Morgunblaðið - 12.05.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.05.1965, Qupperneq 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. maf 1963 Hjálpræðisherinn á Islandi 70 ára í DAG eru sjötiu ár liðin síðan Hjálpræðisherinn hafði sína fyrstu samkomu á íslandi. En þá voru réttir þrír áratugir liðnir frá stofnun hreyfingarinnar. Á þeim stutta tíma hafði Herinn breiðst út um heiminn með undraverðum harða, og sannað tilverurétt sinn á margan hátt. Stofnandi Hjálpræðishersins var enskur prestur að nafni William Booth. Kona hans Catherine er mikið rækt. Hér á landi hefir Herinn starf- að með ýmsu móti. Hann hefir haldið samkomur, og gert sér mikið far um að leita uppi heim- ilislausa menn eða þá, sem voru fjarri heimilum sínum, svo sem erlenda og innlenda sjómenn. Fjársöfnun hefir jafnan farið fram, til stuðnings fjölskyldum, sem Herinn hefir vitað, að höfðu slíks þörf. Gistihús og gistiheim- ili Hersins hafa staðið opin fjölda fólks, og þar hefir oft verið skot- ið skjólshúsi yfir þá sem áttu fárra kosta völ. Ég veit ekki, hve mörg ár eru liðin síðan barnaverndarráð ís- lands, bamaverndarnefndir og fleiri aðilar byrjuðu að vekja athygli á nauðsyn heimilis fyrir ungar stúlkur, sem hafa misstig- ið sig á hamingjubraut sinni og þurfa sérstakrar aðhlynningar og | gæzlu. Nú er verið að reisa slíkt ! heimili undir forystu Hjálpræð- I ishersins. Verður það vígt í ná- inni framtíð. Þetta dæmi sannar, ásamt mörgum fleirum það, sem læknir nokkur sagði einu sinni við mig. „Það þýðir ekkert að Brigader Henry Driveklepp, deildarstjóri Hjálpræðishersins á íslandL Booth var frá upphafi með í starfi manns síns. Hún var stór- gáfuð kona, kjarkmikil, og orð- lagður predikari. Ef til vill er þetta ástæðan til þess, að konur hafa verið jafn-réttháar körlum til allra embætta innan hersins. William Booth var alinn upp í ensku þjóðkirkjunni, en gekk ungur yfir til meþódista. Sem ungur maður hafði hann ásamt nokkrum ungum mönnum starf- að að kristindómsmálum með sérstökum hætti, og þegar hann vildi halda áfram í svipuðum dúr, varð of-þröngt um hann innan þess starfsfyrirkomulags, er honum var ætlað að fara eftir. — En það var fyrst, er hann tók að predika í öreigahverfum Lundúnaborgar, að hann fann, að hverju hann skyldi stefna. Stefna Hjálpræðishersins var frá upphafi mörkuð þannig, að megináherzlan er lögð á kristna trú sem hjálp til einstaklingsins til þess að snúa sér frá löstum og syndsamlegu líferni og lifa trú sína í breytni. Hann hefir sagt stríð á hendur bæði drykkju skap og vesaldóm, og ekki hikað við að setjast að þar sem flestir aðrir þóttust of fínir til að köma nærri. Þetta hefir verið hin sterka hlið í þjónustu Hjálpræð- ishersins um víða veröld. Margt er öðruvísi í velferðar- riki nútímans heldur en þjóðfé- lagi hinnar nítjándu aldar. En sagan hefir sýnt, að þrátt fyrir allar félagslegar breytingar hefir þjónustá Hersins ekki orðið úr- elt. — Hjálpræðisherinn er ekki sértrúarflokkur. Hann skiptir sér lítið af því, sem milli ber í guð- fræðilegum efnum innan kirkj- unnar, hvar sem sú samvinna er þegin. Predikun Hersins er ein- föld iðrunarpredikun, og hefir jafnan orðið áhrifamest þar sem predikararnir sjálfir hafa gengið í gegnum hreinsunareld barátt- unnar. Líknarstarf og sálgæzla setja ótal lög og reglugerðir um alls konar stofnanir og hæli, nema það fáist fólk til að taka að sér þjónustuna, og þar eru þeir alltaf fúsastir, sem gera slíkt af trúarástæðum." í hátíðablaði Hjálpræðishers- ins mun saga hans eitthvað vera rakin. Sú saga er merkur þáttur í kruoiisögu vorrar aldar, en ég efast ekki um, að þeir eru margir, sem á þessum tímamótum þakka heils hugar fyrir starfið, sem unnið er, og taka undir þá bæn, að heilagur andi leiði það fólk, sem hlotið hefir köllun til