Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. maf 1965 MORCUNBLAÐIÐ 11 Einar Sigurbsson, ijfgerðarmaður: Á ég að gerast virkur jbáft takandi í atvinnulífinu? JÓN Á. HÉÐINSSON hefur í dæmi af, var ekki nema 192 lesta greinarkorni í Morgunblaðinu 6. maí sl. fundið hvöt hjá sér til þess að gera tortryggilegt hluta- félag, sem ég er að stofna, um kaup og útgerð á 250—300 tonna stálfiskiskipi. Ég hefði þó haldið, að það þyrfti ekki að vera þyrnir í augum eins eða neins, þótt til- raun væri gerð til þess að fá almenning til að gerast þátttak- andi í útgerð. Það ætti þó frekar að verða til þess að skapa vel- vilja og skilning á þörfum þessa höfuðatvinnuvegar þjóðarinnar, að sem flestir yrðu virkir þátt- takendur í honum. Sem kunnugt er, á þjóðin ekki lítið undir vel- gengni hans, þar sem landsmenn fá frá sjávarútveginum 95 aura af hverri krónu, sem þeir verja til kaupa á erlendum nauðsynj- um sínum. „Sigurður“ Því er skotið inn í greinina, án þess að séð verði samhengið á milli togarans og þess, sem er til umræðu, að ég muni ekki hafa staðið í skilum með afborganir af togaranum Sigurði og ríkis- 6jóður hafi orðið að hlaupa þar undir bagga. Það er ekki í fyrsta sinn, sem þetta blessað skip er notað mér til áfellis, þegar allt annað þrýtur. Það er ekkert sérstakt með greiðslu afborgana af „Sigurði" frekar en þriggja hliðstæðra tog- ara, Narfa, Víkings og Maí. Stað- ið hefur verið við aflakvöð, viss- an hundraðshluta af brúttóafla, lem þessum skipum hefur verið gert að greiða tii ríkissjóðs upp í afborganir og vexti af þeim lánum, sem hann er í ábyrgð fyrir. Það er margupplýst á alþingi og í blöðum, hvernig þessi mál standa. Afborganir af þessum skipum voru allt of örar, til þess að nokkur von væri til þess, að hægt væri að standa við þær, eins og búið er að íslenzkri togaraútgerð. En þetta hefði þó ellt blessazt, ef skipin hefðu ekki verið með gengisbreytingu hækk uð um 100%, úr 25 millj. króna í 50 millj. króna, einmitt þegar þau voru í þann veginn að koma til landsins. Ofan á allt saman bœttist svo, að veiðar þær, sem íkipin voru keypt til að stunda, karfaveiðar við Nýfundnaland, brugðust gersamlega, og hafa ekki verið stundaðar síðan að neinu marki, jafnframt því sem þeir hafa verið reknir af sínum hefðbundnu heimamiðum. En ríkissjóður hefur ekki skað- ezt á tilkomu þessara góðu og af- kastamiklu skipa. Fyrir a-fia „Sigurðar“ hafa fengizt 65 millj. króna í erlendum gjaldeyri, og hefur þá verið dreginn frá sölu- og löndunarkostnaður erlendis og afli landað heima tvöfaldaður í verði vegna vinnslunnar. Toll- tekjur ríkissjóðs af erlendum gjaldeyri voru nýlega taldar op- inberlega 35 aurar af hverri gjaldeyriskrónu. Þar að auki eru aðrar tekjur ríkissjóðs af útgerð •líkra skipa miklar, svo sem tekjuskattur skipshafnar, sölu- •kattur og ótal önnur opinber gjöld. Ríkissjóður og þjóðin í heild ætti heldur að vera þakk- lát þeim mönnum, sem brutust í því að kaupa þessi skip með erfiðismunum, en þó miklu meiri erfiðleikum að gera þau út, í ■tað þess að nota hvert tækifæri til að ófrægja þá. í nágranna- löndum okkar eru togarakaup ■tyrkt stórlega, kannske allt upp á 40%. Afkoma stálfLskiskipanna Ég geri ráð fyrir, að afkoma hinna nýju stálfiskiskipa sé mjög misjöfn, enda skipin ólík að •tærð, gerð, ganghraða og öllum útbúnaðL Það skip, sem ég tók og hafði þó IVz millj. króna upp í afskriftir. Það kostaði um 9 millj. króna og aflaði yfir árið fyrir sem svarar andvirði sínu. Það er heldur gott, en ekkert sérstakt. Ég var hreinskilinn í umsögn minni um afkomu þeirra þriggja stálfiskibáta, sem ég á, eins og ég vil alltaf vera í öllum málflutningi. Ég sagði í blaðavið- talinu, það