Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 12. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 skipulaigsmálum bæjarins með því að gerður hefur verið verk- samningur við sérfróða menn um að ljúka á ákveðnum tíma skipu lagsáætlun fyrir landssvæði, sem bygginga um allanga framtíð. í þessu sambandi felur bæjar- stjórn hinum ýmsu starfsnefnd- Framhald á bls. 25 Frá hátíðafundi bæjarstjórn ar Kópavogs í gær. Frá vinstri: bæjarfulltrúarnir Sigurður Helgason, Kristinn G. Wíum og Axel Jónsson. Fyrir miðju sitja þeir Pormóður Pálsson, forseti bæjarstjórnar og Hj álmar Ólafsson, bæjarstjóri. í ræ ffiustóli er Axeil Benediktsson, bæjarfulltrúi, }>á Bjöm Einarsson, Ólafur Jensson, Svandis Skúladóttir og Ólafur Jónsson. Næstur er Sigurffiur Ólafsson, fundarritari. Hátíðafundur bæjar- stjórnar Kópavogs I GÆR var haldinn i félagshelm- lli Kópavogs hátíðafundur bæjar- etjórnar Kópavogs í tilefni af 10 ára afmæli kaupstaðarins. Voru á fundinum tekin fyrir þrjú mál og voru tillögur þær, er fram komu, allar samþykktar einróma. Fundurinn, sem er hinn 92. í röðinni, hófst með ávarpi forséta bæjarstjórnar, Þormóðs Pálsson- «r. Bauð hann alla velkomna til þessa fundar og rifjaði síðan stutt lega upp sögu bæjarstjórnar kaup rtaðarins. Sagði hann m.a., að á þeim tíu árum, sem bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar hefði starf- eð, væru bæjarfulltrúar orðnir ells 36 talsins. Nú væru bæjar- fuVtrúar 9 að tölu. Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, las næst heillaóskaskeyti, sem bænum hafa borizt í tilefni af- mælisins. Voru þau frá næriggj- andi bæja- og sveitafélögum og ýmsum öðrum aðilum. Næst á dagskrá var tillaga bæj- arfulltrúanna Axels Benedikts- sonar, Axels Jónssonar, Ólafs Jónssonar um kvikmyndun. Hljóðaði tillagan svo: 1 tilefni af 10 ára afmæli kaup- staðarins ákveður bæjarstjórn að láta gera stundaxfjórðungs kvikmynd um Kópavog. Axel Benediktsson fylgdi til- lögunni úr hlaði og var hún sam þykkt einróma. Næsta mál á dagskrá var til- laga bæjarfulltrúanna Ólafs Jóns sonar, Axels Benediktssonar, Axels Jónssönar og Ólafs Jens- sonar, sem hljóðaði svo: Bæjarstjórn samþykkir að stofna sjóð til eflingar lista- og menningarlífi í bænum. Stjórn sjóðsins skal skipuð 7 mönnum, sem bæjarstjórn kýs til eins árs í senn. Framlag bæjarins til sjóðsins skal ákveðið með samþkykt fjár- haigsáætlunar ár hvert, og telur bæjarstjórn æskilegt, að það sé hálfur af hundraði af útsvars- tekjum bæjarins hverju sinnL Listaverkanefnd bæjarins er falið að gera tillögur til bæjar- stjórnar um starfsreglur fyrir sjóðinn. Nokkrar umræður urðu um til lögu þessa, en hún var síðan bor- in undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. Þá var borin fram tillaga bæj- arfulltrúanna Ólafs Jenssonar, Axels Jónssonar, Ólafs Jónssonar og Axels Benediktssonar um skipulags- og byggingarmál. Var tillagan á þessa leið: Á þessum þáttaskilum í sögu Kópavogskaupstaðar leggur bæj- arstjórn sérstaka áfherzlu á mikilvægi skipulagsmálanna fyr- ir framtíðarþróun bæjarfélagsins. Skipulag bæjarins hefur frá öndverðu mótazt í meginatriðum af vegakerfi, sem lagt var um bæjarlandið löngu áður en þétt- býlismyndun varð séð fyrir. Þar sem bærinn er nú að vaxa upp úr þeim stakki, er honum var þann- ig