Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 12. maí 1965 MORGU N BLAÐIÐ 19 — / fáum orðum Framhald aí bls. 14 heimsóttu föður minn er mér Einar Benediktsson, skáld, minnisetæðastur, og tel ég hann meðal merkustu íslend- inga, sem uppi hafa verið. Einar ræddi mest um þjóð- m-ál við töður minn, en minnt ist þó á hinar tröllauknu fram kvæmdir í raforkumálum, sem hann >á hafði á prjónunum. 1916 hafði hann safnað hluta- fé í fossafélagið Títan a’ð upp hæð 13 milljónum króna. Þegar þessi uppihæð er borin saman við stofnkostnað fyrsta áíanga Reykjavíkurhafnar, sem nam 2 milljónum króna, en lokið var við að byggja hann um þetta leyti, þá sést bezt hve gífurlegt fé það var sem Einari hafði teíkizt að safna, a'ð mestu leyti erlendis, tffl. virkj unarf ramk/vsemda i landinu. En þær strönduðu á heimsstyrjöldinni fyrri og þeirri gjörbreytingu, sem hún olli á fjárfestingu í vaniþróunarlöndum. Þessi fyrsti áfangi Reykjavíkur- hafnar var hvorki meira né minna en bygging allra ytri hafnargar'ðanna, haískipa- bryggju við Ingólfsgarð og uppfyllnigar í miðlbænum frá Steiníbryggjunni vestur að húsi Björns Kristjánsson- ar. Hafði Einar þannig safnað fé til framkvæmda, er voi-u sex sinnum meiri en þessar hafnarframkvæmdir í Reykja vík á árunum 1914 til 1916, og er þó ekiki tekið tillit til eðlilegs lánsfjár til siíkra framkvæmda. .Einar Benediktsson ætlaði íslenzku þjóðinni meiri hlut en nokkur maður annar. Taldi hann að í landinu væru fólg- in slík auðæfi, að íslending- ar gætu, með því að hagnýta þau, orðið vel etfnuð þjóð og rækt sinn forna menningar- anf. TröMbrot rafar og eims skyldu færa íslendingum lykil hins gullna gjalds svo að ný gullöld íslendinga rynni upp og yrði ævarandi. — Þú hefur sjálfur fljótt farið að hugsa um pólitík? — Fyrstu afskipti mín atf stjórnmálum voru þau, að ég seldi Vísi fyrsta daginn sem hann kom út, og Morgunfolað- ið daginn eftir að það kom út 1 fyrsta sinn. Sem unglingur sótti ég oft stjórnmálafundi, þar sem faðir minn mætti, og minnist ég þess að hátt á ann an áratug tók hann alltatf til máls á öllum þessum tfund- rnn, og fékk jafnan mest lófa kiappið af ræðumönnum. — Hann hafði alla tíð mik- inn áhuga á íslenzku máli og fornum bókmenntum. — Jái, hann las oft fyrir okk ur systkinin úr íslendingasög- um og Heimskringlu, og var tfróðari í islenzkum fombók- menntum en nokkur annar maður, sem ég hetf kynnzt. íslenzkt gullaldarmál var hon um svo tamt í ræðu og riti, að hann þurfti ekkert fyrir því að hafa að beita þvL Fornt mál íslenzkt vill o£t verða tilgerðarlegt í munni nútíðarmanna, af þ>vi að þeim er ekki eiigin- legt að mæla á þeirri tungu, en svo var ekki um föður minn. Ast á íslenzkri Þjóð og íslenzku máli var honum í blóð börin. Móðir mín var ekki sfður áhugasöm um sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar en faðir minn, t.d. saumaði hún ís- lenzka fánann, sem Bjarni frá Vogi vígði að Lögbergi á Þing vallafundinum 29. júni 1907, og einnig saumaði hún ís- lenzka fána svo hundruðum Skipti, sem Landvarnarmenn sendu út um allt land og seldu Iá kostnaðarverði. Einar Gunn arsson keypti efnið frá Þýzka landi. Móðir mín var samhent töður minum í sjálfstæðisbar áttunni og latti sízt stórræð- anna, þó að það gæti bakað þeim ýmis persónuleg og fjár hagsleg óþægindL Heima- stjórnarmenn og hinir dönsku og dansksinnuðu kaupmenn, sem þá höfðu