er nauðsynlegt að rifja það upp, af því að verið er að gera tilraun til að rangfæra það, sem ég sagði: „Ég get helzt talað frá eigin reynslu. Vélskipið Engey, sem var fyrsti stálfiski- báturinn, er ég eignaðist, skilaði á síðasta ári einni og hálfri milljón króna upp í afskriftir. Að vísu gekk ekki eins vel á hin- um tveimur stálbátunum mínum, enda komu þeir ekki til landsins fyrr en nokkuð var liðið á árið og misstu því af vetrarvertíð. Varðandi Engey er það mjög gott að fá hálfan höfuðstólinn í afskriftir, þótt afskriftir séu ekki sama og gróði. Og 50% stærra skip ætti að hafa enn betri afkomumöguleika“. Þótt ég komist svo að orði um afkomu hinna tveggja bátanna, sem eru mun stærri, Viðey 232 tn. og Ak- urey 252 tn., tel ég, að þeir eigi eftir að skila betri afkomu en Engeý, þegar til kemur, enda eðlilegt. Það þyrfti að vera þannig búið að útgerðinni, að meginhluti bát- anna hefði sæmilega afkomu, það er kannske ekki hægt að ætl- ast til, að allir hafi það. En alltaf hlýtur að vera mikill munur á nokkrum tugum aflabeztu bát- anna og svo aftur þeim lökustu. Ég tel, að nýr 250—-300 tn. stál- fiskibátur hafi skilyrði til góðrar afkomu. Á hann ætti að vera unnt að fá „toppskipstjóra“, en á skipstjóra og skipshöfn veltur, eins og allir vita, mikið. Ég geri mér vonir um meira upp í af- skriftir á slíkum bát en á Engey. Ég reyndi að eyða óttanum við, að hlaðið yrði á útgerðina launagreiðslum fyrir fram- kvæmdastjórn, skrifstofuhald og eftirlit með bátnum með því að bjóðast til að taka þetta að mér fyrir 2%, sem er áreiðanlega mjög ódýrt. En þótt ég legði spilin á borðið og skýrði satt og rétt frá afkomu míns eigin báts, var mér Ijós efi manna um skjótan og mikinn gróða, jafnvel að þeir fengju sitt fé aftur, svo að ég lofaði að á- byrgjast mönnum persónulega endurgreiðslu á framlagi þeirra eftir 1 árs útgerð, að viðbættum útlánsvöxtum. Kostir góðrar samvinnu Reynt er að gera þessa hug- mynd um stofnun almenns út- gerðarfélags tortryggilega með því að segja, að höfuðtilgangur minn sé að fá hráefni í frystihús mín og síldarverksmiðju. En hvaða goðgá væri það, þótt ég keypti aflann af bátnum að öðru jöfnu eins og af svo mörgum öðr- um. Ég sé það ekki. Einhvers staðar þarf báturinn að leggja upp, og það verður oft fyrsta verk útgerðarmanns, sem eignast nýjan bát, að koma honum í við- skipti við einhverja vinnslustöð. Er það ekki þvert á móti nokkur trygging fyrir útgerð skipsins að eiga vísa löndun. Það var a. m. k. svo með nótafiskinn í Vestmanna eyjum bæði á sl. vertíð og í fyrra, og er það tjón 'ómælt, sem marg- ur hlaut af langri löndunarbið í Þorlákshöfn eða að þurfa að sigla með afla, sem var fenginn við Eyjar, vestur fyrir Reykjanes. Ekki er langt síðan slíkt hið sama átti sér stað með síldina. Það ætti heldur ekki að vera ókostur að eiga aðgang að frystihúsi með sölu á síld til frystingar fyrir 50% hærra verð en í bræðslu, ekki hefur alltaf gengið svo vel að losna við síld til frystingar. Kostir góðrar samvinnu fisk- kaupanda og seljanda eru miklir, og þau viðskipti eru ekki ein- hliða i þágu fiskkaupandans, eins og látið er liggja að. Hlutafélagsformið Hlutafélagsformið er einfalt í framkvæmd og hefur marga kostL Venjulega getur hluthafi fengið eign sína eða verulegan hluta hennar, sem safnazt hefur fyrir í félaginu, með því að selja hlut sinn. Hins vegar hefur sala á hlutabréfi, þótt selt sé langt yfir nafnverði, engin áhrif á hag félagsins, og er það mikiil kost- ur. — Það er veruleg hreyfing nú í þá átt að stofna hlutafélög með almennri þátttöku. Ég veit ekki, hvort það félag, sem hér um ræð ir og er stofnað til að kaupa og gerá út eitt fiskiskip, getur