þess að vera herlið Drottins. Jakob Jónsson. Blaðamenn samþykkja siðaregiur A FBAMHALDSAÐALFUNDI Blaðamannamélags tslands, sem haldinm var sl. sunnudag, voru samþykktar siðareglur, codex ethicus, sem blaðamönnum ber að hafa í huga í starfi sinu um samskipti innbyrðis og við al- menning. Samkvæmt reglunum ber blaða manni að leitast við að gera ekk- ert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt hans, blað eða fréttastofu, eða rýrt geti álit al- mennings á blaðamennsku. — Blaðamanni ber að virða nauð- synlegan trúnað við heimildar- menn sína og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða mönnum, sem eiga um sárt að binda, sársauka eða vanvirðu. Þá telst það alvarlegt brot samkvæmt reglunum þiggi blaða maður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis, eða öfugt. í frásögnum af dóms- og refsi- málum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, jafnframt því sem þeir hafi í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, stórfelldir hagsmun- ir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar, áður en dómur er felldur í máli. í viðurlögum segir að hver sá, sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta í málinu, geti kært meint brot til Siða- reglunefndar B.í. Nefndin kveð- ur síðan upp rökstuddan úrskurð að lokinni nauðsynlegri athugun og gagnasöfnun. Telji stjórn B.í. að felldum úrskurði Siðareglu- nefndar, að brot blaðamanns á siðareglunum ætti að varða brott vísun úr félaginu um sinn eða fyrir fullt og allt, skal hún bera brottvisunartillöguna undir fé- lagsfund. 1 siðareglunefnd voru kjörnir: Bjarni Guðmundsson, blaðafull- trúi, sr. Bjarni Sigurðsson á Moa feHi, Jón Magnússon, fréttastjóri og til vara Axel Thorsteinsson, ritstjóri. Carlsen minkabani hefur sent okkur eftirfarandi bréf; „Aliminkar og villi- minkar í þætti Velvakanda í Mbl. 7. þ. m. birtist grein um loð- dýramál og er hún ekki sú fyrsta, sem birtist um þetta efni, enda eðlilegt vegna frum- varpsins um það efni á Alþingi. Undirritaðan langar til að gera þetta málefni nokkuð að um- talsefni og spjalla þá m. a. sér- staklega um atriði, sem koma fram í áðurnefndum þættL Hættulausir! Sögumaður Velvakanda, Feldskerinn, heldur því fram, að brúni „standard“ minkurinn sé „alls ekki jafnhættulegur og hinn misliti „ræktaði" afkom- andi hans“. Hvar og hvenær var það' rannsakað og hvernig var sú rannsókn framkvæmd? Var hún kannski unnin á borð við það sem gert var, þegar fyrst var hafizt handa um inn- flutning á mink til landsins. Þá settust menn við skrifborð sín og unguðu út ýmsum fuUyrð- ingum. Því var m. a. haldið fram á prenti, að minkur, sem slyppi úr búrum, gæti ekki neina björg sér veitt í hinni frjálsu náttúru landsins. Hann myndi hreinlega drepast. Vitnis burður um það var dauður minkur, sem fannst skammt frá minkabúi hjá Selfossi. En þar með er ekki sögð öll sagan, því að menn létu það fylgja með, líklega sem einskonar öryggis- ventil, að jafnvel þó að svo yrði, að minkur yrði villtur hér á landi, væri það happ að fá hann inn í dýraríki landsins. Ódýrasta og ljótasta dýrið Feldskerinn góði segir enn fremur: „Ef farið yrði að ala mink hér á ný væri óskynsam- legt að velja brúna „standard" minkinn". Hvað er í vegi fyrir því, að sagan geti endurtekið sig? Á sínum tíma var keypt til landsins ódýrasta og grimm- asta minkaafbrigðið og afleið- ing þessa er m. a. sú, að þau dýr, sem veiðast eru verðlaus, hvað skinnin snertir. Hefði aft- ur á móti verið um að ræða af- brigði með verðmætt skinn, væri hægt að gera ráð fyrir að skinnaverðið eitt hefði greitt veiðimanni verðlaun þau, sem hið opinbera borgar nú. -^- Ófærir um að bjarga sér! Þá getur sögumaður Vel- vakanda þess, að það finnist 17 afbrigðilegar minkategundir ræktaðar og segir síðan að út frá þessum 