sniðinn, fagnar bæjarstjórn þeim áfanga, er náðst hefur í Um Leiklistarskóla Þjóöleikhússins MÉR BR ljúft að verða við þeim tilmælum nemenda í Leiklistar- ekóla Þjóðleikhússins, sem nú eru alls níu talsins, að ég rökstyðji ummæli mín þess efnis að Leik- listarskólinn sé þjóðinni til ekammar. Er það létt verk og löðurmannlegt, eins og flestum þeim mun kunnugt sem hafa íkynnt sér starfsemi þessa maka- lausa skóla og borið hana saman við starf hliðstæðra skóla er- lendis. Ég skal ekki leggja neinn dóm á hjálpsemi, skilnimg og þrautseigju núverandi kennara ekólans, enda eiga þeir ekki sök á niðurlægingu hans, og hef ég hvergi vikið að viðleitni þeirra. Fyrir rúmu ári gerði ég allýtar- lega grein fyrir áliti mínu á Leik- listarskóla Þjóðleikhússins í tveimur greinum, annarri í Les- bókinni og hinni í Morgunblað- inu. Virðist mér flest af því sem Þá var saigt eiga við enn, nema Ihvað námstími skólans hefur verið lengdur úr tveimur í þrjú ár, eins og ég lagði til. Þar hefur sennilega mestu ráðið, að Leik- félag Reykjavíkur hefur um ára- bil rekið þriggja ára skóla, og eru nemendur þar nú yfir 30 talsins. Samanburður á þessum tveimur skólum er Leiklistar- skóla I?jóðleikhússins sízt til sóma, þar sem hann er rílkissikóli, að nokkru kostaður af opinberu £é, en Leikfélagið rekur sinn skóla fyrir framtak nokkurra öt- ulla áhugamanna. Til að gera langt mál stutt skal ég hér einungis drepa á örfáar orsakir þess, að ég tel Leiklistar- skólann þjóðinni til skammar, og vona ég að háttvirtir níu nem- endur láti sér röksemdirnar lynda, þó þær kunni að stangast á við hugmyndir þeirra um full- gildan leiklistarskóla. 1 fyrsta lagi er það þjóðinni til skammar, að Leiklistarskóli Þjóð- leikhússins lýtur stjórn manns sem hvorki hefur leiklistarmennt- un né ber neitt skynbragð á leik- list umfram aðra almenna borg- ara, auk þess sem hann hefur margsinnis orðið að viðundri fyr ir tiltæki sín og ummæli um is- lenzk leiklistarmál. í öðru lagi er það þjóðinni til skammar, að Leiklistarskóli Þj óðleikhússins skuli hafa meðal prófdómenda sinna tvo menn sem ekki hafa neina sérmenntun í leiklist (þjóðleikhússtjóra og formann þjóðleikhúsráðs). í þriðja lagi er það þjóðinni til skammar, að Leiklistarskóli Þjóðleikhússins, eini ríkisskólinn í þessari grein, skuli hvergi nærri fullnægja þeim kröfum sem gera verður um raunhæfa menntun íslenzkra leikara. Hann er kvöld- skóli sem nemendur stunda í hjáverkum, að jafnaði tvo tíma á dag. Námið er sundurlaust og mjög gloppótt. Þannig fer t.d. ekki fram kennsla í undirstöðu- atriðum eins og taltækni, en í mörgum öðrum greinum ræður kylfa kasti, hvernig og hve lenigi er -kennt, t.d. í sálfræði, brag- fræði og íslenzkri leikritunar- sögu. í fjórða lagi er það þjóðinni til skammar, að í hinu fámenna kennaraliði Leiklistarskólans eru leikarar sem á undanförnum ár- um hafa orðið að leggja niður kennslu svo mánuðum skipti vegna anna við hlutverk í Þjóð- leikhúsinu. Þetta er að sjálfsögðu ekki sök kennaranna, heldur þeirra forráðamanna skólans sem virðast láta sig einu gilda hvaða fræðslu nemendurnir fái. 1 fimmta lagi er það þjóðinni til skammar, að skólastjóri Leik- listarskóla Þjóðleikhússins skyldi láta svo ummælt fyrir rúmu ári, að ekki væri þörf á fullgildum leiklistarskóla