærleika, sem hún gaf okk- ur öllum. Eftir brottför sína hafa Páll og Fríða Stefánsson enn hagað gjörð um sínum, eins og þeim var hug- stæðast. Fjármunum þeirra skal varið á þann hátt, að ungmenni verði styrkt til menntunar og þroska. Líney Jóhannesdóttir. Sigríðtir Einarsdóttif frá Skólahæ Fædd 11. maí 1878. Dáin 12. september 1964. KVEÐJA frá Magnúsínu stofusystur hennar 11. maí 1965. Á kvöldsins kveðjustundu, ég kveð með hryggri lundu, því sárt ég sakna þín, mér sífellt systir varstu, og sérhvað með mér barstu. Nú ver þú blessuð vina mín. Þín ró í raunum þínum. jók rósemd huga mínum, ég hlýtt vil þakka þér, þín samúð böl mitt bætti, þitt bros minn huga kætti. Allt gjöf frá sjálfum Guði er. Þig lífsins Drottinn leiði, þér Ijómi í fögru heiði, hin sanna gleðisól. Guðs eilíf elska og náðin veit alltaf beztu ráðin. Hann vona blómum veitir skjól. G. G. frá Melgerði. . Bróðir okkar, JÓHANNES MAGNÓSSON frá Seyðisfirði varð bráðkvaddur hinn 10. þ.m. Aðaibjörg Magnúsdóttir, Þorgerður Magnúsdóttir, Sigurður Magnússon, Gunnar Magnússon. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur og bróðir okkar, ÁSGEIR KRISTJÁNSSON vélvirki, Hlíðargötu 7, Akureyri, andað'st aðfaranótt 10. maí. Jarðarförin ákveðin síðar. Eiginkona, dætur, faðir, tengdamóðir og systkini. Systir mín, GUÐLAUG BJARNADÓTTIR Hverfisgötu 9, Hafnarfirði, lézt á Elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði laugardag- inn 8. þ.m. — Jarðarförin er ákveðin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 14. þ.m. kl. 14. Ingveidur Bjarnadóttir. Móðir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Ausu, sem lézt 5. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 1,30 e.h. Oddný Gísladóttir, Jónbjörg Gísladóttir Lassen. Jarðarför móður minnar RAGNHILDAR BJARNADÓTTUR ÁSGEIRSSON Sólvallagötu 51, er andaðist 4. þ.m., fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu daginn 13. maí kl. 11 f.h. Húskveðja verður á heimili okkar kl. 10,15 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Útför konunnar minnar, SIGRÍÐAR TORFADÓTTUR sem andaðist sunnudaginn 9. maí sl. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. maí kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Pétur Sigurðsson. Útför konu minnar, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR fer fram frá Landakirkju, fimmtudaginn 13. maí kL 2 e.h. Engilbert Gíslason. Innilegar þakkir fyrir alla vináttu og samúð okkur sýnda við fráfall og útför, ÁSMUNDAR EINARSSONAR framkvæmdastjóra, Grenimel 22. Fyrir hönd vandamanna. Margrét Kjartansdóttir og synir, Jakobína og Einar Ásmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og út- för móður okkar, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR EGILSDÓTTUR Stigahlíð 32. Sigríður Jónsdóttir, Lovísa Elífasdóttir, Einar Helgason, Elín Finnbogadóttir, Kristján Guðmundsson og bamabörn. Vinir og samstarfsmenn hafa með mörgum hætti minnzt með hlýhug áttræðisafmælis míns nú nýverið. Færi ég þeim öllum þakkir mínar og innilegar kveðjur. Jónas Jónsson frá Hriflu. Innilegustu þakkir vil ég færa bömum mínum, tengda börnum, barnabörnum og systkinum. Ennfremur öllum ættingjum og vinum, sem glöddu mig með góðum gjöf- um, árnaðaróskum og heillakveðjum á áttræðisafmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg O- Kristjánsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heimsóttu mig og sendu mér blóm og gjafir á níræðisafmæli minu. Guð blessi ykkur öll. Jón A. Ólafsson. leqsteínaK oq J plÖtUK U S. Helgason hf. Súðarvogi 20 — Sími 36177.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.