taliet almenningshlutafélag. En það er kannske ekki mikið atriði, hvaða heiti það fær. Eitt af einkennum almenningshlutafélaga er mikil takmörkun á atkvæðisrétti. — f þessu félagi er fyrirhugað, að at- kvæðisrétturinn takmarkist við að einn hluthafi megi mest fara með 5—10% af heildaratkvæða- magninu og verður sennilega frekar 5%. Hluthafarnir í því verða fleiri en almennt gerist í útgerðarfélögum, þeir eru orðnir 30, sem hafa skrifað sig fyrir \Ví millj. króna, svo að þeir yrðu sennilega 60—80 þegar hlutafjár- söfnun væri lokið, en hlutaféð er fyrirhugað 3—4 millj. króna, eftir því hvað stór bátur yrði keyptur. Langalgengasta hlutafjárloforðið er 25 þúsund krónur, sem er lág- markið. Það.er jafneðlilegt að stofna almenn hlutafélög um útgerð og fiskiðnað á íslandi eins og að stofna þau um bilaiðnað og stál- framleiðslu í löndum, sem eru auðug af málmum. Luna-5 á leið til tunglsins Moskvu, 10. rn-aí. — (AP-NTB — S K Ý R T var frá því í Moskvu á sunnudag að sovézkir vísindamenn hefðu skotið á loft nýrri tunglflaug er nefnist „Luna 5“. Tunglflaugin vegur 1476 kíló, og eru í henni ýms mælitæki til athugana á tunglinu. Litlar upplýsingar hafa ver- ið gefnar um tunglflaugina, og er ekki vitað hvort hún á að lenda á tunglinu eða taka myndir af því og fara síðan á braut umhverfis sól eða jörðu. Þetta er fimmta tungl- flaug Rússa. Fyrstu þrjár tunglflaugarnar voru sendar á loft 1959. Varð ein þeirra fyrsta flaugin, sem lenti á, tunglinu, en önnur sendi til jarðar fyrstu myndirnar af bakhlið tunglsins. Fjórðu tunglflauginni var skotið á loft í apríl 1963, og fór hún framhjá tunglinu í 8.500 km. fjarlægð. Búast má við að „Luna-5“ komi að tunglinu á fimmtu- dag. — Kirkjutón- listarnám- skeið að Eiðum DAGANA 7.-16. júní heldur söng- málastjóri þjóðkirkjunnar kirkju tónlistaTnámskeið að Eiðum á Flj ótsdalshéraði. Er það í þriðja sinn, sem hann gengst fyrir slíku námskeiði, en hin tvö voru haldin í Skálholti (1963) og á Akureyri (1964). Ráð gert ér, að þátttakendur búi í heimavist Eiðaskóla. Náms- og dvalarkostnaður er kr. 800 á mann. Starfandi og verðandi organ- leikarar, kirkjusöngstjórar og aðrir, sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu, þurfa að gefa sig fram sem allra fyrst, eða fyrir 20. maí, við formann Sambands austfirzkra kirkjukóra, Kristján Gissurarson kennara, Eiðum, sem veitir nánari upplýsingar. Teheran, 10. maí AP. • FJÓRIR menn voru í gær dæmdir til dauða fyrir aðild að morði fyrrverandi forsætis- ráðherra írans, Hasan Ali Mansours. Sex aðrir voru dæmdir í 1 ífstíðarfangelsi, einn í fimmtán ára fangelsi og tveir til fimm ára fangavistar. í opinberum fregnum frá rétt- arhöldunum í máli þessara manna segir, að þeir hafi játað brot sín og fyrirætlanir um að myrða einnig keisara landsins. La Paz, Bolivíu, 10 maí AP. • HERFORINGJ AST J ÓRN - IN í Bolivíu tilkynnti í gær, að kosningum, seni fram áttu að fara í landinu í októ- ber nk. yrði frestað um áákveðinn tíma. —□— London, 10. maí AP. • BREZKI leikarinn Ric- hard Burton sagði í gær í viðtali við eitt Lundúnablað- anna, að hann hyggðist hætta að leika eftir þrjú ár, þegar yfirstandandi samningar hans renna út. IVIILK CHOCOLATE WAFER Bandit Særún ÍS-309 8 tonna stálbátur, smíðaður 1961, með 27 ha. Lister vél, ganghraði 8 mílur, selzt með sérstökum vildar kjörum, ef samið er strax. — Semja ber við Friðrik Sigurbjörnsson, lögfræðing, Fjölnisvegi 2, sími 16941, eða hjá Morgunblaðinu, sími 22480. NYGEN STRIGINN ER STERKARI EN STÁL AÐEINS GENERAL HJÖLBARÐINN ER MEÐ NYGEN STRIGA GENERAL TIRE INTERNATIONAL hjólbarðinn hf. IAUGAVEG 178 SÍMI 35260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.