hér tögl og hagldir, voru engin lömb að leika sér við, þó að þú haldir það. — Þú minntist á Þingvöll áðan, hvenær fórstu þangað fyrst? — Ég fór þangað fyrst á- ásamt foreldrum mínum og Bjarna bróður mínum í ágúst mánuði 1914. í bílnum voru einnig prófessorarnir Agúst Bjarnason Og Ólafur Lárus- son. Bílstjórinn var Jón Sig- mundsson, sem hingað kom til landsins frá Vesturheimi með Sveini Oddssyni. Þegar við vorum komin um það'bil þar sem nýji vegurinn kemur á gamla Þingvallaveginn, var skorningur þvert yfir veginn, og þar brotnaði öxullinn. Við urðum að ganga til Kárastáða. Þar fengum við gistingu, en gengum svo næsta dag til Þingvalla. Á þessum tíma þótti fréttnæmt, ef einhver fór í bíl austur til Þingvalla, og var sagt frá ferðinni í Morg unblaðinu — og þó var ekki vitað um að hún hefði orðið söguleg vegna óhappsins. hug en hún mundi endast alla okkar tíð, jafnvel þótt Sam- bandsiiagasamningurinn frá 191'8 hafi verið samþykktur með uppsagnarrétti etftir 25 ár. Man ég það, að við nokkrir strákar töluðum um, að við skyldum stofna til mótmæla- aðgerða vegna yfirráða Dana á íslandi á 300 ára afmæli Kópavogssamlþykktar 1962, en sem betur fór, kom aldrei til þess að við þyrftum að stofna til slíkra aðgerða, og átti Bjarni bróðir minn malina mestan þátt í því, að sam- bandinu við Dani var slitið 1944. IV. Eins og kunnugt er hefur Sveinn Benediktsson lengst af helgað síldveiðum og sjávar- útvegsmálum starfskrafta sína. Það er því ekki hægt að skiljast svo við þetta sam- tal, að ekki sé minnzt á þau mál. Þegar ég spurði hann, hvenær hann hefði fyrst haft afskipti af síldveiðum, svaraði hann á þessa leið: — Vorið 1923, er ég var 18 ára, reðst ég í síld til Óskars Halldórssonar á Bakka á Siglu firði. Starfaði ég hjá honum alls fjögur sumur, fyrst við bryggjubyggingu og síldar- söltun ,og síðar í skrifstofu hans á Siglufirði. í því starfi Þessi mynd var tekin 2. sept. 1963 á Söltunarstöð IHaföld- unnar á SeyðisfirðL Hafald an hafði saltað yfir 22 þúsund tunnur. Eggert Gíslason á Sigurpáli, segir við Svein: „Mikið andskoti ertu fínn í dag. Sveinn svarar: „Nú ég heí ekki séð þig í jakka fyrr í sumar." — Sveinn leiðir við hönd sér dóttur Björgvins Jónssonar og Ólínu Þorleifsdóttur, Ingi- björgu liUu sem oft kom í heimsókn til hans á söltunar- stöðina. Klausa um tör þessa birtist I Morgunblaðinu 24. ágúst og er á þessa leið, ef ég man rétt: „Benedikt Sveinsson ritstj. fór með konu sinni og drengj um til Þingvalla í gær“ — en þá þótti mönnum flestir hlutir fréttnæmari en nú ger- ist; t.d. er þessi klausa í Morg unblaðinu 7. ágúst 1914: „Séra Bjarni Jónsson og kona hans fóru austur í sveitir í fyrra- dag sér til skemmtunar“. Og um Einar Benediktsson segir 13. ágúst þetta ár: „Einar skáld Benediktsson og fólk hans eru nú að flytja í sumar bústað sinn við Rauðará. . .“ (þ.e. Héðinslhöfða í Reykja- vík). Ekki munduð þið í dag birta svona merkisfréttir í Morguniblaðinu! — Stjórnmálaáhuginn á æskuheimili þínu hefur haft mikil áhrif á ykkur systkinin? — Já. Baráttan við Dani um stjórnfrelsið var svo langvinn, að okkur datt ekiki annað í kynntist ég fjölda sjómanna, útgerðarmanna og verkafólks. 