Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 Miðvikudagur 12. maí 1965 ' Ármann J. Lárusson glímukappi íslands ‘65 Sigraði alla keppinauta sina Þátttakendur í tslandsg-Iímunni. T.v. Rögnvaldur Gunnlaugsson fánaberi, Armann J. Lárusson, Guðmundur Steindórsson, Stein dór Steindórsson, Kristján H. Lárusson, ívar Jónsson, Garðar Erlendsson og Sigtryggrur Sigur ðsson. Á myndina vantar Ingva Guðmandsson, en hann meiddist í einni af fyrstu glímunum. Á SUNNUDAG var háð í íþrótta húsinu að Hálogalandi íslands- glíman, sú 55. í röðinni. Kjartan Bergmann Guðjónsson setti mót- ið og 'rakti í fáum orðum sögu Íslandsglímunnar. — Keppendur voru átta að tölu, Ármann J. Lár- usson .Kristján H. Lárusson, ívar Jónsson, Ingvi Guðmundsson, allir úr Ungmennafélaginu Breiðablik, Kópavogi; Guðmund- ur Steindórsson og Steindór Steindórsson, úr Héraðssamband- inu Skarphéðni, og Garðar Er- lendsson og Sigtryggur Sigurðs- «on, úr KR. í fyrstu glímunni áttust við Íieir Sigtryggur Sigurðsson og var Jónsson og sigraði Slgtrygg- ur nokkuð auðveldlega. Næst átt ust við Ármann J. Lárusson og Guðmundur Steindórsson og sigr Enska knattspyrnan LEIGESTER hefur keypt mið- herrjann Derek Dougan frá Peter- borough fyrir 25'þús. pund. Doug an hefur áður leikið með Ports- mouth, Blackbum og Aston Villa. Hann hefur leikið í írska lands- liðinu. Hinn 29. maí n.k. verður hald- inn fundur í framkvæmdanefnd ensku deildarkeppninnar. Verð- ur þar, meðal annars til um- ræðu tillaga tun að breyta út- reikningi á stigum fyrir unna leiki og fyrir jafntefli. Tillagan er á þá leið, að veita skal % hluta úr stigi fyrir hvert sett mark, en þar að auki verða veitt 2 stig eins og áður fyrir siigur og eitt fyrir jafnteflL Með þessari tillögu er verið að verðlauna fyrir sett mörk og þar sem áhorfendur vilja sjá mörk, helzt mörg, þá er þessi tillaga einkum sett fram til að ná aftur þeim fjölmörgu, sem hætt hafa að sækja knatt- spyrnukappleiki undanfarin ár. Á fundi þessum verður einnig rætt um hvort leyfa á að setja vara- menn inn í stað þeirra, er meið- ast Er reiknað með að tillaga þessi verði samþykkt. Enn einu sinni hefur hinn kunni skozki landsliðsmaður, Baxter frá Glasgow Rangers, krafizt að verða seldur og hefur félag hans samþykkt það. Útselt er á úrslitaleikinn 1 Evrópukeppni bikarmeistara milli Westham oig Múnchen 1660, sem fram fer á Wembley-leik- vanginum í London 19. maí n.k. aði Ármann. Þá glímdi Steindór Steindórsson við Ingva Guð- mundsson og sigraði Steindór. Kristján H. Lárusson glímdi næst við Garðar og sigraði Kristján. í annarri umferð vann Ármann Ingva, Guðmundur vann Sig- trygg, Garðar vann Ingva og Kristján vann Steindór. í þriðju umferð urðu úrslit þau, að Guð- mundur sigraði ívar, Ármann vann Sigtrygg, Kristján vann Ingva, sem varð að hætta eftir þessa glímu vegna meiðsla, og Garðar vann Steindór. í fjórðu umferð sigraði Kristján Guð- mund, Ármann vann Garðar, Steindór vann Sigtrygg og Krist- ján vann fvar. f fimmtu og næst- síðustu umferð sigraði Ármann Steindór auðveldlega, Garðar vann Sigtrygg. Þá var komið að þeim bræðrum Ármanni og Kristjáni, en báðir voru þeir tap- lausir og var þetta síðastg glíma Ármanns en næstsíðasta glíma Kristjáns. Þessari glímiu lauk svo, að hún fór í bið, þar sem úrslit höfðu ekki fengizt áður en tími var útrunninn. Næst áttust við ívar og Steindór og sigraði sá síðarnefndL Þá vann Guðmund- ur Garðar og í næstu glímu á eft- ir vann svo Garðar ívar en glíma þeirra Guðmundar og Stein dórs fór í bið og einnig siðasta glíman á milli þeirra Kristjáns og Sigtryggs. Þá var komið að biðglímunum. Fyrst glímdu þeir Kristján og Ármann og fór sú glíma aftur í bið. Sömu söguna var að segja um glímur þeirra Guðmundar og Steindórs og Kristjáns og Sig- tryggs, þær fóru báðar í bið aft- ur. — Hraðkeppni í kvöid í KVÖLD kL 7.30 fer fram að Hálogalandi hraðkeppni KKÍ í körfuknattleik, með þátttöku allra 1. deildarliðanna, ÍR, KR, KFR, Ármanns otg nýliðanna ÍKE. Leiknir verða 2x15 mín. leikir án hléa og engin hlé verða milli leikja. Fyrsti leikurinn hefst kl. 8,30 milli KFR og ÍKF, síðan leika ÍR og Ármann, og KR leik- ur við sigurvegara úr 1. leik. Úr- slitaleikurinn verður svo milli þeirra liða sem sigra í 