í Reykjavík að svo komnu máli, vegna þess að hann kynni að skapa stétt atvinnu- lausra leikara! Þetta viðhorf við skólanum og leiklistinni yfirleitt er kannski mælskasti votturinn um niðurlægingu skólans. f sjötta og síðasta lagi er það þjóðinni til skammar, að ávöxt- urinn af 14 ára starfi Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins hefur verið ömurlega rýr, ekki sízt með til- liti til þess að Þjóðleikhúsið van- hagar mjög um unga leikkrafta. Læt ég svo upptalningunni lokið að sinni og vona að Leik- listarskólinn og forráðamenn hans sjái sóma sinn í að gjalda nemendunum níu hollustu þeirra við skólann með meiri og mark- vissari kennslu í framtíðinni. Sigurffiur A. Magnússon. — / fáum orðum Framhald af bls. 19. hefði notað hluta af andvirði lýsisins til að festa kaup á byggingarefni í verksmiðjuna og samið hefði verið um flutn- ing þess til landsins. Bankastjórinn, sem við átt- um tal við. reis úr sæti sínu og mælti: „Þessu leyfið þér yður að skýra frá í aukasetn- ingu“ og kvaðst mundu kæra þetta framferði fyrir banka- ráðinu. Vorum við Jón Gunnarsson síðan boðaðir fyrir formann bankaráðs Landsbankans Jón Árnason og bankastjórana til þess að gera grein fyrir þessu óskapa framferði. Er mér óhætt að segja, að þar hafi sikrattinn hitt ömmu sína, því að vi'ð svörðum áminningunum fuldum hálsi, þar sem bygggingafram- kvæmdirnar studdust við lög frá Alþingi og leyfi ríkis- stjórnarinnar og S.R. höfðu eigið fé til framkvæmdanna. Síðasti hlutinn af vélunum I Raufarhafnarverksmiðjuna fór frá Noregi 9. apríl 1940 sama daginn og innrásin var gerð. Fyrir frábæran dugnað Jóns Gunnarssonar komst verksmiðjan upp í byrjun vertíðar 1940 og bræddi það ár 210 þúsund mál síldar og hefur síðan orðið að ómet- anlegu gagni fyrir sjávar- útveginn og landið í heild. Ég segi frá þessu sem dæmi um það hve nauðsynlegar framkvæmdir í atvinnumálum voru erfiðar hér á landi, þegar gjaldeyrisskömmtun og inn- flutningshöft voru í algleym- ingi. Þetta óheillakerfi tafði bygg ingu Raufarhafnarverksmiðj- unnur svo árum skifti og mátti ekki tæpra standa, vegna stríðsins, að það tefði byggingu hennar um 6 — 7 ár til viðbótar. Auk starfa minna hjá Síld- arverksmi'ðjunum er rétt að geta þess, að á árunum 1929 til 1944 vann ég á veturna við útgerð Halldórs Þorsteins- sonar og lærði margt af þess- um merka brautryðjanda í ís- lenzkri togaraútgerð. — En svo fórstu að salta sjálfur. — 1940 keypti ég nokkrar lóðir á Raufarhöfn með það fyrir augum að hefja þar síld- arsöltun að stríði loknu. Ég rak þar síldarsöltun með öðr- um og stofnaði þar hlutafé- lagið Hafsilfur 1950. Reisti ég á 17 lóðaskikum, sem ég hafði ýmist keypt eða fengið leigða, eina stærstu söltunarstöð. á landinu, en þó gátu fram- kvæmdir ekki hafizt fyrr en sjö árum eftir að ég hafði sótt um fjárfestingar- og gjald eyrisleyfi í fyrsta skipti, en því jafnan verið synjað þar til komið var fram á haust 1951. Hafði ég þar forgöngu um byggingu á síldarplani og vönduðu íbúðarhúsi fyrir starfsfólk, en þessar eignir seldi ég að nokkru leyti 1962, og að öllu leyti 1964. Vetur- inn 1960 til ’6l byggði ég sölt- unarstöðina Hafölduna á Seyð isfirði, sem var stærst sinnar tegundar á Austfjörðum, en 1964 seldi ég einnig mína hluti í henni. Ég var fram- kvæmdastjóri