192T, eða árið eftir að ég varð stúdent, gerðist ég urnboðs- og umsjónarmaður með síldar- skipum ýmissa útgerðar- manna, sem sendu skip sín á síldveiðar fyrir Norðurlandi, en höfðu ekki aðstæður eða tækifæri til að sjá um rekstur skipanna, meðan á síldveiðun- um stóð. 1 þessu starfi minu lenti ég 1929 í miklu þjarki við Sören Goos og fulltrúa hans á Siglufirði, sem þá léku íslenzka sjómenn og útgerðar- menn svo grátt, að þeir lækk- uðu bræðslusíldarverðið um 50 aura til eina krónu á dag, þar til þeir höfðu lækkað það úr tíu krónum niður í 3 til 4 krónur málið. — Hver var þessi fulltrúi Goos, sem þú minntist á? — Hann hét Andreas Godt- fredsen, maður sem leit niður á íslendiniga að hætti einokun- arkaupmannanna gömlu. Bönn uðu þeir mér að koma á lóð verksmiðjunnar Rauðku. Góð- ux kunningi minn, sem nú er látinn, Arinbjörn Clausen, sagði mér að Godtfredsen hefði boðið sér 100 krónur og flösku af wlhisky, etf hann vildd berja mig, en hann hafði neit- að boðinu, og sagði að sjálí- sagt væri að hann lumbraði á Godtfredsen ókeypis, ef ég vildi. En ég mæltist til» að hann gerði það ekkL Ég fékk vegabréf hjá Tryggva ÞórhallssynL forsætis ráðherra, sem veitti mér rétt til að fylgjast með löndun úr erlendum skipum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og gátu þá Goos-menn ekki meinað mér umferð um verksmiðjulóðina. Aðalástæðan til þess, að þeir voru mér svo reiðir, var sú, að ég hafði fengið framkvæmda- stjóra Krossanesverksmiðjunn ar, Holdþ, til þess að kaupa síld af íslenzkum skipum á átta krónur málið, og síðan sagt síldveiðiskipstjórum frá þessu, þegar þeir komu inn á Siglufjörð, svo þeir neituðu. að landa í verksmiðju Goos fyrir það smánarverð, sem þeim var boðið. Óskar Halldórsson hafði fyrstur manna borið fram til- lögu um það, að íslenzka ríkið stofnaði til rekstrar á síldar- verksmiðju, þar sem til slíkra framkvæmda þyrfti svo mikið fé, að útvegsmönnum væri um megn að leggja það fram, og skyldi rekstrinum vera hagað svo, að ríkisverksmiðjurnar tækju við síldinni til vinnslu og skiluðu síðan hráefniseig- endum andvirði afurðanna að frádregnum kostnaðL Ákvæðið um að viðskipta- menn S.R. ættu þess kost að laggja bræðslusíld af skipum sínum inn til vinnslu gegn greiðslu á 85% af hráefnisverð inu við afhendingu og endan- legt verð, sí’óar þegar reikn- ingar verksmiðjanna fyrir það ár hefðu verið gerðir upp, hef- ur verið í gildi frá upphafi, að undanteknum þremur ár- um. Þurfa menn að segja til fyrir fram, hvort þeir kjósa að selja síldina föstu verði eða leggja hana inn til vinnslu. Á síðustu vertíð var aðeins lögð inn til vinnslu síld af- 10 Vá skipi, hitt var selt föstu verðL Á þessum tíma voru allar síldarverksmiðjur á Norður- landi í eigu erlendra manna. Magnús Kristjánsson flutti lagafrumvarp um stofnun Síld arverksmiðja ríkisins í þeim anda, sem Óskar hafði lagt tiL og Jóni Þorlákssyni var falið að gera áætlun um bygging- arkostnað. Á Alþingi 1928 voru samþykkt lög um að reisa fyrstu síldarverksmiðj- una á Siglufirði og annaðist Guðmundur Hlíðdal verkið á- samt Sohretzenmeyer verk- fræðingi. — Og fyrsta íslenzka verk- smiðjan var reist 1930. — Já, það er rétt. Fyrsta stjórn S.R. var skipuð í árs- byrjun 1930 og var ég fulb trúi ríkisstjómarinnar í þeirri stjórn og heí átt sæti þar lengst af síðan, óslitið frá árs- byrjun 1938, og verið formað- ur stjórnarinnar frá ársbyrjun 1944. — Nú, varstu Framsóknar- maður? — Hvers veigna spyrðu að því? — Vegna þess að Tryggvi Þórhallsson skipaði þig 1 stjórnina. — NeL nei, ég var ekki Framsóknarmaður. Líklega þefur