2. og 3. leik, og má búast við að það verði ÍR og KR sem þar bítast um sigur enn einu sinni. Vafalaust verður um mjög skemmtilega keppni að ræða, ekki sízt þar sem úrslit eru oft mjög óvænt í slíkum hrað- mótum. Þegar svo er komið að glímur hafa tvívegis farið í bið, þá segir í glímulögum að í þriðja skipti skuli vera glímt til þrautar. Fyrst áttust við þeir Ármann og Krist- ján og brá nú.svo við að glíman gekk fljótt fyrir sig og lauk með sigri Ármanns. Sama saga var um glímu þeirra Guðmundar og Steindórs, en þar sigraði Guð- mundur örugglega. Síðasta glim- an var einna skemmtilegust þessara þriggja, en henni lauk með sigri Kristjáns eftir að mikl- -ar sviptingar höfðu verið á báða bóga. Úrslit Íslandsglímunnar urðu því þessi: Danska knottspyrnon ÚRSLIT leikja í dönsku deildar- keppninni, sem fram fóru s.L sunnudag urðu þessi: A. G.F. — B. 1909 4—2 K.B. — Esbjerg 0—2 Hvidovre — Frem 1-0 Vejle — B. 93 5—0 B. 1903 — AaB 3—1 B. 1913 — B. 1901 2—2 Staðan i 1. deild er þá þessi að loknum 6 leikjum: 1. A.G.F. 10 stig 2. B. 1903 9 — 3. Esbjerg 8 — 4. Frem 7 — 5. Vejle 7 — 6. Hvidovre 7 — 7. K.B. 6 — 8. AaB 5 — 9. B. 1909 4 — 10. B. 1913 4 — 11. B: 93 3 — 12. B. 1901 2 — Sigurvegari og handháfi Grett- isbeltisins' 1965 varð Ármann J. Lárusson og er þetta í 13. sinn, sem hann hlýtur það. 2. Kristján H. Lárusson með 5 vinninga. 3. Guðmundur Steindórsson með 4 vinninga. 4. Steindór Steindórsson. Glímustjóri var Eysteinn Þor- valdsson og yfirdómari Ólafur H. Ólafsson. Áhorfendur voru fáir, flestir gamlir glímukappar eða áhuga- menn um þessa íþrótt, en ung- dómurinn, sem vanur er að fjöl- menna á Hálogaland, þegar um handknattleik og körfuknattleiki er að ræða, lét nú vart sjá sig, M0LAR SKOTLAND og Spánn skildu jöfn 0—0 í knattspymulands- leik, sem fram fór í Glasgow s.l. Iaugardag. Leikurinn var mjög harður og var einum spönskum leikmanni vísað af leikvelli. Bandariski kúluvarparinn, Randy Matson, bætti heims- metið í kúluvarpi s.l. laugar- dag. Varpaði Matson kúlunni 21.51 metra. Fyrra tnetið átti hann sjálfur og var það 21.05 m. Belgía sigraði ísrael í lands- leik í knattspyrnu með 1—0. Leikurinn var í undankeppni heimsmeistarakeppninnar og fór fram í Belgíu. svo af má ráða, að glíman njóti heldur lítilla vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. Kannske er það ekki nema eðlilegt, þvi glímuna skortir það sem er und- irstaða annarra íþróttagreina* spennuna, auk þess sem hin margrómaða fegurð hennar virð- ist eitthvað vera farin að förlast,- því fallega glímd glíma sást varla á Hálogalandi á sunnudag, held- ur lögðu glímukapparnir mun meiri áherzlu á að bolast sena mest og reyndar fm-ðulegt hvað dómararnir létu einstaka menn komast upp með. En það er þð þrátt fyrir allt ánægjulegt að þessi íþrótt okkar skuli vera enrt við lýði og við skulum vona að hún haldi því áfram í framtíð- inni, þótt hún komist eflaust aldrei til sömu virðingar og hún naut hér áður fyrr. IM-lrland sígraði N-ÍRLAND sigraði Albaníu með 4 mörkum gegn 1, í landsleik í knattspyrnu, sem fram fór í Bel- fast. Leikur þessi var einn af leikjum í undankeppni heims- meistarakeppninnat og er stað- an þá þessi í riðlinum: 1. N-frland............... 7 st. 2. Sviss ................ 6 —« 3. Holland ............... 5 —* 4. Albanía ............... 0 —« N-frland og Albanía hafa leik- ið 5 leikL en Sviss og Holland 4 leiki hvort land. Sviss og Hol- land eiga eftir að mætast tvisvar. Englond — Júgóslavla 1:1 JÚGÓS'LAVÍA og England gerðu jafntefli 1—1 í landsleik í knatt- spyrnu, sem fram fór í Belgrad um síðustu helgi. Leikurimn var ákaflega jafn og spennandi, sér- staklega síðari hálfleikur, en í hálfleik var staðan 1—1. Júgóslavamir skorðu 1. markið á 14. mínútu og var þar að verki miðherjinn Kovacevic. Sex mín- útum síðar jafnaði enska liðíð. Útherjinn Paine tók hornspyrnu og gaf mjög vel fyrir og miðherj- inn Bridges skallaði í mark. England sigraði Ungverjaland með 1 marki gegn engu i landsleik, sem fram fór á Wembleyleikvanginum í London. Jimmi Greaves Bkoraði markið á 15. mínútu og er myndin tekin á því augnabliki er knötturinn er á leið í ungverska markið. Grcaves er lengt til v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.