þessara fyrir- tækja í mörg ár. en ástæðan ti'l þess að ég seldi stöðvarnar var sú, að rekstur þeirra var svo umfangsmikill, að ég þurfti að vera fjarverandi úr Reykjavík mestallt árið, ef þær hefðu átt að ganga sæmi- lega að mínum dómi. En ég hafði ýmsum störfum að gegna hér í bænum og gat ekki dval- izt langdvölum úti á landi, enda vildi ég vera í Reykja- vík og halda áfram að taka þátt í ýmsum félagsmálum, eins og ég hef gert lengst af ævinnar. — Og að lokum, Sveinn, langar mig að spyrja þig einn- ar spurningar: þú hefur boðið þig fram til þings. — Já, ég bauð mig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norður-Þingeyjarsýslu 1934 og var á lista Sjálfstæðis- flokksins í Alþingiskosning- unum hér í Reykjavík 1937. Ég var kosinn varamaður flokksins í kosningunum hér 1937, en var þó aldrei boðað- ur til þingsetu. Ekki harmaði ég það. Þingstörf eru erilsöm og þreytandi fýrir þá, sem hafa í mörgu að snúast, og mér hefur raunar fundizt að ég hafi haft nóg að gera, þó að ég sæti ekki á þingi. — Hvenær hefur annríki þitt verið mest? — Það var veturinn 1947 — ’48 í sambandi við flutninga á Hvalfjarðarsíldinni til Siglufjarðar. Ágreiningur var í verksmiðjustjórninni um það hvaða afskipti hún ætti að hafa af síldarflutningum, en ég taldi óhjákvæmilegt að S.R. hefði forgöngu um þessa flutninga, til að bjarga þeim miklu verðmætum sem bárust að landi hér í Reykjavík, en engar síldarverksmiðjur voru þá sunnanlands til að hagnýta aflann. Á rúmum fjórum mán- uðum var flutt um 1 millj. mála frá Reykjavík til Siglu- fjarðar, en aflahrotan var svo skörp um tíma, að nauðsyn- legt var að taka síldina til geymslu hér í Reykjavík, þar til flutningaskip fengjust til að flytja hana norður. Komu þá fram ýmsar tillögur / um geymslustað fyrir síldina. Ein tillagan var sú, að láta rýma verbúðirnar á Grandagarði og hvolfa síldinni ofan í þær um þakglugga, önnur um að fylla Fiskiðjuver ríkisins af bræðslusíld og tveir komu með tillögu um það að nota laugarnar í Sundhöll Reykja- víkur og Sundlaugunum sem síldarþrær, og voru þessar til- lögur gerðar í fúlustu alvöru. Mér þykir skömm að þurfa að segja frá því, að ég var ekki nægilega kunnugur í bænum til að þekkja Fram- völlinn og aðstæður þar, norð an við Sjómannaskólann f Grjótnámi bæjarins. Ég ræddi málið við Bjarna bróður minn, sem þá var borgarstjóri, og benti hann á þennan stað, og fór ég með honum til að at- huga aðstæður. Sá ég strax að staðurinn var hinn ákjósan- legasti. Að fengnu leyfi hlut- aðeigandi áðila létu S.R. setja plankagólf á Framvöllinn og var síldinni síðan ekið inn eftir, söltuð um leið og henni var hvolft fram af grjótstál- inu og látin renna í slyskjum niður á völlinn, en hann var með dálitlum halla, svo síld- in dreifðist um hann allann. Alls voru geymd á vellinum um 200 þús. mál síldar, sem með núverandi útflutnings- verði síldarafurða mundi nema um 80 millj. króna. í ungdæmi mánu, sagði Sveinn Benediktsson að lok- um, var svo mikill skortur á arðbærri atvinnu, að menn þurftu að tryggja sér sildar- vinnu með árs fyrirvara. En á síðastliðnu hausti voru erfiðleikar á þvi að fá fólk til starfa við síldarútveg- inn á sjó og landi, þrátt fyrir uppgripaafla og miklar tekj- ur. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.