Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 12. maí 1965 MORCUNBLAÐIÐ c Sæiuvika Ungmenna félags ðlfushrepps og Leikfélags Hveragerðis AÐ mínu áliti er fast að því úti lum menn, ef þeir gleyma að þakka það, sem vel er gert, og lífið veitir þeim ekki neina gleði. >— Því að sannarlega stendur Ijómi fegurðar og töfra af lífinu, og fyrir þeim Ijóma mega menn Ckki loka augunum. Mörg ár hefi ég átt heima í ölfusinu og á ýmsu hefur oltið um kjör mín, en alltaf verður tnér Ijósara, að þar hefi ég notið margvíslegrar ánægju og margs, «em ég er þakklát fyrir. l>að er ánægjulegt að sjá, hve margt fagurt og nytsamt liggur eftir fólk þessa byggðariags, þótt ■jaidnar sé á það minnzt en ■kyidi. l>au rúm 30 ár, sem ég hefi dvalizt í þessari sveit, hefi ég séð margt fæðast og þroskast, sem nú vekur athygli mína. Ef ekið er upp eftir Kömbum ©g litið um öxl niður um byggð- ina, blasir við alistórt og snoturt þorp — Hveragerði — með fjölda gróður'h.úsa og failegra garða og neðar sjást vel hýstir sveitabæir með víðlendum túnum, margföld urn að stærð við það, sem var, er lég fluttist á þessar slóðir. I í Hveragerði hefir einnig risið myndarlegt heilsuhæli. Þá gam- •lmennahæli (heimili) og ein- •tæðasla sundlaug, sero til er á ísalndi, ásamt mörgu fleiru er ég læt nú ótalið. Allt þetta hefir fyrst og fremst verið framkvæmt af mönnum, sem hafa átt sér þrek og bjart- sýni, en oft lítil efni. En allar eru þessar framkvæmdir enn í örum vexti og mikið átak bíður næstu kynslóðar. En bak við hinar verklegu framkvæmdir stendur einnig önn ur starfsemi, sem ekki er siður ástæða til að minnast. ölfusingar syngja og hafa supngið til fjölda ára, haía átt og eiga prýðilegar karla- og kvenna- raddir. Séra ólafur Magnússon Arnar- bæli hafði lengi forustu í söng- málum Öifusinga og Geirrún Iv- arsdóttir í Asum og Lovisa dóttir séra Ólafs hafa einnig léð þessu máli frábært liðsinni, með ágæt- um hæfileikum sínum og áhuga. Ekki má heldur gleyma Jóni í. Jónssyni, núverandi skólastjóra Hlíðardalsskóia, sem glætt hefir söngáhuga nemenda sinna og náð furðulegum árangri. En hér er hratt yfir sögu far- ið. Ætlunin með þessum línum var fyrst og fremst sú að segja frá hátiðarhöldum, sem Ung mennafélag ölfushrepps gekkst fyrir í tilefni þriggja áratuga af- mælis síns. Hátíðahöld þessi voru nefnd „Sæluvika" og stóð Leikfélag Hveragerðis einnig að hátíðahöld um þessum og studdi þau með nakkrum leiksýningum. Ungmennafélagið var stofnað fyrir réttum 30 árum af nokkr- um áhugamönum í sveitinni. Hugsjónamennirnir Jóhann Sig urðsson að Núpum og Sveinn Steindórsson, Hveragerði, stofn- uðu félagið í húsakynnum skóla míns þá hálfgerðum, hinn 5. jan. 1935 og voru féiagsmenn í upp- hafi 20—30 talsins. Þessi dagur var sveitinni happa dagur. Fyrsta stórátak félagsins var stofnun sundlaugarinnar. Heita vatnið var til, en fé og framkvæmdavilja þurfti til að hagnýta það. ' Nú barst félaginu góður liðs- auki, málinu til framdráttar, þar sem var Lárus Rist, hinn alkunni íþróttagarpur, sem nú er látinn fyrir skömmu. Margar hendur unnu fórnfúst starf og imnu sér varla hvíldar, unz markinu var náð og laugin var opnuð almenningi til afnota, undir stjóm Lárusar. Einn þáttur 1 starfseani umig- mennafélagsins var söngur, skemmtisamkomur og tilraun til leiksýninga. Fyrst var sýnt leik- ritið „Happið", síðan rak hvert leikritið annað og þegar frá leið var úr þessum fyrsta vísi all- myndarlegt ieikfélag, sem hin síð ari ár hefir notlð aðstoðar Þjóð- ieikhússins í Reykjavík, bæði við þjálfun leikenda og lán bún- inga. Ekki mun starfsemi þessa leik- íélags verða rakin hér, en