Tryggvi skipað mig í þetta starf vegna þeirra kynna, sem hann hafði haft af- mér sumarið áður. En þú minntist á fyrstu verksmiðj- una. Hún var reist 1930 og hefur verið kölluð S.R. 30. Hún hóf starfsemi sína í júlí- mánuði þetta ár. Á fyrsta starfsári verksmiðjunna'r féll síldarlýsið í verði úr 28 pund- um tonnið niður í átta pund og tíu shillinga, cif. og varð þetta til þess, að mikið tap var á verksmiðjunni á þessu fyrsta starfsárL Lýsisverð var mjöig lágt lengst af, eða ellefu til þrettán pund og tíu shilling- ar á tonn cif. á árunum 1931 til “34, en þá fór það nokkuð hækkandL var þó ekki nema þrettán pund og tíu shillingar vorið 1939. Síðast liðið sumar var heimsmarkaðsverð á lýsis- tonninu 70 til 79 sterlings- pund cif., en komst hSest 1 Kóreustríðinu 1951, eða upp í 135 pund, en því miður var lýsisframlei'ðsla íslendinga lítil á því árL Þessi fyrsta sildarverk- smiðja ríkisins var upphaflega með 1700 mála afköst á sólar- hring, en nú eru síldarverk- smiðjur ríkisins átta að tölu, fimm á Norðurlandi, ein á Norð-Austurlandi og tvær á Austfjörðum, og eru heildar- afköst verksmiðjanna áætluð á sumri komanda um 42 þús- und mál á sólarhring. En þess ber að gæta, að aðeins þrjár af þessum verksmiðjum liggja vel við síldarmiðunum, eins og þau hafa verið undanfarin ár. Þá má geta þess, að út- flutningsverðmæti síldaraf- urða S.R. námu á síðast liðnu ári um 485 milljónum króna. En nú er bezt ég segi þér dálitla sögu, sem skýrir erfið- leikana í atvinnumálum 1934 — ’39. Á þessum árum heitti ég mér ásarmt fleiri fyrir því, að Síldarverksmiðjur ríkisins létu reisa nýja síldarverk- smiðju á Raufarhöfn með 5 þúsund mála afköstum á sólar hring. Heimildarlög fengust samþykkt um 2500 mála verk- smiðju og síðan var heimildin aukin upp í 5000 mál. Þegar Ólafur Thors varð at- vinnúmálaráðherra vorið 1939 studdi hann ötullega að því að úr framkvæmdum yrðL en þær höfðu strandað m. a. 4 tregðu Landsbankans til þess að veita málinu nauðsynlega fyrirgreiðslu. Minnist ég þess, að einn af bankastjórum Landsbankans, sem var hagfræðingur að mennt, sagði eitt sinn er verk- smiðjustjórnin óskaði aðstoð- ar bankans um lánsútvegun til byggingar nýju verksmiðj- unnar: „Hvar er tryggingin fyrir . því að það veiðist nokkur síld?“ Er endanlegt leyfi hafði fengist til byggingar verk- smiðjunnar sigldu þeir Jón Gunnarsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri S.R. og Ásgeir Asgeirsson, þáverandi banka- stjóri Útvegsbankans til Noregs til þess að leita eftir lántöku í þessu skyni. Tókst þeim að útvega lán til véla- kaupa, sem nam nærri helm- ingi byggingarkostnaðar. í septembermánuði 1939 högnuðust S.R. svo mikið á gífurlegri verðhækkun á síld- arlýsL vegna stríðsins, að þær höfðu eigið fé til umráða tffl þess að standa straum af bygg- ingarkostnaði verksmiðjunn- ar. Þar sem leyfi ríkisstjórn- arinnar var fengið til fram- kvæmdanna þá festi Jón Gunn arsson framkvæmdastjóri kauip á timbri og fleira i Noregi til byggingarfram- kvæmdanna. Nam upphæð sú, sem hann varði í þessu skyni, ekki nema broti af þeim hagn- aðb sem SR höfðu af verð- hækkun lýsisins. Ég fór með Jóni Gunnars- syni í Landsbankann til þess að skýra frá rekstrarafkoma verksmiðjanna og væntanleg- um byggingaframkvæmdum. í lok samtalsins skýrði Jón Gunnarsson frá því, að hann Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.