17 hafi verið rækt- uð um það bil 50 afbrigði. Það sé sameiginlegt með öllum þess um afkomendum brúna minks- ins að þeir séu ekki færir um að bjarga sér sjálfir, enda lifi þeir ekki utan minkabúanna. Mig langar enn á ný til að leggja þá spurningu fyrir feld- skerann, hvar, hvenær og hvemig var þessi fullyrðing sönnuð? Varðandi það atriði að „hand sama villiminkinn okkar lif- andi“ verður að geta þess, að það er ekkert nýtt mál, því að héðan hafa verið fluttir lifandi villiminkar til Danmerkur og Sviss. ^ Misst af strætisvagn- inum Ég verð nú að segja það, að mér finnst nokkuð seint að hefj ast handa um að koma að nýju upp minkabúum. Hræddur er ég um að við höfum misst af strætisvagninum. Við höfum glatað eftir að bannið við minkaeldi gekk í gildi, 15—16 góðum árum. Um það leyti, sem bannið gekk í gildi, var mjög góður minkastofn til í hinum fáu stóru minkabúum í land- inu. Það mikið þótti til hans koma, að Þjóðverjar sendu sér- stakan mann hingað til að festa kaup á dýrum til undaneldis. Munu þeir hafa keypt 200—300 dýr. Um framtíðaröryggi þessarar atvmnugreinar má minna á, að skinnavara er tízkuvarningur og því úndir tízkustefnunni komið hvernig til tekst á hverj- um tíma. Ekki skaðar að geta þess, hvað kom fyrir í sam- bandi við platínu- og silfurref- inn. En botninn datt skyndilega úr sölumöguleikum slíkra skinna. Getur sú saga ekki end- urtekið sig gagnvart minka- skinnum? Fiskeldi og fisk- úrgangur Undanfarið hafa verið lát- in falla mörg falleg og hjart- nær orð um að hagnýta fiskúr- ganginn. Ég veit ekki betur en að það hafi til þessa gengið vel að selja hann úr landi, m. a. sem refa- og minkafóður. Og fyrir skömmu fékk íslenzkur maður einkaleyfi á aðferð til þess að nýta fiskúrgang til manneldis. Þá eigum við að hag nýta hann í sambandi við fisk- eldi. Erlendis er það víða gert og ég veit ékki betur en að til landsins hafi verið flutt slíkt fóður!! Fiskeldi er mál, sem fs- lendingar munu vinna að i fram Q.UACK <^3 Quac* J QóAc/f SÉisáast tíðinni. Hér eru margir valdir staðir þar sem koma má fyrir fiskeldisstöðvum. Þörfin fyrir góðan mat verður alltaf fyrir hendi í heiminum, en minka- skinnaframleiðendur eiga, me3 fullri virðingu sagt, allt undir duttlungum kvenna. Fyrir nokkru var því haldið fram opinberlega, að jafnvægi væri í minkastofninum. Gott væri að fá svar hjá viðkomandi við því, hvaða mælikvarði hefði verið notaður við þessa ákvörð- un. Hver getur fullyrt um jafn- vægi í æðarfuglsstofninum eða lundastofninum? Mikilvægi sálfræð- innar Mér er minnisstæð ein setning, sem sögð var, þegar minkaeldisbannið kom á dag- skrá, en hún var þessi: „Frá sálfræðilegu sjónarmiði verður að banna minkaeldi"!! Einmitt þetta sama sýnist mér að áhuga menn um, að hafið sé minka- eldi að nýju, séu að gera ura þessar mundir. Frá sálfræði- legu sjónarmiði verður að telja almenningi trú um að hin nýju minkaafbrigði séu jafnhættu- laus og reifabarn í vöggu. Eitt er það atriði, sem ég veit að ýmsir vilja fá upplýst. r það varðandi eftirlit og fram- kvæmd þessara mála. Hvernig verður tryggt, ef minkaeldi verður starfrækt hér, að þeim dýrum sem drepast t. d. af völd um sjúkdóma, verði ekki komið í verð sem veiddum villimink, þ. e. leyst verði út 350 króna verðlaunin, sem nú eru greidd? Ég veit til þess að á þeim ár- um, sem minkaeldi var leyft hér, voru dauðsföll í einu bú- inu frá 5 til 40 af hundraði. Á þessu má sjá, að það er ekki um litlar fjárhæðir að ræða I þessu efni. Og freistingin er mikil, sé boðið upp á möguleik- ann, að fá bætt rekstrartjónið af þessum sökum á kostna3 hins opinbera. 9. maí 1965. Carl. A. Carlsea“. SJÓIWSLHI 4 gerðir frá kr. 370,-. Magnarar og úrval af öðru sjónvarpsefni. Bræðurnir Ormson hf. Vesturgötn 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.