aðeins verður drepið á starf þess í sam- bandi við áðurnefnda Sæluviku, sem hófst hinn 24. apríl síðstl. Fyrsta kveldið var ieikþáttur- inn Undravélin, gamanvísnasöng ur og skemmtiþáttur, sem Ómar Ragnarsson annaðist. Loks var spurningaþáttur og dans. Annan dag Sæluvikunnar var bamasamkoma, leikþáttur, söng- ur með gítarundirleik 7—12 ára barna. Þriðja daginn var sýning á leik ritinnu „Frænku Charley’s" eftir Branton Thomas, þýtt af Lárusi Sigurbjömssyni Ekki var fýsilegt að ráðast í þessa sýningu, því að undirbún- ingstími var stuttur, fáir leik- endur höfðu tíma til að sinna æf- ingum, svo að ráða þurfti nýiiða. Leikstjóri fékkst enginn, unz ung ur maður fæddur í Hveragerði 19. des. 1940, Óttar Guðmunds- son að nafni, tók leikstjómina að sér, þó með hálfum huga, enda þótt hann hafi stundað leiklistar- nám í leikskóla leikfélags Reykja víkur. En sýningin tókst prýðilega og raunar langt fram yfir það, sem leikstjórann eða nokkum annan hafði granað í byrjun. Frænkan sjálf var prýðileg karlkerling, enda leikin af einum bezta leikara Leikfélags Hvera- gerðis. Fjórða daginn var félags- vist við 31 borð ásamt verðlauna- veitingum. Fyrstu verðlaun voru ókeypis ferð til Glasgow, önnur verðlaun ágæt rakvél. öllum til ánægju hlutu ung hjón, sem þurftu hvorttveggja þessi verðlaun. Fimmta daginn var dans- skemmtun fyrir unglinga. Heið- ar Ástvaldsson hefir kennt dans í Hveragerði og eflt þannig dans- kunnáttu unglinganna. Sjötta daginn var leikritið „Frænka Charley’s" leikið aftur og síðan dansaðir gamlir dansar. Kunnu Ölfusingar vel að meta þá dansa og skemmtu sér hið bezta. Sjöunda daginn var enn end- urtekinn leiksýning fyrir börn og foreldra, fyrir fullu húsi. Um kvöldið var sýnd kvikmynd úr ævi Kennedy’s forseta Bandaríkj anna og var afmælisviku ung- mennafélagsins þar með lokið. Skemmtiatriði önnuðust 30—40 manns. Allir lögðu sig fram og unnu störf sín með prýði, þótt aukastörf væru. Yfir þúsund manns sóttu Sæfu vikuna og flestir munu hafa lokið lofsorði á það, sem þeir heyrðu og sáu. Allir voru þakklátir eigendum og starfefólki Hótel Hveragerðis fyxir ánægjulega samvinnu og lipurð. Að lokum óska ég Ungmenna- félagi Ölfusinga og æsku þessa byggðarlags, allra heilla og bless- unar. / Árný Filippusdóttir. 1 Bezta tryggingín er reynzla annarra Eftirfarandi fyrirtæki Áburðarverksmiðjan h.f. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Bæjarútgerð Reykjavíkur. Eimskipafélag íslands h.f. Fiskur h.f. Hafnarsjóður Vestmanna- eyja- Har. Boðvarsson & Co. Hraðfrystistöðin h.f. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Jöklar h.f. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kol & Salt h.f. Kaupfélag Borgfirðinga. Kaupfélag Eyfirðinga. Lýsi h.f. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Óskarsstöð í Hafnarfirði. Samband ísl. Samvinnufélaga. Sementsverksmiðja ríkisins. Skipaútgerð rikisins. Slippfélagið h.f. Timburverzl. Völundur h.f. nota CLARK-lyftivagna: Síldar- & fiskimjölsverk- smiðjan Kletti. Síldar- & fiskimjölsverk- verksmiðjan á Akranesi. Sildarverksm. rikisins. áuk margra, sem eiga lyfti- vagna á leiðinni til landsins. ARK EQUIPMENT INTERNATIONAL eru stærstu og þekktustu framleiðendur lyftivagna í heiminum Ceta boðið yður með sfuttum afgreiðslutresti allar stœrðir frá 1000 Ibs. upp í 35000 Ibs. Rafmagns benzín- eða diesel vélar. Þrátt fyrir yfirburði er verðið sérlega samkeppnis- feert. Athugið að lyftivagnar geta sparað yður kaupverðið á nokkrum mánuðum et nœg verkefni eru fyrir hendi Elding Trading Company Hafnarhvoli — Reykjavík hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.