Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 3
gOggB; iiltlÍiíÍÍÍ n. * *, STAKSTEI1\!AR Kennarah.a.skóli ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í pæí forustugrein þar sem rætt er um mennlun framhaldsskólakennara, sem blaðið telur eitt vandasam- asta viðfangsefni islenzkra skól*.- mála í dag. Kemst AlþýðublaðiS m.a. að orði á þessa leið: „Tilgangur þeirra breytinga, sem koma til framkvæmda við háskólann í haust, er að veita væntanlegum framlialdsskóla- kennurum 3—4 ára nám, er endl í BA-prófi með kennararéttind- um. Verður nám þetta með tvennu móti. Önnur grein þesa verður í heimspekideild og þar veitt kennsla í tungumálum og sögu aðallega. Hin greinin verð- ur í verkfræðideild qg þar lögð áherzla á raunvísindi. Er þá að- eins óleystur vandi hinna félags- legu fræða, og finnst vonandi leið til þess að skipa þeim þann sess, er þeim ber. Með þessum breytingum pjá segja, að Háskóli fslands taki á sínar herðar hlutverk islenzks „kennaraháskóla“ og er það veL Vonandi verða þessar ráðstafanir til að draga f jölda ungra náms- manna að kennarastörfum og styrkja kennarastéttina þegar líða stundir. Styrkur kennara- stéttarinnar er styrkur 'skólanna. Styrkur skólanna er styrkur þjóöarinnar". Tónninn í útvarps- umræðum Tónninn í útvarpsumræffum frá Alþingi er dálítið að breytast frá þvi sem áður tíðkaðist. Þar er tekið að draga nokkuð úr skæt- ingi og æsingi. Framsóknarmenn og kommúnistar eiga þó bersýni- lega erfitt með aff losna með öUu undan álögum fortíðarinnar í þessum efnum. Er undarlegt s3 duglegir og góðir ræðumenn eins og Eysteinn Jónsson og Lúðvik Jósepsson skuli ekki hafa áttað sig á því, að þjóðin er löngu orðin leið á tætingstóninum. Sannleikurinn er sá, aff útvarps umræður frá Alþingi undanfarin ár, hafa gefið alranga mynd af vinnubrögðunum á þingi. Venju- legar umræður á þingi eru yfir- leitt mjög hógværar og rólegar. Þingmenn ræða málin málefna- lega, án uppnáms og æsinga. Þess vegna er þaff beinlínis nnd- arlegt að gikkur skuli hlaupa í einstaka þingmenn þegar þeir koma fram fyrir hljóðnemann í útvarpsumræðum. Það er eins og þeir haldi að hlustendum séu þessi hortugheit geðþekk! Það er áreiðanlega mikill misskilningur. New York Times' gagnrýnir Johnson New York Times gagnrýnir Johnson Bandaríkjaforseta harð- lega í forustugrein sinni sl. laug- ardag fyrir afskipti hans af upp- ieisninni í dóminíkanska lýð- veldinu. Gagnrýnir blaöið það mjög að Bandaríkin skyldu senda herlið til landsins, án þess að hafa fyrirfram samráð við banda- lag S-Ameríkuríkjanna. Segi> New York Times að kommúnist- um í dóminíkanska lýðveldinu sé gert alltof hátt untjir höfði með því, að ráðgera að þeir hefðu getað tekið völdin í landinu í sinar hendur. Þess má geta að Johnson forseti hefur nú fengið samþykki ráðs S.-Ameríkuríkj- anna fyrir ráðstöfunum sinunt. ' Miðvikudagur 12. maí 1965 MORGUNBLAÐiÐ Aflinn í Grund- arfirði 5200 tonn Heildarafli átta GrundarfjarS- arbáta á yfirstandandi vetrar- vertíð nemur samtals um 5200 lestum. Eingöngu hefur verið veitt í þorskanet og aflahæsti báturinn er Farsæll með 807 tonn, annar Ruinólfur með 803 tonn og þriðji er Grundfirðing- nr II. með 783 tonn. Afli bát- nnna niúna er mjög tregur og halda menn að vetrarvertíð sé •enn lokið. Gæftir hafa hins veg ■r verið mjög góðar og nýting aflans góð. - Emil Afli Ólafs- víkurbáta AFU Ólafsvfkurbáta 30. aprll var orðinn 8,334 tonn af 16 bát- um 848 róðrum. Mun þetta að- eins meiri afli en hann var á vertíðarlokum í fyrra. >á voru bátar almennt hættir róðrum 10. noaí. Afli einstakra báta var 30. apríl *em hér segir: Stapafell 1084 tonn, Jón Jónsson 971 tonn, Vala- feU 938 tonn, Steinunn 913, Bveinbjöm Jakobsson 829, Hrönn 751, Jökull 749, Frosti 500, Bárð- ur Snæfellsás 405, Auðbjörg 306, Ólafur 253, Andvari 164, Garðar 163, Haraldur 127, Farsæll 116 og Kristleifur 60. Sjö síðasttöldu bátarnir eru allir smáir og því ekki með eins mörg net og hinir •tærri. Aflinn i mai hefur verið mjög lítill og eru stunir bátar að taka net sín úr sjó og hætta. Aðkomu- fólk er nú að tinast burtu, en það befur verið með meira móti hér í vetur. — Hinrik. Surtseyjarkortið. Kort yfir ísland. íslenzkur bóndabær. Nemendasýning Álftamýraskóla & I 1. skólaárinu er að IJúka ÁLFTAMÝRARSKÓLI yngsti barnaskóli Reykjavíkurborg- ar, var tekinn í notkun í haust. Verið er að byiggja við skól- ann álíka stórt húsnæði og skólinn er nú. Verður það til- búið næista vetur. Nemendur Lampi úr við og homi. í skólanum eru rúimlega 500, en kennarar eru 16. Skóla- stjóri er Ragnar Júiíusson. SL sunnudag var sýning nemenda á handavinnu og teikningum, sem þeir hafa unnið að í vetur undir leið- sögn kennara sinna. Voru þar I sýndar vinnubækur nemenda teikningar af merkum sögu- stöðum, svo sem Hóium í Hjaltadal, Skál'holti o.fl., myndir af frægum íslending um, m.a. Jóni Sigurðssyni og Gúðbrandi biskup á Hólum, alls konar vatnslitamyndir, úr klippur úr dagblöðum og myndafolöðum og skemmti- lega fyrir komið á stór blöð, þurrkaðar íslenzkar jurtir og fleira. Það, sem vakti einna mesta atíhygli okkar, var kort af Surtsey, sem 10 ára- nem- endur höfðu unnið. Þeir höfðu fundið gömul Morgunblöð, sem þeir rifu í mjóar ræmur og lögðu í bieyti yfir nótt. Siðan settu þeir lím saman við blöðin þanngað til þau voru orðin viðróðanlég til að móta kortið. Fyrirmyndin var mynd af Surtsey, sem birtist í Morguhblaðinu fyrir skömmu. Þegar búið var að móta kortið var málað yfir með málningu. Var þetta mjög atíhyglisvert og erfitt að trúa því að þetta hiefðu verið unn- ið af 10 ára börnum. Þá voru og kort yfir öll Norðurlöndin, kort, sem sýna árnar á íslandi og atvinnuláf ið og margt fleira, fyrir utan smíði, sauma og aiis konar bastvinnu. Fjölmennt var á sýningunni og var hún í alla staði hin ánægjulegasta. Þess skal getið áð hún stóð yfir aðeins þenn an eina dag. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.